Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1981, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1981, Side 19
18 DAGBLAÐ1Ð& VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1981. DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1981. 23 íþróttir íþróttir 0 íþróttir íþrótti íþrótti íþróttir íþróttir íþrótt íþrótti Var passi nýja heims- meistarans falsaður? einareftirá botninum — íl. deild kvenna íhandknattleik Úrvalsdeildin íkörfu: Ná Stúdentar ísínfyrstu stigíkvöld? Slúdentar fá eitt sitt bezta tækifæri til að vinna sér inn fyrstu stigin sín í úrvalsdeildinni í körfuknattleiknum á þessu keppnistímabili í kvöld. Þá mæta þeir KR-ingum í íþrótta- húsi Hagaskólans og hefst leikurinn kl. 20. Stúdentar eru eina liðið i dtjildinni sem ekki hefur enn fengið stig. KR og ÍR eru á „næstu hæð” fyrir ofan þá — með fjögur stig hvort — og gegn þeim ættu því mestu möguleikar ÍS að vera. Staðan í deildinni fyrir leikinn er annars þessi: Fram Njarðvík Valur KR ÍR ÍS 9 8 1 768—681 16 9 8 1 748—669 16 8 4 4 627—613 8 7 2 5 505—559 4 8 3 6 587—645 4 7 0 7 524—592 0 KÁRISÝNDI GAMLA TAKTA —þegar Tindastóll sigraði ísafjörð íkörfuboltanum Gamli landsliðsmaðurinn í körfu- knattleik úr Njarðvík, Kári Marísson, tryggði liði sínu, Tindastól frá Sauðár- krók, sigur á móti ísfirðingum í 2. deildinni í körfuboltanum á Akurcyri á sunnudaginn. Kári, sem nú er bóndi í Skagafirðin- um, var aðalmaðurinn í leiknum en eftirminnilegastur var hann þó áhorf- endum á síðustu sekúndum leiksins. Tindastóll fékk boltann er aðeins 6 sekúndur voru eftir. Innkast var þá tekið og boltinn gefinn á Kára, sem þurfti ekki meiri tíma til að skora. Staðan var 52:52 þegar Kári tók skotið og skoraði svo Tindastóll sigraði í leiknum 54:52. ísfirðingar léku einnig við Þór á Akureyri um helgina. Þeim leik töpuðu þeir 69:51. Þór er í efsta sæti i þessuni riðli i 2. deild með 4 stig, Tindastóll er með 2 stig og ísafjörður ekkert stig. í hinum riðlunum tveim eru Breiðablik og Vestmannaeyjar efst þessa stundina. -klp- Kári Marísson. Franz Klammer, Austurríki, senni- lega mesti brunkappi allra tíma, geyst- ist niður brekkurnar á 98 km meðal- hraða í Val D’Isere á sunnudag og sigr- aði í fyrstu brunkeppni heimsbikarsins á þessu keppnistímabili. Fyrsti sigur þessa mikla afreksmanns í þrjú ár, manns sem fjórum sinnum liefur sigrað samanlagt í brunkeppni heimsbikarsins og varð ólympíumeistari í bruni í Inns- bruck 1976. Franz Klammer er nú „gamli maður- inn” í keppni afreksfólksins á skíðum, 28 ára að aldri. Sigurinn í Val D’lsere var þó ekki fyrirhafnarlaus, siður en svo. Svisslendingurinn Peter MUller hafði betri tíma en Klammer á báðum brautarstöðunum, þar sem tími var gef- inn upp. I lokakafla brautarinnar náði Klammer hins vegar mun betri tíma og sýndi þá mikið áræði og úthald. Kepp- endur í bruninu voru 96. Keppnin átti upphaflega að vera á Iaugardag. Var þá frestað vegna þoku. Sigurinn hjá Klammer var hinn fyrsti síðan i marz 1978. Þá var keppt í Laax í Sviss. Úrslit urðu þessi. 