Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1981, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1981, Blaðsíða 35
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1981. Sjónvarp ■t LESIÐ ÚR NÝJUM BARNABÓKUM - útvarp kl. 16.20: Nú er lesið úr nýjum barna- bókum tvisvar í viku og nýjum f ullorðinsbókum sex sinnum Héðan í frá og til jóla verður lesið úr nýjum barnabókum á þriðjudögum og föstudögum kl. 16.20. Það er Gunnvör Braga sem annast þennan þátt en kynnir verður Sigrún Sigurðardóttir. Vonast þær til að geta gefið hlustendum tækifæri til að heyra kafla úr velflestum nýjum íslenzkum barnabókum sem út koma fyrir þessi jól. Einnig verður lesið úr nokkrum þýddum bókum. Oftast lesa höfundar eða þýðendur sjálfir. í þættinum 1 dag verður lesið úr einni bók sem nú kemur 1 endurút- gáfu. Það er Dóra og Kári eftir Ragnheiði Jónsdóttur. Svo verður lesið úr tveimur nýjum: Geira glerhaus eftir Indriða Úlfsson og Sólarblíðu eftir Véstein Lúðvíksson. Lestina reka þrjár þýðingar: Hús handa okkur öllum, eftir Thöger Birkeland (þýð. Sigurður Helgason), Ronja ræningjadóttir, eftir Astrid Lindgren (þýð. Þorleifur Hauksson) og Otto nashyrningur eftir Ole Lund Kierkegaard (þýd. Valdís Óskars- dóttir). Á föstudaginn kemur verður haldið áfram á fullu og lesið úr bók Andrésar Indriðasonar, Polli er ekkert blávatn, bók Herdísar Egils- dóttur, Gegnum holt og hæðir, bók Eðvarðs Ingólfssonar, Hnefaréttur og loks úr bókinni Himnaríki fauk ekki um koll eftir Ármann Kr. Einarsson. f þessu sambandi má nefna að þátturinn Á bókamarkaðnum, í umsjá Andrésar Björnssonar út- varpsstjóra, sem hingað til hefur aðeins verið á sunnudagskvöldum kl. 19.25, verður nú einnig alla virka daga nema laugardaga kl. 15.10. Kemur hann þannig I staðinn fyrir miðdegissöguna. Ekki veitir af. I fyrra var lesið úr 73 bókum fyrir fullorðna fyrir jólin og ekki er búizt við, að þær verði færri í ár. -ihh. í MÁNASKÍMU — útvarp kl. 20.35: Smásaga eftir Stefan Zweig f kvöld les Þórarinn Guðnason læknir fyrri hluta smásögu eftir Stefan Zweig. Seinni hlutinn verður á dagskráá fimmtudaginn kl. 20.05. Þórarinn hefur sjálfur þýtt söguna og birtist hún ásamt fleiri smásögum eftir Zweig í bókinni Manntafl, sem útkomárið 1951. Sagan hefst á því að maður nokkur kemur með skipi i franskan hafnar- bæ. Hann ætlar rakleitt áfram með hraðlest til Þýzkalands, en skipinu hefur seinkað og lestin er farin. Næsta lest fer eftir sólarhring. Maðurinn sér fram á ömurlegt kvöld, þar sem ekki er annað við að vera en „vellulegan hljóðfæraslátt í hafnarkrám og fábreytilegar sam- ræður við bláókunna ferðafélaga.” Það fer á annan veg en við rekjum sögurþáðinn ekki frekar. Stefan Zweig var gyðingur. Hann fæddist í Vínarborg fyrir réttum hundrað árum. Á þroskaárum hans var Vín höfuðborg heimsveldis, kjarni Evrópu, og menningin sem þar ríkti var gamalgróin og traust. En tvær heimsstyrjaldir áttu eftir að breyta þvi og þar með var allt sem Zweig trúði á lagt í rúst. Til að lifa slikt umrót af þarf mikla aðlögunarhæfileika. Zweig hafði nokkra en ekki nóga. Þegar veldi nas- ista stóð sem hæst, 1942,þoldi hann ekki meira. Hann framdi sjálfsmorð ásamt eiginkonu sinni. Árið síðar kom ævisaga hans út. Hún hefur verið þýdd á íslenzku og heitir Veröld sem var. Undirtitillinn er Minningar Evrópumanns, eins og höfundur væri einn af