Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Blaðsíða 6
6
DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981.
MANNLIF FYRIR NORÐAN
ekki fré Dalvik og öruggiega akki frá Dagverðareyri, eðþvier fróðir menn teija. Binhvem óijósan grun höfum
við um að myndin só tekin á Vopnafirði. Hins vegar höfum við ekki minnstu hugmynd um hvenmr myndin er
tekin. Þaðan af síður vitum við hver sá karlog hver súkona eru, sem skreyta forgrunninn á myndinni. Umhvað
skyldu þau hafa verið að ræða, skötuhjúin? Ef einhver kann að gefa nánari uppiýsingar um þessa mynd, þá er
hann vinsamlega beðinn að slá áþráðinn tiiritstjórnar DVá Akureyri. Síminn er96-21986.
KÁTIR KRAKKAR Á
rithöfundur, sem var fararstjóri Krít,
grískan söng og naut til þess dyggilegs
stuðnings Ragnhildar Jónsdóttur,
menntskælings. Þá sýndi Úlfar Hauks-
son skuggamyndir úr ferðinni og Jens
„hreyfi” sýndi hreyfimynd, öðru nafni
kvikmynd, sem hann tók á Krít. Átti
sýningarvélin eitthvað erfitt með að
melta myndina, þannig að sýningin var
með mörgum hléum. Sannast sagna er
sýningu myndarinnar ekki lokið enn.
En hvað um það, það voru allir léttir og
kátir á Krítarkvöldinu, rétt eins og þeir
voru haustdagana á Krít.
-GS/Akureyri.
Þröngt moga sáttír sitja, — á góffinu.
AKUREWf
í sumar heimsóttu verðandi stúdent-
ar frá Menntaskólanum á Akureyri
„kónginn á Krít”, eins og sagt var frá í
Vísi á sínum tíma. Fóru þau til Krítar á
vegum Ferðaskrifstofu Akureyrar og á
sama tima var annar hópur frá
Akureyri á Krít á vegum skrifstofunn-
ar. Tókust þessar ferðir svo vel, að
Ferðaskrifstofa Akureyrar mun aftur
bjóða upp á slíkar ferðir næsta sumar.
Fyrir nokkru var efnt til „Krítar-
kvölds” í H—100, þar sem etið var á
gríska vísu, eða þannig sko, og ljúfir
grískir tónar gerðu steikurnar ljúffeng-
ari. Síðan söng Sigurður A. Magnússon
• Félagsmálabáknið
og garðyrkjan
Félagsmálastofnanir hafa
vaxið og dafnað i flestum
bæjarfélögum landsins, svo
mörgum finnst nóg um.
Trausti Þorsteinsson, bæjar-
fulltrúi á Dalvik, flutti nýver-
ið um það tillögu i bæjar-
stjórninní þar, að við næstu
fjárhagsáætlun yrði ætlaö fé
til að launa mann i starf fé-
lagsmálafulltrúa. Júlíusi
Snorrasyni, fiokksbróður
Trausta, þótti þessi hugmynd
ekki fráleit. Hins vegar hefur
Július sennilega viljað fyrir-
byggja að „Parkinsonlögmál-
ið” gerði þennan visi til fé-
lagsmálastofnunar að bákni á
Dalvik. Július stakk sem sé
upp á þvi, að félagsmálafult-
trúinn yrði garðyrkjumaður
kaupstaðarins yfir sumar-
mánuðina.
• Af Guði almáttug-
um
Prestkosningar eru nýaf-
staðnar á Akureyri. Fóru þær
fram í mesta bróðerni, að því
er best er vitað, enda drengir
góðir í kjöri. Heimsóttu þeir
m.a. vinnustaði, eins og nú er
lenska í öllum alvöru-kosn-
ingum. Sr. Þórhallur
Höskuldsson lét slikar heim-
sóknir ekki undir höfuð leggj-
ast og skömmu fyrir kjördag
var hann á rölti um ónefndan
vinnustað. Gekk hann í sak-
leysi til konu einnar, sem var
svo niðursokkin i vinnu sína,
að hún veitti Þórhalli ekki at-
hygli fyrst i slað. Varð henni
svo mikið um þegar hún leit
upp og sá prestinn, að hún
andvarpaði: „Guð minn al-
máttugur." „Nei, ekki er ég
nú hann, en ég býðst tit að
gerast umboðsmaður hans i
þinni kirkjusókn”, svaraði
Þórhatlur að bragðí.
