Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1981. 9 Útlönd Útlönd KGB BRAUZTINN HJÁ SJÓBSTJÓRA SOLZHENITSYNS Tekinn listi með nöfnum 700 styrkþega Útlegðarskáldið Alexander Solzhenitsyn sagði í gær að hann hefði fregnað að sovézka leynilögreglan hefði brotizt inn á heimili í Moskvu og lagt hald á lista yfir 700 pólitíska fanga sem hann hefur veitt fjárhags- aðstoð. Solzhenitsyn sagði blaðamönnum að KGB-lögreglan hefði í síðasta mánuði brotizt inn hjá Sergei Khodorovich, sem hafði haft milligöngu um að útbýta peningunum, og tekið frá honum ítarlega lista yfir fangana og börn þeirra. Það var í apríl 1974, tveim mánuðum eftir að hann var gerður út- Jægur frá Sovétríkjunum, sem nóbels- skáldið stofnaði hjálparsjóð sinn fyrir ofsótta Rússa. í hann renna ailar tekjur skáldsins af metsölubók hans „Gulag-eyjaklasinn, sem er frásögn af fangahúðavist í sovézkum þræla- búðum. Khodorovich hefur tvívegis skýrt frá þvi á síðasta einu og hálfu ári að honum hafi verið hótað dauða og bjóst hann á hverri stundu við að verða handtekinn. Solzhenitsyn, sem býr á óðali í Cavendish í Vermon, segir að innbrotið hafi átt sér stað 24. nóvember, eftir því sem hann hefur frétt. En það var sama daginn og Brezhnev forseti Sovét- rikjanna fór í heimsóknina til Vestur- Þýzkalands. Ekki er vitað hvort annar listi var til yfir 'styrkþegana úr sjóðnum en þó gengið út frá því sem vísu. Solzhenitsyn: Hann er viss um að hér haB KGB verið að verki. Byggingavörur H Timbur • Flísar • Hreinlætistæki • Blöndunartæki • Gólfdúkar • Málningarvörur • Verkfæri • Baöteppi • Baðhengi og mottur • Harðviður • Spónn • Spónaplötur • Viðarþiljur • Einangrun • Þakjárn • Saumur • Fittings Ótrúlega hagstæðir greiðsluskilmálar allt niður í 20% útborgun og eftirstöðvar allt að níu mánuðum Við höfum flutt okkur um set, að Hringbraut 119, aðkeyrsla frá Framnesvegi eða inngangur úr Fatadeild JL-hússins * Opið fimmtudaga til kl. 20, föstudaga tií kl. 22 og laugardaga kl. 9 til 12 ATH.: Við opnum kl. 8 á morgnana — nema laugardaga kl. 9 — Wm BYGGlWGMÖRURl Danskur morðingi á f lótta f Guyana — myrti vinstúlku sína og 12 ára gamlan bróðir hennar O! aukum ORW'. I \/PTRAPAKSTRj, notum ökuuósin allan CLiSi ARHRINGINN. FEBB. Finn Robert Mortensen, sem danska lögreglan hefur leitað mest að — og reynt að fá framseldan frá Guyana, hefur tapað málþófi sínu fyrir dómstól- um Guyana. Hann hafði sloppið úr fangelsi þar sem hann afplánaði lífstíðardóm fyrir morð á vinstúlku sinni sem neitað hafði að giftast honum. Hann var einnig dæmdur fyrir að myrða 12 ára gamlan bróður hennar, sem var sjónarvottur að morðinu. Mortensen komst til Guyana, þar sem danska lögreglan hafði þó uppi á honum. Var hann þá genginn í hjóna- band með þarlendri stúlku, sem slaðið hefur fyrir málarekstrinum er tafið hefur framsal hans. Hún krafðist þess að honum yrði sleppt úr gæzlu því að handtaka hans væri ólögleg. Rændu þrem flugvélum íeinu Þrjár Venezúela-farþegaþotur með 160 farþega innanborðs eru nú lentar í Honduras og Guatemala. Lentu tvær í Honduras. Þeim var öllum þrem rænt í flugi yfir Venezúela í gær en ræningjarnir, sem eru tólf talsins og allir vopnaðir hríð- skotabyssum og handsprengjum, hafa ekki enn sett fram neinar kröfur eða látið uppi hvað fyrir þeim vakir. Neyddu þeir flugstjórana til þess að lenda fyrst i Kólombíu þar sem þeir leyfðu 90 af farþegunum að fara frá borði. Höfðu þeir 9 stunda viðkomu þar og voru eldsneytisgeymar vélanna fylltir og býtibúrin fyllt að nýju. Ekki er vitað hverrar þjóðar flug- ræningjarnir eru. Dómstólar hafa nú úrskurðað að handtakan hafi verið lögmæt. Morten- sen komst inn í landið á fölsku vega- bréfi. Var talið eðlilegt að Mortensen yrði hafður í haldi þar til honum yrði vísað úr landi. GOÐAR ^UPPSKRIFTIRo Súkkulaðidrykkir Krem fyrir tertur og kökur °MEÐ MÓNU TERTCl HJCÍP 1 1. I líter mjólk 100 |r. tertu-hjúpur, dökkur Hitað saman, gott að láta aðeins sjóða, einnig má drýgja mjólkina með vatni, salt eftir smekk. 2. I líter mjólk 150 gr. tertu-hjúpur, dökkur Hitað á sama hátt og no. 1, en þeyttur rjómi borinn með, eða látinn í hvern bolla. Bræðið TERTU HJÚP við vægan hita og hrærið stöðugt í á meðan. (Ekki er nauðsyn- legt að nota vatnsbað). SÚKKULÍKI 1. 100 gr. smjör 100 gr. tertu-hjúpur brætt og kælt. 4 eggjarauður hrærðar út í, ein í einu og 60 gr. flórsykur, hrært vel, má þeyta. 2. I00.gr tertu-hjúpur 2 eggjarauður 2 matsk. rjómi 2 matsk. flórsykur Eggjarauður og flórsykur þeytt saman, bráðnum tertuhjúpi og rjóma bætt út í. Súkkulaðibráð. 100 gr. tertu-hjúpur. Brætt varlega, hrært stöðugt í, síðan er I matskeið af smjöri (mjúku) hrært saman við (má vera meira), látið volgt á kökuna. Skreytikrem. 100 gr. tertu-hjúpur. Brætt við vægan hita, síðan er 1/4 teskeið af vatni hrært vel saman við. Síðan er þetta látið í sprautu eða sprautupoka, og er þá tilbúið til skreyt- inga, látið ekki bíða. mona SÆLGÆTISGERO STAKKAHRAUNI 1 HAFNARFIRÐI SfMI 50300 - 50302

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.