Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1981, Page 12
12
DAGBLAÐ1Ð& VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1981.
Önnumst kaup og sölu allra almennra
veðskuldabréfa og ennfremur vöruvíxla.
Getum ávallt bætt við kaupendum á við-
skiptaskrá okkar.
Góð þjónusta. — Reynið viðskiptin.
[X]
VenllH'éfa -
áUaiiuHliiriiiii
Nýja húsinu OBBI
v/Lækjartorg. ^ “ “ “
HefUbekkir
Lengd 130 cm, 170 cm og 212 cm
fyrirUgaiandi.
Lárus Jónsson hf.
Laugarnesvegi59 Rvík
Simi37189.
Kvennadeild
Reykjavíkurdeildar RKÍ
Afmælis- og jólafundur deildarinnar verður haldinn
Qmmtudaginn 10. desember 1981. Fundurinn hefst
með jólahugvekju í Neskirkju kl. 18.30.
Síðan verður kvöldverður framreiddur I Átthagasal
Hótel Sögu.
Skemmtiatriði. Þátttaka tilkynnist í siðasta lagi fyrir
kl. 16 miðvikudaginn 9. desember 1981. Símar
28222 og 23360.
TÖLVUR
ÞJÓNUSTA - VIÐHALD
Óskum að ráða:
skriftvélavirkja,
símvirkja og
útvarpsvirkja
Störfín eru fólgin í viðgerðum á tölvubúnaði
og skrifstofutækjum.
SKRIFSTORJTÆKNI
ARMÚLA 38,105 REYKJAVÍK
SiMI 85455, RO. BOX 272.
XEROX
Einkaumboð á íslandi.
Aukið endingu rafgeymisins með því að nota
MAXILIFE
MAXILIFE eyðir skaðlegri súlfatmyndun og held-
ur götunum í plötunum hreinum.
Auðveldar hleðslu geymisins.
Fljótvirkari.
Heldur Ijósunum björtum.
Tryggir tafarlausa rœsingu hreyfilsins jafnvel í
mestu frostum.
Eykur endingu rafgeymisins, hvort sem hann er
nýr eða gamail.
Fæst á öllum bensínstöðvum.
Neytendur Neytendur Neytend
Hjörný Fríðriksdóttir hefur kveikt á sprítttækinu og bræðir smjöríö á koparpönnunni, kryddar og hörpuskelfi
hendina. I
Áskoranlrum
uppskriftir
Hjörný Friðriksdóttir
skorar á Martein Jónsson
Stóra ástin hans Birtings í sögu
Voltaire var hún Kúnígúnd, aðals-
mannsdóttirin sem í augum Birtings
var fallegust og göfugust allra. Margur
lesandi sem lesið hefur sögu Voltaire í
frábærri þýðingu Halldórs Laxness
hefur tekið miklu ástfóstri við sögu-
hetjurnar, Birting og Kúnígúnd.
Hjömý Friðriksdóttir, áskorandinn í
dag, hefur einnig tekið ástfóstri við
Kúnigúnd, þó ekki á sama hátt og
Birtingur. Hjörný er nefnilega annar
eigandi verzlunarinnar Kúnígúnd í
Hafnarstræti. Þar eru innanbúðar
ýmiss konar áhöld til matargerðar og
dágott úrval af forvitnilegu kryddi,
gott andrúmsloft til að ýta undir
áhuga Hjörnýjar á matargerðarlist-
inni. Björn Ingi Björnsson, sem
skoraði á Hjörnýju Friðriksdóttur,
hefur vitað að góð ræktun kemur úr
réttum farvegi. -ÞG.
FORRÉTTUR
Smjörsteiktur
hörpuskelfiskur
500 g hörpuskelfiskur
smjör til steikingar
hvítiauksrif, pressað
salt, pipar
Forrétturinn er lagaður að matargest-
um viðstöddum. Notað spritttæki frá
fondue-potti og koparpanna til að
steikja á. Heitt snittubrauð borið fram
með.
AÐALRÉTTUR
Hátíðaréttur
„A la Sonja"
Kryddlegið kinda-innralœri
soðið blómkúl
smjörsteiktar kartöjlur
Waldorf salat
900g innralæri
pipar
I peli þeytirjómi
450g blómkúl
Kryddlögur:
I hluti olía
I hluti ananassafi
I hluti sojasaósa
í þessum kryddlegi er kjötið látið
liggja í yfir nótt eða lágmark 5 klukku-
stundir. Rétt fyrir steikingu er kjötið
kryddað með nýmöluðum pipar og
síðan snöggsteikt á vel heitri pönnu.
Kjötstykki sett í heitan ofn í ca 10
mínútur. Á meðan að kjötið er í
ofninum er sósan löguð. Rjómanum er
hellt á pönnuna og soðið smástund.
Þar sem þeytirjóminn er mjög þykkur
finnst mér ágætt að bæta dálitlu vatni
út í. Kryddað með.
Þegar kjötið er tilbúið er það skorið
í sneiðar, raðað á fat ásamt soðnu
þlómkáli og kartöflum.
