Dagur - Tíminn - 19.12.1996, Page 4
16 - Fimmtudagur 19. desember 1996
íDagur-®tmmrt
UmBúdaíauót
Heims um ból og lifsins hjól
Hlín
Agnarsdóttir
skrifar
Já, nú eru blessuð jólin að
koma aftur, einu sinni enn.
Þá hætta allir að rífast og
verða voða góðir. Skrítið, það
verður alltaf styttra og styttra
veikt og sumir sverja að þeir
ætli ekki að taka þátt í því. Þeir
komast bara ekkert hjá því,
nema fara til Tíbet.
Okkur var einu sinni kennt
að til að halda jól þyrfti aðeins
eitt skilyrði og það er að vera
góður við náungann eins og
Jesús kenndi okkur. En hver
man eftir Jesú, er pláss fyrir
hann í iðnu og lúnu hjarta okk-
ar? Margir eru svo vondir allan
ársins hring að þeir eru sligaðir
af sektarkennd þegar jólin
nálgast og fyllast þá botnlausri
gæsku. Að vera góður á jólun-
samviskulaust í sig um jólin. Á
aðfangadagskvöld hverfur jóla-
undirbúningurinn oní maga á
hálftíma og gjafir eru tættar úr
pökkum í trylltu adrenalínkasti.
Svo er legið í gjafaharðsperrum
jóladagana og beðið eftir að
búðirnar opni aftur, svo hægt sé
að skipta ljóta dótinu.
Svona getur verið erfitt að
vera góður. En sem betur fer
kemur gamlárskvöld strax eftir
jólin og þá er hægt að gera upp
árið og vera svolítið vondur,
hafi maður verið of góður um
jólin og enginn þakkað fyrir
milli jólanna. Kannski líður tím-
inn hraðar eftir miðjan aldur
eða er líf okkar svo vel skipu-
lagt að við tökum ekki eftir að
við lifum því og svo allt í einu er
það búið og við vissum varla að
við vorum til. í desember, þegar
jólaundirbúningurinn stendur
sem hæst, eru alltaf einhverjir
sem þurfa að hafa orð á því
hvað þetta jólabrjáiæði sé geð-
um jafngildir því í dag að gefa
gjafir. En getur sá, sem ekki er
svolítið góður allt árið, verið
góður á jólunum? Þegar þjóðin
á allt í einu að lifa heilbrigðu og
fallegu ijölskyldulífi um jól,
endar það oft í eyðslukasti og
ofáti, enda er það orðinn hluti
af jólaundirbúningnum að fara
á fitubrennslunámskeið 8 vik-
um áður, svo hægt sé að troða
það. Svo í janúar, þegar timbur-
mennirnir af nýárinu eru hvað
verstir, er hægt að fara á útsöl-
urnar eða á annan fitu-
brennslukúrs, því í febrúar
byrja árshátíðarnar og þorra-
blótin og þá þarf maður að
passa í dressin og í mars er
hægt að fara að undirbúa
páskana eða fermingarnar og
þegar fermingarveislunum lýk-
ur þá kemur apríl með sumar-
daginn fyrsta og í maí hætta
skólarnir og þá er hægt að fara
í stúdentaveislur, svo byrjar
sumarið í júm og allir fara að
grilla ódýrt svínakjöt og ferða-
skrifstofurnar keppast um að
bjóða ódýrustu og bestu sólar-
landaferðina og í júlí og ágúst
koma útlensku túristarnir og
gefa af sér. Svo kemur haustið
og það fer aftur að kólna, skól-
arnir byrja og allir þurfa sínar
bækur og sín skólaföt og í októ-
ber og nóvember er hægt að
fara tii Glasgow eða Dublin og
kaupa ódýrt fyrir jólin. Já og þá
eru jólin komin aftur einu sinni
enn og allt getur byrjað upp á
nýtt. Og allir vilja vera svo góð-
ir, því árið hefur liðið svo hratt
og enginn hefur haft tíma til að
vera nógu góður við nógu
marga. Við erum ekki herrar
eigin tilveru, stundum er eins
og henni sé stjórnað af ósýni-
legum öflum sem skipuleggja
fyrirfram allt okkar stúss og
engin stund afgangs til að átta
sig á lífsins hjóli, sem snýst lát-
laust hring eftir hring.
