Dagur - Tíminn - 14.12.1996, Blaðsíða 16

Dagur - Tíminn - 14.12.1996, Blaðsíða 16
 28 - Laugardagur 14. desember 1996 Jbgur-Œrarám Kommglegur jólaimdirbúningur Díana þykir mjög samviskusöm við jólagjafakaup. BÚBBA segir ykkur nú frá jólaundirbúningi bresku konungsfjölskyldunnar. Þar sem jólainnkaupin ná bráðum hámarki þá ætla ég nú að segja ykkur frá jólaundirbúningi konunglegra í Bretlandi. Meðlimir konungsfjölskyld- unnar líta á það verkefni sem eins konar hernaðaraðgerð sem þeir sinna allt árið um kring. Auk ættingja og vina þarf að kaupa gjafir handa starfs- mönnunum og þeir eru ekki fá- ir. Búðin heim í höll Elísabet drottn- ing gefur u.þ.b. 50 nánum ætt- ingjum jólagjöf, yfir eitt þúsund starfsmönnum, auk vina og (jar- skyldra ættingja. Drottningin fer ekki í búðir til að versla, búð- irnar koma til hennar. Hinum ijölbreyttasta varningi, með verðmiðum, er þá komið fyrir á sérstökum borðum í „Hvítu stássstofunni" í Buckingham- höll. Drottningin tekur nokkur kvöld í það að velja í rólegheit- um það sem hentar hverjum og einum. Rétt er að geta þess að Elísabet, sem talin er ríkasta kona veraldar, stillir jólagjöfum sínum mjög í hóf. Dæmi: Hún gefur ættingjum sínum hita- brúsa, garðyrkjuhanska og jafnvel áttavita! Pessi sérviska stingur mjög í stúf við íburðar- miklar gjafir konungsíjölskyld- unnar á síðustu öld. Þá þótti til dæmis sjálfsagt að gefa Fa- bergé skartgripi. Sérviskuleg samhaldssemi Að fara í búðir og versla meðal almennings er ekki heldur auð- velt fyr- ir aðra meðlimi konungsfjöl- skyldunnar. Bæklingar frá stór- verslununum koma því að miklu gagni og einkaritarar panta símleiðis það sem verður fyrir valinu. Díana prinsessa vill helst kaupa gjafirnar sjálf og hefur yfirleitt lokið því verk- efni í október. Þessa sérviskulegu sam- haldssemi drottningarinnar hafa fleiri meðlimir fjölskyld- unnar tileinkað sér. Anna prins- essa er með augun opin allan ársins hring þegar útsölur eru annars vegar m.a. á hesta- mannamótum. Hún hikar ekki við að gefa ættingjum sínum sultukrukku eða sinnepskrús í jólagjöf. Þessi sérviska kom Díönu víst mjög á óvart í upphafi hjú- skapar hennar og Karls. Á fyrstu jólunum með konungs- fjölskyldunni hafði hún vandað valið á kasmír- peysum og rán- dýru postulíni og kom þetta öðrum meðlimum í opna skjöldu. Drottningarmóðir- Drottningarmóðirin gefur Charbonnei & Walker súkkulaði í neyð þegar hún finnur enga aðra gjöf í póstlistunum. in fer aldrei í búðir að versla. Hún flettir vörulistum í rúminu, ef hún finnur ekkert viðeigandi þá grípur hún til þess ráðs að gefa dökkt súkkulaði frá Char- bonnel & Walker, sem er henn- ar uppáhald. Drottingin, Karl prins, Díana og fleiri í fjölskyldunni fá aðstoð við að pakka inn gjöfunum en Anna prinsessa pakkar sínum gjöfum inn sjálf. Jólakort frá Karli Bretaprinsi árið 1978. Anna prinsessa er alltaf með augun opin fyrir ódýrum jólagjöf- um. dvelur saman í Sandringham- kastala yfir hátíðarnar og legg- ur Elísabet mikla áherslu á að allir mæti. Mér þykir dálítið merkilegt að breska konungsfjölskyldan opnar jólapakkana á aðfanga- dagskvöld en það er í samræmi við hefð sem Alexandra drottn- ing Játvarðar VI. innleiddi frá heimalandi sínu Danmörku. Jólagjöfunum er raðað á lang- borð sem klætt er hvítum dam- ask dúkum. Hver fjölskyldu- meðlimur hefur sitt svæði þar sem hans gjafir eru. Svæðið er merkt með nafni viðkomandi og silkiborðar eru notaðir til að greina á milli svæðanna. Fyrst- ar koma gjafir drottingar, þá Filipusar og síðan koll af kolli. Á jóladag er morgunverður stundvíslega klukk- an m'u. Þar er nú ekki slappað af á náttfötunum fram eftir degi því að allir verða að vera vel til hafðir áður en haldið er til kirkju. Á meðan konungs- fjölskyldan er í kirkju eru kokkarnir önnum kafnir við að útbúa reyktan kal- kún með tilheyrandi meðlæti. Á jóladag er flutt ræða drottn- ingar í sjónvarpi og ég ætla að leyfa mér að lokum að vitna í orð Elísabetar eitt árið en þá sagði hún: „Börn okkar og barnabörn eiga það skilið af okkur að við sýnum þeim gott fordæmi og hegðum okkur í samræmi við það sem við ætlumst til af þeim.“ Minnumst þessa við jólaundirbúninginn! Fyrsti þáttur undirbúningsins er að velja mynd í jólakortið. Oft er þetta mynd sem tekin er við hátíðleg tækifæri það árið. Stundum er pöntuð sérstök mynd og er þá uppstillingin oft frjálslegri. Lítill kassi er alltaf með í för Frá því í lok október fram í byrjun desember fara meðlimir konungsfjölskyldunnar allra sinna ferða með lítinn kassa fullan af jólakortum sem þarf að undirrita. Og það er eins gott að slá ekki slöku við. Karl bretaprins vill gjarnan setja stutta persónulega kveðju í sín kort og er því heldur lengur en aðrir að ganga frá sínum kort- um. Þrátt fyrir að jólakortaver- tíðin sé talsverð fyrirhöfn fyrir konungsfjölskylduna þá gera meðlimir hennar þetta með glöðu geði, vitandi það að margir fagna því að fá kort með konunglegu innsigli. Margrét drottingarsystir er sú eina í fjölskyldunni sem ekki sendir jólakort því henni finnst það einfaldlega tilgangslaust. Þeir sem koma henni til varnar í þessu sambandi segja að hún haldi glæsilegustu jólaboðin og þá í Kensingtonhöll. Fjölskylduhátíð í Sandringham Jólin eru mikil fjölskylduhátið hjá Elísabetu drottningu og fjöl- skyldu hennar. Fjölskyldan Jólakortavertíðin er ekkert smámál En Eh'sabet drottning og Qöl- skylda hennar þurfa ekki bara að huga að jólagjöfunum. Til dæmis sendir drottingin Qölda jólakorta. Það er litið á það sem sjálfsagðan hlut að hún sendi kort til helstu meðlima í ríkisstjórnum breska samveldis- ins, til leiðandi manna í breska hernum, yfir- manna góðgerðar- stofnana, iðnjöfra, annarra þjóðhöfð- ingja og meðlima annarra konungs- fjölskyldna. Á jóla- kortalista þeirra Elísabetar og Filip- usar eru nokkur þúsund nöfn og það tekur nokkrar vikur og ítarlega skipulagningu að koma öllum kort- unum í póst á rétt- um tíma.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.