Dagur - Tíminn - 28.12.1996, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn - 28.12.1996, Blaðsíða 7
,'\rw> »■ J.. ___v. r»o _______________— t |Diigitr-ffióramt MENNING O G Laugardagur 28. desember 1996 - 7 L I S T I R Notre Dame í aðalhlutverki Teiknimyndin Hringjarinn frá Notre Dame er byggð á skáldsögu franska rit- höfundarins Victors Hugo. Skáldsagan kom út árið 1831 undir heitinu Notre Dame du Paris eða Frúarkirkjan í París. í ensku þýðingunni, sem út kom 1833, var titillinn The Hunchback of Notre Dame eða Kroppinbakurinn í Notre Dame. Victor Hugo var aðeins 28 ára gamall og sagt er að hann hafi skrifað bókina á sex mánuðum og aðeins notað til þess eina blekbyttu. Honum hefur því verið mikið niðri fyrir að koma skoðun sinni á framfæri. í skáldsögunni leikur Notre Dame stórt hlutverk, enda Hugo mikill áhugamaður um varðveislu kirkjunnar. í ræðu og riti hafði hann bent á að nið- urlæging Notre Dame væri al- ger og nauðsyn að gera hana upp. Þetta helsta tákn Parísar- borgar hafði orðið fyrir skemmdum vegna ónógs við- halds, trúarlegra og pólitískra uppþota og ekki síst, að mati Hugos, hafði tíðarandi og tíska gert sitt. Miðaldakirkjur í got- neskum stíl áttu ekki upp á pallborðið þegar aðrir straum- ar og stefnur voru ríkjandi. Til dæmis hafði Lúðvik XV látið taka niður rósagluggana, af því slíkir gluggar voru ekki í tísku. Fegurð rósaglugganna er róm- uð í dag, en þeir voru settir aft- ur í kirkjuna eftir síðari heims- styrjöld. Framleiðendur teiknimynd- arinnar voru ekki síður meðvit- aðir um gildi Notre Dame en Victor Ilugo. Tæknilið fór til Parísar í því skyni að skoða kirkjuna að utan og innan. Það fólk varð fyrir miklum áhrifum af mikilfengleik þessarar dóm- kirkju og kappkostaði að halda útliti hennar í myndinni. Dóm- kirkjan Notre Dame leikur því stórt hlutverk í myndinni og rammar inn söguþráðinn. Kirkjan er leikmynd sem notuð er til að auka áhrif sögupersón- anna. Hún fagnar þeim góðu, en tekur illa á móti þeim vondu. í þessari teiknimynd hafa fígúrurnar í þakrennunum fengið aukið vægi. Hetja sög- unnar, hringjarinn Quasimodo, er vinasnauður og fyrirlitinn vegna lfkamsgalla sinna. Ein- ustu vinir hans eru þakfígur- urnar (gargoyles) Victor, Hugo og Laverne. Eins og hringjarinn er smáður af samferðafólki sínu, voru þakfígururnar smáð- ar af steinsmiðunum, sem ann- ars lögðu sig fram við að full- komna listaverkið. Steinfígur- urnar eru mjög áberandi á Notre Dame, eins og öðrum dómkirkjum frá sama tíma. Þær eru ófrýnilegar, en hafa það hlutverk að vera þakrennur og veita rigningarvatninu af þök- unum í boga frá veggjunum. Hafist var handa við bygg- ingu Notre Dame árið 1163, þegar Alexander III páfi lagði hornsteininn og var lokið árið 1345. Frá upphafi var hún tákn Parísarborgar og enn þann dag í dag eru allar vegalengdir inn- an borgarinnar mældar út frá henni. Við útkomu bókarinnar tóku yfirvöld í París við sér og á árunum 1845-1864 voru gerðar miklar endurbætur á kirkjunni, utan sem innan. Unnendur menningarverðmæta geta þakkað það Victor Hugo, sem vakti athygli á bágbornu á- standi Notre