Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1981, Blaðsíða 33
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIDJUDAGUR 8. DESEMBER 1981.
37
FIÖLDAMORD OG PYNDINGAR ERU
ENN DAGLEGT BRAUD í EL SALVADOR
— þótt hljótt sé orðið um slíkt í f réttum segir Patricio Fuentes, sem nú er staddur hér á landi,
ásamt Svíanum Birni Tunbáck, til að kynna starfsemi mannréttindanef ndar El Salvador
Hér á landi er nú staddir tveir fulltrú-
ar mannréttindanefndar EI Salvador,
Svíinn Björn Tunbáck og Patricio
Fuentes frá E1 Salvador, til að kynna
starfsemi samtaka sinna.
— Við viljum leggja mikla áherzlu á
að samtökin eru algjörlega ópólitísk,
sagði Bjöm er blaðamaður DV hitti þá
félaga að máli.
— Það má segja að aðalmarkmiðin
séu þrjú. í fyrsta lagi berjumst við fyrir
almennum mannréttindum í landinu á
sama grundvelli og mannréttindanefnd
Sameinuðu þjóðanna gerir á alþjóða-
vettvangi. í byrjun reyndum við að
hjálpa póiitískum föngum og fjölskyld-
um þeirra en það er nú þýðingarlaust.
Júntan komst nefnilega fljótlega að
þeirri niðurstöiu að það er mun ódýr-
ara að drepa fólk en taka það til fanga.
Afleiðingin er sú að nú sitja aðeins 212
pólitískir fangar í fangelsum í E1 Salva-
dor, allir aðrir hafa veriðdrepnir.
— í öðru lagi leggjum við áherslu á
að dreifa upplýsingum um hið sanna
ástand í landinu. Stjórnarandstaðan
þar á sér ekki lengur neitt málgagn eftir
herferð júntunnar á hendur blaði henn-
ar, E1 Independiente, en þá voru blaða-
menn myrtir og ritstjóranum vísað úr
landi. Og alþjóða fréttastofur gefa yfir-
leitt mjög litaða mynd af ástandinu eða
þá að þær blátt áfram þegja um það.
60—65 venjulegir borgarar
eru myrtir á sólarhring í El
Salvador
— í E1 Salvador eru 60—65 manns
myrtir á sólarhring og mannréttinda-
nefndin veitir alla þá hjálp sem hún get-
ur til að bera kennsl á líkin og koma
þeim til grafar. Það er mjög mikilvægt
að bera kennsl á líkin því með því móti
getum við sannað að hér er ekki um
neina andófsmenn að ræða eins og
stjórnin vill halda fram heldur ósköp
venjulega borgara, menn, konur og
börn. Enda er allt gert til að koma í veg
fyrir að hægt sé að þekkja líkin. Um
tíma var sýru skvett á þau til að gera
þau óþek kjanleg.
Eftir að mannréttindanefndin skarst
í leikinn var hætt að nota sýruna en
höfuð og hendur höggvin af líkunum í
staðinn. — Okkur hefur lika tekizt að
finna sannanir fyrir því að Bandaríkin
hafa sent herstjórninni eiturefni til
notkunar því við höfum fundið dósir
undan slíku með bandarískum fram-
leiðslumerkjum. Og eiturefni eru notuð
í stórum stíl, eins og t.d. napalm og
hvítur fosfór. Það stðarnefnda er hæg-
drepandi eitur og fyrstu einkennin þau
að fólk fær áköf uppköst.
Ofbeldisþriliyrningur
— í þriðja lagi er það svo flótta-
mannahjálpin en í október stofnuðum
við til sérstakrar herferðar henni til
framdráttar og stendur hún yfir til 15.
marz 1982.
— Rúmlega hálf milljón manna hef-
ur flúið landið undan morðum og
pyndingum.
Hafa þeir aðallega safnazt saman í
Mexico, Honduras, Nicaragua, Costa
Rica, Guatemala og Belice. Verst er
ástandið i Guatemala og Honduras en
þessi tvö ríki hafa komizt að hernaðar-
legu samkomulagi við E1 Salvador sem
leyfir her E1 Salvador að ráðast að vild
á flóttamannabúðirnar og myrða og
pynda. Við köllum þessi þrjú lönd of-
beldisþríhyrninginn.
