Dagur - Tíminn - 28.12.1996, Blaðsíða 12
12 - Lauaardaaur 28. desember 1996 - IV
(®agur-®ímtrat
Fjárfestu í islenskum sjávarútvegi
Hlutafjárútboð með mikla vaxtarmöguleika!
Við viljum vekja athygli þína á hlutafjárútboði í Hlutabréfasjóðnum íshafi hf.
Sjóðurinn hefur sterk tengsl við sjávarútveginn enda eru íslenskar sjávarafurðir hfv
ásamt dótturfyrirtæki sínu Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum, stærstu
eigendur sjóðsins með 67.7% eignarhlut. Þessi tengsl auðvelda sjóðnum að nýta
sem best þá möguleika sem gefast á markaðnum hverju sinni.
Að auka arðsemi, dreifa áhættu og efla um leið hag
íslensks sjávarútvegs
Tilgangur sjóðsins samkvæmt samþykktum hans er að auka arðsemi og dreifa
áhættu í hlutabréfaviðskiptum fyrir almenning og aðra fjárfesta. í því skyni fjárfestir
hann í fyrirtækjum tengdum sjávarútvegi. Dæmi um fyrirtæki sem sjóðurinn á
hlutabréf í eru Búlandstindur hf., Vinnslustöðin hf., Borgey hf., Básafell hf. og
Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf.
Þannig stuðla fjárfestar, með þátttöku sinni í sjóðnum, að áframhaldandi
uppbyggingu íslensks sjávarútvegs og aukinni hagræðingu í greininni.
Bréfin verða seld hjá Landsbréfum hf., Búnaðarbankanum - verðbréf, Fjárvangi hf.,
Hattdsali hf., Kaupþingi hf., Kaupþingi Norðurlands hf. og hjá Verðbréfamarkaði
íslandsbanka. Kaupbeiðnum verður jafnframt veitt móttaka á skrifstofu sjóðsins
að Sigtúni 42, Reykjavík.
Sigtúni 42 • 105 Reykjavík
Sími 569 8200 . Fax 588 8792
Hér kemur uppskrift af til-
tölulega einföldum
ávaxtadesert. Það góða
við hann er að notaðir eru
þurrkaðir ávextir sem fást víða.
250 g þurrkaðar gráfíkjur
180 g þurrkaðar perur
eða epli
180 g þurrkaðar aprikðsur,
helmingaðar
2 dl rúsínur
0,5 dl niðursoðið engifer
1 tsk. kardimommur
1 tsk. engifer
12 dl eplasítra eða -safi
Sjóðið eplasítruna eða -
safann og setjið ávextina saman
við. Má bæta við safa ef þarf.
Lækkið hitann þegar suðan
kemur upp og sjóðið áfram í 20
mínútur við vægan hita undir
loki.
Takið úr pottinum og setjið í
stóra skál. Geymið í kæli í þrjá
sólarhringa.
Berið fram kalt eða hitið í
potti án þess að sjóða. Rjóma-
sletta á vel með þessu eða góð-
ur ís.
skyr með rjóma
rjómapönnukökur
kafil með rjóma
rjómasósur
ávextir með rjóma
rjómatertur
vöflur með rjóma
rjómaís
kakó með rjóma
rjómakökur
bláber með rjóma
rjóma
Mjólkursamlag KEA