EFTIRRÉTTUR:
Vanilluís
með sólberjavíni
og þeyttum rjóma
Næsti áskorandi:
Sá er spjótin beinast að sem næsta
áskoranda er Bandaríkjamaður með
ítalskt blóð í æðum. Hann er íslenzkur
ríkisborgari og heitir Marteinn Jóns-
son. Marteinn er tannsmiður og ég hef
það frá fyrstu hendi að hans bók-
menntir eru kokkabækur og til þess að
slappa af að kveldi frá erli dagsins snýr
hann sér aé eldamennskunni.
Jólakortín þurfa að
berast næstu daga
Næstu daga væri líklega ekki vit-
laust að nota til þess að ganga frá
jólapósti til vina og vandamanna er-
lendis. Kort til meginlandsins og
Bandaríkjanna verður að senda fyrir
10. og til Kanada og annarra landa
fyrir 8. Kort til Norðurlanda mega
hins vegar bíða til 15. desember.
Póstburðargjald undir kort er mis-
jafnt. Þannig kostar 2,20 undir opið
umslag til Evrópulanda og 2,80 undir
lokað. Undir póstkort án umslags til
Bandaríkjanna kostar 2,50 en 4,90
undir kort í lokuðu umslagi. Verð til
Norðurlandanna er það sama og inn-
anlands, 2 krónur fyrir kort í opnu
umslagi og 2,30 í lokuðu.
Það liggur ekkert á jólapóstinum
innanlands ennþá. Eðvarð Sigurjóns-
son á Bögglapóststofunni sagði að
hægt væri að koma með böggla alveg
fram á síðasta dag. Það færi síðan
eftir veðri og vindum hvernig gengi
að koma þeim á milli staða.
Þorsteinn Friðjónsson á Árbæjar-
pósthúsinu sagði að opið yrði fyrir
móttöku jólakorta innanlands fram á
kvöld þann 16. desember. Þeir sem
koma með kort eftir það eiga á hættu
að þau berist ekki fyrr en eftir jól.
Eins og áður kom fram kostar 2 og
2,30 undir jólakort innanlands.
Undir böggla kostar 11 krónur fyrir
fyrsta kílóið og 14 krónur fyrir annað
og þriðja kíló.
Eðvarð sagði að mikill misbrestur
væri á því að fólk byggi almennilega
um jólabögglana. Algengt væri að
þeir væru vafðir í mjúkt bréf sem
færi í tætlur áður en pakkinn kæmist
alla leið. Bögglapóststofan mælir
með að gjafir séu settar í pappakassa
og hefur hin síðari ár selt sérstaka
kassa til að stuðla að því. Sagði
Eðvarð að ástandið hefði lagazt
A.S. skrifar:
Þá læt ég loksins verða af því að
senda inn seðil í heimilisbókhaldið.
Ég hef lengi ætlað að drífa í þessu en
aldrei komizt lengra. Ég hef haldið
heimilisbókhald af Og til en alltaf
hætt því aftur. Nú er ég staðráðin í
því að halda þessu áfram, enda er
mjög fróðlegt að sjá í hvað pening-
arnir fara. Mér finnst liðurinn annað
Akureyringur skrifar:
Mér fínnst ég skulda skýringu á
háum matarreikningi þennan mánuð
(1218 krónur á mann). Reikningurinn
er að vísu alltaf hár en þó keypti ég úr
hófi þennan mánuð. Ég keypti kjöt-
skrokka á 612 krónur og í sperðla
fyrir 293,80 og þetta gerir nú næstum
900 krónur.
Annars hef ég sundurliðað alla
matvöru sem ég hef keypt og get ekki
fundið að það sé nokkur óþarfi. Ég
bý ailtaf til kæfu og rúllupylsu heima
svo það er litið keypt af áleggi. Svo er
Iíka nokkuð oft fjölmennt í mat,
aukafólk aldrei sjaldnar en tvisvar í
viku, 2—3 í mat.
mikið eftir að þessir kassar komu.
Þeir eru til í þrem stærðum og kosta
5, 6,50 og 8 krónur. -DS.
alveg hrikalegur (13.820) enda vantar
talsvert á að endarnir nái saman hjá
okkur þrátt fyrir sparnað á öllum
sviðum. Við erum 4 í heimili. Tekin
voru 10 slátur og 2 skrokkar en mat-
arliðurinn er þó ekki hærri (833
krónur) enda sparað og sparað. Við
borðum mikið fisk og fáum hann oft
ódýrt.
Liðurinn annað hljóðar upp á
12574,90 þar af útsvar og þinggjöld
5404,00. Ánnað er bensín, simi, hita-
veita, dekk, tóbak, gjafir og fleira
sem ég sundurliða ekki nánar.
Svar:
Eitt í þessu bréfi vekur sérstaka at-
hygli mína. Það er að Akureyringur
segist hafa keypt efni í sperðla. Ég
hélt satt að segja að enginn byggi til
sperðla (sem hér fyrir sunnan eru
kallaðir bjúgu svona yfirleitt) á
venjulegu heimili. Gaman þætti mér
að fá uppskriftina að þeim og birta
hana á síðunni.
DS
Endarnir ná ekki saman
þrátt fyrir mikinn sparnað
Býr sjálf til sperðla