Dagur - Tíminn - 28.12.1996, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn - 28.12.1996, Blaðsíða 11
,llagur-®mrimt Laugardagur 28. desember 1996 -11 |Bagur-Œmmm Nú árið er liðið. Eða svona hér um bil. Þessi hind- beijaísterta er alveg pottþétt til að koma stuði í mannskapinn klukkan tólf á gamlárskvöld. Og kertunum er að sjálfsögðu hægt að skipta út fyrir stjörnuljós! Marengsbotn: 2 eggjahvítur 100gsykur 50 g dökkt súkkulaði Hindberjakrem: 600 g frosin hindber 50g sykur Nýkreistur sítrónusafi 4 eggjarauður 100 ml mjólk 75 g sykur 2 bréf vanillusykur (eða 2 tsk. vanilludropar) ’á lítri rjómi Skraut: rjómi (helmingurinn afZ lítra) slatti af jarðarberjum og hind- berjum (fersk ef til, annars fros- in). Súkkulaðikrullur kerti eða stjörnublys Marengsbotn: Þeytið eggjahvít- urnar þar til þær eru orðnar stífar. Bætið 75 g af sykri sam- an við og þeytið þar til hann hefur blandast vel saman við. Sáldrið því sem eftir er af sykr- inum varlega saman við. Setjið bökunarpappír á piötu og sprautið marengsinum á þann- ig að hann myndi hring, ca. 26- 28 cm að þvermáli. Bakið í 140°C heitum ofni í klukkutíma. Þegar botninn er bakaður, takið bökunarpappírinn undan og leyfið marengsinum að kólna. Smyrjið síðan botninn með bráðnu súkkulaði. Hindberjakrem: Þýðið hindber- in og búið tú úr þeim mauk. Sigtið og setjið þvínæst sykur- inn og sítrónusafann yfir berja- maukið. Þeytið eggjarauðurnar, mjólkina, sykurinn og vanillu- sykurinn mjög vel eða þar til orðið er ljóst og létt. Látið kólna og hrærið í af og til á meðan. Þeytið rjómann og blandið var- lega saman við eggjahræruna. Setjið þessa blöndu í frysti í klukkutíma til hún nái að storkna. Takið hringform með lausum botni, takið botninn úr og setjið utan um marengsinn. Takið ís- blönduna úr frosti, þeytið og bætið hindberjamaukinu saman við (geymið 3-4 tsk. til skrauts). Hellið ísblöndunni í hring- formið, ofan á marengsinn og setjið afganginn af berjamauk- inu ofan á. Notið tannstöngul til að mynda skrautlegar krúsi- dúllur úr maukinu. Frystið yfir nótt. Takið kökima úr frysti klukkutíma áður en á að bera hana fram. Takið hringformið varlega utan af. Mýkið hliðarn- ar á kökunni með því að smyrja ferskum, þeyttum rjóma á. Skreytið með ferskum jarðar- berjum og hindberjum (ef hægt er að fá), súkkulaðikrullum og kertum eða stjörnublysum. Ath! Súkkulaðikrullurnar eru búnar til á eftirfarandi hátt: Bræðið 100 g súkkulaði með 1 tsk. af smjöri. Hellið bráðnu súkkulaðinu á kalda bökun- arplötu og breiðið úr því. Þegar súkkulaðið byrjar að harðna, skafið krullurnar af með hm'f. Geymið á köldum stað fram að notkun, en þó ekki í ísskáp. Verði ykkur að aóðu og GLEÐILEGT NYTT ÁR!

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.