Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Blaðsíða 21
DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981.
21
Ferðamál
Ferðamál
Ferðamál
Eru skemmtihótelin það sem koma skal?
Fjölmörg hótel víða um lönd, sér-
staklega þó á hinum suðlægari
slóðum, hafa á undanförnum árum
breytt verulega starfsemi sinni. Hið
gamla formfasta kerFi hefur orðið að
víkja fyrir öðru gjörólíku. Þetta nýja
kerfi, eða nýi þjónustumáti virðist
vera að vinna á, enda fellur hann vel
að nútíma hugsunarhætti.
íslendingar hafa ekki kynnst
þessum „skemmtihótelum” eins og
sumir kalla þau, enda falla flest
hótelin sem íslenskar ferðaskrifstofur
versla við í hinum suðlægra löndum,
undir þessi gömlu og fallegu og rót-
grónu hótel.
Nokkrir hafa þó lítillega kynnst
þessu á sólarströnd Spánar, nánar
tiltekið í Marbella. Er það hótel í
eigu hótelsamsteypu, sem er þýsk að
uppruna og ber nafnið „Robinson
Clubhotel”. Hótelið sem þar er um
að ræða heitir Aalay Park og það er
dæmigert fyrir þetta nýja form í
hótelbransanum. Hótelstjórinn sem
er þýskur og heitir Klaus Uwe út-
skýrir þetta nú aðeins nánar fyrir
okkur.
Aðalmáliö að
láta fólkið kynnast
„Við tókum við þessu hóteli fyrir
tveim árúm, en þá var þetta eitt af
gömlu og formföstu hótelunum hér á
ströndinni og gekk ekki allt of vel.
Við gerðum litlar breytingar á
hótelinu sjálfu, aðeins rekstrinum.
Útkoman er sú, að í ár höfum við
verið með fullbókað hjá okkur frá
apríl til loka nóvember. Nýtingin
aðra mánuði ársins er einnig
mjöggóð. Við erum með 448 tveggja
manna herbergi svo hér eru á milli
800 og 900 manns á dag, 8 til 9
mánuði ársins og svolitið færra hina
mánuðina.
Robinson Clubhotel á eða sér nú
um rekstur á 11 hótelum á Spáni,
Ítalíu, Grikklandi, Afríku og viðar.
Tvö hótel bætast við á næsta ári, í
Austurríki og í Sri Lanka. Öll þessi
hótel ganga vel og sýnir að fólk nú til
dags kann að meta þetta nýja form.”
Altt er gert til aö halda fólkinu sem mest á hóteknu. ÞaO er stanslaust veriO aO búa tk leiki
og reynt er aO hafa hlutina þannig, aO föikiO þurfí nánast ekkert aO fara fráþvítiiaO finna
eitthvaO viðsitthæfí.
plastkúlur við komuna á hótelið.
Rauðu kúlurnar eru andvirði 100
peseta, þær gulu 25 og grænu 5
peseta. Með kúlunum borgar þú
allt á hótelinu. Þar með eru úr
sögunni áhyggjur um að vera rændur
eða tína peningum. Þeir eru í öruggri
geymslu hótelsins úr því.
Einnig eru úr sögunni áhyggjurnar
af hversu mikið eigi að gefa í þjórfé.
Starfsfólkið á hótelinu, en það er um
300 manns, má ekki nota þessar
kúlur og því borgar enginn þjórfé á
hótelinu. Fyrir hótelið er þettá
helmingi hagkvæmara því pening-
arnir koma aðeins frá einum stað —
þar sem kúlurnar eru seldar — en
ekki frá mörgum börum og sölum á
hótelinu eins og áður var.
Strax eftir morgunmat eru æfing-
ar og leikir fyrir þá sem vilja slíkt.
Eftir morgunmatinn eru leikir í
garðinum og við laugina. Þeir miðast
allir að því að fólk kynnist og geti
skemmt sér. Kvenfólkið getur farið í
jogaæfingar, jassleikfimi, lært batik
og margt fleira. Þeir sem vilja íþróttir
geta farið í tennis, en 16 tennisvellir
eru á eða við hótelið, menn geta farið
í knattspyrnu, golf, blak og að sjálf-
sögðu í sund, en 3 stórar laugar eru á
hótelinu, þar af ein innilaug. Auk
þess einkabaðströnd.
í eftirmiðdaginn getur fólk valið
um stereokonserta, tungumála-
kennslu, kennslu á seglbrettum á
sjónum og hvað eina. Sérgarður er
fyrir börnin og þar eru 4 útlærðar
fóstrur ásamt aðstoðarfólki. Þar
hafa börnin hesta og leikföng og
leiktæki auk eigin sundlaugar. Það er
engin hættaáað þeim leiðist þar.
