Dagur - Tíminn - 20.12.1996, Qupperneq 1
Föstudagur 20. desember 1996 - 79. og 80. árgangur - 244. tölublað
HVAÐ VILTU í JÓLAGJÖF?
Sara, 5 ára: „Mig langar í talandi
dúkku. Hún er svolítið lítil."
Gunnur, 8 ára: „Ég vil fá bókina
Ekkert að marka. Þegar ég var í
sveit t Vík þá las bóndakonan fyrir
mig nokkrar blaðsíður úr Jóni Oddi
og Jóni Bjarna. Hún var skemmti-
leg. Svo langar mig líka í Völundar-
spilið og nokkur föt.“
Tryggvi Snær Friðjónsson, 5 ára,
Akureyri: „Leikfangafarsíma og
fullt af bókum.“
Hjördís, 6 ára: „Ég vil fá Sega-
Mega tölvu með fullt af leikjum.
Stóra systir mín á eina sem er bil-
uð en ég fæ aldrei að leika mér í
henni.“
Kristján, 7 ára: „Veit það ekki. Ekk-
ert. Éða svona stórt Playmo-virki
með riddurum og minnsta kosti 10
hestum."
Kristján Pálmi Kristjánsson, 4 ára,
Akureyri:
„Leikfangabílasíma."
Einar, 7 ára: „Æi, ég veit það ekki.
Jú, Spiderman. Spiderman spólu.
Ekkert annað."
Agnar Ingi, 5 ára: „Rafmagnsbíl,
sem hægt er að stjórna með fjar-
stýringu. Bara svona venjulegan
torfærujeppa."
Sædís Ólöf Pálsdóttir, 6 ára, Akur-
eyri:
„Videóspólu með barnamyndum.“
Hjördís, 5 ára: „Mig langar í tölvu-
úr.“
Kristín Helga Hermannsdóttir, 3
ára, Akureyri:
„Barbí-hús og -dúkkur.“
Katrín Guðmundsdóttir, 5 ára, Ak-
ureyri: „Ég veit það ekki. Jóla-
sveinninn er búinn að gefa mér
mandarínur í skóinn.“
Baldur, 5 ára: „Mest af öllu langar
mig að eignast rafmagnsbíl. Svona
venjulegan jeppa, ekki torfæru-
jeppa. Hvítan.“
Guðrún Gísladóttir, 3 ára, Akureyri:
„Barbídót."
Kristinn Jakobsson, 13 ára, Akur-
eyri:
„Hettupeysu og geisladiska."
Birgir Þ. Þrastarson, 13 ára, Akur-
eyri:
„Ferðageislaspilara."
Daníel Sigurðsson, 5 ára, Fellabæ.
„Lítinn rafmagnsbíl með fjarstýr-
ingu.“
Þorvaldur Ragnarsson, 6 ára, Eg-
ilsstöðum:
„Legoskip."
Guðmundur Örn Gunnarsson, 21
mánaða og 19 daga gamall:
„Pabba heim um jólin.“
Kári ritstjórnarköttur, 10 mánaða:
„Eðalfisk á Ameríkumarkað af
Sléttbak EA.“