Dame með heill- andi sögu um einmana hringjara. Jólaóratóría Bachs á Akureyri Laugardaginn 21. desember flutti Kór Tónlistarskólans á Akureyri ásamt ein- söngvurum og hljómsveit þrjár fyrstu kantönturnar úr Jóla- óratóríu Johanns Sebastians Bachs í Akureyrarkirkju. Stjórn- andi var Michael Jón Clarke og var hann einn einsöngvaranna. Aðrir voru Gunnar Guðbjörnsson og Sig- ríður Elliðadóttir en auk þeirra Hildur Tryggvadóttir og Þórhildur Örvars- dóttir, sem komu úr röðum kórfélaga. Kórinn stóð veru- lega vel fyrir sínu í flutningi óratóríunn- ar. Sópraninn er fal- lega bjartur og bass- ar gefa góðan grunn. Nokkuð mætti huga að altinum og eins tenórum, en í heild gerðu einnig þessar raddir vel og náðu víða stórfallegum hrifum í ílutningi sínum. Sem dæmi um góða frammistöðu kórsins ná nefna hrífandi flutning 12. hluta, Brich an, o schönes Mor- genlicht, fangandi brag í 21. hluta, Ehre sei Gott in der Höhe, hlýjan anda í 33. hluta, Ich will dich mit Flei bewahren, og innilegan og hrífandi blæ á hluta 35, Seid froh diesweil. Á nokkrum stöðum hefði bet- ur mátt gera, svo sem í 5. hluta, þar sem karlar voru ívíð of sterkir, 7. hluta, þar sem nokk- ur órói var í kvennaröddum, 17. hluta, þar sem kórinn gerði vel, en hljómsveit fylgdi ekki sem skyldi í styrkminnkun, og 24. hluta þar sem karlar voru held- ur dauflegir, en sópran mjög góður. Gunnar Guðbjörnsson söng fagurlega. Hvergi var feil að finna. Texti var sérlega skýr og greinilegur og túlkun í ljúflegu samræmi við efni hans. Veru- lega vel gert og hvergi að finna, að þetta væri frumraun Gunn- ars í hlutverki guðspjalla- mannsins. Hildur Tryggvadóttir söng dúett á móti Michael Jóni Clar- ke í 29. hluta, Herr, dein Mitleit. Hún gerði vel, en naut sín ekki að fullu, þar sem mótsöngvari hennar ver heldur í sterkara lagi og yfirþyrmdi hana nokkuð. Michael Jón Clarke söng hlutverk bassans. Hann söng af öryggi, en þó gætti nokkurrar spennu í flutningi hans, einkum framan af. Stjórn Michaels Jóns Clarkes á flutningi var vökul og lífleg. Sigríður Elliðadóttir söng hlutverk alt-einsöngvarans. Rödd hennar er allmikil og hef- ur góðan styrk á sem næst öhu sviði sínu. Hins vegar liggur hún verulega aftarlega og verkar því þvinguð og dimm. Sigríður söng jafnan af öryggi en var þó í nokkrum vandræðum með til dæmis mehsmur, sem urðu nokkuð oft þokukenndar. Þórhildur Örvarsdóttir söng hlutverk engilsins í 13. hluta og gerði það mjög svo snyrtilega. Hljómsveitin gerði víða tals- vert vel. Svo var til dæmis í inn- leik að þriðju kantötunni. Hins vegar var verulegur órói í Ieik í innleik annarrar kantötunnar. í undirleik með einsöngvurum og kór átti hljómsveitin allvíða góð- an leik, svo sem í 19. hluta. Ein- stök hljóðfæri gerðu víða fal- lega. Þannig voru trompetar góðir í 1. og 3. þættir. SeUóleik- arar ásamt orgeUeikaranum Dórótheu Dagnýju Tómasdóttur léku mjög ljúflega undir tónlesi og fiðlusóló Önnu Podhajsku í innleik að 31. hluta, Schliefe, mein Herze, var faflega af hendi feyst. Kór Tónlistarskólans á Akur- eyri er nú á öðru starfsári sínu. Það er metnaðarfullt framtak og