Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1982, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1982, Síða 6
6 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1982. Nauðungaruppboð sem auglýst var 1 71., 73. og 76. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 á hluta í Hjallaseli 17, þingl. eign Maríasar Sveinssonar, fer fram eftir kröfu Gjaidheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri föstudag 15. janúar 1982 kl. 15.45. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 72., 75. og 77. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 á hluta I Kambaseli 28, talinni eign Þórs Rúnars, fer fram eftir kröfu Gjald- heimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri föstudag 15. janúar 1982 kl. 16.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavfk. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 71., 73. og 76. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 á Bláskógum 12, þingl. eign Gunnars Dagbjartssonar, fer fram eftir kröfu Gjald- heimtunnar í Reykjavík og Innheimtustofnunar sveitarfélaga á eigninni sjálfri föstudag 15. janúar 1982 kl. 15.15. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 71., 73. og 76. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 á hluta í Dalseli, 1 þingl. eign Levis Konráðssonar, fer fram eftir kröfu Gjald- heimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri föstudag 15. janúar 1982 kl. 15.00. Borgarfóteaembættið í Reykjavík. Til sölu vd mcð farið billiardborð, Stærð: 1,25 x 2,50 cm. Kúlur og kjuðar fylgja með. Nánari upplýsingar á verzlunartíma í síma 31133 eða 83177. ■f ♦ § i ■f i t t f ■f f ■ + + +■ + ♦♦+♦ + ♦»+♦♦♦♦■»■♦»♦ + + + ♦♦♦ f f f f ♦ ♦ ♦ ♦ f f f -f-f-f-ff t Staða fulltrúa hjá Veðurstofu íslands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakjörum starfsmanna ríkisins. Starfið er aðallega fólgið í vélritun fyrir stofnunina, umsjón og frágangi á bréfasafni hennar, færslu handbóka o.fl. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf, skulu sendar Samgönguráðuneyti eigi síðar en 22. janúar 1982. Nánari upplýsingar verða veittar hjá Veðurstofunni milli kl. 14.00 og 15.00dagana 14,—15.og 19.-—21. janúar 1982. Veðurstofa íslands AUGLÝSING Styrkir til háskólanáms í Grikklandi Grbk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði fram í löndum sem aðild eiga að Evrópuráðinu fimm styrki til háskólanáms í Grikklandi háskólaárið 1982—83. — Ekki er vitaö fyrirfram hvort einhver þessara styrkja muni koma í hlut íslendinga. — Styrkir þessir eru eingöngu ætlaðir til framhalds- náms við háskóla og skulu umsækjendur hafa lokið háskólaprófi áöur en styrktimabil hefst. Þeir ganga að öðru jöfnu fyrir um styrkveitingu sem hyggjast leggja stund á grísk fræði. Til greina kemur að styrkur verði veittur til allt að þriggja ára. Umsóknir um styrki þessa skulu sendar til: Foundation of State Scholarships, 14 rue Lysicratous, 119 Athens, Greece, fyrir 30. apríl 1982 og lætur sú stofnun jafnframt I té umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar. Menntamálaráðuneytið, 6. janúar 1982. SUMARHÚS Nú er tilvaliðað huga aðsumarhúsum fyrir vorið. 1 Við bjóðum sérstakt kynningarverð á 26 ferm. húsum til 15. febrúar. 