Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1981, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1981, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1981. frjálst, áhóð daghlað Útgófufólag: Frjáls fjölmlðlun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. EyjóMsson. Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Hörður Einarsson. Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Ellert B. Schram. Aðstoðarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Auglýsingastjórar: Páll Stafánsson og Ingólfur P. Steinsson. Ritstjóm: Slðumúla 12—14. Auglýsingar: Slðumúla 8. Afgreiðsla, áskríftir, smáauglýsingar, skrrfstofa: Þverholti 11. Skni 27022. Skni ritstjómar 88811. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Áskríftarverð á mánuði 100 kr. Verð i lausasöiu 7 kr. Helgarblað 10 kr. Vemd gegn glæpum Fréttin um líkamsárásina á fímmtán ára gamla stúlku hefur vakið óhug. Hrottalegar aðfarir árásar- mannsins eru með því ljótasta sem lögreglan hefur haft afskipti af. Augljóst er að maðurinn er haldinn kvala- losta og enn er ekki séð fyrir um afleiðingar þessa at- burðar fyrir hina ungu stúlku. Upplýst er að hér var á ferðinni síbrotamaður sem margoft áður hefur gerst sekur um auðgunarbrot, líkamsárásir og annað refsivert athæfi. Fyrir aðeins hálfum mánuði gisti hann fangageymslur vegna líkamsárása, þar sem hann beitti eggvopnum gegn ung- um stúlkum. Afbrotahneigð og geðveilur þessa ógæfu- manns lágu fyrir og voru kunnugar þeim sem með af- brotamálum fylgjast. Slíkur maður er hættulegur um- hverfi sínu og samborgurum og á að geymast á bak við lás og slá. Sem betur fer heyra slíkir menn til undan- tekninga, en því hægara er lögregluyfirvöldum um vik að einangra þá. En hversvegna er það ekki gert? Hversvegna þarf alltaf að bíða eftir stórslysum, hversvegna þurfa sak- lausir borgarar að gjalda fyrir með lífi sínu og sálar- heill áður en brunnurinn er byrgður? Að undanförnu hefur farið fram umræða um fanga- mál á íslandi. Sú umræða hefur öll verið á pann veginn að draga taum fanga. Sagt er að þeir sæti illri og ómannúðlegri meðferð og dregnar eru upp dramatísk- ar lýsingar um mannvonsku réttarkerfisins gagnvart þeim ólánsömu mönnum, sem afplána refisdóma. Því hefur jafnvel verið haldið fram, að fangelsun sé úrelt aðferð sem hegning og þjóðfélagið eigi að leita annarra leiða, ,,manneskjulegri og réttlátari”. Hér er gjarnan ruglað saman tveim hlutum. Eitt er að refsa mönnum fyrir afbrot, annað er að gera þá að betri þjóðfélagsþegnum og afstýra áframhaldandi glæpum af þeirra hálfu. Vissulega á að gera mun á minniháttar afbrotum og alvarlegri glæpum. Afbrot, framið í örvæntingu eða stundarörvinglan, er ekki það sama og þegar forhertur sakamaður drýgir glæp marg- endurtekið og að yfirlögðu ráði. Líkamsmeiðingar verða ekki dæmdar með sama hætti, þegar um er að ræða óviljaverk í ölæði eða grimmdarlega árás geð- sjúklings. Óharðnaður unglingur sem lent hefur á glap- stigum, á ekki að lenda innan um samviskulausa saka- menn, og að því leyti er það brýnt mál að gera úrbæt- ur á fangelsismálum. Undir engum kringumstæðum eiga fangar að sæta pyndingum af hálfu fangavarða og vitaskuld eiga dóms- og lögregluyfirvöld að haga með- ferð sinni á afbrotamönnum þannig, að von sé til þess, að þeir geti orðið að betri mönnum, þegar fangelsisvist lýkur. Það breytir hinsvegar ekki þeirri staðreynd, að þjóð- félagið á kröfu til þess, að einstaklingar, sem