Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1982, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1982, Page 7
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1982. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur AGFA 1 > FUJI KODAK SAKURA Munur á hæsta og lægsta verói 110/12 mynda, 100 ASA 32,- (1) 25,- (1) 36,70 (4) 46,8% 110/24 mynda, 100 ASA 31,50 (1) 36,15 (7) 51,70 (7) 41,- (1) 64,1% 126/12 mynda, 100 ASA 34,- (1) 27,50 (2) 38,35 (3) 39,5% 126/24 mynda, 100 ASA 38,- (4) 52,75 (4) 38,8% 135/12 mynda, 100 ASA 30,- (1) 30,75 (2) 41 ,- (5) 36,7% 135/24 mynda, 100 ASA 39,40 (5) 38,85 (7) 53,25 (8) 43,- (1) 37,1% 135/36 mynda, 100 ASA 58 ,- (2) 51,- (5) 68,85 (6) 54,- (1) 35,0% 135/24 mynda, 400 ASA 67,35 (3) 44,60 (5) 63,55 (7) 51,0% 135/36 mynda, 400 ASA 90,- (4) 58,15 (3) 80,45 (5) 54,8% Tölur í sviga sýna í hve mörgum verslunum hver f ilma fannst . 1) Agfa filmur eru 80 ASA, í staö 100 ASA 'iöurstööur könnunarinnar sýna aO vorutogur munur er á veröi einstakra Htfílmuvörumorkja. 10 sérverzlanir með Ijósmyndavörur á Stór-Reykjavikursvæðimi voru heimsóttar. ■ ■ r *~1 Mismunur á hæsta og lægsta verði ogframköiiunar hvericir tgIitiu að meðaltali 45,1 % hiAniicTii' 7 Verðkönnuná Ijósmyndafilmum ogframköllunar þjónustu: Hörð samkeppnisbarátta hefur verið að undanförnu á milli þeirra aðila sem selja ljósmyndafilmur og bjóða fram- köllunarþjónustu. Sérstök „tilboð”, hafa flætt yfir og kærur og klögumál gengið á vízl. Fyrirtækið Glögg mynd bauð „ókeypis litfilmu í jólagjöf” en sá böggull fylgdi skammrifi að kaup- andi þurfti um leið og hann tók á móti „jólagjöfinni” að kaupa framköllun og kópíeringu fyrirfram. Umboðsmaður Kodak hér á landi, Hans Petersen hf„ hefur auglýst sér- stakt „afmælistilboð” sem standa á út þetta ár. Felur það í sér afslátt á stækk- un einnar myndar fyrir hverja Kodak litfilmu sem framköUuð er og kópieruð á ljósmyndastofu Hans Petersen hf. Þriðji aðilinn, umboðsmaður Fuji filma, auglýsti í blöðum sérstakan verðsamanburð á Kodak og Fuji, litfilmum. í auglýsingunni var því hald- ið fram að verulegur verðmunur væri á þessum tveimur merkjum og væru Fuji litfilmur mun ódýrari. Var þeim tilmælum beint til neytenda að gera verðsamanburð en „láta ekki plata sig” á þeim tilboðum, sem voru á markaðnum. Starfsmenn Verðlagsstofnunar fóru á stúfana þann 28. desember sl. til þess að auðvelda neytendum verðsaman- burð á ljósmyndafilmum og framköll- unarþjónustu. Heimsóttar voru 10 sér- verzlanir með ljósmyndavörur á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Verð var kannað á 9 algengustu tegundum litfilma, framköllunarþjónustu og hvort boðið væri upp á svokallað „sértilboð” á filmuverði eða framköllunarþjónustu. Niðurstöður könnunarinnar eru birtar í Verðkynningu frá Verðlagsstofnun (1/2/1982) og fylgja hér með greininni. Filmur Kannnað var verð á litfilmum og er hér birt meðalverð þeirra 9 tegunda sem könnunin náði til. Tölur í sviga segja til um í hve mörgum verzlunum hver filmutegund fannst. Fram kemur verulegur munur á verði einstakra vörumerkja. í sjö tilvikum eru Kodak filmur dýrasta en Agfa filmur f tveimur. Fuji