1 Ennfremur bjóðum við eftirtaldar stærðir: 22 ferm, 31 ferm, 37 ferm, 43 i fermog49ferm. ATH. að hægt er að fá húsin afhent á ýmsum byggingarstigum. Sumarhús Jóns hf. Kársnesbraut 4 (gognt Blómaskálanum). Sími 45810. Neytendur Neytendur innihaMs. Ishm fær slæma útreið i úttekt á mjólkurvörum — vantar meira eftirlit með mjólkinni allt f rá upphafi framleiðslu 4720 mjólkursýni bárust til rann- sóknar hjá Matvælarannsóknum rikis- ins árið 1976—1980. Sendendur voru 34 heilbrigðisnefndir, Heilbrigðiseftir- lit ríkisins og ýmsir aðilar. Langmest barst af gerilsneyddri mjólk eða yfir 40%, en um 14% af hvoru fyrir sig, ís og rjóma. Afgangur- inn dreifist á ýmsar mjólkurvörur. Gerilsneydd mjólk var prófuð bæði frá Mjólkursamsölunni í Reykjavík, verzlunum í Reykjavik og Kópavogi og ýmsum öðrum stöðum. 7% mjólkur- innar úr Samsölunni reyndist slæm, en af öðrum sýnum var hlutfallið 26,8 til 29,9%. Frá gerlafræðilegu sjónarmiði var mjólkin bezt á tímabilinu marz 1976 til febrúar 1977 en þá var líka opinbert eftirlit með mjólk frá Mjólk- ursamsölunni meira en önnur tímabil. Fylgzt hefur verið með geymsluþoli mjólkur frá MS síðan i ársbyrjun 1978. Er það breytilegt eftir árstíðum. Miðað er við hámarksgerlainnihald 50.000 pr ml. Yfir kaldasta tímann, eða frá nóvember og fram í marz, er geymslu- Við geymslu og meðferð matvæia eru þrjár meginreglur sem helzt skal hafa í huga, þó ótal önnur atriði megi telja. Nefnum við þau hér á cftir. Stofuhrtínn hættulegastur Flestir þeir sýklar sem valdið geta matareitrun drepast um leið og mat- urinn er soðinn, steiktur eða grillað- ur. Samt sem áður er ailtaf hætta á ákveðinni eitrun ef maturinn stendur hálflieitur eða voigur lengur en tvo tíma. Því er um að gera að halda matnum vel heitum eftir að hann er tilbúinn og þangað til borðað er. Alla afganga á að setja í kæliskáp um leið. Stofuhiti eða lítill hiti eru hin ákjós- anlegustu vaxtarskilyrði fyrir margs kyns sýkla og fæstir þeirra hafa áhrif á bragð, lykt eða útlit fæðunnar. KæHskápurinn beztur Þegar farið er af stað að kaupa í matinn er æskilegast að kaupa kjöt, egg, mjólk, ost og aðrar kælivörur síðast af öllu. Setjið það siðan beint i isskápinn þegar heim er komið. Að öðrum kosti er hættunni eða sýklun- um boðið heim. Bezt er að þiða kjöt í ísskápnum. Ef mikið liggur við og ekki er nægur timi til stefnu er ágætt að láta kjötið í plastpoka og leyfa því að þiðna undir rennandi vatni, köldu. Kúnstin er að ná matnum yfir frostmark en halda honum samt nægilega köldum til að fæla alla sýkia á brott. þolið um 5 sólarhringar, en 3—4 sólar- hringar frá júní til ágústloka. Er hér miðað við síðasta söludag. Eitthvað hefur undanrennu hrakað, samkvæmt sömu rannsóknum, en geymsluþol hennar á að vera hið sama og gerilsneyddrar mjólkur. Af sýnum sem bárust af rjóma virðist hann einna beztur i Mjólkursamsölunni í Reykja- vík, öllu lakari ef marka má sýnin þeg- ar komið er út í verzlanir og enn verri er útkoman annars staðar af landinu. ís var nokkuð gaumgæfilega athug- aður í þessum rannsóknum. Fær hann tiltölulega slæma útreið. Á tímabilinu marz 1977 til ársloka 1980, reyndust gölluð sýni af ísblöndu vera að meðal- tali 38,9% og af mataris 54,2%. „Shake”, eða mjólkurhristingur eins og sumir kalla hann, kom þó verst út með 73,8% slæm sýni: Sömuleiðis kemur tilbúið fromage frekar illa út en frostpinnarnir sleppa, enda sýni mjög fá. Aðrar