Dagur - Tíminn - 20.12.1996, Page 10
22 - Föstudagur 20. desember 1996
|Dítgur-'9Itmtmt
BOICAFRETTIR
! »Seí..
Jólabækur stangveiðimanna
Stefán Jón
Hafstein
skrifar
Urriðadans Össurar
Skarphéðinssonar, Rennt
í hylinn eftir Björn á
Laxamýri, og íslenska stang-
veiðiárbókin ’96 eftir Guðmund
Guðjónsson, eru ólíkir, en ei-
gulegir gripir fyrir stangveiði-
menn. Þó er sú síðastnefnda ef
til vill sú eina sem beinlínis er
fyrir stangveiðimenn. Við byrj-
um á henni.
Af silunga- og laxaslóðum er
titill árbókarinnar sem stang-
veiðiblaðamaður Morgunblaðs-
ins hefur tekið saman. Guð-
mundur er áhugasamur um
efnið, það leynir sér ekki, og
skrifar líílega. Hann liggur ekki
á skoðun sinni um stórmál í
heimi stangveiða, svo sem óhóf-
lega græðgi „maðkaveislu-
manna“ sem stunda Qöldadráp
á löxum þegar hófsamir og
prúðir fluguveiðimenn hafa
þakkað fyrir sig. Þá reifar hann
ólík sjónarmið gagnvart „veitt
og sleppt“ aðferðinni, en það er
vaxandi hitamál. Þetta er kost-
ur á bókinni, Guðmundur þorir
að taka á ýmsu því sem veiði-
menn ræða sín í milli.
Stór hluti bókarinnar fer í
„hringferð um landið" þar sem
veiðisumrinu er lýst í helstu
ám. Af því má hafa nokkra
skemmtun þótt aflatölur séu
ekki meðal helstu áhugamála.
Fengur er að svipaðri hringferð
um silungaslóðir, sá veiðiskap-
ur hefur verið vanræktur í ræðu
og riti þótt mun fleiri stundi en
laxinn. Bókin sýnir reyndar hve
langt er á milli bakka hjá þeim
sem annars vegar kaupa veiði-
leyfx á 200 þúsund krónur á
dag, og hinna sem skemmta sér
við netta smábleikjuveiði í lækj-
um og vötnum. Áhaldið er í
báðum tilvikum stöng, en hug-
arfarið allt annað. Það sýnir
lofsverða viðhorfs- og áherslu-
breytingu höfundar að færa sig
til móts við allan venjulegan
þorra veiðimanna; sömu breyt-
inga verður vart hjá stangveiði-
félögum.
Bestu hlutar bókarinnar eru
frásagnir af óvenjulegum atvik-
um, að maður tali nú ekki um
þegar hægt er að draga lærdóm
af athugulum veiðimönnum
sem auðga blaðsíðurnar af
reynslu sinni. Næstu árbækur
ættu að færa sig meira í þessa
átt. Síðri eru skýrslukaflarnir,
Stangveiðimenn fá
a.m.k. þrjár ólíkar,
en áhugaverðar hœk-
ur fyrir sig um
þessi jól.
og langtum sístir þeir hlutar
þar sem heimildir eru af skorn-
um skammti, en veiðileyfasalar
róma „fengsæld" í vötnum sín-
um. Ég hygg að fleirum fari
sem mér að kannast ekki við þá
stöðu mála í sumum tilvikum.
Bókin er vel þess virði að blaða
í þótt margt sé mishittið eins og
gera má ráð fyrir þegar reynt
er að fara yfir sviðið allt.
Þingvallatröllin
Össur Skarphéðinsson skrifar
um Þingvallaurriðann og gerir
það vel. Bókin er fögur og vel
frá gengin, öflug að fróðleik og
skemmtilegum sögum, stíll Öss-
urar líflegur svo mjög að þjóð-
kunn rödd hans talar til manns
eins og þegar hann er í essinu
sínu í pólitíkinni (að skemmta
sjálfum sér).
Þetta er ekki „veiðimanna-
bók“ í þeim skilningi að hún
Qalli um veiði, en sagan er af
merkilegri bráð, og skrýtinn má
vera sá veiðimaður sem ekki
hrífst með, og syrgir það um-
hverfisslys sem varð þegar
þessum stofni var nær útrýmt.
Vísindi, þjóðlegur fróðleikur,
sagnamennska af bestu tegund
- hvað vill maður meira um
þennan mikilfenglega fisk?
Bókin mun heilla alla góða
veiðimenn, en ekki er víst að
hinn almenni lesandi nenni að
lesa langtímum um svo ijarlæga
söguhetju. Þeir sem hafa glímt
við náfrændur Þingvallaurrið-
ans, tala ekki um þá sem hafa
komist í kastfæri við hann,
munu skemmta sér vel. Össur á
heiður skilinn fyrir bókina.
Hvort í henni eru strangvís-
indalegar gildrur fyrir okkur
óinnvígða er nokkuð sem aka-
demían verður að taka á sjálf -
í fljótu bragði er höfundur
sannfærandi í öllum tilgátum
sínum. Fín bók og til sóma.
Laxá, drottningin.