fáum eftirlif- andi sem bjargazt hefðu af landi sem nú væri með öllu horfið. Sumt af því sem Zweig skrifaði hefur illa þolað tímans tönn en smá- sögur hans eru oft skínandi vel ritað- ar. ihh Þannig var sú vcröld sem Zweig ólst upp 1: hallir sem virtust mundu standa um aldur og ævi, hestvagnar, kyrrð og friður. Sú veröld hrundi til grunna 1 heimsstyrjöldum 20. aldar. Víkingarnir halda til Grænlands Áttundi þáttur myndaflokksins um vikingana hefst 1 kvöld kl. 20.45. Í seinasta þætti fóru víkingar til Færeyja og tslands. Nú höldum við ásamt Eiriki rauða og Magnúsi Magnússyni enn lengraí vesturátt. REFSKÁK —sjönvarpí kvöldkl. 21.25: Morð eða sjálfsmorð? Þeir Cragoe og Wigglesworth, starfs- menn í brezku leyniþjónustunni, eru þungbúnir á svip. Það er ekki nema eðli- legt. Dularfullur maður, Frank Állen, sem ætlaði að taka hjá þeim hæfnispróf sem njósnari, hefur fundizt hcngdur f ibúð sinni. Hcfur hann sjálfur stytt sér aldur? Ef ekki, hver þá? 39 Veðrið Veðurspá dagsins Gert er ráð fyrir hvassri norðan- átt með brunakulda. Snjókomu með éljagangi fyrir norðan, létt- skýjaðá Suðurlandi. Veðrið hér ogþar Kl. 6 í morgun: Akureyri snjó- koma —11, Bergen léttskýjað —12, Helsinki snjókoma —1, Kaup- mannahöfn léttskýjað —11, Osló heiðskirt —13, Reykjavík létt- skýjað —9, Stokkhólmur —5, Þórshöfn snjóél — 1. Kl. 18 í gær: Aþena skýjað 17, Bergen skýjað 1, Chicago skýjað 9, Feneyjar þokumóða 2, Frankfurt alskýjað +4, Nuuk hálfskýjað —4, London rigning +5, Luxemborg rigning og súld +2, Las Palmas hálfskýjað 20, Mallorka léttskýjað 12, New York skýjað + 8, Montreal léttskýjað —3, París alskýjað +8 Róm skýjað 14, Malaga heiðskirt 14, Vín hálfskýjað +2, Winnipeg alskýjað —4. Gengið . er örlaga saga tveggja einstaklinga, en hún er ekki síður þjóðlífssaga, skrifuð til að sýna, hversu ríkur þáttur ástin var í lífi þjóðarinn- ar í fábreytni og fásinni fyrri tíma eða eins og segir á einum stað í bókinni: Hvert gat fólkið flúið í þennan tíma undan ástinni? Ekki í ferðalög, skemmtanir, aðra atvinnu né hugsjónir. Það bjó með ástinni og ÞJÓÐSAGA hafði engin ráð til að eyða henni, ef hún var sár, stundum vildi það ekki eyða henni, þó hún væri sár, hún var það eina sem það átti. Ef hún á hinn bóginn var lukkuð, þá varð hún lífsfylling í basiinu og fyllti kotið unaði. Hinn sæli morgun, er ekki hefðbundin ástar- saga, hún er annað og meira. Verð kr. 197,60 ÞINGHOLTSSTRÆTI 27 — SÍMI 13510 GENGISSKRANING Nr.234- 08. desember 1981 kl. 09.1S. Ferfla n Einirtg kl. 12.00 Keup Sale gjeldeyrír 1 Bandarik|adoJLar 8,156 8,180 8,998 1 Sterlingspund 15,851 15,898 17,487 1 KanadadoHar 6,896 6,916 7,607 1 Dönsk króna 1,1269 1,1303 1,2433 1 Norskkróna 1,4274 1,4316 1,5747 1 Sssnsk króna 1,4874 1,4917 1,6408 1 Rnnskt mark 1,8814 1,8870 2,0757 1 Franskur f ranki 1,4437 1,4479 1.5926 1 Balg.franki 0,2140 0,2148 0,2360 1 Svissn. franki 4,5217 4,5350 4,9885 ! 1 Hokanzk florina 3,3334 3,3432 3,6775 1 V.-þýzkt mark 3,6433 3,6541 4,0195 1 ilölekllra 0,00679 0,00681 0,00749 .1 Austurr. Sch. 0,5192 0,5207 0,5727 ! 1 Portug. Escudo 0,1268 0,1272 0,1399 1 Spánskur peseti 0,0852 0,0854 0,0939 1 Japanskt yen 0,03763 0,03774 0.04151 1 IrsktDund 12,931 12,967 14,265 , 8DR (sérstðk 9,5719 9,6000 j dráttarréttindl) ! 01/oa S&msvari vegna gengksskréninger 22190.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.