Dagur - Tíminn - 21.12.1996, Síða 9
jDagur-®mTOttt
ÞJÓÐMÁL
Laugardagur 21. desember 1996 - 9
Stefán Jón
Hafstein
ritstjóri skrifar
Jólakóklestin hlykkjaðist
með lúðraþyt og söng niður
Laugaveg um síðustu helgi.
Einn af ritstjórnarforkólfum
Dags-Tímans stóð og fylgdist
með fagnaðarerindinu: haltu
kjafti karamellum var dreift yíir
jólainnkaupalýðinn, sem var
eins og fjöldi himneskra her-
skara - að elta uppi gotteríið í
slabbinu. Miðaldra frakka-
klæddur maður skreið eins og
snuðrandi hundur í götunni á
ijórum fótum og tróð karamell-
um í alla vasa. Gleðin var mikil.
Að vera í sambandi
Á æskuheimili mínu var einn af
hápunktum undirbúnings jól-
anna að pabbi setti upp ljósa-
seríuna í stigagluggann. Þetta
hafði alltaf mikinn aðdraganda.
Það var talað drjúgt um hvenær
ætti að „fara í seríuna" og
skipulagt með tilliti til allra er-
inda og innkaupa. Alltaf voru
teiknibólur og smánaglar af
skornum skammti, fela þurfti
leiðsluna undir teppinu, sem
kallaði á yfirlegu, hagræðing
ljósanna bak við gluggatjöldin
var útpælt atriði. Þetta var mik-
il seremóma. Hún fyllti húsið af
hátíðaskapi. Serían var mikið
mál. Þegar hún loksins var sett
Að draga djúpt andann
í samband var komið á sam-
band við jólin. Þangaði til
Hannes litli bróðir varð 12 ára.
Þegar átti að „fara í seríuna" á
Þorláksmessu og við hin eldri
systkinin vorum smátt og smátt
að finna jólin ganga í bæinn
þurfti pabbi að bregða sér í
blómabúðina. 5 mínútna ferð. Á
meðan setti litli bróðir upp ser-
íuna og kveikti á eins og ekkert
væri. Ekkert mál. Síðan hefur
serían aldrei haft það vægi sem
hún áður hafði í jólahaldinu.
Jólastúss og
jólastress.
Þessi áróður sem heyrist um að
einfalda jólaundirbúninginn er
mikill misskilningur. Það á að
gera miklar seremómur úr öllu
þessu litla sem samanlagt gerir
jólin hátíðleg. Endurlifa gamlar
stundir og upplifa á ný það sem
áður gerði gleðileg jól gleðileg.
En til þess þarf auðvitað að
gæta þess að bægja frá öllum
þessum ónauðsynlegu og at-
hygliskreíjandi leiðindaverkum
sem nógur er tími fyrir seinna.
Eins og að skúra í botn. Taka til
í kryddhillunni. Og til þess að
gefa þessum spöku orðum vægi
í sjálfu ritstjórnarspjalli dagsins
fór ég í eina af þessum andlegu
sjálfsbetrunarbókum sem við
eigum að lesa um jólin. Fyrsta
lögmál: „Þegar okkur skilst að
hinir hreinu möguleikar eru hið
sanna sjálf okkar þá finnum við
til skyldleika við það vald sem
staðsetur veruna í tómi og
skapar þannig alheim okkar.“
Yfirfært á jólastressið myndi ég
ætla að þetta þýddi að maður
ætti ekki að skríða í krapinu
eftir haltu kjafti karamellum.
Við pabbi myndum segja að
maður ætti að gera seremóníu
úr hlutunum.
Áreynsluleysi
Eitt af lögmálum velgengninnar
er að vera óháður. „Við felum
okkur hinum skapandi anda
sem leikur af fingrum fram fyr-
ir dansi alheimsins.“ í mínu
húsi er þessi speki útfærð í pip-
arkökubakstri.
Þegar minnsta hætta er á
stressi dregur maður djúpt
andann. Venjulega dugar það.
Ef ekki, þá aftur. Þeir vissu
þetta gömlu mennirnir sem
fylgdu jólastjörnunni alla leið til
Betlehem, því þeir voru vitring-
ar frá Austurlöndum. Og þar
segja menn: „Hinn eini andaði
án þess að anda vegna eigin
máttar. Ekkert annað var til.“
Og hvað sagði ekki engillinn?
„Verið óhræddir." Nákvæmlega.
