Dagur - Tíminn - 14.12.1996, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn - 14.12.1996, Blaðsíða 8
20 - Laugardagur 14. desember 1996 |Dagmr-'3fentmt Erfið i arðarfor í bókinni segir Þórður frá erfiðum frumbúskap í Haga, þegar hann kom þar á óræktaða jörð með litiu húsnæði. Lýst er þrotlausri baráttu við óblíð náttúruöfi á ferðalögum og í smalamennsku, björgun úr lífsháska í Skorradalsvatni og húsbruna i Haga svo eitt- hvað sé nefnt. Hörpuáutgáfan á Akranesi hefur sent frá sér hókina „Þórð- ur íHaga - Hundrað ára einbúi", sem hef- ur að geyma frá- sagnir af Þórði Run- ólfssyni, hónda í Haga í Skorradal. Óskar Þórðarson, sonurÞórðar, er skrásetjari. Dagur- Tíminn hirtir kafla úr hókinni með leyfi útgefanda. Millifyrir- sagnir eru hlaðsins. Sveinbjörn Bjarnason í Efstabæ lést 7. nóvember árið 1921. Hann hafði óskað þess að verða jarðsettur á Hvanneyri í Andakíl. Halldóra Pétursdóttir kona hans frá Grund í Skorradal hafði látið svo ummælt að hún mundi sjálfsagt vilja láta jarða sig í Hvanneyrarkirkjugarði og við hlið hennar vildi hann liggja. Pórður var þá farinn að búa á Draghálsi en Jónas Guð- mundsson, bóndi í Bakkakoti var í Efstabæ til aðstoðar heimafólki þar í þá daga sem Sveinbjörn lá banaleguna. Hann fékk lungnabólgu og lá veikur í þrettán daga, þar til yf- ir lauk. Lungnabólga var á þessum árum alltíð dánarorsök og í raun engin gagnleg meðui komin til sögu eins og seinna varð. Helst voru það heitir bakstrar sem dugðu stundum en stundum ekki. Skammt á milli ferða Það var um sama leyti að Þórð- ur var fenginn til að fara með hesta frá Efstabæ í hagagöngu út að Stóru-Fellsöxl í Skil- mannahreppi. Eitthvað fór hann með af ílutningi á sumum hestanna, aðallega reykt kjöt, einkum af sauðum. Það voru venjulega sjö eða átta hestar sem farið var með til vetr- argöngu í lágsveitinni. Hesta- eign Sveinbjarnar var allmikil, þar af níu hestar tamdir. Það var honum nauðsynlegt vegna heyflutninga af heiðinni og hálsunum en þá hafði hann sjö hesta undir reiðingi og þann áttunda til reiðar. En á þessum dögum andaðist Sveinbjörn og fór Þórður að Efstabæ til að vera þar við kistulagninguna. Var hann þá nýkominn heim til sín eftir ferðina með hestana. Mátti segja að skammt væri á milli ferðalaga hjá honum þar sem um langa leið var að fara. Frá Draghálsi að Efstabæ eru um það bil sautján kílómetrar og ýmist var farið á hesti eða fótgangandi og þó oftar gangandi þegar komið var langt fram á haust eða kominn vetur. Þórður tók svo djúpt í árinni að segja að tíðarfarið hefði um þetta leyti verið „ægilegt“. Suð- austanáttin var í algleymingi og hvert landsynningsáhlaupið rak annað en svo var áttin kölluð í Borgarfirði og var varla nokk- urt hlé á. Þetta kom sér sér- staklega illa fyrir þá sem standa þurftu í ferðalögum þar eð flestir voru mjög vanbúnir hlífðarfötum. Kistan flutt Síðan kom að því að gera skyldi útför Sveinbjarnar. Kistan hans var flutt fyrsta spölinn að Fitj- um. Leiðin frá Efstabæ að Fitj- um er 4-5 kilómetrar. Kistan var flutt þannig að hún var sett upp á reiðing þversum og menn gengu beggja vegna og héldu í kaðalspotta til stuðnings. Hest- urinn sem fékk það hlutverk að bera kistuna var einn af hestum Sveinbjarnar sem heima var. Ilann var jarpur að lit, sá hinn sami og flutt var á kista Ilildar Jónsdóttur sem dó suður í Botnsdal við Hvalíjörð, en lík hennar var flutt yfir Botnsheiði að Fitjum og jarðsett í kirkju- garðinum þar. Seinna var kista með líki Sigurðar Vigfússonar, sem lengi bjó í Efstabæ, en átti þá heima í Botnsdal, flutt sömu leið. Þessi jarpi hestur þótti bera af öðrum hestum að kröftum og þoli, enda segir sagan sig sjálf þar eð leiðin yfir Botnsheiði er bæði löng og erfið, brekkur miklar víða og byrðin óhæg. Líkkistur þessara tíma voru þungar, smíðaðar úr viði sem var ein tomma á þykkt. Vandræði á leiðinni Séra Eirikur Albertsson á Hesti í Andakil var prestur Fitjasókn- ar og hann flutti húskveðju í Efstabæ að þeirrar tíðar hætti. Nokkru eftir að lagt var af stað frá Efstabæ var komið að vörðu við götuna sem í daglegu tali var kölluð Varðmaður. Nafn sitt dregur hún af því að þar sést fyrst til manna frá Efstabæ sem koma vestan Skorradal. Bær er á milli Efstabæjar og Fitja sem Sarpur heitir en þegar þetta er fært í letur eru allir þessir bæir löngu komnir í eyði. Minnist Þórður þess að við vörðuna Varðmann var rokið svo