A kvöldin eru svo allskonar
skemmtiþættir, oft með þátttöku
gestanna, leikþættir, bingó og fleira.
Fyrir þá sem eitthvert úthald eiga þá
eftir er svo diskótekið í gangi fram á
nótt.
Klaus U'vc sagði okkur að það
tæki tima að hreyta gömlum form-
fóstumhótelum i svona skemmtihótel
eins og Atalaya Park. Það tekur
lengstan tíma að breyta starfsfólkinu
og fá það til að vera með í leiknum.
„EKKIENDALAUSTHÆGTAÐ SELJA SÓUNA’’
Kjartan L Pálsson blaðamaðurræðir við hótelstjóra á einu afhinum nýju skemmtihótelum, sem nú
eruvíðaaðryðjasér til rúms í heiminum
Maturinn á skemmtihótelum er bæOi mikiii og góOur. Gest-
irnir sjá sjálfír um aO skammta á diskana og hella í giösin.
Hvrtvín og rauOvín eins og hver getur í sig látiO er svo inni-
faiiö í verðinu, eins og sjá má á þessum matseðli frá
Atalaya Park.
LQQJQ
Oot&'o/Vé- CO.</ /'f<S(//VÆ.e£S'
CoA/£0fl!,r)/r rftfy /.£<S(/rVe.3
í?tc/.s'c/n/sf u//r/Z í//6ém/&/£
Co/Ufon/v/- /Z/r ££/ni/,s't
^CA/Sc/Céo "/"o'/y?—
/S'o/r •'/W/eýT''
ácrjt/A/'eé- "/Vt/eýr"
7&í>a/cc /fr cr/í/o -fs.4 /uí/£/>/t//ý. -
?bec -f /'c/tyA/ffé-
F6///' /a/ c/iý/Zá'/' /?//////-
éfc//u//r///rr/r/s'c// /*/ o4f/Sc&’ófecé'
Sbc/r/it- (?/ýc£ y/ á'ÆfA/J-/??/?//£-&
/orcece^ ,?<////£ u//r//<SéfA/í>-//7//efi//e-*.
/A f/SO///Z í rZ/r c/s/ý//z<- /'//>///,£/"
— Hvaðersvo
þetta nýja fórmP
„Við vissum eins og aðrir að það er
ekki endalaust hægt að selja sólina
Fólk vill fá eitthvað meira fyrir
aurana en bara sólböð og hvíld. Á
þessu hóteli hérna erum við til dæmis
með 16 manna starfslið, sem gerir
ekkert annað en að hafa ofan af fyrir
gestunum með allskonar leikjum og
skemmtunum frá morgni og fram á
nótt.
Aðalmálið hjá okkur er að láta
fólk hittast og kynnast. Við tökum
sem dæmi kvöldmatinn. Það er
venjulega fjórréttað þá og frítt vín
með matnum, hvítvín eða rauðvín
eins og hver getur í sig látið. Við
erum með 8 manns við hvert borð, og
það er ekki byrjað að borða fyrr en
öll sæti eru tekin. Þjónarnir bera
fram matinn en gestirnir við borðið
skiptast síðan á um að servera. Bara
með þessu opnast leið fyrir fólk til að
heilsast og ræða saman. Eftir nokkra
daga á hótelinu þekkir þú orðið
fjölda manns — þar á meðal alla
borðfélagana — og þú eða þið verðið
aldrei ein eða leiðist í fríinu.
Engir peningar
ígangi á hótelinu
Annað er við gerum og er mjög
vinsælt er að það eru engir peningar í
gangi á hótelinu. Þú kaupir litlar
Það eru ýmis hótel bæði á Spáni
og víðar að taka upp þetta form eða
eitthvað annað áþekkt. Aðrir halda
gamla forminu afram og það er vel.
Þvi það eru margir sem vilja njóta
þeirrar hvildar ug kyrrðar sem gömlu
hótelunum fylgir.
Það er markaður fyrir allt í hótel-
bransanum. Þetta form sem við
höfum tekið upp á okkar hótelum
hefur gefist vel, og þetta er trúlega
það sem koma skal. Fólkið á ekki að
þurfa að fara út af hótelinu til að fá
þá tilbreytingu sem það sækist eftir i
fríinu. Hótelin eiga að koma með þaí
til fólksins sem eru gestir þeirra
hverju sinni. . .
-ktp