Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1981, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1981, Qupperneq 2
2 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1981. GLÆSI- LEGIR VINN- INGAR ÍBOÐI Þá er jólaleikurinn hafinn, en fyrsti hluti getraunarinnar birtist í dag. Við fylgjum jólasveininum í heimsókn til tíu þekktra listamanna og allur galdurinn er að finna hvaða listamaður það er sem jólasveinninn heimsækir hverju sinni. Meðal þeirra sem hann heimsækir eru frægir list- málarar — myndhöggvarar — rit- höfundar — tónskáld og ýmsir fleiri. Og ekki má gleyma að minnast verðlaunanna. í fyrstu og önnur verðlaun eru sjónvarpsleiktæki frá Philips — eitt fullkomnasta tæki sem framieitt er í veröldinni. Leiktækið býður þér uppá margvíslegar tegundir leikja, auk þess sem það er heimiiistölva um leið, tæki sem öll fjölskyldan mun sitja spennt yfir. Þar að auki bjóðum við tíu íslenzkar hljómplötur að eigin vali frá Skifunni. Nú er um að gera að öll fjölskyldan setjist niður og taki þátt í leiknum með jólasveininum — en getraunin ætti ekki að valda nokkrum í fjölskyldunni erfiðleikum — því við pössum uppá að hún sé ekkioferfíð. -ELA, — Þotta minnir mig á aö ógþyrfti nú oiginlega sjálfurað fá ný stígvól íjóiagjöf. Pannig litur sjónvarpsleiktœkið frá Phiiips út, en það mun vera eitt fuHkomnasta tækið sem framleitt hefur verið. Enda býður það upp á ótrúiegan fjöida möguieika. Allt frá einum upp i fjóra geta leikið i einu og slíkt tæki verður i boði fyrir tvo heppna lesendur sem þátt taka í gatrauninni. Verðmæti tækisins með oinni kassettu er hvorki meira ná minna en rúmar fjögur þúsund krónur. | | A)vanGogh Qjj B) Kjarval Q C) Picasso Nafn........ Heimilisfang Sveitarfélag . JOLAGETRAUN DVI. HLUTI Þá er komið að því aðfyrsti hluti jólagetraunarinnar hirtist og nú er það ykkar, lesendur góðir, að finna út, hvaða þekkti listamaður það er sem jólasveinninn heimsækir í dag. Þessi hollenski listmálari var fátœkur og varð ekki frægur fyrr en eftir að hann lézt. Hann hét: s Klippið getraunina út, þegarþið hafið krossað við rétt svar og geymið þar til allar tiu heimsóknir jólasveinsins eru búnar. Við tilkynnum síðar hvenœr úrlausnir skulu sendast inn og hvernig. Oggætið að týna engri úr — það gætireynstykkur dýrt spaug. Sandkorn Sandkorn Sandkorn framboð á Suðuriandi? Heyrst hefur fleygt (og það ekki í fyrsta sinn) að sjálf- stæöismenn á Suðurlandi rúi, nú öllum árum að því að fá Þorstein Pálsson, fram- kvæmdastjóra Vinnuveit- endasambandsins, til þess að gefa kost á sér í framboö fyrir flokkinn. Er ætlunin að hann (aki sæli Steinþórs Gestssonar á Hæli, sem flestir telja aö h.vggisl draga sig í hlé fyrir aldurs sakir. Ekki er ráð nema í líma sé lekið, þvi Alþingis kosningar eru ekki á döfinni fyrr en 1983, komi ekkerl óvænl upp. Bláa lónið Fréltin um skyndilegan bala psoriasissjúklingsins úr Keflavik við reglulega böðun i lóninu við Álverlð í Straums- vik hefur að vonum vakið feikilega athygli, enda gætu hér oröið straumhvörf í mál- um þeirra, sem eiga við þenn- an húðsjúkdúm að striða. Til þessa hefur lúnið ekki verið nefnt neinu ákveðnu nafni, en í Víkurfréttum í Keflavik rák- umst við á nafngiftina Bláa lúnið og leggjum til að hún haldist. Hnífapörin stopp á miðri leið Glösin á Broadway hafa verið vinsælt umfjöllunarefni i dálki þessum. Þau munu sér- hönnuð í