Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1982, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1982, Side 2
2 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1982. EigendurBifreiðastöðvarSteimlórs sinna ekki afturköllun atvinnuleyfanna: „Þeir halda áfram að keyra” „Það gerist ekki annað en það, að mennirnir halda áfram að keyra,” sagði Viðar Matthíasson, lögmaður kaupenda Bifreiðastöðvar Steindórs er DV spurði hann í gær um viðbrögð þeirra við afturköllun atvinnuleyf- segir Viðar Matthíasson lögmaöur kaupenda Tímamörk afturköllunarinnar eru kl. 14 í dag. Seljendum stöðvarinnar hafði verið tilkynnt að þeir gætu sótt aftur um leyfin fram til laugardags- kvölds, gegn því að kaupin gengju til baka. „Það hafa engin þau leyfi verið afturkölluð sem stöðin hefur verið rekin eftir,” sagði Viðar. „Leyfin frá 1973 hafa aldrei verið í gildi, heldur þau sem voru útgefin 1956. Mennirn- ir munu auðvitað aka á þeim Ieyfum eftir sem áður, alveg óháð því hvort leyfin frá 1973, sem eru hvort eð er ógild, verða afturkölluð. Enda er slík afturköllun alger markleysa. Seljendum var gefinn frestur til að endursækja um leyfin. En þeir eru bundnir af kaupsamningi, svo þeir munu ekkert sækja um það. Ég get ekki séð að lögreglan sjái sér fært að stöðva starfsemina sem bygg- ist á leyfum sem eru í gildi,” sagði Viðar. —JSS „Þrautariending að stöðva þá með lögregluvaldi” — segir Brynjólf ur Ingólfsson deildarstjóri í samgönguráðuneytinu „Þrautalendingin verður sú, að stöðva þá með lögregluvaldi. Við get- um ekki staðið í þjarki við mennina. En við treystum þvi að þetta geti gengið friðsamlega fyrir sig,” sagði Brynjólfur Ingólfsson deildarstjóri í samgönguráðuneytinu er DV spurði hann hver yrðu viðbrögð þess, yrði afturköllun leyfanna ekki sinnt. .,, Brynjólfur sagði, að afturköilun atvinnuleyfanna væri gerð að til- mælum ráðuneytisins. Árið 1973 hefðu verið gefin út 45 leyfi, sem skipzt hefðu jafnt á 5 erfingja Stein- dórs. Reglugerð, þar að lútandi, hefði verið birt með ábyrgðarbréfi og væri því fyllilega lögleg. Eftir henni hefði verið starfað sl. 9 ár. „Það er búið að taka ákvörðun af okkar hálfu um þetta mál. Henni verður ekki breytt,” sagði Brynjólf- ur. „Málið er afgreitt af hálfu ráðu- neytisins.” —JSS Óspektirnar á Selfossi: „Ekki nýtt að skella skuldinni á lögregluna” —segir Sigurður Jónsson varðst jóri og segir ásakanir tæpast eiga við rök að styðjast JUHrari af fyriHtuguOum raOhútum wn mætt hafm mMKI mndwpymu Mkm í h vmrfínu íbúar mótmæla frekari byggingum í Laugarásnum: BJÓÐAFRAM „Við áttum von á óspektum og bjuggum okkur undir þær,” sagði Sigurður Jónsson varðstjóri á Selfossi er DV ræddi við hann um óspektirnar, sem urðu í bænum á þrettándadags- kvöld. Hefur mikil óánægja risið upp með framkomu lögreglunnar og harð- orð mótmæli verið borin fram. „Það er ekkert nýtt að skuldinni sé skellt á lögregluna,” sagði Sigurður. „En hvað á hún að gera þegar tekið er til við að grýta hana með flöskum og öðru lauslegu, rusli dreift um götur og kveikt í því?” Hvað um þær ásakanir á hendur lög- reglunni að jafnt sekir sem saklausir hafi veríð handteknir? „Það er alltaf