Dagur - Tíminn - 21.12.1996, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn - 21.12.1996, Blaðsíða 4
4 - Laugardagur 21. desember 1996 JJítgur-Súimm INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3-101 Reykjavík Sími 552 5800 - Bréfsími 562 2616 Utboð F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í endurmálun á fasteignum ITR og Borgar- bókasafna Reykjavíkur. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu vorri á kr. 1.000,- Opnun tilboða: Þriðjud. 7. janúar 1997, kl. 14 á sama stað. Sjómannafélag Eyjafjarðar Fundarboð Aðalfundur Sjómannafélags Eyjafjarðar verður haldinn að Skipagötu 14, 4. hæð (Alþýðuhúsinu), mánudaginn 30. desember 1996 og hefst kl. 11.f.h. Dagskrá: Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til afgreiðslu. Lagabreytingar. Ákvörðun félagsgjalda. Önnur mál. Stjórn Sjómannafélags Eyjafjarðar. Bridge - Bridge Islands- bankamótið 1996 verður haldið laugardaginn 28. desember og hefst kl. 10. Áætluð mótslok kl. 18.30. Spilastaður: Fiðlarinn, 4. hæð, Skipagötu. Spilaður verður Mitchell-tvímenningur, 2 lotur. Þátttökugjald: 2000 kr. á par. Verðlaun: Bikarar og flugeldar. Spilað um silfurstig. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Ólafs í heimasíma 462 4120 fyrirkl. 20, föstudaginn 27. desember. Einnig hægt að skrá sig á spilastað til kl. 09.45 á mótsdag. Allt spilafólk hjartanlega velkomið! %J9./ bridgefélag r V AKUREYRAR ISLANDSBANKI MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Styrkir til háskólanáms f Hollandi og á Spáni námsárið 1997-98 1. Hollensk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslend- ingi til háskólanáms í Hollandi. Styrkurinn mun eink- um ætlaður námsmanni sem er kominn nokkuð áleiðis í háskólanámi eða er kandídat til framhalds- náms. Nám við listaháskóla eða tónlistarháskóla er styrkhæft til jafns við almennt háskólanám. Styrkfjár- hæðin er 1.275 gyllini á mánuði í tíu mánuði. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar nk. 2. Spænsk stjórnvöld bjóða fram styrk til háskólanáms á Spáni eða rannsókna einkum á sviði hugvísinda. Ætlast er til að styrkþegi sé kominn nokkuð áleiðis í háskólanámi og hafi mjög gott vald á spænskri tungu. Umsækjendur þurfa að hafa tryggt sér skóla- vist áður en sótt er um styrkinn. Styrkfjárhæðin er 97.500 pesetar á mánuði í níu mánuði. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar nk. Umsækjendur um báða styrkina skulu vera yngri en 35 ára. Umsóknir, ásamt staðfestum afritum prófskírteina og meðmælum, þurfa að berast menntamálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, á sérstökum umsókn- areyðublöðum sem þar fást. Menntamálaráðuneytið, 20. desember 1996. / F R É T T I R Verslunarmenn Ótrúlegt útspil hjá ríkisstjórninni Verslunarmenn krefjast bóta á líf- eyrisréttindum sín- um til jafns við rík- isstarfsmenn. ítreka að samningar muni ekki takst án lausn- ar á málinu. dóttir, formaður LÍV, og telur að það skaði mjög líkur á að samningar náist fljótt. Hún seg- ir að samkvæmt frumvarpi rík- isstjórnarinnar sem til stendur að samþykkja fyrir jól muni líf- eyrisréttindi opinberra starfs- manna batna verulega, og mót- mælir því að einungis sé verið að staðfesta núverandi kjör. Út- gjöld ríkisins muni hækka mik- ið. „Ef við ætluðum að ná sam- bærilegum lífeyriskjörum í Landssamband versl- unarmanna krefst þess að lífeyrisrétt- indi allra landsmanna verði bætt, en ekki bara opin- berra starfsmanna. í sam- bandinu eru 17.000 félag- ar, sem segja að í komandi kjarasamningum vegi þetta atriði svo þungt að ekki verði samið án þess að tek- ið verði á málinu. „Þetta er ótrúlegt útspil hjá ríkinu,“ segir Ingibjörg Guðmunds- Ingibjörg Guðmundsdóttir formaður LÍV. „Rfldsstjórnin lof- aði að samræma Ijfeyrisréttindi allra lands- manna, þetta gengur í öfuga átt. “ næstu samningum yrðum við að taka allt svigrúmið sem talað er um að sé til kauphækkana og setja í lífeyri. Þá yrðu engar kauphækkanir," segir Ingibjörg. Hún segir því ljóst að verka- lýðsfélögin muni ekki geta sótt þessar lífeyrisbætur til atvinnu- rekenda án þess að hleypa verðbólguskriðu af stað, og því hljóti ríkið að ábyrgjast þær eins og hjá opinberum starfs- mönnum. „Við minnum á að stefna ríkisstjórnarinnar er að jafna lífeyrisréttindi allra starfsmanna, og lág- markskrafa okkar er að all- ir ríkisstarfsmenn - líka þeir sem eru í almennu fé- lögunum - njóti þess sem nú á að samþykkja". Hún segir að almennu félögin séu ekki mótfallin réttind- mn opinberra starfsmanna, en þau vilji njóta líka, enda samkvæmt yfirlýstri stefnu ríkisstj ór n arinnar. Sjúkrahús víkur 400 þúsund kr. peningagjöf til að styrkja rannsóknir á sviði beinstyrkingar í konum. Myndin var tekin við það tækifæri. Snæfellsnes Mesti hiti hingað til Eg vil halda mönnum á jörð- inni enn um sinn, en þetta var mesta hitastigið sem hefur Ccmdy uppþvottavél C4810 hljóSlátar • SparnaSarrofi Frábært verb kr. 54.590 KAUPLAND KAUPANGI Sími 462 3565 • Fax 461 1829 fundist hingað til,“ sagði Björg Ágústsdóttir sveitarstjóri í Grundarfirði en nýlega voru boraðar þrjár tilraunaholur fyr- ir ofan bæinn þar sem stendur yfir leit að heitu vatni. „Já, menn eru bjart- sýnni en áð- ur,“ viður- kennir Björg en leggur áherslu á að ekkert vatn sé enn fundið og hún sé ekki búin að fá niður- stöður borananna frá jarðfræð- ingi. „Við gerðum samning við Rafmagnsveitur rikisins fyrir rúmu ári og það hafa verið bor- aðar milli 20 og 30 holur síðan, aðallega á þessu ári,“ segir Björg. Með samningunum framselja heiniamenn Rarik réttinum til að nýta heita vatnið í 25 ár ef það finnst. „Rarik gerir þessar tilraunaholur og nýtir sér þær ef þeim þykir það henta. Það mundi verða til að spara dýrar línulagnir á Snæfellsnesi." Björg segir að um sé að ræða tilraunaholur til að rannsaka hit- ann í berginu og áætla út frá því hvort um sé að ræða líklegt svæði. Holurnar sem boraðar voru í sumar hafi bent til þess að hitastigið í berginu hækkaði eftir því sem nær dró að fjall- garðinum og þessar þrjár holur hafi verið boraðar í framhaldi af því. -ohr „Boranir eftir heitu vatni vekja vonir manna á Grundarfirdi.“

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.