Björn á Laxamýri skrifar Rennt
í hylinn. Hér er komin bók sem
enginn unnandi Laxár í Þing-
eyjarsýslu getur látið framhjá
sér fara. Hún er ekki „veiðibók"
í eiginlegum skilningi, og satt
að segja eru veiðisögurnar'fáar
og næsta litlausar miðað við
annað sem borist hefur frá
bökkum Laxár. Hins vegar er
þakklátt að sitja við bakka
þessarar fegurstu (?) ár í heimi
með manni sem ólst upp við
seið hennar og lifir sem hluta af
sjálfum sér. Líklegt þykir þeim
sem hefur verið svo lánsamur
að fá áð kynnast ánni að Björn
hafi orðið skyggnari á marmh'f
og dulheima við það að lifa með
ánni.
Rennt í hylinn er ævisaga
Björns, margt hefur á dagana
drifið sem í sjálfu sér er frá-
sagnarvert, einkum kannski
heima í héraði, en verður mátt-
laust gagnvart þeim sem horfir
á í ijarska. Iimansveitarmál og
bakkusarmál eru keimlík öðru
sem frá er greint í ævisögum.
Þótt þau mál skipti höfund
miklu er erindið við okkur hin
minna, sérstaklega þar sem
honum er gjarnt að halda sig
nokkuð til hlés þegar ef til vill
hefði mátt reiða til höggs.
Stóra erindið í þessari bók er
Laxá, náttúran, dulheimar og
maimssálin í samskiptum við
þessi öfl. „Draugasögur" Björns
eru magnaðar, en sagðar í slík-
um hlutleysisstíl að þær standa
eftir mun trúlegri en ella.
Margur maður hefur gert meira
drama úr bílaviðgerðum en
Björn gerir úr glímu sinni við
útsendara hins illa. Öll er frá-
sögnin reyndar látlaus og hóg-
vær. Maður á ekki að dæma bók
fyrir að vera ekki sú bók sem
maður hefði viljað, en sem frá-
sögn hefði hún styrkst við að
halda til skila færri æviatriðum,
en kafa dýpra í reynslubruim
Björns. Opnar áin skilningarvit
okkar? Dýpar hún skilning okk-
ar? Já, það gerir hún og það
kemst til skila með skýrum
hætti hjá Birni.
Jr
Einstakt
jóíatilboð
hjá Amaro á Akureyri
Gerið jólainnkaupin hjá Amaro
og fáið hangikjöt eða bayonneskinku
í kaugbæti.
miðstöð jólaviðskip>tanna
Það læra börnin sem
fyrir þeim er haft
Kristín Árnadóttir
og Friðrik Vagn
Guðjónsson
Pannig segir í gömlu, góðu
máltæki sem skaut upp í
huga okkar þegar við lás-
um tilvitnun í kynningarbréf
það sem nýráðinn íjölmiðlafull-
trúi Menntaskólans á Akureyri
sendi fjölmiölum á Akureyri
varðandi árshátíð skólans 30.
nóvember sl. og hefur orðið til-
efni til nokkurra blaðaskrifa að
undanförnu.
Eins og lesendum blaðsins
mun eflaust kunnugt var til-
gangur bréfsins sá að vekja at-
hygli viðkomandi fjölmiðla á
þeirri staðreynd að í Mennta-
skólanum á Akureyri væri ár-
lega haldin glæsileg árshátíð
þar sem nemendur skólans
mættu prúðbúnir, héldu uppi
menningarlegum, heimafengn-
um skemmtiatriðum og döns-
uðu síðan fram á rauða nótt,
áfengislausir. Um sanngildi
þeirrar fullyrðingar getum við
borið vitxú sem gestir nýliðinnar
hátíðar sem var aðstandendum
sínum öllum til sóma, og fóru
þar nemendur fremstir meðal
jafningja.
Því skýtur skökku við að yfir-
völd Menntaskólans skuli telja
sig þurfa að uppheija eigin
nemendur með því að níða nið-
ur nemendur annarra fram-
haldsskóla og ala þannig á
menntahroka og ríg, í fullri
óþökk þeirra fyrrnefndu.
Menntaskólinn á Akureyri er
góður skóli og nemendur hans
eru góðir nemendur sem eru
fyllilega færir um að upphefjast
af eigin verðleikum, enda
stendur m.a. í menntamark-
miðum skólans að hlutverk
hans sé „- að veita nemendum
þekkingu og þjálfun sem auð-
veldar þeim að taka sjálfstæða
afstöðu til manna og málefna
og þjálfa þá í að vinna með öðr-
um og taka tillit til annarra og
að leitast við að kenna nemend-
um að njóta menningarlegra
verðmæta -“.
Það læra börnin sem fyrir
þeim er haft, og því vonum við,
sem gamlir nemendur skólans,
velunnarar og foreldrar þar
nokkur undangengin ár, að í
framtíðinni verði leitast við að
innræta nemendum Mennta-
skólans á Akureyri þá víðsýni,
virðingu fyrir sjónarmiðum
annarra og sjálfstæðu hugsun
sem góð menntun á að fela í sér
og jafnframt er undirstaða allr-
ar menningar.