Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1981, Qupperneq 15
DAGBLADID & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1981.
15
En í þessum umræðum um launa-
mál er eitt veigamesta atriði, sem lítt
eða ekki hefir verið minnst á, en ég
hygg flestar konur geti skilið. Það eru
áhrif þessa langa vinnutíma á upp-
eldi barna og fjölskyldulíf yfirleitt.
Ég héld að það sé ekki fráleitt, að það
þurfi tvöfaldar lægstu dagvinnutekj-
ur til nauðþurfta a.m.k. ef miðað er
við þann lífsmáta, sem íslendingar
vilja hafa. Þá er ýmislegt til ráða fyrir
efnalitla unga foreldra, að þau vinni
bæði utan heimilis og þá þarf barna-
gæslu, að þau vinni til skiptis eða að
annar aðilinn vinni óhæfilega langan
vinnudag. Orka efnalítils fólks endist
vart nema til brauðstritsins. Uppeldið
situr á hakanum. Börnunum nægir
nefnilega ekki að búa í góðu húsnæði
og fá nógu margar hitaeiningar á
dag. Þau hafa andlegar þarfir sem
þarf að sinna, og örþreyttir foreldrar
eru illa í stakk búnir að sinna þeim.
Að mínum dómi stefnir þetta í þjóð-
arvoða.
Sífellt er klifað á því við umræður
um kjarasamninga „að stefna skuli
að því að minnka launamisræmi.”
Mér finnst þetta ganga ansi hægt.
Iðnverkakona er meira en 3 klst. að
vinna fyrir 1 klst. sem hún þarf að
borga pípulagningamanninum, sem
gerir við kranann í eldhúsinu hennar
og jafnvel 2—3 tíma til að borga hon-
um aksturinn (dæmi af handahófi).
Sjálf verður hún að koma sér á
vinnustað. Ég veit ekki betur en að
ASÍ standi að samningum fyrir báðar
þessar stéttir.
Það er staðreynd að konur eru í
óhæfilega miklum meiri hluta í lág-
launaflokkum með örfáum undan-
tekningum. Þær eru í stéttarfélögum
og borga þar sín félagsgjöld möglun-
arlaust. En gallinn er sá að þær eru
alltof fáséðar á fundum og alltof fáar
í'stjórnum félaganna. Hafa þær ekki
tíma, eru þær of þreýttar eða einfald-
legá latar til að láta til sín taka á þess-
um vettvangi?
Það sem ég hefi verið að ræða eru
vissulega ekki sér-borgarmál, miklu
fremur þjóðmál. Mér er líka vel ljóst
að kvennaframboð kippir þessu ekki
í lag á stuttum tíma, en hugsun og
umræða er til alls fyrst og ég held að
konur verði að rumska, takast sjálfar
á við hlutina og bera fulla ábyrgð á
við karla í opinberum málum.
Móðirin vanmegnug
Flokkakerfið hefir brugðist konum
eða konur því. Sveitarstjórnarmálin
eru ekki eins rigbundin í flokka-
kerfurn eins og þjóðmálin, þar er því
meiri grundvöllur fyrir óflokksbund-
in framboð.
Ef karlmenn standa í þeirri mein-
ingu að kvennaframboð sé síríðsyfir-
lýsing á hendur þeim, þá ei það al-
gjör misskilningur. Konurnar vilja
einfaldlega vinna að betra og umfram
allt mannlegra þjóðfélagi. Þær vilja
hafa þar hönd í bagga umstjórnun,
og garnan samvinnu.
Hér á Akureyri er nú verið að sýna
leikritið Jómfrú Ragnheiði. Á bana-
beði segir Ragnheiður við Helgu í
Bræðratungu ,,Þú ert móðir mín”.
