Dagur - Tíminn - 28.12.1996, Blaðsíða 15

Dagur - Tíminn - 28.12.1996, Blaðsíða 15
Í3agur-®mmm Laugardagur 28. desember 1996 -15 Anna F. Gunnarsdóttir skrifar um tísku A Idag er bærinn fullur af falleg- um sparifatnaði og er mikið um dýrðir. Kjólarnir eru úr fal- legu satíni, silki, hrásilki, prjóna- silki og ílaueli. Þessi efni eru öll mjög góð og gefa glæsilegt útlit. Kjólarnir voru einfaldir, stuttir, síðir og aðskornir. „Prinsessu"- kjólar eru einnig ríkjandi. Mikið var um palliettur, glimmer og glansefni. Hefðbundnir ríkjandi kokkteillitir eru dökkir og djúpir, s.s. silfur, gull, vínrautt, svart, kóngablátt, grænt og fjólublátt. Kjólarnir eru ermalausir eða með innsettar ermar. Einnig eru háls- máhn mjög fjölbreytt. Þegar kjóll er valinn, þurfum við að gera okkur grein fyrir stærðinni okkar, brjóstmáli, fóta- lögun, handleggjum og hálsi. Nokkrar leiðbeiningar um hálsmál og ermainn- setningar á kjólum Ef við erum með langan háls, er best að klæðast flík sem er með hálsmál sem er upp við háls- inn. Annars verðum við eins og gíraffar á hlið. En stuttur háls kallar á flegið hálsmál. Þessi leng- ing sem myndast á hálsinn er mjög nauðsynleg til þess að við fáum tígulegt útlit. Við svera hand- leggi þarf að velja síðar eða kvartermar á kjólinn. Ef handlegg- ir eru grannir eða eðhlegir, má kjóllinn vera ermalaus eða með stuttum ermum. Sídd kjóla Sídd kjóla þarf að vera í sam- ræmi við útUt leggja og ekki má láta kjólinn enda við versta part- inn á fótunum. Ef kálfinn er sver, er gott að velja síddina þannig að hún skeri grennstu línuna á kálf- anum. Passa þarf að það sjáist í fæturna ef pilsið er þannig snið- ið. Ef pilsið er of sítt, þannig að Utlö af tótunum sést, getur heUdarútUtið farið úr skorðum. Neðri hluti kjóls ætti ekki að vera víðari en sem nemur breidd axl- anna, nema þú sért þeim mun stærri. Því víðari sem kjóllinn er, þeim mun minni Iítum við út fyrir að vera. Ef við erum smá- vaxnar, er gott að vera í sokkabuxum og skóm í sama Ut. Ef fótleggur er of breiður, er best að velja mattar og dökkar sokkabuxur. Fótleggur sem er grannur þarf ljósar og glansandi sokkabuxur. Val á aðskornum eða beinum kjólum KjóU sem er aðskorinn leggur áherslu á mittið. Konur sem eru með gott mitti, en breiðar mjaðm- ir, rass og læri, ættu að velja sér kjól sem tekinn er inn í mittið, t.d. kápukjól eða tvískiptan kjól. Ef viðkomandi persóna er mittislaus, er gott að velja sér kjól sem er með beinu sniði. Gott er að taka hann í sundur um mjaðmalínu. Veldu kjól sem fela eða draga at- hyglina frá þínum slæmu þáttum og beina henni að þeim góðu. Kjólar saman- standa af efri og neðri hluta, þannig að þegar kjóU er valinn þarf að huga að báðum hlutum samtímis. Munið að lín- ur draga aUtaf að sér at- hygli og passið að sam- ræmi sé á miUi kjóls og yfir- flíkur. Það er mikið úrval tU af sparifatnaði og vona ég að þessi lesning hjálpi ykkur til að íinna ykkar stíl fyrir gamlárs- og nýj.trskvöldið. Passið, þegar þið vei ið kjólinn, að hann passi við persoiiuieika ykkar og að ykkur h'ði vel í honum. Hvað er það mikilvæg- asta í lífi hverrar konu? Er það útlitið? Það er líklega rétt staðhæfing að útlit skiptir flestar konur einna mestu máli í gegnum fífið. Almennt hugsa konur mikið um útlitið og þjálfa með sjálfri sér frá unga aldri sinn eigin smekk og stíl. Þó hefur það komið fyrir flest okkar að kaupa flík sem okkur fannst virkilega falleg í versluninni, en þegar hún hefur verið not- uð í eitt til tvö skipti höfur*i við skipt um skoðun og hætt- um að líka flíkin. Yfirleitt eru skýringarnar einfaldar á þessari