Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1981. 13 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Fjögurra manha f jölskyldur með hæsta meðaltalið Útgjöldin hafa stóraukizt — frá síðasta mánuði Þá er útreikningum heimilisbók- haldsins fyrir október lokið. Það verður að segjast eins og er að óvenju fáir seðlar bárust. Kann ég þrjár hugsanlegar skýringar. Sú fyrsta er að í bréfum sem borizt hafa með seðl- unum sem komu talar fólk mikið um að þetta hafi verið dýrasti mánuður ársins og það hafi jafnvel veigrað sér við að senda seðla með svo skugga- legum tölum. Einhverjir kunna af þeim ástæðum að hafa látið það vera. Önnur skýring er sú að í verk- fallinu komu engin blöð og þar af leiðandi birtust kannski færri seðlar en vani er. Síðasta hugsanlega skýringin er síðan sú að menn hafi ekki áttað sig á að auðvitað verður haldið áfram með bókhaldið þó Dag- blaðið og Vísir hafi sameinazt. Það væri nú annað hvort. Niðurstöðutölur hafa allar hækkað og það verulega frá síðasta mánuði. Enda kemur fram í bréfum Gíf urlegur munur á milli staða Meira en f jórfaldur munur á hæsta stað og lægsta Munur á milli staða er óvenju mik- ill i þetta sinn. Þannig er hæsti staðurinn með rúmlega fjórum sinn- um hærra meðaltal en sá lægsti. Reyndar er aðeins einn seðill frá hvorum stað og eru það akkúrat hæstu og lægstu seðlarnir. Því má auðvitað segja að þetta séu ekki raun- hæfar tölur. En frá þeim stöðum sem fleiri en einn seðill bárust er meðal- talið frá 675 krónum og upp í 1692 krónur. Munurinn er því enn mikill. En í heild litur þetta þannig út: að fólk er að birgja sig upp til vetrar- ins með því að kaupa skrokka, taka slátur og jafnvel tala sumir um að hafa keypt jólamatinn. Því má búast við að næsti mánuður verið kannski eitthvað lægri. En þar sem farið er að nálgast jól er það ekki víst. Öfugt við það sem oftast hefur gerzt er kostnaður ivið hærri hjá stærri fjölskyldunum en þeim minni. Skýring kann að vera sú að litlu fjöl- skyldurnar taki kannski ekki eins mikið af slátri og kaupi ekki eins inn fyrirfram af kjöti. I heild lítur dæmið þannig út: Einstaklingur 713 tveggja manna fjölskyldur 904 þriggja manna fjölskyldur 1050 fjögurra manna fjölskyldur 1075 fimm manna fjölskyldur 1009 sex manna fjölskyldur 1036 átta manna fjölskyldur 737 Fjögurra manna fjölskyldurnar koma þannig út með hæstu tölurnar. Einstaklingurinn og átta manna fjöl- skyldan skipta hins vegar nær jafnt með sér neðsta sætinu og því sem lík- lega flestir vildu vera i. Þess ber að geta að sú fjölskyldan sem var lang- hæst í bókhaldinu í þetta sinn var eimitt fjögurra manna. Sú fjölskyld- an sem minnstu eyddi var hins vegar þriggja manna. Við vonumst svo eftir mun fleiri seðlum í uppgjöri nóvember- mánaðar. .jjg Akranes Akureyri Bolungarvík Blönduós (x) Egilsstaðir (x) Eskifjörður Hafnarfjörður Hveragerði Hella Hellissandur (x) Húsvik Höfn 1088 918 917 1117 838 1039 985 975 675 642 940 1588 I til saman6urðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi i upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og vðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nvtsamt heimilis- tæki. Sandgerði varð f þetta sinn tægstur staðanna. Mynd Hörður. Heimili 1 Nafn áskrifanda 1------------------ I Kópavogur Keflavík Mosfellssveit Raufarhöfn (x) 974 764 1043 1229 Verðlaun október- mánaðar í Reykjavík Seltjarnarnes Selfoss Vestmannaeyjar Vogar Vopnafjörður (x) Þorlákshöfn (x) Njarðvík ísafjörður (x) Hnífsdalur (x) Sandgerði (x) Reykjavík 1091 1692 875 1314 2218 906 1152 1025 1498 543 935 'I ii Sími J j Fjöldi heimilisfólks. f J j Kostnaður í nóvembermánuði 1981. Verðlaunin verða að þessu sinni aukin verulega svóna I tilefni jóianna. Upphœð þeirra fer úr 1700 krónum upp fyrir 2 þúsund krónur. Verðlauna- fjölskylda októbermúnaðar er úr Reykjavík. Það eru þau Björgvin Helgason sem er úskrifandi blaðsins og Gerður Tómasdóttir kona hans sem séð hefur um heimilisbókhaldið sem hreppa vinninginn. Hann er stór grill- ofh að verðmœti 1669 krónur og, straujúrn sem kostar 369 krónur. Hvort tveggja er úr Vörumarkaðnum. -DS. Af þessum tölum sést að miklu meira munar á milli staða en á milli fjölskyldustærðar. Ekki virðist þennan mánuðinn skipta miklu máli hvar staðirnir er á landinu, þannig munar t.d. meiru á upphæðum frá ísafirði og Hnífsdal en til dæmis á ísafirði og Seltjarnarnesi. -DS. Matur og hreinlætisvörur kr. Annað kr. Alls kr. X KYNNIR TUNGUMÁLA TÖLVUNA Er málakunnáttan eitthvað bágborín? Ef svo er, þá er lausnin fundin. Tungumálatölvan þýðir af íslensku yfir á þrjátíu önnur tungumál, — eða öfugt af öðrum málum yfir á íslensku. Hún þýðir heilar setningar eða einstök orð og hentar vel sem „orðabók", — enda er orðaforði hvers tungumáls 2400 orð. Hvert tungumál er geymt í sérstökum minniskubbi og hægt er að nota þrjú tungu- mál í einu. Skipting miiii mála er bæði einföld og fíjótieg. Hægt er að velja á miiii t.d. íslensku, ensku, allra norðurlandamála, spænsku, Höisku, japönsku, arabísku og rússnesku. Tungumálatölvan er gott hjálpartæki við öll erlend samskipti, s.s. brófaskrrftir eða skeytasendingar, fyrir skóiafóik ftd. tungumálanám), — auk þess að vera góður „vasatúikur" á ferðum erlendis. íslenskur leiðarvísir fyigir. Og verðið, — það er ótrúlega iágt Útsöiustaðir. Rafrós hf Hroyfí/shúsinu v/Grensásveg. RafíOjan Kirkjustrœti 8. Straumur ísatirOi. Grímur og Áml Húsavík. Radióþjónustan Höfn Homafírð/. Hegrl hf SauOárkrók. Kaupfélag Borgnesinga Borgamesi. Radfóvor Saffossi. Tónborg Kópavogi. Vers/. Hösku/dar Stefónssonar NeskaupstaO. Verl. Trausta Reykda/ Esk/fíröi. Hábær hf Kefíavík. ÓOinn sf. Vestmannae yjum. Bókaverslun Steingríms Vopnafírði. Hljómver Akureyrí. Raftækni Geisiagötu 6 Akureyrí. LJós og Raftækl Hafnarfírði. Akurvík, Akureyrí. Einkaumboð á íslandi- Rafrás hf. Sími-82980

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.