Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1982, Síða 2
2
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1982.
^ EITT AF FALLEGRIUONUM
HEIMS BYRIHAFNARFIRÐI
segja erlendir dýragarðasérfræðingar
KytkMangan t rólega daga i búH
sJnu. Hún er ekki ertruð en er hkta
vegar nokkuð sterk og getur bUÖ
hraustiega.
VeOráttan hóriendis hentar
isbjörnunum veI. í dýragörðum I
suðlægari löndum hefur það viljað
bragða við að feldur ísbjarnanna
hefur akki haldið glæsdedc sinum.
ma
Pifuglinn brekUr úr fjaðrakórónu sinnl jtegar harm vHt gera hosur sinar grænar Tynr Kvenruglinum. GalUnn er
bara sá að kvenfuglinn tló i fyrra. Þrátt fyrir það gerir karifugUnn slg breiðan enda er hann að reyna við
kalkúnshænur sem hafðar eru isama búri. Reyndar aru tveirkátfarþarlíka. DV-myndir GVA.
„Það er hugsanlegt að ~málin
skýrist eftir einn eða tvo mánuði.
Menn eru að velta því fyrir sér hvort
vert sé að setja safnið í gang á ný.
Það er verið að vinna að áætlun um
safnið,” sagði Jón Kr. Gunnarsson,
forstjóri Sædýrasfnsins í samtali við
DV.
Þann 1. febrúar næstkomandi
verður eitt ár liðið frá því Sædýra-
safnið var lokað almenningi. Síðan
þá hafa málefni safnsins verið í
biðstöðu.
Flest dýrin eru enn í safninu og
virðast hafa það gott. Fiskasafninu
var þö fargað í fyrra, enda húsakynni
þess gengin sér til húðar, að sögn
Jóns.
„Við þyrftum að hafa aðgang að
fjármagni til að gera varanlega hluti.
Margt af því sem gert hefur verið hér
hefur verið gert af vanefnum.
Tjaldað hefur verið til einnar nætur.
Það sem safnið þarf fyrst og
fremst er nýtt hús undir fiskasafnið.
Gamal húsið er úr sér gengið og
viðhaldið á því dýrt. Við vorum t.d.
alltaf í vandræðum með sjóinn,”
sagði Jón Gunnarsson.
Hann kvaðst ekkert sérstaklega
bjartsýnn á framtíð Sædýrasafnsins.
En meðan ráðamenn sveitarfélaga
í Reykjaneskjördæmi, en þau hafa
styrkt rekstur safnsins, velta því fyrir
sér hve miklu fjármagni eigi að
ráðstafa til þess, þarf að fæða dýrin.
„Fóðrið er ekki dýrasti liðurinn í
rekstrinum. Það er tiltölulega ódýrt.
Rafmagnið er stærri
kostnaðarliður,” sagði Jón.
Hann sagði tekjur af háhyrninga-
veiðum safnsins hafa fjármagnað
reksturinn að undanförnu en sem
kunnugt er hefur safnið veitt hvalina
og selt til sýninga í söfnum vest-
anhafs.
Enn sem komið er hefur ekki verið
farið út í það að selja þau dýr sem eru
i safninu nú. Ljónin, apana,
ísbirnina, kengúrurnar og
kyrkislönguna þyrfti öll að selja til
útlanda. Ef það yrði gert yrði dýrt að
fá þau dýr aftur til landsins.
Vissulega væri synd að missa t.d.
ljónin úr landi þvi erlendir dýra-
garðsmenn, sem hingað hafa komið,
hafa sagt að karlljónið í Sædýra-
safninu sé með fallegri ljónum, sem
fyrirfinnast í dýragörðum. Undir þá
skoðun geta blm. DV, sem röltu um
safnið á dögunum, tekið. Og reyndar
bætt því við að ljónynjan er lítið
síðri. -KMU.
Konungur dýranna hefurþað ágætt I Sœdýrasafninu. Leó heitir karlljónið
en jjónynjan heitir Elsa. Menn frá eriendum dýragörðum, sem heimsótt
hafa Sædýrasafnið, hafa sagtað Leó sá með fallegustu Ijónum sem fyrir-
finnast í dýragörðum.
Hnýtingarblöð,
40 tegundir
Hnýtigarn
í miklu úrvali.
V/RKA
Klapparstíg 25—27,
sími 24747.
DVífullumgangi Isuzu Gemini dreginn
“ út í lok mánaðarins
Áskrifendagetraun Dagblaðsins og
Vísis er nú í fullum gangi. í lok þessa
mánaðar, nánar tiltekið þann 27.
janúar, verður dreginn út fyrsti
vinningurinn. Er þaö bifreið af
gerðinni Isuzu Gemini. Þessir bilar eru
þekktir fyrir sparneytni og góða
aksturseiginleika, sem sagt kjörnir
fjölskyldubilar.
Þann 28. april næstkomandi verður
svo dreginn út Zuzuki jeppabifreið og
Opel Kadett 28. júli. Heildarverðmæti
vinninganna í getraunir.ni nemur
319.000 krónum.
Fjórir getraunaseðlar hafa nú verið
birtir vegna Isuzu bílsins. Birtist hinn
siðasti i blaðinu á mánudag. Nýir á-
Isuzu Gcminl blfrelðln, scm dregin
verður út 27. janúar.
skrifendur eiga þess kost að taka þátt í
leiknum. Aðeins verður dregið úr svar-
seðlum skuldlausra áskrifenda.
Þeir sem ætla að taka þátt í áskrif-
endagetraun Dagblaðsins og Vísis,
fylla út seðilinn með réttu svari og
senda hann síðan i umslagi merktu:
Dagblaðið og Vísir, DV-getraunin,
Þverholti 11, 105 Reykjavík.