sannan- lega eru hættulegir umhverfí sínu, eru ólæknandi geð- sjúklingar, haldnir kvalalosta eða árásarhneigð, séu einangraðir. Saklaust fólk á að geta verið óhult fyrir slíkum mönnum. í litlu samfélagi sem okkar, þar sem löggæsla er í lágmarki og sakamál fáheyrð, er almenningur óvarinn og grandalaus gagnvart afbrota- og árásarmönnum. Ung stúlka kann ekki að varast tálbeitu og lævíst vina- hót ókunnugs manns. Saklaus borgari veit ekki um geðbilun eða fyrri ódæði síbrotamannsins. En það veit lögreglan og dómsmálayfirvöld, og þau eiga ekki að hika við að taka slíka menn úr umferð, verja samfélag- ið fyrir lifshættulegum árásum þeirra. Umburðarlyndi gagnvart glæpum eru takmörk sett. ebs. Hvers vegna kvenna- framboð? Fyrirhugað sérframboð kvenna til bæjarstjórnarkosninga á komandi vori hefur vakið býsna mikla athygli og umræðu, jafnvel virðist gæta ótta hjá stjórnmálaflokkum. Það er kannski að vonum. Kvenvargar hafa aldrei þótt skemmtilegir viðureignar. Mig langar að hugleiða hver muni í raun vera ástæðan til þess að konum skuli detta þetta í hug. Eftir því sem ég hugsa meira um þessi mál finnst mér að orsakirnar séu fyrst og fremst þjóðfélagslegar og þá ekki síst ríkj- andi launakerfi i landinu. Jafnrétti allra þegna er fyrir nokk- uð löngu orðið landslög. En það vita allir sem hafa opin augu og huga, að svo er ekki í raun. í landinu starfa öflug verkalýðs- félög (undir forustu karla að miklum meiri hluta). Samband þeirra er ASÍ sem hefir forustu um aðalkjarasamn- inga. Þegar kaupsamningar eru í brennidepli opnar varla nokkur mað- Hólmf ríður Jónsdóttir ur svo munn í fjölmiðlum, að manni finnist ekki að kjör hinna lægst laun- uðu séu í raun hans hjartans mál. Er þetta þá ekki fyrir löngu komið í lag? Meðaltekjur verkamanna eftir skatt- skýrslum hafa verið reiknaðar út og eru þær furðu háar. En ef 8 stunda vinnudagur er tekinn inn i dæmið kemur fram skekkja. Skýringin er fyrir hendi, þ.e. eftir- og næturvinna. Ef auglýst er eftir verkafólki veiða at- vinnurekendur betur ef tekið er fram að um mikla eftir- og næturvinnu sé að ræða. Nú í haust hafa komið fram kröfur um að fella eftirvinnu niður í áföngum, en við taki næturvinnu- taxti að lokinni dagvinnu. Þetta er spor í rétta átt. Mig minnir að eitt- hvað heyrðist um það frá frystihúsa- eigendum hér um árið, þegar yfir- vinnubann var í gildi, að afköst fólksins hefðu ekki minnkað í réttu hlutfalli við styttri vinnutíma. Skilar verkafólkið ekki betri afköstum óþreytt en á 12ta eða 14nda vinnu- tíma? Vörður um fom bókmenntir Grikkinn Zorba og Útlaginn Undanfarið hafa farið fram sýn- ingar á tveim kvikmyndum, sem hvor á sinn hátt tengja fornöldina við nú- timann. Þetta eru myndirnar Grikk- inn Zorba, og hin íslenska mynd, Út- laginn. Er því fróðlegt að bera þær saman í þessu tilliti. íslendingum er stundum líkt við Grikki að því leyti að hvorir tveggja eru þjóðir sem lifa í nánum tengslum við menningararf sinnar gullaldar. Báðar standa vörð um fombók- menntir síns heimshluta, og kapp- kosta að halda honum Iifandi í list- sköpun nútímans. Gullaldardýrkandinn Kazantzakis Myndin Grikkinn Zorba er gerð eftir samnefndri skáldsögu gríska stórskáldsins Nikos Kazantzakis. Kazantzakis er frægur fyrir að reyna vísvitandi að brúa bilið milli nútíðar Grikkja og fortíðar. Virtasta verk hans er söguljóðið Ódysseifskviða, sem er nokkurs konar nútímalegt framhald af Ódysseifskviðu Hómers, en líkir þó mjög eftir klassískri