Jólin eru ekki um það þegar
himinn og jörð farast. „Vitið
sem er í náttúrunni starfar án
áreynslu,“ segir í sjálfsbetrun-
arbókinni. Lao Tze skrifaði í
Bókinni um veginn: „Hinn vitri
lætur hlutina gerast án þess að
gera neitt.“ Yfirfærð á helgina
er spekin þessi: Jóhn koma.
Maður þarf ekki að gera neitt
til þess. „Hinn vitri maður veit
án þess að ferðast, hann sér án
þess að horfa, lætur hlutina
gerast án þess að gera neitt.“
Sem þýðir á mínu heimili að
maður bakar, „fer í seríuna“,
horfir á ljósin og lætur allar
haltu kjafti karamellur jóla-
kjólahraðlestarinnar fara í
slabbið án þess að gera neitt.
Fréttamat og félagslíf
Guðmundur
Birkir Þorkelsson
skólameistari á Húsavík
skrifar
eir Tryggvi Gíslason
skólameistari og Arnar
Páll Hauksson deildar-
stjóri hafa skipst á skoðunum á
síðum Dags-Tímans síðustu
daga um fréttamat, og skyldi
engan undra að upp komi um-
ræða af því tagi, svo sjálfsögð
sem hún er. Ekki ætla ég mér
að blanda mér nema óbeint í þá
umræðu, en gríp fegins hendi
tækifæri til að koma á framfæri
upplýsingum um félagslíf, sem
fram fer í framhaldsskólum
landsins. Það félagslíf er, trúi
ég, ótrúlega keimlíkt hvort sem
um er að ræða gamla og rót-
gróna menntaskóla þar sem
hefðirnar ættu að gagnast nem-
endum vel, eða unga og minna
mótaða framhaldsskóla þar
sem nemendur byggja starf sitt
meira á frumkvæði og djörfung
við að móta félagslíf og hefðir,
oft með góðri aðstoð kennara
sinna.
Félagsstarf í
nokkrum vanda
Helstu þættir, sem mér sýnist
hafa afgerandi neikvæð áhrif á
félagslíf framhaldsskólanna,
eru í fyrsta lagi geysilegt fram-
boð af hvers konar óvirkri af-
þreyingu sem kostar fé. Að
skemmta sjálfum sér og öðrum
uni leið víkur fyrir því sem hægt
er að kaupa. Þar má nefna
skemmtikrafta, sjónvarpsefni,
myndbönd, spilasali, kvik-
myndahús, iþróttakappleiki,
sjoppur og krár af ýmsu tagi.
í öðru lagi hefur vinna nem-
enda með námi margfaldast á
síðari árum, m.a. til að greiða
fyrir afþreyinguna sem fyrr var
nefnd, en einnig vegna þess að
sífellt sígur á ógæfuhliðina í
ljármálum heimilanna og
margir nemendur í framhalds-
skóla geta ekki treyst á nægi-
legan ljárhagslegan stuðning
foreldra sinna. Þessi vinna
kemur niður á námi nemenda,
aukinheldur sem félagslíf hlýtur
að sitja á hakanum, þó ekki
væri nema vegna þess að hér er
oftast um að ræða kvöld- og
helgarvinnu.
I þriðja lagi er áfengisnotkun
ungs fólks á framhaldsskóla-
aldri orðin svo algeng, tækifær-
in svo mörg utan skólanna og
ásókn og gylliboð þeirra, sem
grætt geta á unga fólkinu, svo
sterk að eitthvað verður undan
að láta. Skólarnir spyrna enn
við fótum og þó dæmi séu um,
og þau of mörg, að ölvun sé al-
menn á svokölluðum skólaböll-
um, þá hafa allir framhalds-
skólarnir strangar reglur sem
banna áfengisnotkun jafnt inn-
an veggja þeirra sem utan.
Skilaboðin frá skólunum eru
skýr og oft geta nemendur ekki
sætt sig við þau og þá skilja
leiðir, því nemendur hafa önnur
úrræði.
Fjölmiðlarnir
hafa áhrif
En ekki er þar með sagt að fé-
lagslíf í framhaldsskólum sé af-
lagt eða á horriminni. Þrátt fyr-
ir allt eru nemendur enn býsna
duglegir að hafa ofan af fyrir
sér og sínum með öflugu starfi í
klúbbum og nefndum sem
höfða til áhugasviðs þeirra.
