Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Page 23
DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981. 23 EJTTHVAÐTIL AÐDUNDA WÐ HANDA ÞEIM SEM BÍDA Aðfangadagur þótti mér alltaf lengsti dagur ársins þegar ég var lítil. Ég vaknaði eldsnemma með hundrað flögrandi fiörildi í maganum, til- hlökkunin var svo mikil að hún var óbærileg. Allt það sem mér var fyrir náð og miskunn fengið að gera til að hjálpa til hafði þann eina tilgang að drepa þessar klukkustundir sem eftir voru til klukkan sex og öll verkefni tóku helmingi skemmri tima en venjulega. Alls staðar var svo fínt og hreint og vel tiltekið, að útilokað var að leika sér, hvort sem það var úti eða inni. Og allt var í biðstöðu. Kertin teinrétt með hvítan kveikinn, jólatréð umkringt pökkunum, serían úti á svölum, ávextirnir í skálinni, nýi kjóllinn inni í skáp, mandlan í grautnum. . . . ekkert mátti snerta heldur beið allt húsið með mér og gerði daginn enn óbærilegri. Eftir að ég lærði að lesa, tókst mér, að loknum þó nokkrum samningafund- um að fá leyfi til að opna einn jóla- pakka snemma dagsins, einn sem var eins og bók í laginu. Og það var eins gott að sú bók væri spennandi! Svo breyttist þetta auðvitað þegar á leið, jólin hættu kannski að byrja á slaginu sex af því að ég fór að taka meiri þátt í undirbúningum sjálf. Þegar eldri systkinin voru farin að heiman gafst gott tilefni til að fara í bíltúr með pabba til að koma jóla- gjöfum undir þeirra tré. Nú, og á sokkabandsárunum svaf maður nú bara hálfan daginn eftir Þorláks- messudýrðina og svo allt í einu var ég orðin mamman sem rak alla út til að fá að vera í friði yfir sósunni! Að ég skuli ekki skammast mín! En hér er smáuppbót: eitthvað til að gera meðan beðið er. Þrautir og föndur. Já, föndur! Ekkert fyrir- ferðarmikið eða draslandi. Bara eitt- hvað til að dunda við í rólegheitum. En líklega væri ráð að tryggja sér skærin, kortin og teygjubandið strax, það er ekki síst að mamma og pabbi hafi það á reiðum höndum á sjálfan aðfangadaginn. Svo óska ég öllum gleðilegra og friðsamlegra jóla. -Ms. Hvernig í ósköpunum er hœgt að komastfrá pttunni til krossins? 3« 3 C Zl' Eldspýfnaþrauf Náið ykkur í 12 eldspýtur og raðið þeim svona upp: Svo: a) Hreyfið tvœr og búið til sjö ferhyrninga. b) Hreyfið fiórar svo eftir verði þrír ferhyrningar. c) Hreyfið fiórar og gerið tíu ferhyrninga. d) Takið tvter burt svo eftir verði tveir ferhyrningar. e) Takið þrjár burt, hreyfið tvcer aðrar og þá eiga að vera þrír ferhyrningar eftir. Þetta er dálítið strembið en annaðhvort pabbi eða mamma hljóta að mega vera að að pœla íþessu með ykkur. En hér er smá- vísbending: Ferhyrningarnir eiga ekki alltaf að vera jafnstórir! Pínulítil teiknimynd — Allf sem þarf eru nokkur pósfkorf, skæri og f eygjuband Jæja krakkar, nú gðtið þið farið að dunda við að búa til ykkar eigin teiknimynd! Jæja, kannski ekki al- vöru teiknimynd eins og þessar i sjón- varpinu, heldur bara eina örstutta til að hafa í vasanum og skoða öðru hverju. Sjáið til, þegar einhver hleypur, stekkur, sest eða hvað það nú allt er sem dýr og menn gera i teiknimynd- um, þá þarf að teikna hverja einustu hreyfingu, stöðu líkamans. Ef t.d. maður er að setjast, þá er fyrst teikn- uð mynd þar sem hann stendur, svo margar, margar myndir af því þegar hann sígur niður í stólinn og á hverri mynd er hann kominn örlítið nær stólnum. Svo eru þessar mörgu myndir kvikmyndaðar og sýndar hratt og bommsadeisí!: Maðurinn er sest- ur! Til að skýra þetta enn betur, eru hér til vinstri nokkrar myndir af and- liti á sjónvarpsskermi, sem er að hlæja all-rosalega. Þið getið klippt hverja mynd út og límt á spjald. Þannig hafið þið búið til litla bók, sem, með þvi að fletta henni undan þumalfingrinum, reynist vera örstutt teiknimynd. Allt sem þið þurfið eru 6 stykki póstkort í sömu stærð, nú eða þá bara kartonpappír, sem hefur verið vendilega sniðinn á sama hátt. Segj- um sem svo að þið notið póstkortin. Þið klippið kortin í fjóra nákvæm- lega jafna hluta eins og sýnt er á myndinni. Svo klippið þið myndirnar út og límið þær á kortin eins og sést á myndinni — það á að vera 3 mm rönd fram með. Þegar límið er þurrt, raðið þið kortunum i röð eftir númerunum, I efst o.s.frv. Því næst er sterku teygjubandi vafið utan um bunkann, 2 cm frá vinstri hlið, sjá lika myndina. Og þá er ekki eftir ann- að en halda vel um vinstri hlið bunk- ans og fletta með þumalftngrinum niður á við. Og horfið á myndirnar. Þið verðið örugglega alveg steinhissa! PQSTCARD cnt»h ■D» u A A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.