Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1981, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1981, Síða 6
6 Spurningin Ertu myrkfælinn? Gréla Hermannsdóllir: Nei, ekki eins og er, en vei má vera að ég hafi verið myrkfælin á mínum yngri árum. Hrefna Hauksdótlir: Nei, en það kemur stundum fyrir. Sigríður Slefánsdóttir: Nei, og ég hef aldrei verið myrkfælin. Ég kann bara vel við mig í myrkrinu. Jóhanna Stefánsdótlir: Nei, ekkert æðislega. Sigrún Hrafnsdóttir: Já, ég held að það megi segja að ég sé frekar myrkfælin. En þaðtfer eftir aðstæðum hverju sinni. ívar Björnsson: Nei, ég hef aldrei verið myrkfælinn. Ég veit ekki einu sinni hvað þaðer. DAGBLAÐID&VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1981. Lesendur Lesendur Lesendur Lesen Vegna Svarthöfðagreinar: „BÆÐISTÓRVELDIN LÖGD AÐ JÖFNU” leggja spámannsstarfið á hilluna. Nú vill svo til að við undirrituð vorum þátttakendur á hátíð þessari sem þú hefur að öllum líkindum hlustað á eftir að þú skrifaðir greinina. Ef svo er, þá hefur þú sjálf- stigt tekið eftir því að í þeirri umræðu sem þar átti sér stað voru bæði stór- veldin lögð að jöfnu. Reyndar var rík áherzla lögð á það, af aðstandendum hátíðarinnar, að þessi umfjöllun yrði laus við alla hleypidóma og falska dýrkun á einum aðila öðrum fremur. Þúgefuriskyn að við vinstrimenn HÍ föllum undir það sem í daglegu tali kallast Rússadindill. Hvað þú hefur fyrir þér í því, Svarthöfði góður, liggur ekki ljóst fyrir. Hins vegar getum við tekið undir ýmislegt sem þú og fleiri hafa sagt um sovézka skrifræðið og eins það að framgangur sovézku byltingarinnar hafi ekki tekizt sem skyldi. Þvi verður þó ekki neitað að vinnubrögð þín minna óneitanlega á vinnubrögð þau sem fyrrnefnt stjórnarfar hefur verið gagnrýnt fyrir. Það var okkur því hryggðarefni, kæri Svarthöfði, að sjá hvernig þú kaust að fjalla um málefni stúdenta á fullveldishátíðinni. Við höfum líka trú á menntunarmætti lífsins og við hefðum því álitið að menn sem skrifa undir þeim merkjum, væru tiitölulega lausir við slíka hleypidóma sem þú virðist vera uppfullur af. En ekki er öll nótt úti enn. Við vonum í fyllstu einlægni að ganga þín í skóla lífsins eigi eftir að bera meira úr býtum hér eftir en hingað til. Ólína Þorvarðardóttir, Sigurður Pétursson, Birna Baldursdóttir og Gerður Stefánsdóttir skrifa: Kæri Svarthöfði! Við höfum lesið grein þína sem birtist í Dagblaðinu og Vísi miðvikud. 2. des. og því tilefni skrifum við þér þetta bréf. Fram til þessa hefur það tíðkast meðal gagnrýnenda að skoða vel og reyna þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru hverju sinni áður en dómur er felldur. En þetta eru sennilega úrelt vinnubrögð þeirra sem ekki hafa öðlast þann þroska „sem kemur með aldri (og) stendur allri menntun ofar, eins og hún er stunduð I dag,” eins og þú kemst sjálfur að orði. Þetta eru sennilega „bláeygir sakleýsingar” sem enn hafa ekki tekið upp ,,ný og betri” vinnubrögð á borð við þau, að fela sig á bak við dulnefni, atandi menn og máiefni auri úr myrkum skúmaskotum. I umræddri grein segir þú orðrétt: „Þótt háskólahátíðinni hafi ekki verið útvarpað þegar þetta er skrifað, er spáin sú, að kjarnorkan verði öll skrifuð á Bandaríkin en friðurinn á Sovétríkin.” Kæri spámaður, við verðum að hryggja þig með því að þessi spá reyndist alröng. Við ráðleggjum þér því eindregið að fálma ekki út í þessa hluti á jafnröngum forsendum og þú hefur byggt á. Reyndar ættir þú að Stúdentar minntust fullveldisdagsins, 1 stóratburð á landsmælikvarða væri að . desember, með samkomu i Háskólabiói „og var henni útvarpað eins og um ræða,” sagði Svarthöfði m.a. daginn eftir i pistili er bréfritarar vitna til. Síðbúið svarbréf: NÍD VAR UPPISTADA RITSMÍÐARINNAR Rósa B. Blöndals skrifar: Nokkuð er nú langt um liðið síðan mér barst frétt af grein sem kom í Vísi i sumar og kölluð var: Brauðlausir prestar. Þótt varla sé hægt að virða þann mann svars sem lætur ekki nafn sitt fylgja níðinu, sem var uppistaða rit- smíðarinnar, þá á hann ekki skilið að við því séþagað. Bæði var greinin óverðskulduð ádeila