filmur eru í sjö tilvikum FILMLJR OG VÉLAR B.F. SKÓLAVÖROUSTÍG 41 - SÍMI20235. ódýrastar en Agfa filmur í tveimur. Ef borið er saman hæsta og lægsta verð hverrar filmu er mismunurinn að meðaltali 45,1 %. Ef hins vegar er borið saman verð á þeim átta tegundum Agfa, Fuji og Kodak filma sem til voru í sömu stærðum hefðu þær kostað samtals: Fuji litfilmur 312.00 krónur Agfa litfilmur 382.25 krónur Kodak litfilmur 433.85 krónur. Áherzia er lögð á að hér er ekki lagt mat á gæði filma frá einstökum fram- leiðendum heldur er eingöngu gerður einfaldur samanburður á verði. Framköllun og kópíering Fram kom í könnuninni að framköll- un og kópíering litmynda hérlendis er í höndum þriggja fyrirtækja, Hans Pet- ersen hf„ Agfamynda hf. og Glögg myndar. Einnig kom i ljós að fram að áramótum var verð fyrir þessa þjón- ustu það sama hjá öllum aðilunum þremur, eða 14.00 kr. fyrir framköllun og 3,50 kr. fyrir hverja kópíeringu. Þó kostaði 4,00 kr. hver kópíering hjá Agfamyndum fyrir eftirtökur. Hans Petersen hf. og Agfamyndir hf. hækkuðu hins vegar verðið um ára- mótin og kostar framköllun nú 18,00 kr. og hver kópíering 4,50 kr. og gildir sama verð um eftirtökur hjá báðum aðilum. Glögg mynd hefur hins vegar ekki hækkað verðið og framköllun eða kópiering því 22,2% ódýrari hjá því fyrirtæki í dag en hjá hinum tveimur. Að auki býður Glögg mynd stærri lit- myndir á sama verði. Allir ofangreindir seljendur framkalla öll merki og allar tegundir litfilma. Sórtilboð Kannað var sérstaklega hvort þær 10 verzlanir, sem í könnuninni eru, byðu upp á svokallað „sértilboð” á filmu- verði, framköllun eða kópíeringu. í ljós kom að enginn býður „sértil- boð” á filmum. Hins vegar bjóða allir þrír aðilar sem selja framköllun „sértil- boð”. Glögg mynd býður, ef pantaðar eru þrjár stækkanir af sömu mynd, eina mynd ókeypis. Hans Petersen hf. býður sérstak „afmæUstilboð” eins og greint var frá í upphafi. Agfamyndir hf. bjóða upp á sambærilegt „tilboð” og Hans Petersen hf. en þó heldur meiri afslátt. „AfmæUstilboð” Hans Petersen hf. er bundið við að notuð sé Kodak litfilma. „Tilboð” Agfamynda er hins vegar óháð því hvaða filmu- merki notað er. -ÞG/Verðkynning Fyrir 30 kr. á mánuði áttu kost á ríflegum glaðningi sem getur gerbreyttfjárhagsstöðu þinni. Hafðu þessar staðreyndir í huga: Allar þær 136 milljónir sem HHf greiðirí vinninga íáreru skattfrjálsar. Milljónin sem getur lentá trompmiðanum er það líka. Ekkert annað happdrætti hefur hærra vinnigshlutfall. Vinningaskrá: 9 @ 200.000- 1.800.000,- 9 ' 50.000,- 450.000- 9 — 30.000- 270.000,- 198 — 20.000- 3.960.000 - 1.053 — 7.500- 7.897.500,- 27.198 — 1.500- 40.797.000,- 106.074 — 750- 79.555.500,- 134.550 134.730.000- 450 — 3.000,- 1.350.000- 135.000 136.080.000- Vinningar eru 135 þúsund talsins. Allt í þeinhörðum peningum. Þú þarft ekki að hafa fjármálavittil að reikna út að það er svo sannarlega tilvinnandi að spila með Freistaðu gæfunnar! r ■■•■■■■■ ■■■ ■ ••• • ■•■ ■ •■■ • ■•■ • •■■i !■■■■■ ■ ■■■ •atsasaa ses • ••■• ••■■ ■•■■ ■■■■■ ■••■■■ • eei L !••■• ■■•■ J HAPPDRÆTTI HÁSKÖLA ÍSLANDS hefur vinninginn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.