Dagur - Tíminn - 19.12.1996, Qupperneq 5
jDí'tgur-Cnímtmt
Fimmtudagur 19. desember 1996 -17
VIÐTAL DAGSINS
700 bls. um talsímakonur
„Þetta er deyjandi
stétt, eða dáin rétt-
ara sagt. Það er
bara til launaflokkur
með þessu nafni.“
Svo mælir Ásthildur Stein-
sen, sem um 30 ára skeið
starfaði sem talsímakona.
Hún hefur tekið saman bókina
„Stelpurnar á stöðinni" sem
kom út fyrir skömmu í 2 bind-
um, samtals 700 bls. í bókinni
segir frá um 2000 konum sem
störfuðu við talsímann á árun-
um 1906 til 1991, eða þar til
sjálfvirknin var orðin slík að
þeirra var ekki þörf. „Fyrsti
vottur af sjálfvirkni var þegar
við lentum inni á símsvörun-
um,“ segir Ásthildur. Smám
saman jókst sjálfvirknin og hef-
ur nú tekið svo „gífurlegt stökk
að þú getur nærri því séð orðin
á snúrunni.“
í stuttu máli var starfi tal-
símakvenna „spurning um að
tengja saman tvær persónur og
svo þær fengju að tala í friði.“
Þessi tenging krafðist menntun-
ar og lengi vel fóru tilvonandi
talsímakonur í 6 mánaða nám í
Póst- og símamálaskólanum.
„Þetta var strangur skóli en ef
þær stóðu sig vel þá fengu þær
fasta vinnu.“
Flugfreyjur síns tíma
„Þetta er eiginlega fyrsta
kvennastarfið, ásamt ljósmóð-
urstarfinu, sem borin var virð-
ing fyrir. Það var litið upp til
þessara kvenna eins og flug-
freyjanna seinna meir. Þetta
var eftirsótt starf langt fram yf-
ir ’50.“
- Hvað var eftirsóknarvert?
„Það voru föst laun og lífeyr-
issjóður ríkisstarfsmanna, sem
allir mændu til og þótti gott
veganesti þá.“
- Þú heldur því fram að þessi
stétt kvenna hafi haft áhrif á
þróun atvinnusögu kvenna.
Hvernig?
„Þessar konur sem voru
„Margar af þessum konum áttu failegustu heimilin í bænum, ekki af því að þær voru efnaðri heldur tókst þeim að nurla saman og gátu þá keypt sér ým-
islegt í búið, sem flestar konur voru alla ævi að safna fyrir. Þær áttu þá sinn heimanmund þegar þær giftu sig og voru ekki alveg upp á manninn sinn
komnar með alla hluti.“ Mynð: H,ima, p*
þarna framundir ’30, það eru
þær sem gerðu kröfur til þess
að börnin þeirra menntuðu sig
til þess að komast áfram. Fisk-
reitirnir og vistin var ekki það
sem fólk langaði í.“
Engar rauðsokkur
- Þið hljótið þá að hafa hlustað
á boðskap rauðsokkanna og
feministanna á kaffistofunni?
„Nei. Við höfðum vinnu,
starfið var vel metið, og á sín-
um tíma vel launað, þannig að
við vorum ekki í neinum vand-
ræðum. Það var ekki fyrr en
háskólamenntuðu konurnar
fóru að koma út úr skólum og
finna að þær væru láglauna-
konur sem vandræðin byrjuðu.
En upphaflega eru þetta nú
aðallega dætur heldri manna
bæjarins sem fá þarna störf.
Þetta þótti fínt starf og talsíma-
konurnar voru þá þéraðar.
Eldri konur sögðust ekkert hafa
verið að þiggja laun heldur
bara verið þarna til að dreifa
tímanum. En þær byrjuðu samt
með um 600 kr. í árslaun."
- Gátu konur framfleytt sér á
þessu?
„Nei, þær hættu allar að
vinna þegar þær giftu sig. Þær
máttu ekki vinna eftir að þær
áttu börn.“
- HA!!!
„Yfirmennirnir leyfðu það
ekki. Anna Jónsdóttir frá
Stokkseyri skrifaði í sína grein í
bókinni: „Ég var búin að eign-
ast dóttur og mátti ekki halda
starfinu.” Svona var þetta, það
var ekki ætlast til þess að konur
með börn og heimili væru úti að
vinna. Þá varstu að taka starf
frá öðrum. Þetta var náttúru-
lega á þeim árum þegar karl-
maðurinn vann einn og það var
alveg nóg fyrirvinna.” LÓA
Hallgrímur
Sveinsson
skrifar
Þingeyri við Dýraíjörð er
gott dæmi um sjávarþorp,
sem virðist ætla að fara
mjög illa út úr þeirri uppstokk-
un sem nú gengur yfir íslensk-
an sjávarútveg. Þetta áður
framsækna sjávarpláss, má
heita rúið sínum frumburðar-
rétti. Þar eru nú hvorki til stað-
ar heppileg skip né fiskveiði-
heimildir. Aðeins fáeinir smá-
Atvinnulaust fagfólk í fiskvinnslu
bátar, sem mega veiða nokkra
tugi tonna af fiski yfir árið, eru
gerðir út frá staðnum og er afli
þeirra að mestu unninn hjá ný-
stofnuðu fiskvinnslufyrirtæki,
Unni ehf. Tíðindi nokkur hafa
því orðið í Dýrafirði, þar sem til
skamms tíma voru gerðir út
tveir nýtísku togarar.
Frá því er að segja, að sextíu
til sjötíu manns, flest fagfólk í
fiskvinnslu, einum af undir-
stöðuatvinnuvegum þjóðarinn-
ar, gengur nú atvinnulaust í
heimabyggð sinni og fær ekki
að gert og hefur svo verið í
nokkra mánuði. Eitt af bestu
hraðfrystihúsum landsins
stendur ónotað á Þingeyri og
þrátt fyrir að forráðamenn
Fáfnis hf. sem er dótturfélag
Kaupfélags Dýrfirðinga og telst
eigandi hússins, hafi lagt nótt
við dag allt síðastliðið ár, til að
koma fótunum undir rekstur
þess og útvega því hráefni,
virðist fátt benda til annars en
daprir dagar séu enn framund-
an hjá áðurnefndum sérfræð-
ingum í ílskvinnslunni á Þing-
eyri.
Fyrir þessu ástandi eru ýms-
ar samverkandi orsakir, sem
ekki verður nánar farið út í hór.
Þó skal það nefnt, að margir
telja að verstu annmarkar
kvótakerfisins komi nú fram
með fullum þunga á Þingeyri.
Þeir benda á sem dæmi, að þó
vaðandi þorskgengd sé þessa
dagana úti fyrir Vestíjörðum, á
miðum sem heimamenn og for-
feður þeirra hafa nytjað um
aldir, eru mönnum í Dýrafirði
allar bjargir bannaðar, þar sem
nú eru hvorki til heppileg skip
né heimildir fyrir hendi til
veiða, sem áður segir. Og bæði
sjómenn og landkrabbar tala
nú um, að menn hefðu betur
bundið hluta af veiðiheimildum
í kvótakerfinu við einstaka
staði, en ekki eingöngu við skip,
sem einn góðan veðurdag sigla
sinn sjó og sjást ekki meir í
sinni heimahöfn til að landa
þar afla til vinnslu.
Það er því ekki vonum fyrr
að nokkrar vaskar konur í
Dýrafirði hafa nú hrint báti á
flot og hafið undirskriftasöfnun
á móti þeim draugum, sem ríða
beislislausir í hinu svokallaða
kvótakerfi og hananú!