Dagur - Tíminn - 14.12.1996, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn - 14.12.1996, Blaðsíða 6
18 - Laugardagur 14. desember 1996 íDagur-Œmröm Nýþjónusta íboði hjá öllum svæðisskrifstofum VÍS Svæðisskrifstofur VIS um land allt bjóða þá þjónustu í desember að ganga frá kaupum á hlutabréfum í traustum hlutabréfasjóði sem veitir rétt á skattendurgreiðslu á næsta ári. Hlutabréfin eru í Almenna hlutabréfasjóðnum sem er í vörslu Fjárvangs hf. Almenni hlutabréfasjóðurinn er góóur kostur fyrir þá sem viija dreifa áhættu og njóta góðrar ávöxtunar, auk skattendurgreióslunnar. Starfsfólk næstu svæðisskrifstofu VÍS veitir fúslega allar frekari upplýsingar. Einnig er hægt að hafa samband við ráðgjafa Fjárvangs hf. í síma 5 40 50 60. vAtkvcgi\caféug ÍSIANDS HF Ármúla 3, slmi 560 50 60 FJARVANGUR itttm vtitiiffáfTiinjfii Laugavegi 170, sími 5 40 50 60 hríðarkófið og Ingibjörg sneri inn í bæ á ný og fór að tína til eitthvað í svanginn handa börnunum. Kjartan litli, sem var ekki nema fimm vetra gamall, hékk í pilsfaldi móður sinnar og sífraði en Ása fór að vinna að saumum. Óli var elstur þeirra systkina, 14 ára og hann vissi að á honum hvíldi nú sú ábyrgð að gefa kindun- um og mjólka kúna því móðir hans hafði enga heilsu til shks. Hann vissi að faðir hans myndi verða burtu í að minnsta kosti fimm dægur og hættur leynast víða á myrk- um vetrum. Þess vegna var hann dökkur á brá og íbygg- inn á svip. Móðir hans kallaði nú á hann og bað hann að finna sig. Hann gekk fram til henn- ar og spurði hvers hún óskaði. „Elsku Óli minn,“ sagði hún, „þú veist nú hvað á þér hvílir vinur og ég veit að þú munt ekki bregðast. Faðir þinn er nú farinn í kaupstaðinn til að reyna að fá lánaðar vörur og hann verður í nokkra daga.“ „Það er allt í lagi mamma mín,“ svaraði Óli, „ég þekki til verkanna og ég veit að þetta verður allt í lagi.“ Hann fór svo með Kjartan litla inn í baðstofu til að móðir þeirra fengi næði til að hita hafra- seyðið. hvernig hefði gengið hjá kaupmanninum. „Ég fékk ekkert, ekki svo mikið sem hálft dúsín af sykri,“ svaraði Vigfús. „Við verðum þá að borða Kjartan," sagði Ingi- björg og það gerðu þau. Sögu þessa skrifaði Bjarni Uafþór Helgason og birtist hún í Gambra, skólablaði Menntaskólans á Akureyri, haustið 1976. Þyki einhverjum sagan ósæmileg ber að virða höfundi til vor- kunnar að hann var ungur að árum þegar hann samdi hana og ekki laus við galgopaskap. Það er einíalí að tryggja skattaafslátt N u voru bless- uð jól- in loksins að koma. Vigfús bóndi í Skriðuhlíð undirbjó ferð sína í kaupstaðinn, en þar hugðist hann kaupa ým- islegt hið allra nauðsynleg- asta til jólahaldsins. Að vísu vissi Vigfús ofurvel að alls óvíst var hvort kaupmaður- inn myndi lána honum fyrir vörunum en hann varð þó að reyna til hins ýtrasta, börnin hans þrjú urðu að fá sín jól eins og önnur, jafnvel þó fá- tækt væri í búi. Ingibjörg húsfreyja gerði sitt besta til að hlúa að Vigfúsi sem brátt lagði út í dimmt og éljað vetr- arveðrið. Það gnauðaði í gluggunum og hrikti í stafii- inum og börnin, Óli, Ása og Kjartan litli, voru óvenju þög- ul þennan desemberdag. Brátt var Vigfús horfinn í Og dagarnir liðu. Nú voru sex nætur að baki síðan Vig- fús fór að heiman og enn var hann ekki kominn. Ingibjörg lét loga á týrunni við glugg- ann ef það mætti verða Vig- fúsi að leiðarljósi. Seint að kvöldi var barið þungt á dyrnar. Ingibjörg þaut fram með börnin á hælunum og lauk upp. Þungur og blautur valt hann inn um dyrnar; pabbi var kominn heim. Ingi- björg flýtti sér að taka hann úr blautum klæðunum og koma honum undir þurra og hlýja voðina. Árla næsta dag var pabbi spurður í þaula um ferðina og Ingibjörg spurði hann Jól * 1 Skriðuhlíð

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.