mjólkurvörur koma vel út í rannsókninni, að undanskildu þreyti- “Húsráð” Hreinlæti, aðalsmerki eld- hússins Hreinlæti ætti að vera aðalsmerki i öllu okkar lífi, en það á ekki sízt við um eldhúsið. Gætið þess að öll ilát séu vel þvegin og hrein. Áhöld, borðklútar, diskaþurrkur og allt ann- að sem nálægt kemur þarf að vera vel þrifið. Og ekki má gleyma höndun- um. Þvoið þær oftar. Þær verða aldrei of hreinar. Gætið þess vel að sýklar berist ekki úr hráum matvælum i tilbúinn mat. Þetta gæti til dæmis gerzt, ef þú legð- ir buffin frá þér á fat áður enþaueru matreidd og bærir siðan tilbúna steikina fram á sama fati án þess að þvo það á milli. Það er aldrei of varlega farið. Mat- areitrun getur komið af minnsta til- efni og fylgja henni miklar kvalir, stundum jafnvcl dauði. Það er þvi óþarfi að taka nokkra áhættu. Hakkað kjöt Hakkað kjöt og það sem úr þvi cr lagað, ætti alltaf að vera vel soðið áð- ur en þess er neytt. Áslæðan? Jú, matvara þessi er meðhöndluð mikið í höndum og tækjum, áður en til neyt- andans kemur og viðbúið að i henni sé mikið af sýkium. Það er þvi til dæmis hinn mesti ósiður að borða hrátt, hakkað kjöt. kremi sem reyndist á tímabili mjög illa. Einnig fær sýrða ávaxtamjólkin slæma útreið en nú er hætt að framleiða hana. Eins og getið er um annars staðar hér á siðunni eru það fáar heilbrigðisnefnd- ir sem hirða um að senda inn reglulega sýni af mjólkurvörum. Verður það að teljast mjög slæmt þar sem hundruð býla í hinum ýmsu sveitarfélögum eru hvert með sína mjólkurframleiðslu. Eru aðstæður og heilbrigðishættir þar eflaust eins misjafnir og býlin eru mörg og því þörf á mjög ströngu eftirliti. Vonandi breytist þetta með bættum að- stæðum og starfsháttum þar sem mjólk er sennilega ein alviðkvæmasta fram- leiðsluvaran hér á landi. Ennfremur ber að hafa í huga að á síðasta ári voru gerðar umtalsverðar úrbætur á framleiðslu Mjólkursamsöl- unnar eftir þann úlfaþyt sem varð vegna slæmrar mjólkur í fyrrasumar. Mun þetta væntanlega skila sér í niður- stöðum af sýnatöku fyrir 1981 og kom- andi ár. -JB Kjúklingar og annað fugla- kjöt Fuglakjöt á alltaf að fullsjóöa. Ef það er matreitt, til dæmis daginn fyr- ir neyzlu, á að skella þvi i ísskápinn strax eftir suðu og geyma innmatinn sérstaklega. Þetta á einnig við um fyllingar i fugla. Það má alls ekki setja hana í einum eða tveimur dög- um fyrir neyzlu, heldur aðeins rélt áður en kjötið er steikt. Afganga á að kæla í sitthvoru lagi, það er fylling- una sér. Pylsur og aðrar unnar kjöt- vörur Þessar vörur á alltaf að gevma í kæliskáp. Og ávallt vel innpakkaðar, en ekki of lengi. Þó að búið sé að sjóöa þessa vöru fyrirfram, þýðir það ekki að sýklar geti ekki borizt í þær eftirá. Dósamatur Dósamatur getur verið hinn var- hugaverðasti. Kaupið aldrei dósir sem eitthvað hafa laskazt eða jafnvel lckið. Og krukkur með be.vgluðu loki eða sprungnar, eru ekki síður hættu- legar. Bragðið alls ekki á innihaldinu ef lyktin er ókennileg, eða ef þrýst- ingur er óeölilega mikill þegar dósin er opnuö. í niðursuðumat, þó sér- staklega heimalöguðum, hefur oft fundizt stórhættulegur sýkill, botulis, sem veldur umsvifalausri eitrun. Aldrei á að geyma niðursoðinn mat áfram í dósinni, heldur losa hann i hreint ilát, um leið og opnaö er.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.