erfitt að gera upp á milli sekra og saklausra í ólátum sem þessum. Það er hugsanlegt að einhverj- ir hafi verið handteknir, sem ekki komu við sögu í óspektunum sjálfum.” Ykkur lögreglumönnum var einnig gefið að sök að hafa komið ólátunum af stað með frumhlaupi. Hvað viltu segja um þær ásakanir? „Við hreyfðum hvorki legg né lið gegn fjöldanum fyrr en farið var að grýta okkur svo þær ásakanir eiga tæpast við rök að styðjast. Að öðru leyti vil ég ekkert tjá mig um þetta mál,” sagði Sigurður. -SSv. SJALFBODAVINNU — ef það mætti verða til þess að fegra útivistarsvæðið Á níunda tug ibúa við Austur- og Vesturbrún hafa undirritað mót- mælaskjal þar sem þeir fara fram á að opna svæðið á milli gatnanna á háhæð Laugarássins fái að gegna upphaflegu hlutverki sínu. Benda þeir á að þegar núverandi Bókabúð Braga Arnarbakka 2, Breiðholti Frá og meö 1. janúar 1982 munum viö leggja niöur nafniö Arnarval á bókaverslun okkar aö Arnarbakka 2 í Breiöholti. Framvegis mun hún heita Bókabúð Braga og veröur rekin undir því nafni ásamt Bókabúð Braga, Lækjargötu 2 og Bókabúð Braga, blaðsölu, Hlemm- torgi. Ragnhildur Bender Guömundur H. Sigmundsson Bökabúð Braga Arnarbakka 2, Breiöholti Bókabúð Braga Blaöasala, Hlemmtorgi Bðkabúð Braga Lækjargötu 2 hverfi í Laugarásnum var reist fyrir um 25—30 árum hafi þvi verið haldið fram að ekki yrði um frekari byggð að ræða. Þurftu því íbúar við Austurbrún að borga sjálfir vatns- og skolpleiðslur niður á Kambsveg. Vilja þeir halda því fram að með þeirri kvöð, sem á þá var lögð þá.hafi þeir um leið verið að borga fyrir að halda holtinu óbyggðu. Undir mótmælaskjalið til borgar- ráðs skrifa 86 íbúar, en tekið er fram að ekki hafi náðst til nærri allra enda ekki lögð ríkuleg áherzla á það. Rétt er að vekja athygli á því að talsverður hluti hópsins lýsti sig reiðubúinn til að leggja fram sjálfboðaliðsvinnu við framkvæmdir á holtinu ef það mætti verða til þess að fegra holtið og gera þar útivistarsvæði eins og ætlunin hefur verið um langt skeið. —SSv. METSOLURI V-ÞÝZKALANDI 0G ENGLANDI — þegar Ögri og Sigluvík seldu þar Togarinn Sigluvík frá Siglufirði fékk eitthvert bezta meðalverð sem íslenzkur togari hefur fengið á fiskmörkuðum á Englandi þegar hann landaði i Hull í fyrradag. Sigluvíkin landaði þar 66,9 tonnum og fékk fyrir það 907, 9 þús. kr. og var meðalverðir þar með 13,58 krónur. Þá fékk ögri frá Reykjavik hæsta meðalverð sem íslenzkur togari hefur fengið á markaðinum í Vestur-Þýzka- landi þegar hann seldi 186,6 lestir í Cuxhaven á 1.779,3 þús. kr. og var meðalverðið þar 9,52 krónur á kílóið. Þrír aðrir togarar seldu ytra í gær og fyrradag, Ingólfur Arnason í Bremen- haven 148,7 lestir á 1.354 þús. kr. — meðalverð 9,10 krónur — og Otur í Grimsby 89 tonn sem hann fékk 933 þús. kr. fyrir og var meðalverðið hjá honum því 10,48 kr. Stálvík seldi líka í Grimsby í gær. Hún var með 96,3 lestir og fékk fyrir þann afla liðlega eina milljón krónaog meðalverðið var 10,63 kr. ákílóið. Þrír togararar selja ytra í næstu viku og eru það síðustu sölur íslenzkra togara á erlendum fiskmörkuðum á næstunni. -klp-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.