1. Franz Klammer, Aust. 2:05.22 2. Peter Múller, Sviss, 2:05.48 3. Toni Búrgler, Sviss, 2:05.63 4. Steve Podgorski, Kan. 2:05.70 5. Ken Reed, Kanada, 2:06.09 6. Peter Winrnsberger, A. 2:06.29 Handhafi heimsbikarsins, Peter Mahre, Bandaríkjunum, varð í 20. sæti á2:08.47 mín. Keppnin í heimsbikarnum hófst á föstudag með stórsvigi kvenna. Irene Epple, 24ra ára, náði beztum brautar- tíma í báðum ferðum og sigraði á 2:30.24 min. Erika Hess, Sviss, varð önnur á 2:30.91 mín. Hún varð önnur samanlagt í keppni heimsbikarasins í vor á eftir Maríu-Theresu Nadig, Sviss, sem nú hefur hæft keppni. í þriðja sæti í stórsviginu á föstudag varð Tamara McKinney, USA. Fjórða Perrine Pelen, Frakklandi, og í fimmta sæti varð Marie Epple, yngri systir Kene Epple. -hsim. Enn eitt leiðindamálið er nú komið upp í sambandi við heimsmeistara- keppnina í fimleikum. Tortryggni og öfund hefur verið þar allsráðandi i ára- raðir, en nú virðist þó hafa keyrt um þverbak. Það er heimsmeistarinn nýi í fim- leikum kvenna, Olga Bitjerova, sem kostað hefur öll lætin að þessu sinni, en þvi er haldið fram að Sovétmenn hafi falsað aldur hennar svo hún gæti verið með. Fyrr á þessu ári ákvað Alþjóða fim- leikasambandið að setja aldurstakmörk — neðri mörk — á þátttöku kvenna á heimsmeistaramótum og öðrum stór- mótum. Aldurstakmarkið álti að vera 16 ár, en eftir mikil fundahöld og undirróðursstarfsemi, aðallega frá Sovétmönnum, var samþykkt að hafa þau 15 ár. Strax á þessu heimsmeistaramóti var farið að efast um aldur Olgu litlu, sem er aðeins 1,38 m á hæð og 29 kg á þyngd. Austur-þýzkur blaðamaður á mótinu sagði að á móti í Minsk i Sovét- ríkjunum í fyrra hefði staðið fyrir aftan nafn Olgu að hún væri fædd árið 1967 og væri hún því ekki nema 14 ára. Þær fréttir komu strax á eftir frá Sviss að Olga hefði tekið þar þátt í unglingamóti árið 1979 og þá sögð 12 ára gömul og fædd 1967. Fleiri hafa verið að glugga i keppnisskrár og skýrslur hjá sér og komizt að sömu niðurstöðu. Sovétmenn segja að þetta séu mistök — og þjálfari hennar var alveg æfur á blaðamannafundi í Moskvu þar sem erlendir fréttamenn „saumuðu” að honum um þetta mál. Rauk hann út af fundinum og ncitaði að svara spurningum þeirra. Ellen Berger frá Austur-Þýzkalandi, sem er formaður tækninefndar Alþjóða fimleikasambandsins, hafði Einn leikur var í 1. deild kvenna á íslandsmótinu í handknattleik á föstu- daginn. Þá mættust neðstu liðin i deild- inni, Akranes og Þróttur, í íþrótta- húsinu á Akranesi og sigruðu dömurnar af Skipaskaga með 15 mörkum gegn 12. Þetta var fyrsti sigur þcirra í deild- inni í ár og sitja Þróttardömurnar nú einar eftir á botninum með ekkcrt stig. Markhæstar í leiknum á föstudaginn voru þær Kristín Reynisdóttir hjá ÍA með 5 mörk og Guðrún Kristjánsdóttir hjá Þrótti — líka með 5 mörk. Staðan í deildinni eftir þennan leik er þessi: FH 6 5 10 106:83 11 Valur 5 4 10 87:57 9 Fram 4 3 0 1 79:59 6 Vikingur 6 3 0 3 105:86 6 KR 5 2 0 3 85:76 4 ÍR 4 10 3 62:75 2 Akranes 5 10 4 57:100 2 Þrótlur 5 0 0 5 63:108 0 Krislinn Atlason Þróttardömur Eðvarð Þ. Eðvarösson — sundkappinn ungi úr Njarðvík. Setti fjölmörg íslandsmet á Norðurlandamólinu i Danmörku um helgina. Nýi heimsmeistarinn i fimleikum kvenna, Olga Bitjerova, er ekki nema 1,38 sm á hæð og 29 kg á þyngd. En spurninginn er, hvað rr hún gömul? þetta um málið að segja er blaðamenn spurðu hana. ,,Ég skoðaði alla passa keppenda á þessu heimsmeistaramóti og sá ekkert athugavert við þá. I passa Olgu Bitjerovu, sem var að vísu alveg nýútgefinn, stóö að hún væri