hegðun okkar. Nokkr- ar ástæður má nefna: • Liturinn á flíkinni er falleg- ur, en fer okkur illa án þess að við gerum okkur grein fyrir því strax. • Sniðið hentar ekki okkar hkamsvexti. • Smáatriði sem draga at- hygli að slæmum þáttum líkama okkar. Allar þessar ástæður eiga það sameiginlegt að við áttum okkur ekki á hvers vegna okkur líkar ekki flíkin eftir nokkra daga. Yfirleitt eru þetta atriði sem auðvelt er að læra með því að fara í námskeið í litgreiningu og fatastíl. Þessi nám- skeið eru sérsniðin fyrir hvern og einn og geta sparað okkur peninga og forðað okkur frá því að kaupa ranga flík. Sigurborg Kr. Hannesdóttir skrifar frá Egilsslöðum Blessað árið Síðustu dagar ársins. Áramót og tími til að staldra við, lfta yfir far- inn veg og strengja heit og setja sér markmið fyrir nýtt ár. Þegar þú lítur yfir árið sem er að líða, gerirðu það þá í sátt? Ertu sátt(ur) við hvernig þú hefur varið kröftum þínum á árinu? Ertu sátt(ur) við sam- skipti þín við vini, vanda- menn, vinnufélaga og aðra þá sem orðið hafa á vegi þín- um? Ertu sátt(ur) við hvernig þú hefur nært sjálfa(n) þig? Hefurðu vaxið og þroskast, eða finnst þér þú standa á sama stað? Svona spurningar og margar fleiri leita gjarnan á hugann við áramót. Stund- um finnum við fyrir eftirsjá vegna einhvers sem við hefð- um viljað gera öðruvísi. Vegna einhvers sem við vild- um gera og ætluðum að gera, en gerðum ekki. Vegna stunda þegar við “hefðum getað vakað lengur, og verið betri hvort við annað”. En eftirsjá er tilfinning sem rífur þig niður og hún er ekki gott vegarnesti inn í nýtt ár. Nei, við fáum ekki breytt því sem er liðið. Þess í stað getur þú litið yfir farinn veg og blessað. Blessað atvik, fólk og samskipti. Og ef það er eitthvað sem þú ert ekki fyllilega sátt(ur) við, er mikil- vægt að fyrirgefa. Með þessu ertu að breyta neikvæðum hugsunum og tilfinningum yfir á jákvætt form. Nei- kvæðni vill sitja svo miklu lengur í okkur, bæði andlega og líkamlega. Með því að blessa og fyrirgefa eignastu innistæðu fyrir betri líðan og bættri heilsu. En hvað þá með það ánægjulega sem við höfum upplifað á árinu? Það skaltu þakka. Þannig stækkarðu þær jákvæðu tilfinningar og innistæðan eykst enn. Notaðu þá aðferð sem þér hentar, til að fara yfir árið, blessa, þakka og fyrirgefa. Ef til vill finnst þér best að hugsa í gegnum árið og af- greiða hvert atvik og persón- ur jafn óðum. Þú getur líka skrifað niður, minnisstæða atburði, eða fólk og skrifað hinu megin á blaðið hvort þú blessar, fyrirgefur eða þakk- ar. Fyrir hvert ogeitt atriði getur verið gott að loka aug- unum og anda djúpt. Þá get- ur þú líka prófað að sjá fyrir þér gullið ljós, sem baðar at- vikið eða fólkið sem um ræð- ir. Síðast en ekki síst skaltu svo blessa þig. Þakka þér og fyrirgefa þér. Eins og þú vær- ir að þakka sjálfri/sjálfum þér fyrir samfylgdina í gegn- um árið, með öllu sem það færði þér. Og þú gengur inn í nýtt ár, heil(l) og sæl(l), laus við allan farangur úr fortíð- inni og tilbúin(n) til að taka fagnandi á móti því sem árið 1997 ber í skauti sér. Gleðilegt ár! Rafvirkjar Óskum eftir að ráða nú þegar rafvirkja til starfa. Um er að ræða starf við uppsetningu á öryggisbúnaði. Umsóknarfrestur er til og með 10. janúar 1997. Umsóknareyðublöð fást hjá Securitas Tryggvabraut 10, frá kl. 10-12. rrn SECURITAS Til viðskiptavina Efnaverksmiðjunnar Sjafnar hf. Lager fyrirtækisins að Austursíðu 2 verður lokað- ur mánudaginn 30. desember 1996 og fimmtu- daginn 2. janúar 1997. Gleðileg jól. Efnaverksmiðjan Sjöfn hf.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.