Sú kona, sem fæddi hana af sér, sjálf
biskupsfrúin, stóð vanmegnug hjá
þegar erfiðleikar mættu barni hennar
enda treysti hún sér ekki að standa
fyrir hinum æðsta dómi nema hafa
meistara sinn sér við hlið. Ég spyr
hvorri konunni er betur trúandi til að
ala upp nýta þjóðfélagsþegna?
Ég held, að konur vilji ekki afsala
sér þeim fagra titli „húsfreyja” né
heldur bregðast þeim skyldum og
ábyrgð, sem honum fylgja — en þær
vilja þá líka að störf þeirra á heimil-
unum séu metin og áskilja sér rétt til1
að gegna öðrum störfum í þjóðfé-
laginu, sem líka eru metin án kyn-
greiningar.
Konur vilja heldur ekki afsala
barnauppeldi, en þær vilja ala börnin
upp í samvinnu við feður þeirra og í
þjóðfélagi, sem býður upp á mann-
sæmandi, óbrotin lífskjör án óhóf-
legrar vinnu.
Hólmfríður Jónsdóttir.
|H „Ef karlmenn standa í þeirri meiningu, aö
kvennaframboö sé stríösyfirlýsing á
hendur þeim, þá er þaö algjör misskilningur,”
segir Hólmfríður Jónsdóttir í grein sinni og
lýsir þeirri skoöun, aö kvennaframboð sé
nauðsynlegt.
röndina getur hún verið tryllingsleg
og lýst örvæntingu og ringulreið. Um
leið er öllu haldið saman af settlegri
formfestu, sem verður einmitt áhrifa-
meiri fyrir það að hún sleppir sér
aldrei alveg.
Þetta gerir það að verkum, að í lok
myndarinnar er dans Zorba orðinn
að nokkurs konar messu yfir dauða
Búbúlínu. Það minnir mann á þá
hugmynd forn-Grikkja að tónlist lýsi
innra manni, og jafnvel tilverunni
allri.
Það er því ekki tilviljun að
Theodorakis hefur sjálfur viðurkennt
að hann hafi orðið fyrir miklum
áhrifum af grísk-katólskri kirkjutón-
list.
Það er annars furðulegt að dægur-
tónlist Grikkja, í Zorba-stíl, hefur
ekki náð almennum vinsældum í
Evrópu, nema gegn um einstaka
flutningsmenn svosem Demis Rouss-
os og Nönu Mouskouri. Það væri
freistandi að kenna þar um að sumir
tónstigarnir eru svo gamlir, að þeir
ná aftur til forn-Grikkja. En þetta er
ekki reyndin með titillög Zorba-
myndarinnar. Þau tilheyra þeirri gerð
þjóðlaga sem nefnist „hassipikari-”
eða slátrara-tónlist, og er reyndar
upprunnin frá menginlandi Grikk-
lands en ekki Krit.
Þessi tónlist er gjarnan spiluð á
samspilshljóðfærið Bouzouki, sem er
að lögun eins og lúta, þ.e. með kúpt-
um botni, en þó um leið með lengri
háls en lúta eða jafnvel gitar. Gefur
það þennan stinna og fjaðurmagnaða
en skíra tón.
Þetta hljóðfæri er aðeins nokkurra
áratuga gamalt, og er reyndar einnig
vinsælt I vestanverðu Tyrklandi, en
þar mun tónlistin vera hvað skyldust
hinni grísku, sem og ýmis annar
menningararfur í þúsundir ára.
Myndatakan og
mannlrfið
Loks er að geta myndatökunnar.
Hana má þakka Michael Cacoyannis.
Myndatakan er í svart-hvítu, og er
slíkt einmitt vel fallið til þess að gera
áhrifin leikrænni. Hver getur t.d.
gleymt Irene Papas, ekkjunni, í
svörtum kufli sínum, með svart hár,
augabrúnir og augu? Eða þá Ijótu
dökkklæddu kerlingarskuflunum
sem skakklappast kringum dánarbeð
Búbúlínu? Slík myndræn atriði eru
góð í síðari hluta myndarinnar, þótt
myndrænan sé nokkuð glundursleg í
fyrri hlutanum.
