Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Side 4
4
DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981.
HELGARBLAÐS DV-------------------------
/ tílefni jólanna, þessarar hátíðar barnanna, kynnir Helgarblaðið
nú bókina Dýragarðsbörnin sem Fjölvi gefur út. Þessi bók heitír á
frummálinu „ Wir Kinder vom Bahnhof Zoo ” og er saga Kristjönu
F., sem ólst upp í Gropius-hverfi BerUnar, nýtískulegasta háhýsa-
hverfi borgarinnar. Kristjana varð eiturlyfjum að bráð á barnsaldri
og þegar hún var 15 ára gömul varð hún á vegi tveggja blaðamanna,
þeirra sem skráðu bókina. Þeir hafa lýst fundum sínum við
Kristjönu á þessa leið:
„Okkur varð Ijóst að frásögn Kristjönu gœfi skýrari mynd af
vandamálum æskunnar en nokkur blaðagrein gæti megnað, hversu
nákvœm sem hún yrði. — Við gerðum ráð fyrir tveggja stunda
spjalli en þœr tvœr stundir urðu að tveimur mánuðum. Innan
skamms höfðum við gleymtþví að við vorum blaðamenn en
hlýddum aðeins bergnumdir á frásögn þessarar ungu
stúlku. Þannig varð þessi bók til.”„Dýragarðsbörnin”
vakti gífurlega athygli á sínum tíma í Þýskalandi og
hefur verið efst á sölulistum allt frá því hún kom
út fyrir nokkrum árum. í mörgum skólum hefur
verið efnt til umræðufunda um efni hennar. En
hér verður gripið niður í bókina rétt íþann
mund er Kristjana er að brenna allar brýr
aðbakisér:
Á jólunum, 1975, þegar ég var 13 og
hálfs árs, fannst mér samband mitt við
mömmu vera orðið svo gott, einmitt
vegna undanlátsseminnar, að það þyldi
smáskammt af sannleikanum. Ég sagöi
h'enni, að ég hefði oft alls ekki sofið hjá
Kessí, þótt ég hefði sagt svo heldur eytt
allri nóttinni í Soundinu, eftir að hafa
misst af seinustu lest. Hún varð nátt-
úrulega hálffúl og lét fjúka nokkur vel
valin orð. En ég benti henni á, að það
væri þó betra, að ég væri eina og eina
nótt í Soundinu og kæmi svo aftur
heim, heldur en ég hlypi að heiman og
færi á fiæking eins og mörg önnur börn
í Grópinsbæ. Svo bætt ég við, að það
væri betra, að hún kæmist að því sanna
i málinu og vissi hvar ég væri, heldur en
ég skrökvaði að henni. Þannig not-
færði ég mér hreinskilnina sem vopn
gegn henni, enda lét hún sér þetta nú
lynda.
Annars hafði ég ekki lengur neina
þörf fyrir að leita trúnaðar hjá
mömmu. Hins vegar var ég orðin leiö á
þessu eilífu lygum um, hvert ég væri að
fara. Ég nennti ekki lengur að standa í
því að skálda upp trúlegum sögum.
Raunverulega ástæðan fyrir játningu
minni var, að mig langaði að fara í
Soundið yfir hátiðisdagana og á gaml-
árskvöld, en til þess gat ég ekki spunnið
upp neina líklega lygasögu. Enda leyfði
mamma mér svo reyndar að vera í
burtu á hverju kvöldi yfir hátíðina. Ég
var alveg bit, en auðvitað hafði ég hald-
ið áfram að ljúga að henni, hve vandað
og meinlaust táninga-diskótek Soundið
væri, og að allar vinkonur mínar færu
þangað líka. Auk jjess benti ég henni á,
eins og hún hlaut að hafa tekið eftir,
hvað ég var orðin rólegíi eftir að ég fór
að rasa svona fullkomlega út einu sinni
1 viku.
En á sama tíma varð markaðurinn í
Soundinu stöðugt svæsnari, og Heróín-
ið dembdist yfir eins og sprengja. Við
spjölluðum einnig mikið um það í okk-
ar klíku. Eiginlega voru allir á móti því.
