Dagur - Tíminn - 21.12.1996, Page 1
I
HELGARÚTGÁFA
Atvinnuleysi
Sex þúsund manns
á atvinnuleysisskrá
.. .. = I yflrliti vinnumálaskrifstofu
Atvinnuleysi karla
2,8% en 5,6% hjá
konum
Ilok sl. mánaðar voru 6.006
manns á atvinnuleysisskrá,
eða 483 fleiri en í lok október-
mánaðar. Skráðir atvinnuleysis-
dagar í nóvember voru 112
þúsund og hafði fjölgað um 5
þúsund frá fyrra mánuði. Þetta
jafngildir 4% atvinnuleysi, eða
2,8% hjá körlum og 5,6% hjá
konum. Búist er við að atvinnu-
fausið aukist í jólamánuðiniun
og verði 4,2%-4,6%.
yfirliti
félagsmálaráðuneytisins um at-
vinnuástandið kemur m.a. fram
að það versnaði á öllum at-
vinnusvæðum frá fyrra mánuði
nema á Suðurnesjum. Af ein-
stökum landsvæðum jókst at-
vinnuleysið einna mest á Norð-
urlandi eystra, eða um 20%, úr
3,1% í október í 3,8% í nóvem-
ber.
Sem fyrr er hlutfallslegt at-
vinnuleysi minnst á Vestfjörð-
um en mest á höfuðborgar-
svæðinu. Að meðaltali er um
67% atvinnulausra á höfuð-
borgarsvæðinu en 33% á fands-
byggðinni. -grh
Hagstofan
15.009 Akureyringar
Hagstofan hefur gefið út
bráðabirgðatölur um
mannQölda á landinu 1. des. sl.
Skv. þeim voru landsmenn
269.735, karlar rúmlega sex
hundruð fleiri en konur. íbúum
landsins Qölgaði um 1929 á ár-
inu eða 0,72%.
Fólksíjölgunin er mun meiri
en í fyrra, en meðaltal síðustu
10 ára er 1,01% og nemur
heildarfjölgunin 25.726 manns.
Af einstökum byggðarlögum má
nefna að mannfjöldi óx um
1,7% á höfuðborgarsvæðinu en
á öllum öðrum Iandssvæðum
fækkaði fólki nema á Suður-
nesjum. Minnst fækkaði á Norð-
urlandi eystra og skriðu Akur-
eyringar yflr 15 þús. múrinn,
þeir voru 15.009 1. des. sl. en
14.920 fyrir ári. Fækkun í
strjálbýfi hefur orðið um 9% á
Iiðnum áratug, mest í Norður-
Þingeyjarsýslu, eða 16%. BÞ
Suðuriand
Ölfusá vökt-
uð af björg-
unarsveitar-
mönnum
Félagar úr björgunarsveit-
inni Tryggva á Selfossi
stóðu vakt við Ölfusá í fyrri-
nótt. Skólayfirvöld Fjöl-
brautaskólans báðu um það
að áin yrði vöktuð, en á
fimmtudagskvöld var dans-
leikur á vegum skólans í
Hótel Selfossi, sem stendur
rétt við ána.
„Við erum hér í nótt til
þess að vera til taks ef ein-
hver fer í ána. Það gerðist hér
í sumar að einn fleygði sér í
ána og lögreglan bjargaði
honum uppúr,“ sagði einn
björgunarsveitarmanna, sem
Dagur-Tíminn ræddi við að-
faranótt föstudags. Björgun-
arsveitarmenn voru á tveimur
bflum, hvor sínum megin við
Ölfusárbrú. Ekkert bar til tíð-
inda á vakt þeirra. -hþ
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
Útskrift var í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í gær. 166 nemendur fengu afhent lokaprófsskírteini, þar af fengu 75
skírteini sem veita starfsréttindi. Þetta er í 41. skipti sem nemendur útskrifast frá skólanum. Um 136 starfsmenn
eru við skólann, þar af 121 kennari. Skólameistari, Kristín Arnalds, flutti yfirlitsræðu og gerði grein fyrir starfi og
prófum í dag- og kvöldskóla. BÞMynawimam
Fjölmiðlar
Tímamótadómur
inri ærumeiðingar
ið beint að manni sem er eða starfsmönnum færi á að fela
Lög sem vernda opin-
bera starfsmenn sér-
staklega standast
ekki stjórnarskrá.
Héraðsdómur Reykjavíkur
hefur vísað frá máli Rík-
issaksóknara gegn
Hrafni Jökulsssyni ritstjóra
vegna orða hans um Harald Jo-
hannessen fangelsismálastjóra.
Dómurinn er tímamótadómur að
því leyti að hann túlkar breytt
ákvæði stjórnarskrárinnar um
jafnræði, þar sem segir að „allir
skuli vera jafnir fyrir lögum án
tillits til kynferðis, trúarbragða,
skoðana, þjóðernisuppruna,
kynþáttar, litarháttar, efnahags,
ætternis og stöðu að öðru leyti.“
Guðjón Steinar Marteinsson
dómari telur að B-liður 242.
greinar almennra hegningar-
laga standist ekki stjórnarskrá. í
greininni segir: „Hafi ærumeið-
andi móðgun eða aðdróttun ver-
verið hefur opinber starfsmaður,
og móðgunin eða aðdróttunin
varðar að einhverju leyti það
starf hans, þá skal slíkt brot
sæta opinberri ákæru eftir kröfu
hans.“ Það var fangelsismála-
stjóri sem vís- _______________
aði í þessa
grein þegar
hann óskaði
eftir því við
Rfldssaksókn-
ara að hann
sækti mál gegn
Hrafni Jökuls-
syni ritstjóra
vegna ummæla
hans í Alþýðu-
blaðinu: „Haraldur Johannessen
...er glæpamannaframleiðandi
rfldsins".
1995 var felld niður umdeild
108. grein almennra hegningar-
laga þar sem æra opinberra
starfsmanna hafði sérstaka
vernd. Með B-lið 242. greinar
var hins vegar haldið inni
ákvæði sem gaf opinberum
Dómurinn telur að
opinberir starfsmenn
verði að sækja rétt
sinn á sama hátt og
fólk í öðrum
starfsstéttum.
ákæruvaldinu málssókn vegna
ummæla í sinn garð. „Dómurinn
telur mismunun fólgna í þessari
lagagrein vegna þess, að allir
aðrir en opinberir starfsmenn
þurfa að höfða slík mál sjálfir,
_____________ þótt ærumeið-
andi móðgun
eða aðdróttun
hafí verið beint
til viðkomandi
undir sömu
kringumstæðum
og lýst er í þess-
ari lagagrein,
þ.e. vegna starfs
—- viðkomandi, að
því undanskildu
að viðkomandi er ekki opinber
starfsmaður." Dómurinn telur
ekkert réttlæta sérstaka réttar-
vernd opinberra starfsmanna
sem felst m.a. í því að fjárhags-
leg áhætta þeirra af málssókn er
engin. Niðurstaða dómsins er að
réttur opinberra starfsmanna sé
hvorki meiri né minni en ann-
arra.
Lífið í landinu
Gunnar
Dal um
lífsgátuna
- þar sem
tryggingar
snúast um
FÓLK