Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Blaðsíða 7
„King of the island" Hér kemur enn ein gömul mynd frá Akureyri. sennilega verður að breyta um nafn á þessari opnu og kalla hana „mannlif fyrir norðan áður fyrr á ár- unum”. En gamanlaust; hafa ekki allir gaman af að rifja upp liðna daga af og til? Þessi mynd er tekin á Akureyrar- flugvelli við komu „Five keys” til Akureyrar, sennilega 1957—8. Með Bandaríkjamönnunum eru Kristján Magnússon, pianóleikari, Jón Sigurðsson og Guðmundur Stein- grímsson, trommuleikari. Lengst til hægri er Leifur Tómasson og Björg- vin Júníusson er lengt til vinstri. Þeir tvímenningarnir voru í móttöku- nefndinni fyrir hönd Knattspyrnufé- lags Akureyrar, en hljómleikarnir með Five keys, sem haldnir voru í Nýja bíói, gerðu stormandi lukku,og voru haldnir til fjáröflunar fyrir KA. Björgvin Júníusson og Leifur sögðu okkur skemmtilega sögu frá þessari heinsókn. Þegar hljómleikun- um var lokið var haldið á Hótel KEA. Á meðan kvöldverður var snæddur gekk í salinn virðulegur maður, klæddur í kjól og hvítt. Var það Þorsteinn Valdimarsson, „kon- ungur” í Hrísey, sem þá var að koma af frímúrarafundi. Svertingjarnir spurðu strax hver þessi virðulegi maður væri. Þorsteinn er látinn fyrir nokkrum árum. Gestgjöfunum vafð- ist eitthvað tunga um tönn, þegar þeir ætluðu að titla Þorstein; gátu ómögulega áttað sig á hvernig „odd- viti” ætti að útleggjast á ensku. En þeir voru fljótir að bjarga sér kapp- arnir og kynntu gestinn; Þorsteinn Valdimarsson, „king of the island”. Hinir söngglöðu svertingjar kunnu að meta svona tiginn gest. sungu þeir fyrir hann sérstaklega á dansleiknum og að honum loknum bauð Þorsteinn þeim upp á herbergi sitt. Þar sungu svertingjarnir fyrir „kónginn” frá Hrísey fram undir morgun. Svona á að umgangast kóngafólk. -GS/Akureyri. DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981. KRÍTARKVÖLDi Stígkin var grtskur dans með o/egans. Dpnað \mi 500 FYRSTU VIÐSKIPT VINIRNIR FÁ SPIL Nesti Bildshðfða L. ZA: ogVesturlandsveg Hannað sérstaklega í tilefni þess að við opnum í dag nýtt NESTI við Bfldshöfða qdidas ^ TOÞ TEN - UNiVERSAL - STDCKHOLM - DUBljlN - KÖ LN - TRX COMPETITION - TR ( TRAINING - INÖOOR SPECIAL YFIR 15 GERÐIR AF TÖSKUM PÓSTSENDUM BIKARINN SKÓLAVÖRÐUSTÍG 14 - SÍMI 24520

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.