Dagur - Tíminn - 14.12.1996, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn - 14.12.1996, Blaðsíða 5
Hagur-mmtmn Laugardagur 14. desember 1996 -17 Áheyrileg meðferð Kristins Sigmunds- sonar á tónlist Schubert’s Kristinn Sigmundsson bassbar- ítón og Jónas Ingimundarson píanóleikari gleðja fyrir kom- andi jól unnendur tónlistar eftir Franz Schubert með útgáfu á geisladiski á „Vetrarferðinni" með tónlist Schubert’s við ljóða- flokk eftir Wilhelm Miiller. Lagaflokkurinn íjallar um ung- an mann sem hefur verið svik- inn í tryggðum og er í flakandi Móðurhlut- verkið Bókaútgáfan Setberg hefur gef- ið út bókina Nú er ég orðin mamma. Hún fjallar um líkama og sál konunnar eftir fæðingu barns. Útgáfu hennar annaðist Guðrún Björg Sigurðardóttir yflrljósmóðir á kvennadeild Landspítalans. Hér er að finna ýmis góð ráð sem varða fyrstu dagana, vik- urnar og mánuðina eftir fæð- ingu barns, - hkama og sál kon- unnar: um fyrstu mjólkurgjöf- ina, svefn og svefnleysi, eðlilega þyngd, kynlíf eftir fæðingu barns, fylgikvilla, geðrænar sveiflur, um mat og drykk og hreyfingu og hvernig þú kemst aftur í fyrra form. Verðið er 2.750 krónur. Leit og fundarlaun Fyrsta skáldsaga Péturs Guð- jónssonar er að koma í bóka- búðir, en gert er ráð fyrir að hún verði gefin út snemma næsta árs á 3 öðrum tungumál- um: Á ensku (en bókin er skrif- uð á því máli), spænsku og frönsku. Heiti bókarinnar á ís- lensku er Leitað að guði ... einskonar skáldsaga. Söguhetja bókarinnar er fer- tugur New Yorkbúi sem „á allt en á samt ekkert. Því ákveður hann að leita tilgangs í tilveru sinni. Leit hans að einhverri - festu og fyllingu flytur hann heimsálfanna á milli þltr sem hann kynnist helstu trúar: brögðum heims, lendir í marg- víslegum ævintýrum og kynnist mjög sérstökum ferðafélögum. . Að lokum finnur hann það sem hann er að leita að og vel það.“ Þessi skáldsaga er mjög sér- stök fyrir það að hún gerir les- andann oft að söguhetjunni sjálfri, þannig að hann upplifir það sem söguhetja bókarinnar verður fyrir. M.ö.o., leitandi les- andi gæti jafnvel sjálfur fundið það sem hann sjálfur er að leita að. Því hafa sumir sagt að menn verði ekki þeir sömu eftir lestur bókarinnar. Bókin er þýdd af Eyvindi Er- lendssyni. Eyvindur hefur áður þýtt bók eftir Pétur, Að lifa er list, sem kom út árið 1991. MENNING O G LISTIR Vetrarferðin sárum. Ef dýpra er skyggnst er þetta saga þess sem tilveran í sinni hefðbundnu mynd hefur brugðist og knúið út í óvissuna. Kristinn Sigmundsson er vaxandi bassbarftón, er ekki lengur bara góður heldur hrein unun að hlusta á hann, þar er sannur listamaður á ferð. Krist- inn er líka skemmtilegt mót- vægi við alla þá góðu íslensku tenórsöngvara, sem hafa verið ófeimnir við að láta rödd sína hljóma undanfarin misseri. Eitt þekktasta ljóðið á geisladiskin- um er Linditréð, „Der Linden- baum“, og er meðferð Kristins slík að það hríslast hrifningar- hrollur niður eftir bakinu. Lög eins og Morgunstormur, „Der sturmische Morgen" og Kjarkur „Mut“ eru mjög kreíjandi fyrir þessa rödd en það leysir söngv- arinn með „elegans" fagmanns- ins. Geisladiskinum fylgir vand- aður bæklingur með kynningu á flytjendum og ljóðaflokknum, auk þess sem allur flokkurinn er birtur á þýsku og í íslenskri þýðingu Þorsteins Gylfasonar. Útgefandi er Mál & menning. GeirA. Guðsteinsson. FRAMSOKNARFLOKKURINN 1916-1996 Framsóknarflokkurinn þakkar landsmönnum farsælt samstarf í 80 ár og væntir þess að leiðir liggi saman til framtíðar. Gleðilega hátíð Framsóknarflokkurinn

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.