mynd- rænu og frásagnaranda. Bæði Ódysseifur Kazantzakis og Zorba eiga það sameiginlegt að vera öfgafull dæmi um hinn úthverfa at- hafnamann, sem kemst í snertingu við allt hið dýpsta í lífinu öðru hverju, samfara drykkju og dansi. Kvikmyndin Grikkinn Zorba fjall- ar um menntamann sem kemur til ættarstöðva sinna, eynnar Krítar. Þar kynnist hann óhemju lífsglöðum manni, Zorba. Sagan fjallar síðan um hvernig Zorba lifir, elskar og dansar, án þess að láta almennings- álitið eða jafnvel ellina og dauðann buga sig. Grikkinn Zorba er frægasta per- sónan af sinni tegund í heimsbók- menntunum: Persóna hins úthverfa athafnamanns, sem skákar andstæðu sinni, hinum innhverfa mennta- manni, með því að komast í betri snertingu við tilveruna án milligöngu bóka. Zorba: Sannur Grikki? Það er ekki síst fyrir tilverknað Anthony Quinn, sem leikur Zorba, að myndin er svo fræg, enda er það hans frægasta hlutverk, og passar best við hans sviðsmynd. Til dæmis er Zorba einhvers staðar í bókinni lýst sem manni með „stór, loðin eyru”, semsagt klunnalegum manni, en jarðneskum í tilfinningum. Þetta lýsir einnig Anthony Quinn. Áður en myndin fór sigurför um heiminn, á seinni hluta sjöunda ára- tugarins, hafði skáldsagan sam- nefnda orðið nokkuð vinsæl. Kazantzakis fór reyndar ekki að skrifa skáldsögur fyrr en á elliárun- um, en þangað til hafði hann skrifað ljóð og ritgerðir. Þó reyndust skáld- sögur hans hver annarri betri, og nokkrar þeirra fóru sigurför um heiminn, og hafa verið þýddar á ís- lensku, svosem sagan Frelsið eða dauðann, sem fjallar um baráttu Krítverj a gegn Ty rk jum. Lífsskoðun Kazantzakis sem fram kemur í Zorba, sótti hann til heim- speki Nietszche á háskólaárunum sín- um í Vestur-Evrópu um síðustu alda- mót. Það er því ekki rétt sem mörg- um hefur f'undist, nefnilega að Zorba hljóti að vera hinn dæmigerði Grikki. Ég var sjálfur haldinn þessum mis- skilningi, og ekki bætti úr skák að ég hitti marga Grikki erlendis sem héldu því sama fram. Tyrki einn benti mér aftur á móti á að Zorba er ekki einu sinni griskt nafn, heldur tyrkneskt, og þýðir „baráttumaðurinn”, eða sá sem býður almenningsálitinu byrg- inn. Zorba á einmitt að vera nokkurs konar andstæða þess sem Grikkir eiga að vera í þjóðareðli sínu. En þó má sjá ýmislegt í myndinni sem minn- ir á hefðbundna gríska menningu. Það er fyrst að nefna hræðsiuna við ellina og dauðann, og vantrú á paradís, sem leiðir til nokkurs konar örvæntingarfullrar lífsgleði í núinu. Það er þessi undirtónn sem gerir dans Zorba svo átakanlegan. í nokkur andartök getur hann þannig gleymt sér, hafið sig yfir hversdagsleikann, og verið eins og ódauðlegur stríðs- guð. Dansinn gefur honum þannig kraft til að horfast í augu við veru- leikann. Tónlist Theodorakis Tónlistin úr myndinni er einnig löngu orðin heimsfræg, jafnt sem al- þjóðleg partýtónlist og sem auglýsing fyrir Grikkland. Hún er eftir fræg- asta tónskáld Grikkja, Mikis Theodorakis, sem hefur auk dægur- laga einnig gert tónlist við kvikmynd- ir eftir forn-grískum harmleikjum. Tónlist hans passar vel við sltkar myndir: Annars vegar er hún svo stíl- fögur og hrein og þróttmikil, að hún virðist lýsa hugsjónum manna. í hina ^ „íslendingum er stundum líkt við Grikki aö því leyti, aö hvorir tveggja eru þjóðir, sem lifa í nánum tengslum við menningararf sinnar gullaidar,” segir Tryggvi V. Líndal og fjallar um boðskap tveggja kvikmynda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.