Þegar við lítum loks tilbaka
og gefum okkur þennan dýr-
mæta tíma til að vega og meta
hvað þetta líf okkar er, þá vild-
um við gjarnan ... bara við
hefðum verið betri hvert við
annað ... æ, en nei, það er ekki
og var ekki tími til þess. Ást-
Ieysið er kannski hið sanna
hlutskipti mannsins í heimin-
um. Já, nú eru blessuð jólin
sem sagt alveg að koma og mig
langar svo til að vera góð og
innilega væmin og sýna öllum
hvað mér þykir vænt um þá ...
en jólin eru svo stutt og það eru
svo margir sem vilja vera góðir
á jólunum, en fá það ekki. Þá er
bara að bíða eftir gamlárs-
kvöldi og vera svolítið vondur
yfir því að fá ekki að vera góður
og fara svo á útsölurnar í janú-
ar.
Sósíal realismi
- bókmeimtabónus
rynjólfur Bjarnason
heimspekingur,
kommúnisti og ráð-
herra segir í einni af bókum
sínum eitt-
hvað á þá
leið að aðal
mikillar list-
ar sé að hún
tjái hið ai-
menna og
sammann-
lega í formi
hins einstaka
og sértæka.
Undir þetta
geta víst
flestir tekið
þó fáir skilji
hvernig
Brynjólfur og félagar hans í
Komintern hafi náð að yfir-
færa þessa almennu skil-
greiningu sína á list yfir á
hinn sovéska sósíal real-
isma sem hafinn var til vegs
og virðingar á dögum Stal-
íns. Konur með rauðan fána
á dáttarvél hafa einhvern
veginn ekki elst vel sem
listaverk, þó þær hafi þótt
frábær tjáning hins sam-
mannlega hjá öreigastétt-
inni á sínum tíma.
í dag finnst mönnum
sósíal realisminn hins vegar
ekki alveg ná þessum stór-
fengleika, þó flestum finnist
raunar traktorskonan
skondið innskot í listasög-
una. Þar með hefur stalín-
isminn, sem alla jafna er
hvorki skondinn né
skemmtilegur, fengið á sig
örlítið húmoríska hlið. Sjálf-
sagt var Stalín sjálfum þó
aldrei hlátur í hug þegar
sósíai realisminn var ann-
ars vegar.
Stalín er hér
En stalínisminn er lífseigur
ekki sxst í heimi bókmennt-
anna. Nú bendir nefnilega
allt til að Stalín sé hér, livað
svo sem Vélsteinn Lúðvíks-
son segir um það mál.
Ásýnd hans er þó öll önnur
og mannúð-
legri að þessu
sinni, hann
minnir eigin-
lega meira á
jólasveininn
en Stalín. Jó-
hannes í Bón-
us er höfuð-
paurinn í hin-
um bók-
menntalega
stalínisma
hann er Stal-
ín bónus real-
isma nútím-
ans. Þó svo að sósíalismi og
öreigavinskapur Jóhannes-
ar felist ekki í alræði öreig-
anna heldur alræði sam-
keppninnar, og sovét hans
séu hvorki í Pétursborg né
Moskvu heldur í Bónusbúð-
um á íslandi, þá er hin list-
ræna undiralda sú sama.
Metsölulisti
Nú munu Bónusljóðin kom-
in á metsölulista Morgun-
blaðsins, en Bónusljóð eru
einmitt dæmi um það
hvernig tekist hefur að tjá
hið almenna og sammann-
lega í formi hins einstaka og
sértæka. Bónusljóð Qalla
um upplifum manns sem
verslar í Bónus, lífsreynslan
við grænmetisborðið, við
kælinn, við kassann, o.s.frv.
íslenska þjóðin virðist enn
næm fyrir sósíal realisman-
um og kaupir grimmt Bón-
usljóð rétt eins og mönnum
þóttu dráttavélakonurnar
full frambærilegar fyrir
nokkrum áratugum. Allt á
þjóðin þetta að þakka sínum
nýja íslenska Stalín, bók-
menntastalíninum, Jóhann-
esi í Bónus. Garri.