á forseta vorn fyrir móttökur að Bessastöðum og ekki síður móðgun við prestana, sem boðið þágu, að koma með opinbert van- þakklæti fyrir þeirra hönd. — Það er ekki góð blaðamennska að taka slíka grein til birtingar af einhverjum nafnlausum manni. Greinarhöfundur lætur að því liggja að það hafi valdið prestum nokkrum vonbrigðum að ekki voru hafðar vínveitingar um hönd á Bessastöðum rétt fyrir biskups- messu og altarisgöngu. í sama máta á ekki að hafa verið nóg af brauði með þeim drykk sem veittur var. Ég varð ekki vör við brauðskortinn. En hafi einhverjir komið svo seint, að eigi væri nóg brauð handa þeim, þá ættu þeir að hugsa út í það að þjóðhöfðingjar eru ekki sjálfir i eldhúsinu þegar þeri halda veizlu. — Veizluföngin hafa aðrir með höndum. — En eins og áður sagði, varð ég þess ekki vör, að neitt skorti í því ágæta heimboði. Greinarhöfundur dylgjar um að margir prestar hafi skilið bíla sina eftir við Háskólann og stigið þar upp í rútur til þess að þurfa ekki að neita sér um vín á Bessastöðum. Ástæðan fyrir því var einfaldlega sú að öngþveiti hefði myndazt á hlaði Bessastaða ef þar hefðu mætt á annað hundrað bílar í einu. Þá vil ég sér í lagi geta þess hvað mér þótti vænt um að forsetinn sýndi gestum sinum að hægt er að hafa Ijúffengan ávaxtadrykk á borðum með sama sniði eins og þegar vín er veitt með smábrauðum, þegar tekið er á móti miklum mannfjölda. Sökum annríkis hefur ekki orðið úr því fyrr hjá mér að svara hinni óverðskulduðu vanþakklætisgrein sem nafnlaus maður setti í blað. Vona að einhver prestur hafi mót- mælt ádeilunni þó það hafi ekki komið mér fyrir sjónir. En að þessu tilefni gefnu langar mig til að senda forseta vorum innilegar þakkir fyrir sérstaklega skemmtilega stund á Bessastöðum. Móttökur þjóðhöfðingja vors voru einstaklega yndislegar. Bæði viðtökur hennar og þátttaka í biskupsmessu með okkur í sinni heimakirkju voru þakklætis- og gleðiefni. Stundina á heimili forseta geymum við í glaðri minningu. Ég sendi forseta vorum hugheilar óskir um heillaríkt starf. Rósa B. Blöndals sendir forsetanum, Vigdfsi Finnbogadóttur, hugheilar óskir um heiilarikt starf og kveðst geyma stund á Bessastöðum i glaðrí minningu. DV-mynd: Einar Ólason. Fyrirspurn til borgarstjóra ;r«ttrbotnlanga Árni Jón Jóhannsson hringdi: Mig langar til þess að beina þeim fyrirspurnum til borgarstjórans í Reykjavík, Egils Skúla Ingibergs- sonar, hver hafi tekið ákvörðun um lagningu þessa vegaspotta, sem kallast Gufunesvegur, og hvað kostar þessi vegalagning okkur borg- arbúa? Við þennan vegarspotta standa aðeins 4 bráðabirgðahús, sem voru reist sem vinnuskúrar vegna bygging- ar Áburðarverksmiðjunnar fyrir einum 25—30 árum síðan. Borgarverkfræðingurinn i Reykja- vík, Þórður Þ. Þorbjarnarson, svarar þessari fyrirspurn: „Spurt er, hver beri ábyrgð á gerð á gerð Gufunesvegarins þar sem standa „4 bráðabirgðahús sem reist voru sem vinnuskúrar.” Ennfremur hvað þessi vegalagning hafi kostar. í daglegu tali er Gufunesvegurinn sá vegur sem liggur frá Vesturlands- vegi. fyrir botn Grafarvogs og að Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Hins vegar gefur fyrirspurnin ástæðu til að ætla að hér sé spurt um veg sem lagður var á árinu 1980 að 4 íbúðarhúsum, sem standa austanvert við Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi og ennfremur að eignarlóð fyrir- tækisins Hydrol hf„ en sú lóð er norður og austur af lóð Áburðar- verksmiðjunnar á Gufunesi. Vegalagning þessi kostaði á árinu 1980 38,584 millj.gkr. Nokkurs misskilnings gætir í fyrirspurninni þegar fullyrt er að vegurinn liggi að 4 bráðabirgða- húsum sem reist hafi verið sem vinnuskúrar. Hið rétta er að hér er um að ræða 4 íbúðarhús sem reist voru til frambúðar fyrir starfsmenn verksmiðjunnar. Hús þessi eru hins vegar ekki lengur í eigu Áburðarverk- smiðjunnar heldur eiga starfsmenn verksmiðjunnar húsin. Að lokum skal upplýst að ræsi var lagt í umræddan veg og að í þessari vegalagningu felst lágmarks þjónusta sem Reykjavíkurborg veitir lóðarhöfum almennt.” -FB.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.