Ef myndin hefði verið í litum,
hefði það sennilega truflað áhrif text-
ans og tónlistarinnar.
Sumir, sem hafa séð myndina, og
þá kannski sérstaklega kvenfólk,
hafa harmað það hlutskipti kvenna
sem þar kemur fram. Er þar helst átt
við aftöku ekkjunnar fyrir meint
óvelsæmi. Þó virðist mér ekki að hér
sé verið að ýkja um of eftir að hafa
lesið skrif mannfræðinga um gagn-
kvæmt hatur kynjanna í grísku
bændamenningunni. Táknrænast um
hlutskipti kvenna þar þykir mér þema
einnar grískrar skáldsögu sem gerist á
harðbýlli eyju: Gömul ljósmóðir tek-
ur að drepa öll meybörn sem hún tek-
ur á móti. Þegar upp um hana kemst,
segir hún sem svo: „Líf okkar
kvenna er svo ömurlegt að það væri
betra, að við hefðum aldrei fæðst.”
Að endingu vil ég segja frá einu
dæmi um vinsældir Kazantzakis: Ein
vinkona mín var eitt sinn á ferð í
Bandaríkjunum, og gisti þá eina nótt
hjá einni vinkonu sinni. Seint um
kvöldið var vinkonan mín síðan að
lesa sig í svefn með því að ljúka við
Kjallarinn
TryggviV. Líndal
að lesa Grikkjann Zorba. Að lokum
komst hún svo við að hún brast í
grát. Þegar hin komst að orsökinni,
kom í ljós að sú lifði og hrærðist í
heimi Kazantzakis, hafði lesið flestar
bækur hans, og var algjör
Kazantzakis-dýrkandi. Þær grétu síð-
an saman yfir mannlegum örlögum í
Kazantzakis, lengi nætur, en hin þó
lengur, eða allt fram á morgun.
Reyndar voru þessar stelpur bara
óreyndir táningar þá. Svo var einnig
með mig, þegar ég sá myndina i
fyrsta skipti. En allt síðan hefur
myndin valdið mér umhugsun, og
mér finnst hún enn besta myndin sem
ég hef séð.
Útlaginn:
íslenskur „Vestri"?
Útlaginn er kvikmynd sem mér þykir
merkilegust vegna þess að hún er
fyrsta íslenska kvikmyndin, sem gerir
fornsögum okkar svo góð skil að þær
standast samkeppni við flestar er-
lendar kvikmyndir.
í meir en tvo áratugi hefur unga
fólkið alist upp við bandarískar kvik-
myndir svosem kúrekamyndir, sem
sóttu til allt annarrar fortíðar en
hinnar íslensku. Jafnframt var unga
fólkið flest hætt að lesa íslendinga-
sögurnar nema þá sem skólabækur.
Það vantaði því tengsl milli fornsagn-
anna og kvikmyndaheims nútímaís-
lendingsins. Það var því aðeins tíma-
spursmál hvenær íslendingar færu
sjálfir að nýta fornsögur sínar við
gerð eigin „kúrekamynda”. Þetta
hefur nú orðið, og virðist mér útkom-
an ekki vera síðri en bandariskar af-
þreyingarmyndir eru yfirieitt.
Þessi mynd mun hafa verið dýrasta
islenska kvikmyndin til þessa, en hún
virðist um leið sanna að hægt sé að
kaupa listaverk. í samanburði við
hana hlýtur sjónvarpsmyndin Snorri
Sturluson að teljast alger eftirbátur
hvað varðar bardagalýsingar,
myndatöku almennt, leiklist og sam-
töl. Þó eru báðar myndirnar ná-
kvæmar í lýsingum sínum á fatnaði
og áhöldum.