um leið þakkarvert að ráðast í flutning á þrem kantötum úr hinni miklu Jólaóratóríu Bachs. Metnaðarfullt sakir þess hve kórinn á sér skamman starfs- feril, og þakkarvert þar sem þessi jólaóratóría á sannarlega heima í aðdraganda hinnar miklu fæðingarhátíðar frelsar- ans. í söngskrá segir Jón Hlöðver Áskelsson þennan fyrsta flutning kantatanna þriggja úr Jólaóratóríu Bachs á Akureyri marka tímamót fyrir akureyrska tónleikagesti. Undir orð hans má vissulega taka um leið og öllum aðstandendum tónleikanna eru færðar veruleg- ar þakkir. Haukur Ágústsson Hringjarinn í Notre Dame er smáður af samferðafólki sínu og einu vinir hans eru þakfígúrnar. Þær eru líka sniðgengnar vegna Ijótleika. |tíIRllíí 1?J W]f?lfitHÍI l ■ íjUGjSJní LEIKFÉLAG AKUREYRAR Undir berum himni eftír Steve Tesich Frumsýning á „Renniverkstæðinu" (Strandgötu 49) sunnudaginn 29. des. kl. 20.30. Uppselt 2. sýning mán. 30. des. kl. 20.30. 3. sýning lau. 4. jan. kl. 20.30. 4. sýning sun. 5. jan. kl. 20.30. Sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning er hafin. (ywc (íömui Qjafaktrd á ‘Áijxiu i Mátiaifuíqi vi titxiadn júta- gjiij fyw i/iujitu kijintúdiiia. Mafiú Munúand vii midasöía Dyrin í Hálsaskógi efíir Thorbjorn Egner Aukasýningar: Laugard. 28. des. kl. 14. Sunnud. 29. des. kl. 14. Miðasalan er opin alla virka daga nema mánud. kl. 13.00-17.00 og fram að sýningu sýningardaga. Símsvari allan sólarhringinn. Sími í miðasölu: 4ó2 1400. ,®agur-ÍEmtttm - besti tími dagsins! ÞJÓDLEIKHÚSID Stóra sviðið kl. 20.00 Jólafrumsýning: VILLIÖNDIN eftir Henrik Ibsen Þýðing: Kristján Jóhann Jónsson. Tónlist: Jan Kaspersen. Lýsing: Bjöm Bergsteinn Guðmundsson. Búningar Elín Edda Ámadóttir. Leikmynd: Grétar Reynisson. Leikstjóm: Stetán Baldursson. Leikendur Pálmi Gestsson, Edda Heiörún Bachmann, Sigurður Sigurjónsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Sigurður Skúlason, Gunnar Eyjólfsson, Róbert Amfinnsson, Anna Kristln Amgrimsdóttir, Ámi Tryggvason, Bessi Bjamason, Rosi Ólafsson, Magnús Ragnarsson, Valur Freyr Einarsson. 2. sýn. föstud. 27. des. Uppselt. 3. sýn. laugard. 28. des. Uppselt. 4. sýn. föstud. 3. jan. Uppselt. 5. sýn. fimmtud. 9. jan. Örfá sæti laus. 6. sýn. sunnud. 12. jan. Örfá sæti laus. KENNARAR ÓSKAST eftir Ólaf Hauk Símonarson 6. sýn. fimmtud. 2. jan. Nokkur sæti laus. 7. sýn. sunnud. 5. jan. Nokkur sæti laus. 8. sýn. föstud. 10. jan. Nokkur sæti laus. ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson Laugard. 4. jan. Laugard. 11. jan. Barnaleikritið LITLIKLÁUS 0G STÓRIKLÁUS eftir H.C. Andersen verður frumsýnt seinni hluta janúar. Miðasala auglýst síðar. Smíðaverkstæðið kl. 20.30 LEITT AÐ HÚN SKYLDI VERA SK/EKJA eftir John Ford Föstud. 27. des. Uppselt. Laugard. 28. des. Örfá sæti laus. Föstud. 3. jan. Sunnud. 5. jan. Fimmtud. 9. jan. Föstud. 10. jan. Athygli skai vakin á að sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning er hafin. ★ ★ ★ GjAFAKORT í LEIKHÚS - SÍGILD OG SKEMMTILEG GJÖF ★ ★ ★ Miðasalan verður opin kl. 13-20 á annan dag jóla. Sími 551 1200.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.