Dagur - Tíminn - 20.12.1996, Síða 5

Dagur - Tíminn - 20.12.1996, Síða 5
jDagur-ÍEtmmiT Föstudagur 20. desember 1996 -17 VIÐTAL DAGSINS Meíri Qöimiðlamaður en skáld Andrés Björnsson, fyrrverandi útvarpsstjóri. Telur sig fremur fjölmiðlamann en skáld. - segir Andrés Björnsson fyrrver- andi útvarpssfjóri RÚV - Andrés seild- ist í gullkistur Ríkis- útvarpsins, segul- bandasafnið og nú hefur Afmælissjóð- ur RÚV gefið út úr- val upplesturs Andrésar á fyrri ár- um á Ijóðum 13 góðskálda. Bessastaðir blasa við sól- roðnir handan Skerja- ijarðar úr stofugluggan- um hjá Andrési Björnssyni fyrr- verandi útvarpsstjóra og konu hans, Margréti Vilhjálmsdóttur, syðst á Hofsvailagötu, þegar fréttamaður spyr Andrés út í ljóðalestur hans í Ríkisútvarp- inu. Rödd Andrésar er á geisla- diski í miðju jólaflóðinu og heit- ir: Andrés Björnsson - les ljóð. - Andrés, hvenær lastu inn fyrsta ljóðið í Ríkisútvarpið? „Það mun hafa verið árið 1939 á háskólaárum mínum hér syðra. Venjan var að velja þekkt skáld í slíka upplestra í útvarpi, og ég valdi 4 eða 5 Ijóð eftir Einar Benediktsson.“ - Sá upplestur hefur auðvitað ekki verið tekinn upp á segul- band? „Nei, þá mun víst hafa verið byrjað að taka upp á lakkaðar málmplötur, stálþráðurinn kom næst, en segulböndin miklu seinna. Þetta voru ósköp léleg- ar upptökur, og það sem fór á stálþráð er víst með öllu horfið og gufað upp, tækn- in var ekki burðugri en þetta. Elsta upptakan á geisladiskinum mun þó vera frá 1946,“ segir Andrés. - Er „íjársjóðnum" vel við haldið, segulbanda- og plötusafni Ríkisútvarpsins? „Því miður er það nú ekki, of mikið af góðu efni frá fyrri árum útvarpsins hefur farið forgörðum af einhverjum ástæðum." - Það hefur þá reynst erfitt að finna ljóð í safninu sem þú hefur lesið á geisla- disk? „Nei, kannski ekki svo mjög. En það er þó búið að vinna í þessu í nokkur ár meira og minna. Útgáfa eins og þessi kostar gríðar- lega mikla vinnu og mikla leit,“ segir Andrés. - Ég tek eftir að af 39 ljóðum á diskinum eru fjögur eftir Grím Thomsen, sem þú munt vera sérfræð- ingur í og skrifaðir kandid- atsritgerð um, og ljóð hans eru fyrstu ljóðin á geisla- diskinum. Grímur hefur verið umdeildur fyrir margt, meðal annars ljóð- listina? Ég er nú svo sem enginn sérfræðingur í Grími, en ég hef gluggað í hann dálítið. Mér finnst Grímur hins vegar merkilegt, og reynd- ar afar sérkennilegt skáld. Og Grímur var umdeildur alla tíð. Meðan að allt var lagt upp úr höfuðstöfum, stuðlum, rími og ljóðstöfum, þá fylgdi hann ekki því sem talið var kórrétt í framsetningu kvæðisins. Hann gat sett skakk- ar áherslur, skakka stafi í ljóð- línu, sem gerir kvæði óþægileg í eyrum þeirra sem vanir eru að hafa þetta rétt.“ _ Grímur hefur talið sig hafa skáldaleyfi til að gera þetta, hann var þónokkur stórbokki og fór eigin leiðir? „Jú, jú, hann gerði það. Ann- ars virtist hann vita af því að hann hefði ekki bragfræðilega þekkingu nógu mikla, hvernig sem á því stóð. Hann var nú er- lendis svo lengi, en ég hef þó enga trú á að það hafi haft áhrif á hann. Grímur var há- menntaður, á heimsmæli- kvarða, málamaður mjög mik- ill. En Grímur átti aðdáendur innan um og saman við, þótt hann væri ekki beinlínis allra. Það var ekkert hlaupið að því fyrir hvern sem vildi að komast að Grími. Hann leit stórt á sig og vissi vel af sér.“ - Tók Grímur ekki einmitt land hérna beint á móti þar sem við sitjum núna, þegar hann kom frá Bessa- stöðum til Reykjavíkur? „Hann gerði það nú. Ég held að Sigurður heitinn í Görðunum, hérna við Ægis- síðu, hafi í endurminning- um sínum sagt frá ferða- lögum þegar hann réri með Grím Thomsen yfir Skerja- ijörð. Þar kom fram hvað Grímur Thomsen hefur fyr- irlitið þennan strák mikið, heilsaði honum aldrei, sett- ist bara á þóftuna stein- þegjandi og sagði ekki eitt einasta orð.“ - Hvað með skáldið Andrés Björnsson yngri, sjálfan þig. Þú hefur ort töluvert? „Nei. Það varð svosem ekki mikið úr því. Ég held ég kunni of mikið af skáldskap sjálfur, og mér fannst ég svo lélegt skáld, þegar ég bar mig saman við mér betri menn á því sviði, sem ég hafði kynnst.