Mér datt helst í hug meðan verið
var að sýna Snorra Sturluson i sjón-
varpinu í haust, að það hefði verið
viljandi gert að gera hana ekki of
spennandi, að þetta væri lokatilraun
íslenskufræðinga til að gera fornsög-
urnar virðulegar, áður en þær yrðu
gerðar að afþreyingarmyndum fyrir
kynslóð, sem les varla íslendingasög-
urnar nema þá í menntaskóla.
Skapanornir
vefa örlög
Það tekst furðu vel að túlka goð-
sagnaheim fornaldar i Útlaganum.
Markverðust finnst mér upphaf og
endalok myndarinnar, þar sem nokk-
urs konar skapanornir eiga að vera
að vefa örlög manna. í uppphafi sjást
hendur vefa í vefstól, og tal vefenda
er látið renna saman í nokkurs konar
draugslegt óráðshjal sem skilst ekki.
Seinna í myndinni eru þessar vefara-
hendur orðnar ataðar blóði, og engu
líkara er en þær séu að draga blóðug
innýfli inn á milli klístrugs vefsins, i|
stað kljásteins. Loks, í lok myndar-i
innar, sést að konurnar við vefinn eru
tvær aðalpersónur sögunnar, sem
hvöttu mennina eða löttu til víga.
Hér hefur tekist að vefa inn í
nútímamynd heiðið minni: Skapa-
nornunum, og konum sem örlaga-
völdum karla, sem er stórt atriði í
indógermanskri heiðni, allt aftur í
skapanornir og refsinornir forn-
Grikkja.
Einnig er vel haldið á textunum.
Minnisstætt er mér þegar Gísli Súrs-
son biður hinn rauðhærða þræl óvin-
ar síns að hjálpa sér við að drepa eig-:
anda sinn. ,,Þá mun þetta til leiðar
snúast”, segir þrællin að endingu og
snýst á hæli og vafrar á braut yfir
hjarnið. Hann virðist ganga með lát-
lausu fasi hins kúgaða en laun-
grimmamanns.
Tryggvi V. Lindal
Spilar hvaöa lag sem
er meö aöeins einum fingri.
• Engin sérstök þjálfun
eöa hæfileiki nauösynlegur
Bankastræti 8 — Sími 27510
^Simpl
JL snyrt
e
not
perfumed
not
coloured
just kind
snyrti- og
hreinlætisvörur
Mildar og hreinar vörur án
allra óþarfa aukaefna fram-
leiddar úr hreinustu fáan-
legum efnum og sérstaklega
hannaöar fyrir viðkvæmustu
Sápa
Handáburður
Hreinsimjólk
Rakamjólk
Andlitsvatn
Næturkrem
Talkúmpúður
Hárþvottalögur
Án ilmefna
án litarefna
afar mildar
Útsölustaðir eru:
Vesturbæjar Apótek
Glæsibær, snyrtiv.
Lyfab. Breiðholts
Árbæjar Apótek
Hafnarborg
Laugarnesapótek
Ócúlus, snyrtiv.
Hóaleitis Apótek
Garðs Apótek
Holts Apótek
Laugavegs Apótek
Borgar Apótek
Jæja krakkar —
þarkomaðþví
Ég og nokkrir tröllastrákar — og kannski mamma, tröll-
skessan, líka, svo og fleiri söguhetjur úr bókinni Gegnum
holt og hæðir — við munum mæta i eigin persónu og
skemmta ykkur næsta miðvikudag 9. desember, kl. 16.00 í
Glæsibæ og kl. 17.00 í Austurveri. Við munum syngja og
tralla rétt eins og við gerum á nýju plötunni sem komin er
út hjá Erni og örlygi. Við vonumst til þess að sjá ykkur
sem flest og auðvitað eru fullorðnir velkomnir líka á
skemmtunina okkar.
Kveðja
Tröllastrákarnir og fleiri persónur
sögunnar Gegnum holt og hæðir.