fædd 1966 og þvi var hún löglegur kepp- andi.” -klp- Kuwait íúrslit HM ífyrsta sinn Sigraði SaudhArabíu ígær Kuwait varð í gær 23ja þjóðin, sem tryggir sér rétt í úrslit heimsmeislarakeppninnar i knattspyrnu á Spáni næsta sumar. Sigraöi þá Saudi-Arabíu2—0 i Kuwait. Þátttökuþjóðir á Spáni verða 24 og nú er aðeins óvissa um eitt sæti, sem annaðhvort Kína eða Nýja-Sjáland hljóla. læikur Kuwait og Saudi-Arabíu var i úrslitariðli Asíu og Oceeaniu. Kuwait vann þar sinn fjórða sigur i fimm leikjum og var allan timann betra liðið. Faisál Al-Dakheel skoraði bæð mörkin á 36. og 56. mín. Staðan i úrslitariðlinum er nú þannig: Kuwaít 5 4 0 1 6—4 8 Kina 6 3 1 2 9-4 7 Nýja-Sjáland 4 12 1 4—4 4 Saudi-Arabía 5 0 1 4 4—11 1 Tvær efstu þjóðirnar leika á Spáni. Tveir leikir eru eftir í riðlinum. Nýja-Sjáland á eftir að leika báða útileiki sína i Arabalöndunum. í Kuwait 14. desember og 19. desember í Saudi-Arabíu. Með sigrum í báðum leikjunum komast Ný-Sjálendingar uppfyrir Kínverja. Á því virðast þó litlar líkur og mun meiri likur á. að Kinverjar leikí i fyrsta sinn i úrslitum heimsmeistarakeppninnar eins og Kuwaít. Miðherji Villa í 3ja leikja bann —ogmeirilíkuráad GeorgeBestgeristleik- maður hjá Middlesbrough Miðherji Englandsmeislara Aston Villa, Peter Withc, var i gær dæmdur í þriggja leikja bann af aganefnd enska knattspyrnusambandsins. Var kominn með 28 refsistig. í viðtali við BBC i gær sagöist Pétur ekki vera grófur leikmaöur en legöi sig hins vegar allan fram i leikjunum. Sagðist sjaldan hafa verið settur í leikbann á löngum leikferli. Þá var Derek Satham, West Bromwich Albion, settur i Iveggja leikja bann. Aston Villa á hcimaleik á laug- ardag í Birmingham við West Bromwich, úlborg Birmingham, og þá gela þessir kappar ekki leikiö. Í gær fékk George Best sig lausan frá bandariska knatlspyrnufélaginu San Jose og eru nú mun meiri líkur á, að hann gerist leikmaður hjá Middles- brough. Best er væntanlegur til Englands í miðri vikunni og heldur þá til samninga við Bobby Murdoch, stjóra Boro. Jafnvcl möguleiki á að hann leiki með liðinu á laugardag. -hsim. Stjóri allt árið hjá GR Golfklúbbur Reykjavikur hefur ráðið Guðmund S. Guðmundsson framkvæmdastjóra fyrir klúbb- inn. Mikil drift og uppgangur hefur verið hjá GR á undanförnum árum og var ekki lengur talið annað færl en að ráða framkvæmdastjóra í fullt starf allt árið. Þetta er í fyrsta skipti sem íþróttafélag hér á landi, eitt sér, ræður framkvæmdastjóra í fullt starf allt árið. Öll stærri sérsamhöndin, svo og ÍSÍ og önnur bákn í íþrótlunum, eru með stjóra allt árið, en GR er fyrsta sjálfstæða iþrótlafélagið sem leggur út í það. Barcelona efst Barcelona sigraði Osasuna örugglega 2—0 á heimavelli sínum í 1. deildinni spönsku á sunnudag. Hefur eins stigs forustu á meistara Real Sociedad. Real Madrid er komið í þriðja sætið. Úrslil á sunnudag. Cadiz-Valladolid 0—0 Las Palmas-Betis 3—1 Gijon-Real Madrid 0—1 Casteilon-Bilbao 1—1 Barcelona-Osasuna 2—0 Racing-Espanol 2—1 Sociedad-Valencia 4—1 All. Madrid-Zaragoza 1—0 Sevilla-Hercules 0—1 Slaða efstu liða er nú þannig: Barcelona 14 10 2 2 42-12 22 Sociedad 14 9 3 2 29—14 21 Real Madrid 14 9 2 3 23—13 20 'Zaragoza 14 7 4 3 21—16 18 Betis 14 7 0 7 20—17 14 Bilbao 14 7 0 7 22-19 14 Í 1. deildinni i Porlúgal tapaði