Frakklandi, en það hefur vakið furðu margra að matur hefur enn ekki verið á boðstúlum i veitingastaðn- um glæsta. Það stendur allt til búta, en matarleysíð til þessa á sér skýringar. Hnifapörin, sem æflunin er að fólk hafi i höndunum við neyzlu fæðisins, eru eins og gefur að skiija frá útlöndum og áltu að vera komin til landsins fyrir nokkru frá Hollandí. Skípið, sem flytja átti þau hingað til lands, varð hins vegar fyrir vélarbilun í Hollandi og af þeim sökum töfðust gripirnir. Ramakvein marx- og leninista Verkalýðsblaðíð leit fyrir skömmu dagsins Ijús eftir nokkurt hlé. Til að bæta upp blaðaskortinn var september. og október-blöðunum steypt saman í eitl og i núvember- hefti blaðsins harmar rit- nefndin hve illa gangi að fá fúlk lil starfa. Að skýringum á ástandinu loknum segir orð- rétt: „Orsaka er að leita í þvi bakslagi, sem marx-lenista hreyfingin hefur orðið fyrir. Nú vinna færri hendur veriin en áður og félaga vntar ásfæður til að halda málgagni sinu hátt á loft. . . ” Það skvMi þú aldrei vera svo að kommarnír væru orðnir ieiðir á jálfboðavinnunni og hefðu þega allt kemur til alls ekkerl til að hampa? Skemmtistaðirnir hafa ver- ið mjög til umræðu hjá okkur hér í Sandkorni undanfarna daga enda mikið rætt um þá meðal fúlks í kjölfar opnunar Broadway i Mjóddinní. Lengi vel var Sígtún staður unga fúlksins, en meö nýjum veilingastöðum hefur staður- inn dregist nokkuð aftur úr i samkeppninni. Til stúð á sín- um tíma, þegar velgengni hússins var sem mest, aö byggja aðra hæð ofan á hús- ið, en aldrei varð neitt af því. Undanfarna daga hefur sú saga gengið fjöllunum hærra að Sígmar veitingamaður Pét- ursson hyggist selja Daihatsu- umboðinu húsið. Btlaumboö- ið er ekkert á þeim buxunum að kaupa, en hins vegar mun Sigmar fús til að sclja, fái hann núg fyrir sinn snúð. Umsjón: Sigurður Sverrisson Vörubflstjórará Dalvík: FLVTA FYRIR FRAM- KVÆMDUM Vörubílstjórar á Dalvík hafa unnið við jarðvegsskipti í Brimnesbraut og fleiri götum að undanförnu. Vinnuna fá þeir hins vegar ekki greidda fyrr en á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. „Þetta kemur báðum aðilum til góða, flýtir fyrir framkvæmdum bæjarins og eykur atvinnuna hjá bílstjórunum, á þeim tima sem lítið er að gera”, sagði Valdimar Bragason, bæjarstjóri, í samtali við DV. Umrædd ar framkvæmdir voru ekki á fjárhags- áætlun þessa árs, en heildarkostnaður er áætlaður um 90 þúsund kr., að sögn Valdimars. Ekki fá bílstjórarnir greidda vexti af láninu, en aksturinn verður greiddur samkvæmt þeirri gjaldskrá sem í gildi verður þegar að greiðslu kemur. -GS/Akureyri Vill bráðabirgða- húsnæðifyrir bágstadda Albert Guðmundsson flutti á síðasta borgarráðsfundi tillögu um úrlausn á húsnæðisvanda þeirra, sem á götunni standa vegna húsbruna eða annarra óhappa. Gerir hann það að tillögu sinni, að á vegum Félagsmálastofnunar sé fyrir' hendi íbúð eða annað húsaskjól sem fólk geti leitað í, þó einungis til stuttrar viðdvalar. Fram til þessa hefur slíkum neyðardlfellum oft verið bjargað í samráði við hótelin eða aðra aðila. Tillaga Alberts verður tekin til nánari umfjðllunar á fundi borgarráðs í dag. -JB. er mætt í nýjum fötum m.a. jóla- og samkvæmis- klæðnaði ,í-. "• Fæst i ö/lum he/stu leikfanga- vers/unum PÉTUR PÉTURSSON heildverslun Suöurgötu 14. Símar 21020 og 25101.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.