Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1981, Qupperneq 32
36
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1981.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 71., 73. og 76. tölublafli Lögbirtingablaösins 1981 á
eigninni Brattakinn 6, Hafnarfirði, þingl. eign Kötlu Árnadóttur fer
fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar á eigninni sjálfri föstudaginn 11.
desember 1981 kl. 13.00.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 71., 73. og 76 tölublaói Lögbirtingablaðsins 1981 á
eigninni Kaldakinn 30, kjallari, Hafnarfirði, þingl. eign Hróbjartar
Gunnlaugssonar, fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar, Trygginga-
stofnunar ríkisins, Guðjóns Á. Jónssonar, hdl., og Guðjóns Steingrims-
sonar, hrl., á eigninni sjálfri föstudaginn 11. desember 1981 kl. 14.00.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 71., 73. og 76. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981 á
eigninni Víðihvammur 1, 3. hæð, Hafnarfirði, þingl. eign Sjafnar
Gunnarsdóttur, fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar og Innheimtu
ríkissjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 11. desember 1981 kl. 15.00.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 71., 73. og 76. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981 á
eigninni Túnhvammur 1, Hafnarfirði, þingl. eign Guðmundar
Frímannssonar fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar á eigninni
sjálfri föstudaginn 11. desember 1981 kl. 14.30.
Bæjarfógetinn i Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 70., 74. og 77. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981 á
eigninni Hríngbraut 69, Hafnarfirði, þingl. eign Magnúsar Ágústs-
sonar, fer fram eftir kröfu Útvegsbanka íslands og B.S.S.R. á eigninni
sjálfri föstudaginn 11. desember 1981 kl. 15.30.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 71., 73. og 76. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981 á
eigninni Suðurgata 78, Hafnarfirði, þingl. eign Halldórs Berg Jóns-
sonar fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar á eigninni sjálfri föstu-
daginn 11. desember 1981 kl. 16.00.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 71., 73. og 76. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981 á
eign v/Kaldárselsveg, Hafnarfirði, þingl. eign Gunnars Ingólfssonar,
fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar á eigninni sjálfri föstudaginn 11.
desember 1981 kl. 16.30.
Bæjarfógetinn i Hafnaríirði.
.......m i
HÁR-STUDIÓ
að Þangbakka 10 (í Mjódd),
pöntunarsími: 74460
Klippingar — litanir — permanent — lagningar.
Opið: kl. 9—18 virka daga og laugardaga kl. 9—12.
HÁRGREIÐSLUMEISTARI: ÁGÚSTA SVEINSDÓTTIR.
;VVVXVXVVVVVVVVVVJÍVVVVVV30«VVVVVVVVVV3ÍVVJ«:
faaii.,
Grciðslukjör hafa stórlega rýmkað á notuðum bflum og framboö hefur aldrei veríð jafnmikið og nú. Algeng útborgun á
nýlegum bíl er komin niður i 50 prósent af verði og eftirstöðvar lánaðar vaxtalaust. D V-mynd G V A.
Yfirfullt á öllum bflasölum
ÚTBORGANIR HAFA
UEKKAÐ STÓRLEGA
—og eftirstöðvar lánaðar vaxtalaust til allt að eins árs
Þó sjaldan hafi verið kvartað
meira yfir dýrtíð og auraleysi en ein
mitt nú virðist það ekki koma fram í
söiu nýrra bifreiða, því aldrei hefur
verið flutt meira inn af þeim en
einmitt á þessu ári.
Af samtölum við nokkra bif-
reiðainnflytjendur kemur í ljós að.
algengasta leið almennings í dag til að
festa lausafé sitt sé sú að kaupa nýrri
bíl, þvi sú fjárfesting standi alltaf
fyrir sínu. Heldur er þetta þó að
breytast, því i samræmi við gengis-
þróun hefur verð bifreiða ekki
hækkað jafnmikið og áður. Þannig
er hækkunin nú á síðastliðnu ári 40
prósent eða þar um bil.
Margir standa þvi uppi með tap eftir
að hafa tekið dýr lán til að fjármagna
það sem upp á vantar við kaupin.
Einnig er orðið minna um að panta
þurfi bíla með margra mánaða fyrir-
vara, þar sem umboðin reyna nú yfir-
leitt að eiga vinsælustu bifreiðirnar á
lager. Ein skýring sem gefin var á því
var sú að fólk gæti ekki eins og áður
beðið eftir bílunum, það tæki oft
ákvarðanir um kaup í skyndi og vildi
fá bílinn strax. Sumpart mun þetta
vera vegna þess að nú fást betri kjör
en áður, það er umboðin lána stærri
upphæðir til lengri tíma. Einnig mun
ekki óalgeangt að þau bjóðist til að
bíða með greiðslukröfur þar til eldri
bíllinn er seldur, sem gengur misjafn-
lega þessa dagana.
Haft var samband við nokkra
seljendur notaðra bíla og voru þeir
allir sammála um að framboð hefði
aldrei verið jafnmikið og nú, miðað
við eftirspurn. Mætti rekja það beint
til stóraukins innflutnings.