Sporling Lissa- bon, lið Malcolm Allison óvænl stigi á heimavelli gegn Guimaraes 2—2. Hefur þó eins stlgs forustu eftir 11 umferðir eða 18 stig. Oporto, sem sigraði Estoril 1—0 á heimavelli, hefur 17 stig. Benfica er i þriðja sæli með 15 stig. Vann Braga á sunnudag 1— 3 á útivelli. ikíöt Úrvals JOTBUBIN MR< LAUGAVEGI 78 REYKJAVlK SlMI 11636 ( 4 lInUR) KRISTINN ATLASON FER TIL K0PERVIK —ogleikur þvíínorsku2.deildiimi íknattspymu ísumar Kristinn Atlason knattspyrnu- og handknattleikskappi úr Fram hefur ákveðið að flytja til Noregs og leika þar með 2. deildarliðinu Kopervík i norsku knattspyrnunni í sumar. Kristinn æfði með Kopervík í síðustu viku og sáum við smáfrétt um það í norsku blaði. Hann kom heim aftur um helgina og er við töluðum við hann í gær sagðist hann ætla að leika með Kopervík í sumar. Kristinn sagðist ekki vita hvenær hann færi. Hann leikur eins og kunnugt er í markinu hjá 1. deildarliði Fram i handknattleik, og vill vera sem mest með þar í vetur. Með Kopervík, sem er félag rétt hjá Haugasundi, leikur annar íslendingur. Það er Sigurkarl Aðalsteinsson, sem áður var með Völsungi og Þrótti Reykjavík. Hann flutti út sl. vor og lék með liðinu í sumar. -klp- • • kristinn atlason som spiller pá det _ islandske 1 divisionslaget Fram Reykjavi , Fljótir að sjá út efnin á íslandi: Svíar bjóða Eðvarð að koma ogæfa með þeim! Sundkappanum unga úr Njarðvík, Eðvarð Þ. Eðvarðssyni, hefur verið boðið að koma til Svíþjóöar og vera þar í æfingabúðum í þrjá mánuði. Það var unglingalandsliðsþjálfari Svía sem bauö Eðvarð þetta á Norður- landamóti unglinga sem haldið var í Tysted í Danmörku um helgina. Var hann einn þeirra mörgu sem hreifst af íslendingnum unga á þessu móti, en þar setti Eðvarð 10 íslandsmet. ,,Ég veit ekki hvað ég geri,” sagði Bjami skoraði átta Akurnesingar sigruðu Dalvikinga í miklum markaleik, 33—25, í 3. deild karla á Akranesi fyrir helgi. Bjarni Sigurösson, landsliðskappinn i markinu í knattspyrnunni, vakti mikla athygli og skoraði átta af mörkum ÍA. Það gerði Pétur Ingólfsson einnig. Ólafur Jóhannesson og Hlynur Sigurbjörnsson voru með fimm mörk hvor. Flest -mörk Dalvíkur skoruðu Stefán Georgsson 8, Magnús Guðmundsson 6 og Björn Friðþjófsson 5. -hsím. Eðvarð þegar við náðum tali af honum í gærkvöldi, en þá var hann mættur á æfingu í sundlauginni í Njarðvík. ,,Það getur líka verið að ég fari til Guðmund- ar Harðarsonar hjá Neptun i Dan- mörku og verði hjá honum. Ég er í skóla núna, en ef af annaðhvort Sví- þjóðar eða Danmerkurferðinni verður gerist þaðekki fyrr en næsta sumar.” — Nú tókst þú metið af Inga Þór Jónssyni í 100 metra baksundi á Norðurlandarnótinu. Er ekki mögu- leiki á að þið mætist í keppni nú á næstunni? „Það er ekkert mót á skrá hjá okkur báðum fyrr en í febrúar. Það getur þó vel verið að það verði sett upp keppni á milli okkar i 100 og 200 metra baksundi fyrir þann tíma. Það gæti orðið gaman að því,” sagði sundkappinn ungi og virtist hvergi banginn við að mæta stóru stjörnunni í sundinu, sem býr hinum megin við Faxafióann. -klp- íþróttir íþróttir Franz Klammer i brunkeppni heimsbikarsins í Lauberhorn i Sviss. FYRSTISIGUR FRANZ KLAMMER í ÞRJÚ ÁR! —Sigraði ífyrstu brunkeppni heimsbikarsins á Ítalíu á sunnudag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.