Mestur er þó áhuginn fyrir því
sem Ijölmiðlar landsins taka
upp á arma sína, svo sem
spurningakeppni, ræðukeppni
og söngkeppni framhaldsskól-
anna og leiksýningum, sem
gjarnan eru settar upp í tengsl-
um við árshátíðir. Það dregur
töluvert að hafa íjölmiðlana
með sér í þessum verkefnum.
Því eru það eðlileg vinnu-
Klaufaskap MA-
manna við gerð
fréttatilkynninga er
best að gleyma sem
fyrst. Hann minnir
okkur á að sjálfs-
hólið er vandmeð-
farið, þó það eigi
stundum fyllsta rétt
á sér. Við höfum
meðtekið óopinbera
afsökunarbeiðni og
fyrirgefið.
brögð að vekja athygli fjölmiðla
á því sem vel er gert í skólun-
um á þessum vettvangi og þó
ekki taki allir við sér, þarf það
ekki að vera móðgunarefni; er
jafnvel skiljanlegt eftir eðli fjöl-
miðilsins. Menntaskólanum á
Akureyri hefur tekist fádæma
vel að halda árshátíð sinni
áfengislausri; satt að segja er
það afrek út af fyrir sig og mór
býður í grun að þeir séu ekki
margir framhaldsskólarnir sem
náð hafa sátt um að allir
skemmti sér til morguns án
áfengis.
Áfenginu úthýst
í Framhaldsskólanum á Húsa-
vík er það hreint og klárt að
ekki er undir neinum kringum-
stæðum leyft að hafa áfengi um
hönd þar sem skólinn hefur
einhverja ábyrgð. Gildir það um
samkomur innan og utan skól-
ans, svo og ferðalög í nafni
skólans. Þessi stefna veldur því
að á árshátíð skólans er ekki
dansað fram á rauðan morgun.
Þrátt íyrir það er hún glæsileg
samkoma, sem hefst með borð-
haldi kl. 18:00 og síðan taka við
ávörp, fjölbreytt gamanmál flutt
af nemendum og kennurum, og
tvö síðustu árin hafa nemendur
frumsýnt stutta söngleiki sem
samdir voru af heimamönnum.
Þeir hafa svo gefið tilefni til
sjálfstæðra sýninga í kjölfarið.
Þessar ágætu árshátíðarsam-
komur hafa staðið til klukkan
22-23 og víst er það satt að
margir hafa öfundað MA þegar
fer að nálgast miðnættið, en
fyrr ekki.
Fleira er matur
en feitt kjöt
Það er ástæða til að upplýsa
lesendur um það að nemendur
og kennarar FSII halda á hverri
önn kvöldsamkomu um helgi,
sem hefst kl. 21 og stendur vel
frant yfir miðnætti. Á samkom-
um þessum ríkir kaffihúsast-
emmning, íjölbreytt skemmtiat-
riði eru í boði, líka af hálfu
kennara, og síðan er stiginn
dans og þá eru gömlu dansarn-
ir töluvert vinsælli en aðrar
dansmeimtir. Þá hefur Jafningja-
fræðsla FSH staðið fyrir þremur
áfengislausum kaffikvöldum
með rólegri og notalegri
stemmningu á þessari önn í fé-
lagsmiðstöðinni Keldunni á
laugardagskvöldum.
Allar þessar samkomur eru
beinlínis hugsaðar sem valkost-
ur fyrir nemendur, sem komið
gæti í stað annars félagslífs ut-
an skólans, sem þeir eiga kost
á, þar sem áfengið er fylgifisk-
ur. Þær hafa allar verið mjög
vel sóttar og hvetja þá, sem að
þeim standa, til þess að halda
áfram á sömu braut.
Fingurbrjótar og
fyrirgefning
Klaufaskap MA-manna við gerð
fréttatilkynninga er best að
gleyma sem fyrst. Hann minnir
okkur á að sjálfshólið er vand-
meðfarið, þó það eigi stundum
fyllsta rétt á sér. Við höfum
meðtekið óopinbera afsökunar-
beiðni og fyrirgefið. Að lokum
skal tekið undir það með
Tryggva og Arnari Páli að unga
fólkið okkar er stórefnilegt. En
skilaboðin, sem þetta unga fólk
fær frá íjölmörgum mótunarað-
ilum, þurfa að vera samræmd
og í anda þeirra kosta, sem við
viljum að prýði hvern góðan
mann. Skólarnir hafa skýra
stefnu um meðferð áfengis,
hvað með aðra mótunaraðila?