Dagur - Tíminn - 28.12.1996, Blaðsíða 14

Dagur - Tíminn - 28.12.1996, Blaðsíða 14
 14 - Laugardagur 28. desember 1996 - ÍDagur-®tmúm 4Elagur-®ímtnn Sætt í miuin um áramótin Vænt Nú árið er liðið, eða næst- um því, og flestir vilja eitthvað sætt í munninn um áramótin. Ég bregð því út af vananum um hollustuna og leyfi mér að birta nokkra uppáhalds eftirréttina mína. Mig langar að benda ykkur á hrásykur sem fæst núna, t.d. í Heiísuhúsinu, og heitir „Billingtons musk- ovado“ sykur. Hann fæst bæði sem ljós og dökkur púðursykur og er mjög bragðgóður, óhreins- aður sykur. Upplagt að nota í bakstur því hann er fíngerður og leysist vel upp. Sama er ekki hægt að segja um hinn algenga „Demarera“sykur, sem líka er óhreinsaður en mjög grófkorna og nýtist best í stað strásykurs útí te eða kaffi, þótt fáir láti eftir sér þann munað í dag. Sykur- framleiðendur merkja óhreins- aðan sykur með sérstöku merki sem þið skuluð leita eftir utan á pakkningum ef verið er að selja ykkur óhreinsaðan sykur. Þetta merki er þríhyrningur og í hon- um stendur „unrefined“, en það þýðir að í sykrinum eru enn þau náttúrulegu steinefni og snefil- efni sem koma úr reyrsafanum. Sykur þessi telst á engan hátt hollur en er þó skárri en sá hvíti hreinsaði. Ljós „muskovado" er góður í flestan bakstur en sá dökki er t.d. mjög góður í gam- aldags, amerískar súkkulaði- bitakökur. Gefur þennan „út- lenda“ keim. Nóg um sykur í bih svo tekur alvaran við í janúar og allir fara á meinlætafæði! Desert eplakaka (amerískur uppruni) 6 stór epli (t.d. Jonagold) safi úr 1/2 sítrónu 1 bolli hveiti 1 bolli púðursykur (Bill- ingtons light muskovado) 1/2 tsk. salt 1 1/2 tsk. kanill 125 g smjör eða smjörvi Takið utan af eplunum og sneiðið í þunnar sneiðar og látið í frekar djúpt eldfast fat. Dreyp- ið sítrónusafanum yfir. Blandið deigið vel saman í matvinnslu- vél. Þetta verður eins og gróft mjöl. Hellið yfir eplin, þrýstið vel á og passið að hvergi sé glufa eða gat. Bakið í 180°C heitum ofni í 45-60 mínútur. Berið fram heitt með þeyttum rjóma. Pecan pæ m/döðlum (sykurlaust) Bökudeig: 1 bolli hveiti 1 msk. hveitiklíð 75g smjörhki (mjúkt) 1/2 dl ískalt vatn Fylling: 3 egg (þeytt) 20 stk. muldar saltkexkökur 1 1/2 bolli döðlur (saxaðar) Áramóta- dansleikur Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð verður í Fiðlaranum, 4. hæð, Alþýðuhúsinu í kvöld laugardaginn 28. desember kl. 22-03. Meðal þeirra sem leika fyrir dansi eru Einar Guðmundsson og þeir Jón á Syðri-Á og Ragnar í Hrísey. Óvænt uppákoma kl. 24.00. Allir velkomnir. Stjórnin. Auglýsendur! Nauðsynlegt er að auglýsendur veiti athygli skilaffesti auglýsinga. Þriðjudaginn 31. desember (gamlárs- dag) kemur út síðasta blað ársins. Skilaffestur auglýsinga í það blað er til kl. 10,00 mánudaginn 30. desember. Við viljum vekja athygli á því að bréfasími auglýsingadeildar er 462 2087 og er opinn allan sólarhringinn. Staifsfólk auglýsingadáldar óskar vióskipta- vinum sínum gleðilegra jóla með bestu óskum um farscdd á nýju ári. 3Dagur-(IImttrm sím!.?001? 80 1 1/2 bolli heitar pecanhnetur (má nota valhnetur) 1 tsk. vanihudropar .....— Hrærið saman í matvinnslu- vél efnin í deigið. Fletjið út þunnt og setjið í hringlaga eld- fast pæform. Fyllingin er gerð á eftirfarandi hátt: Hellið sjóðandi vatni í smástund yfir döðlurnar og sigtið síðan. Bætið döðlum fyrst útí eggin og hrærið dálítið svo þær losni í sundur. Bætið nú hnetum, vanhlu og með Steinunni muldu saltkexi útí og hellið þessu í ofan á pæið. Bakið við 180°C í 20-30 mínútur. Best kalt með þeyttum rjóma eða ís. Bláberjaís 125 g flórskykur 3 egg 3 dósir sýrður rjómi (18%) 1 1/2 bolli fersk eða frosin bláber Þeytið vel saman egg og flór- sykur, bætið sýrða rjómanum útí. Maukið ca. helminginn af bláberjunum og látið útí og setj- ið síðan hin heil saman við. Má setja nokkra dropa af vanillu ef vill. Frystið. Þessi ís er mjög fljótlegur og margir eiga bláber í frysti eftir gott berjasumar. ís- inn inniheldur líka færri kalorí- ur en hefðbundinn rjómaís. Gott er að búa til bláberjasósu úr 2-3 msk. af sykri og 1 bolla af blá- berjum. Sjóðið þetta upp í smá- stund, takið af hitanum og skvettið smá koníaki úti! - rf-lwaelda/t'i Flugeldasala Þórs hófst föstudaginn 27. desember í Hamri viö Skaröshlíö. Fjórar stærðir af fjölskyldu- pökkum, stórar og litlar rakettur, skotkökur, blys og margt fleira. Hagstætt verð!!! flálahalll \\ iS % Jólatrésskemmtun Þórs —T jfc^- verdur haldin í Hamri sunnudaginn 29. desember kl. 15:00. Fjölmennum og eigum skemmti- lega stund saman. Jólasveinar mæta á staðinn. Kaffihlaöborð fyrir fulloröna á kr. 500 en frítt fyrir börnin.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.