mikið að þeir menn sem héldu í bönd- in á kistunni, tveir hvorum megin, áttu fullt í fangi með að missa hana ekki af hestinum, en þegar komið var að Fitjum lygndi nokkuð. En þann daginn var ekki farið lengra. Morguninn eftir var svo ferðin hafin að nýju. Torfi Jóns- son í Gilstreymi í Lundarreykja- dal átti gráan hest sem verið hafði á uppboði á Kambshóli í Svínadal fyrir nokkrum árum og eftir það gefið nafnið Kamb- ur. Torfi var þá kominn að Fitj- um eins og fleiri úr uppsveitun- um sem voru að fara til jarðar- fararinnar og hafði með sér hestinn. Af einhverjum ástæð- um var nú skipt um hest og kistan sett upp á þennan gráa hest og þannig flutt frá Fitjum og út að Skorradalsvatni, sem ekki er ýkja langt. Búið var að fá lánaðan bát í Vatnshorni, næsta bæ, og ungur og röskur maður, Jóhann að nafni Jó- hannsson, tók til við að róa bátnum. Kistan var sett þvers- um yfir borðstokka bátsins aft- an við ræðin. Sunnanstormur var á og ekki sérlega hvasst þegar lagt var af stað á vatninu. Að vísu þurfti ekki mikinn storm svo að erfitt væri að róa með slíkan flutning og báturinn livorki stór né hentugur til þessara nota. Þó reri Jóhann að Stálpastöðum, sjálfsagt eina 8- 10 kílómetra, en var þá orðinn þreyttur og þá kvaðst Þórður hafa tekið til við róðurinn. Þeg- ar komið var lengra út með hlíðinni var orðið hvassara eins og títt er í landsynningi og vind- ur stóð með landi og á land og mikið misvindi. Þegar komið var á móts við bæinn Hvamm var orðið svo hvasst að þeir sem á landi fóru sögðu síðar að þeir hefðu óttast að bátnum mundi hvolfa með ófyrirsjáan- legum afleiðingum. Þórður reyndi að halda bátnum eins nálægt landi og hann taldi óhætt en réð lítt við stefnu hans þegar stormhrinurnar gengu yfir. Hesturinn Kambur var með í ferðinni því að þegar ferð á Skorradalsvatni þryti yrði að skipta um flutningsmáta. Enda kom að því að við Ilvamm varð að hætta róðrinum. Voru þá enn ófarnir um 5 kílómetrar að næsta áfangastað. Nú var kistan sett upp á hestinn á nýjan leik og flutt þannig á Grund, bæ við neðri enda Skorradalsvatns. Það var barningur og þeir voru lengi á leiðinni. Á Grund var numið staðar og kistan tek- in af hestinum og látin standa á grasflöt rétt norðan bæjarins og í skjóli við hann. Kynleg hegðun hrafna Nokkuð löngu síðar sagði gam- all maður, sem hét Guðmundur og lengi átti heima á Grund, að fyrr þennan sama dag hefði hann veitt eftirtekt tveimur hröfnum sem sátu einmitt ná- kvæmlega á þeim bletti er kist- an var látin standa á og létu þar einhverjum látum. Þótti Guðmundi atferli þeirra kynlegt og vissi ekki hverju það sætti, en svona var þetta samt. Þeir sem verið höfðu í ferð- inni frá Fitjum að Grund fengu sér næturstað á þeim bæ og öðrum bæjum í námunda því að ekki entist dagurinn til svo erf- iðrar og seinsóttrar ferðar, sem var til jarðarfararinnar á Hvanneyri. Þórður sagði að sig minnti að hann hefði farið að Hálsum, sem líklegt er, því að þar bjuggu foreldrar hans, og stutt á milli bæjanna. Meiri erfiðleikar Daginn eftir var svipað veður, landsynningur og slagviðri. Síð- asta áfangann frá Grund að Hvanneyri var kistan flutt á kerru sem hesti var beitt fyrir en menn kölluðu hestvagn. Vagninn var í eigu Bjarna Pét- urssonar bónda á Grund en hann átti fyrsta vagninn sem kom í Skorradal. Hestvagnar voru ekki víða komnir til sög- unnar á þessum tíma en þóttu mikið þarfaþing til ýmissa nota en vegleysur ollu takmörkuðum notum þeirra. Þegar komið var að Báru- stöðum, næsta bæ við Hvann- eyri, var ófærðin í melgötunni svo mikil að nærri lá að vagn- inn sykki að öxli. Venslamenn, vinir og kunningjar Sveinbjarn- ar voru sumir komnir um lang- an veg að fylgja honum til graf- ar. Þórður man þar sérstaklega eftir bræðrum tveim, Gíslason- um, Jóni á Fellsöxl og Gísla í Lambhaga í Skilmannahreppi. Báðir voru þeir bændur á jörð- um sínum en Gísli stundaði auk þess barnakennslu á vetrum á sínum heimaslóðum. Öllu öðru minnisstæðara er þó Þórði að þegar að því kom að láta kistuna síga í gröfina var hún barmafull af vatni og urðu tveir menn að standa hvor á sínum enda kistunnar til að koma henni í þá dýpt sem henni var ætluð meðan mokað var yfir. Þórður sagði að slíkt hefði aldrei horfið sér úr minni enda aldrei orðið sjónarvottur að öðr.u eins og þó verið við ijölmargar jarðarfarir á langri ævi.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.