“ Andrés Björnsson viður- kennir að hann hafi verið meiri íjölmiðlamaður en skáld. Hann starfaði hjá stærsta íjölmiðli landsins, Ríkisútvarpinu, um 40 ára skeið, þar af í 17 ár sem útvarpsstjóri. Andrés kom heim frá Englandi 1944, og hafði þá starfað í breska upplýsingaráðuneytinu og hjá BBC við útvarpssend- ingar um allan heim frá London. Stór þáttur í starfi Andrésar hjá Ríkisútvarpinu voru íslensk fræði. Ljóðalestur hans var víðfrægur, enda hafði hann afburða útvarpsrödd. Andrés verður 80 ára á góunni á næsta ári. -JBP Jólasaga g læt hugann hvarfla til ársins 1947. Jólin hafa haldið innreið með öllum sínum hátíðleika. Það eru því sár og mikil vonbrigði fyrir 12 ára ungling, sem hlakkað hefur mikið til jólanna, að liggja rúm- fastur með slæmt botnlanga- kast. Hann starir á kertaljósin á litla jólatrénu, sem lýsa daufri en hátíðlegri birtu um herberg- ið. Á servanti, sem stendur við rúmgaflinn, liggja jólapakkar, epli og annað góðgæti. Ilmandi hangikjötslykt berst frá eldhús- inu og undirstrikar að jólin eru gengin í garð. Ilann byltir sér í rúminu og á erfitt með að leyna skeifusvip þegar verkirnir eru verstir. Matarlystin er ekki uppá marga fiska og áhugi fyrir tilstandinu báglegur. Nú verður farið hratt yfir sögu. Síðla dags á annan í jól- um er komin allhvöss norðanátt með frosti. Á rúmgaflinum situr Arnór bróðir og segist vera að fara í róður ásamt þremur öðr- um skipsfélögum á m/b Björgu. „Þér verður batnað þegar við hittumst næst,“ segir hann í uppörvunartón um leið og hann kveður. Aðfaranótt þriðja í jólum versnaði veðrið og það gekk á með dimmum éljum. Það var h'tið sofið um nóttina, hugurinn var hjá skipverjunum á Björgu. Þegar líða tók á daginn og bát- urinn skilaði sér ekki að landi á tilsettum tíma, fóru áhyggjur og kvíði að gera vart við sig. Næstu klukkustundir voru bið milli vonar og ótta. Sá ótti reyndist ekki ástæðulaus. M/b Bjargar var saknað með íjórum skipverjum. Þegar veðrinu slot- aði var hafin umfangsmikil leit, bæði í lofti og á sjó. Bátar frá Hornafirði og Djúpavogi leituðu næstu daga á svæðinu frá Pap- ey að Ingólfshöfða án árangurs. í kvöldfréttum útvarpsins var sagt frá því að íjórir skipverjar á Björgu SU-77 frá Djúpavogi væru taldir af. Næstu daga ríkti mikil sorg í þorpinu. Samúðarskeyti fóru að berast á súnstöðina. Ingibjörg kona Gísla símstöðvarvarðar kom því til leiðar að skeytin voru ekki borin strax út til að- standenda. Hún sagði manni sínum að hún hefði orðið fyrir vitrun þess efnis að gleðifréttir ættu eftir að berast. Biskupinn, herra Sigurgeir Sigurðsson, hafði samband við séra Kristin Hóseasson og bað hann um að halda minningarguðsþjónustu í Djúpavogskirkju um skipverj- ana. Þann 4. janúar bárust gleði- fréttir til aðstandenda og um alla landsbyggðina. Þýski togar- inn Lappland frá Bremerhaven tilkynnti við komu sína til Reykjavíkur að hann hefði bjargað skipverjunum af m/b Björgu þar sem hún var að sökkva 30 sjómílur austur af Dyrhólaey. Rúmlega sjö sólar- hringa baráttu upp á h'f og dauða var lokið. Á spítala Hvítabandsins lá unglingurinn frá Djúpavogi laus við botnlangann. í fyrsta heim- sóknartíma eftir uppskurðinn mættu skipverjarnir á Björgu hressir og glaðir og sögðu hvað á daga þeirra hefði drifið. „Nú líður þér betur," sagði Arnór við bróður sinn og brosti. „Já, mér finnst jólin núna vera komin," var svarið. í annað sinn á stuttum tíma hafði biskup samband við séra Kristin Hóseasson og bað hann nú um að flytja þakkarguðs- þjónustu í Djúpavogskirkju. Guðsþjónustan var íjölmenn og hátíðleg. Séra Kristinn hóf mál sitt á því að vitna í 50. sálm Davíðs, vers nr. 14 og 15, og sagði síðan m.a.: „Vér kveðjum hið nýliðna ár sem horfið er í skaut aldarinn- ar, sem skildi við oss meðan óvissan og kvíðinn var ennþá ríkjandi meðal svo margra sem háðu stríð á öldum hafsins. Og við fögnum hinu nýja ári, sem með fregninni um undursam- lega björgun þeirra flutti oss enn nýja sönnun þess hve vegir þínir, himneski faðir, eru oss órannsakanlegir og hve misk- unn þín og vernd er óendanleg. Gef þú, faðir, að hið nýja ár verði oss öllum börnum þínum til blessunar og hagsældar í tímanlegum og andlegum efn- um.“ Gleðileg jól.

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.