— Flóttamennirnir búa við hræðileg
skilyrði en kannski eru það börnin sem
líða mest við aðstæður sem einkennast
af næringarskorti, sjúkdómum auk
annarra hörmunga. Og við viljum
hjálpa þessu fólki eftir beztu getu, m.a.
með fjársöfnun.
— Mannréttindanefndinni var kom-
ið á laggirnar árið 1978 og gátu fulltrú-
ar hennar 'í fyrstu starfað opinberlega í
E1 Salvador. En eftir að skrifstofan í
San Salvador var sprengd í loft upp og
tveir meðlimir samtakanna drepnir
höfum við orðið að vinna neðanjarðar
þar í landi. En við reynum að vekja sem
mesta athygli á starfsemi okkar á al-
þjóðavettvangi og höfum m.a. komið
upp eigin fréttaþjónustu, AlS-Press.
Var viðstaddur morðið á
Romero erkibiskupi
— Ég byrjaði að starfa fyrir mannrétt-
indanefndina árið ’79 of ferðaðist þá um
land mitt með einum Svía, sagði
Patricio Fuentes, er við spurðum hann
um persónulega reynslu hans af ástand-
inu i San Salvador. — Og við urðum
vitni bæði að fjöldamorðum og pynd-
ingum sem yrði alltof langt mál að
„Svona leit kennslukonan út er ég kom að henni i likhúsinu en á meðan við skruppum
eftir bil var búið að misþyrma andlitinu svo likið yrði óþekkjanlegL”
„Á meoan herlögreglan notaði sýruna var þetta algeng sjón á gótum San Salvador á
morgnana.”
ræða um í einu viðtali. Mér er þó
kannski minnisstæðast er ég var sendur
í líkhús til að sækja þar lík ungrar
kennslukonu sem ég hafði setið fundi
með skömmu áður en herlögreglan
réðst inn í skólann sem hún kenndi við
og myrti hana og hálfan bekkinn. Við
fundum hana auðveldlega á meðal at.n-
arra líka, en á meðan við skruppum frá
til að sækja bíl hafði andliti hennar
verið misþyrmt svo að hún var orðin
óþekkjanleg.
— Ég var einnig viðstaddur morðið á
Romero erkibiskupi 24. marz 1980.
Það var framið í lítilli kapellu rétt hjá
heimili hans en ekki 1 dómkrikjunni
eins og fréttir sögðu. Hann var að
halda minningarathöfn um móður góðs
vinar síns er hann var skotinn við altar-
ið. Kirkjan var troðfull af fólki og
þetta gerðist svo snöggt að enginn fékk
áttað sig fyrr en morðinginn var slopp-
in út.
— Það var þá þegar búið að vísa mér
úr landi, mér var gefið 70 tíma landvist-
arleyfi í Nicaragua en þurfti svo aftur
að skipta um flugvél í San Salvador á
leið minni til Madrid. Ég notaði bið-
tímann eftir vél til að snæða hádegis-
verð með erkibiskupnum og var síðan
viðstaddur minningaratholnma.
Frjálsar kosningar eru bara
blekking
— En er engan endi að sjá á of-
beldisverkunum í E1 Salvador. Samtök
alþýðu, FDR (demókratíska byltingar-
hreyfingin), hefur boðið júntunni upp
á samningaviðræður en júntan setur
slík skilyrði fyrir þeim að ólíklegl er að
úr þeim verði. M.a. heimta þeir að
Frelsissamtök Farabundo Martí,
FMLN, sem standa fyrir skæruhern-
aði, leggi niður vopn á meðan og það
þora þeir ekki að gera af ótta við svik.
Patricio Fuentes og Björn Tunbáck
Og Bandaríkin hafa engan áhuga á að
leysa málið. Þeim er mikið í mun að
eiga ítök i E1 Salvador vegna legu
landsins í Mið-Ameríku og júntan er
þeim hliðholl.
— Að vísu hefur verið boðað til
(Mynd: F.inar).
kosninga í landinu 4. marz 1982 en þær
kosningar eru aðeins yfirskin. Júntan
hefur meira að segja gengið svo langt
að stofna til 10 nýrra „flokka” nú síð-
asta mánuðinn til að láta líta svo út sem
kosningarséu frjálsar. JÞ
HÚSGÖGN FYRIR BÖRN
0G FULL0RÐNA
eftir okkar f yrirmynd eða ykkar
LYSTADÚNVERKSMKUAN
Dugguvogi 8—10 sími 84655