Við vissum um nógu marga krakka,
sem Heróinið hafði riðið að fullu. En
svo reyndi hver af öðrum fyrstu spraut-
una og flestir héldu því áfram. Heróin-
ið eyðilagði klíkuna okkar. Þeir, sem
einu sinni höfðu reynt það, tilheyrðu
strax einhverri allt annarri klíku.
Ég fylltist hryllingi, þegar minnst var
á Heróínið. Það varð líka til að minna
mig óþyrmilega á, að ég var ekki nema
13 ára. Samt var ég full af þessari lotn-
ingu gagnvart liðinu, sem sprautaði sig.
i mínum augum var það æðra okkur,
sem ekki gerðum það. Enda litu Herón-
inistar taumlaust niður á okkur hassar-
ana og pillugleypana. Þeir kölluðu hass
barnadópið. Sú tilhugsun að verða út-
undan og komast aldrei í sprautuklík-
una, hið æösta af öllu, fór að verða
mér óbærileg. Mér fannst öll sund lok-
ast mér, ég komst ekki lengra. En á
sama tlma vakti þetta nýja eiturefni
mér ólýsanlegum hryllingi, því ég vissi
aö það bar dauðann í sér.
Ég tók það þó ekki eins nærri mér,
að klíkan okkar leystist upp vegna
Heróínsins, því að ég hafði Detlef.
Hinir voru mér ekki svo mikilvægir
lengur. Samband mitt við Detlef varð
stöðugt hlýrra og einn sunnudag á nýja
árinu fór ég með hann heim til min. Ég
vissi fyrirfram, að mamma og kær-
astinn hennar yrðu ekki heima. Ég bjó
til reglulegan mat handa Detlef, og svo
sátum við að borði og átum sunnudags-
matinn okkar saman eins og hjón. Það
fannst mér ofsalega notalegt.
Alla vikuna á eftir hugsaði ég um
ekkert annaö en Detlef og hlakkaði
æðislega til að fara í Soundið á föstu-
deginum. Ég kom þangað alveg óvím-
uð, en reglulega ánægð. Þar sat Detlef
við hliðina á alveg útsukkaðri skvísu.
Ég settist hjá þeim, en Detlef leit varla
við mér. Ég fann, að hann var upptek-
inn af einhverju allt öðru. Ég hugsaði
með mér, að nú ætlaði allt að fara í
vaskinn eins og með Adda, en það var
auðvitað della með svona útlifaðri
hækju.
Þau töluðu fyrst alls ekki saman og
síðan í eins atkvæðis orðum, sem enga
merkingu höfðu í minum eyrum, en
það var eitthvað viðvíkjandi Heróíni.
Og þá fattaði ég allt í einu eitthvað.
Detlef vildi fá H. hjá stelpunni, eða
hún var að plata því inn á hann. Þá
greip mig ofsahræðsla, og ég hrópaði
upp yfir mig: „Ertu vitlaus, maður. Þú
ert ekki nema 16 ára. Þú getur ekki lát-
ið þér detta í hug að fara að taka H.”
Hann virtist ekki einu sinni hlusta á
mig. Svo að ég hélt áfram: „Gleyptu
heldur þrjú tripp í einu í kvöld. Ég skal
útvega þér sýru, en bara ekki þennan
óþverra. ” Ég grátbað hann.
Þegar hann sýndi mér engin við-
Gropiusbœr, nýtískulegasta háhýsahverfi Vestuf-Berlínar. Það átti að verða fyrirmyndarbyggð
nútímalistar og tækni. Sjálfur Willy Brandt lagði hornstein að því þegar smíði þess hófst 1962 og
það var kennt við Walter Gropius, frægasta nútímarkitekt Þýskalands.Síðarvarð mönnum Ijóst að
steinsteypublokkir þessar eru hið mesta andlega drep. Tœknin réð en ekki var hirt um þarfir fólks-
ins. Börnin voru kúguð og hrakin af bönnum og boðum. Eiturlyfjaneysla og glæpir sóttu að
unglingum. Þarna búa um 45 þús. manns og þarna bjó Kristjana F.