• Meira af Guðum
Þó ekki sé það i frásögur
færandi, þá mun Gauti Arn-
þórsson, yfirlæknir í Fjórð-
ungssjúkahúsinu á Akureyri,
dvelja i Sviþjóð þessa dagana.
Kona nokkur i „Innbænum”
ætlaði að hringja á bæjar-
skrífstofurnar í byrjun vik-
unnar, i sima 21000. í ógáti
hringdi konukindin í sima
22100. „Sjúkahús”, sagði sá
er svaraði. „Guð minn góð-
ur,” sagði konan í Innbæn-
um. „Nei, hann er ekki við,
þú verður að hringja til Sví-
þjóðar ef þú vilt ná af honum
lali,” sagði sá er svaraði.
• Af neðri byggðum
Akureyringar kusu sér prest
á dögunum, eins og áður er
sagt. Við innganginn á kjör-
stað í Oddeyrarskólanum stóð
Dúi nokkur Björnsson,
kirkjugarðsvörður, og vísaði
fólki til kjördeilda. Urðu guð-
hræddir Akureyringar felmtri
slegnir þegar Dúi visaöi þeim
skilmerkilega leiðina: „Gjör-
ið svo vel, þið farið bara
norður og niður, þar finniði
ykkarkjördeild.”
•Af jafnrétti
Eitt sinn endur fyrir löngu,
uppgötvaðist það í kerfinu,
að möguleiki væri á að koma
fyrir gæslufangelsi i byggingu
Lögreglustöðvarinnar á
Akureyri. Var það gert og
notað til að hýsa karlfanga til
að byrja með. Höfðu þeir
flestir hverjir greitt fyrir leig-
una með ógætilegri meöferð á
krónunni okkar, að mati
dómstóla. Slíkir eru tíðum
nefndir „hvitflibbaafbrota-
Akureyri þvi nafnin „hvít-
flibbafangelsið” eða „svit-
an”. Óskuðu margir eftir því
að taka úl refsingu sina á
„svítunni”. Ekki mun það þó
hafa veriö vegna þess að að-
búnaðurinn þar hafi þótt til
fyrirmyndar. Fremur mun
það hafa skipt sköpum, að
„allt væri betra en Hraunið”
og „þar sem cnginn þekkir
mann. . .”. Þið vitið fram-
haldið.
• „Svítan" ekki
nógu góð fyrir
konur
Þar kom að fangelsi þurfti
fyrir konur. Þólti þá gráupp-
lagt að breyta „svitunní” í
kvennafangelsí. Var það gert
með stuttyrtri reglugerö,
kvenfangaverðir ráðnir og
„föngurnar” settar inn. Ekki
nefndu þær staðinn „svítu”.
Lýstu „föngurnar” því yfir i
viðtali við Vísi, að fangelsið
væri mannskemmandi. Réði
þar mestu, að enginn friður
væri fyrir næturgestum lög-
reglunnar. Þar við bættist, að
engin aðstaða væri til vinnu,
föndurs eða útivistar. Þetta
voru orð að sönnu og þótt
lögreglumenn á Akureyri og
fangaverðirnir gerðu sitt til að
bæta úr þessi þá dugði það
ekki til. Það þótti ekki fært til
lengdar, að hýsa konur i
þessu fangelsi. Var þvi
kvennafangelsí aflagt.
• Eitt er kona og
annað karl
Áttu nú flestir von á að
saga fangelsisins á Akureyri
væir öll. Ó, nei, ekki aldeilis.
Ekki leið á löngu, þar til fang-
elsið var aftur tekið í notkun,
nú til að hýsa karlfanga. Sú
tilskipun mun hafa fylgt með
föngunum „að sunnan”, að
öllu „dekstri” viö fangana
skyldi hætt. Mun þar vera átt
við bílferðir um Akureyri og
nágrenní, útiveru og tilbrigöi í
matargerö, sem „föngurnar”
nutu, sem nokkurskonar
uppbótar vegna aðbúnaðarins
i fangelsinu. Það verður ekki
séð að jafnrétti riki í fangels-
ismálum hérlendis.
GS/Akureyri
Snjó-
korn
menn”. Fékk fangelsið á
Sigurður A. Magnússon og Ragn-
Söngurinn bætir hressir og kætir.