Af þesu leiðir að greiðslukjör hafa
stórlega rýmkað og nú er algeng út-
borgun á nýlegum bíl komin niður i
50 prósent og eftirstöðvar þá lánaðar
vaxtalaust til 8—10 mánaða. Einn
bilasali hélt því fram að vel mætti fá
góðan bíl í dag á verðinu 80—100
■ þúsund krónur, með 20 þúsund
króna útborgun, og eftirstöðvar
lánaðar til allt að eins árs. Er þetta
mikil breyting frá því sem veriðl
hefur.
Sjaldan virðist því hafa verið betri
tími til kaupa á bifreiðum, nýjum eða
notuðum, enda allar bílasölur yfir-
fullar þessa dagana.
-JB.
Verkalýðsfélagið Árvakur Eskifirði:
Formaður einn sam
þykkti samningana
—aðrir f undarmenn sátu hjá
Fundur verkalýðsfélagsins Árvakurs
á Eskifirði samþykkti nýgerða kjara-
samninga með aðeins einu greiddu at-
kvæði. Aðrir fundarmenn sátu hjá við
atkvæðagreiðsluna. Fundarmenn voru
fáir, aðeins 10, en í félaginu eru 240—
250 manns. Það var aðeins formaður
félagsins sem greiddi samningunum at-
kvæði sitt.
Fundurinn mótmælti harðlega
nýgerðum kjarasamningum milli ASÍ
og vinnuveitenda. Hann telur þessa
samninga staðfestingu á óviðunandi
láglaunastefnu og að þegar verði að
Ungmennafélögin í Keflavík og
Njarðvík hafa tekið að sér að halda
landsmót ungmennafélaganna 1984 og
verður það haldið í báðum bæjar-
félögunum. Góð aðstaða er fyrir hendi
vegna mótshalds af þessu tagi nema
varðandi frjálsar íþróttir og keppnis.
sund. Munu bæjarfélögin sameinast
um að bæta þar úr.
Kefiavíkurbær mun annast gerð
aðstöðunnar fyrir frjálsar iþróttir, á
snúa af þeirri braut. Þessi stefna leiði
til aukinnar vinnuþrælkunar og var þar
ekkiábætandi.
Fundurinn skorar á forystu verka-
lýðshreyfingarinnar að nýta til
fullnustu tímann fram að 15. marz,
þannig að þegar samningaviðræður
hefjast að nýju verði launþega-
hreyfingin albúin til átaka.
Á fundinum kom fram almenn
óánægja með samningana og þá sér-
staklega það ákvæði sem fjaliar um
tilhögun lágmarkslauna, en samkvæmt
þeim fá þeir sem eingöngu eru á lág-
grasvelli sem þegar hefur verið notaður
fyrir knattspyrnu um árabil. Viðræður
eru að hefjast um byggingu keppnis-
sundlaugar og kemur til greina að
byggja hana í hvorum bænum sem er
en fram til þessa hafa augu manna
fremur beinzt að Njarðvík.
Tveggja manna nefnd frá ung-
mennafélögunum vinnur nú að
tillögugerð um nauðsynlegar úrbætur á
iþróttaaðstöðunni fyrir landsmótið.
-HERB.
markslaunum 30,08 kr. á klukkustund
á sama tíma og fólk t.d. i flskvinnslu
sem vinnur við afkastahvetjandi kerfi,
hefur 28,83 krónur á klukkustund.
Þetta þýðir að lágmarkslaun þessa
fólks eru í raun 4997 krónur á mánuði.
Þau laun sem fólkið fær umfram þetta
eru fengin með auknu vinnuáiagi og
finnst fólki engin sanngirni I því að
sllkt reiknist inn í lágmarkslaun. Lang-
stærsti hluti þessa fólks, sem þarna er
sett skör lægra af forystu ASÍ, er
konur.
Það var mat félagsfundar að þar sem
verkalýðsforystan hefði barið
samningana í gegn í öllum stærstu
verkalýðsfélögum landsins þá væri
ekki iíklegt að þótt samningarnir yrðu
felldir á Eskifirði þá hefði það annað I
för með sér en að félagar í verkalýðs-
félaginu Árvakri yrðu af þeim hunds-
bótum sem í samningunum fólust.
Verkfall hjá Eskfirðingum einum
væri ekki líklegt til árangurs.
Hrafnkell A. Jónsson, formaður
verkalýðsfélagsins, sagði að samningar
þessir mörkuðu tímamót. Þeir hefðu
opnað augu launþega fyrir þeim
blekkingum stjórnmálamanna og
forystumanna launþega að hægt væri
að skipta stjórnmálaflokkum og
samtökum í vinveitta og óvinveitta.
Jafnframt ætti þetta að vera viðvörun
til launafólks að lyfta ekki á stall
Trjójuhestum- ákveðinna stjórnmála-
afla. -JH/Emil, Eskifirði.
Undsmót UMFÍ í Kefta-
vík og Njarðvík 1984