Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1982, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1982.
11
Lögreglan
íArnessýslu:
Frásagnir
um harð -
ræði lög
reglunn-
ar rangar
Vegna frétta i sjónvarpi sl. sunnu-
dagskvöld og viðtals við Sigmund
Stefánsson, formann Ungmennafé-
lags Selfoss, óskar lögreglan að eftir-
farandi komi fram:
Þegar að kvöldi þréttándans varð
ljóst að einhverjir ætluðu að efna til
óspekta á Selfossi um kvöldið og
nóttina. Varð lögreglan að skerast i,
leikinn þegar verulegt hættuástand
hafði skapazt, sem leitt gat af sér
cignatjón og slys á fólki, ef ekkert
yrði að gert, svo sem raun hefur orð-
ið á mörg undanfarin ár.
Það er rangt að lögreglan hafi beitt
kylfum á unglingana umrætt sinn.
Brynleifur H. Steingrimsson, vakt-
hafandi læknir á þessum tíma, kann-
ast ekki við að læknis haf verið leit-
að vegna meiðsla af völdum lögregl-
unnar. Aðeins tvær mæður hafa
spurzt fyrir um ástæður fyrir hand-
töku á sonum sínum en þeir voru
fluttir á iögreglustöðina og látnir
dvelja þar um tíma. Frásögn for-
manns Ungmennafélags Selfoss um
harðræði lögreglunnar þetta kvöld
eru því rangar.
Lögreglunni finnst fátt um einhliða
fréttaflutning sjónvarps af atburði
þessum.
(Fréttatilkynning frá
lögreglunni i Árncssýlsu).
Enn halda
innbrotin
áfram
Innbrotafaraldur hélt áfram um
síðustu helgi og var brotizt inn á sex
stöðum eftir því sem rannsóknarlög-
reglan vissi um. Á laugardag var
brotizt inn í Bílatún og þaðan stolið
bil. Fannst hann skömmu síöar.
Þá var brotizt inn i kaupfélagið i
Garðabæ á laugardag en ekki var vit-
að hve miklu var stolið þaðan. Að-
faranótt sunnudagsins var fariö inn
um þakglugga á Kaupgarði i Kópa-
vogi. Skiptimyntapoki fannst á þaki
hússins en ekki var vitað hvort þjóf-
arnir hefðu haft citthvað með sér
burt.
Þá var brotizt inn í Alaska í Breið-
holti, Steypustöðina á Ártúnshöfða
og Björnsbakari í Vallarstræti.
Ókunnugt var um hve miklu hefði
verið stolið á þeim stöðum.
-ELA
Athugasemd
I grein eftir Ásgeir H. Eiríksson
verzlunarmann í Dagblaðinu og Vísi 7.
janúar 1982 er fullyrt að formenn allra
málefnanefnda Sjálfstæðisflokksins
séu opinberir starfsmenn. Þessi
fullyrðinga er fjarri lagi og hefði grein-
arhöfundi verið í lófa lagið að afla
sér réttra upplýsinga um þetta efni. En
í leiðréttingarskyni skal þess getið að
málefnanefndir Sjálfstæðisllokksins
eru nú 17 talsins og eiga í þeim sæti
tæplega 200 menn úr öllum stéttum og
víðs vegar að af landinu.
Formenn málefnanefndanna 17 eru
einnig úr öllum stéttum þjóðfélagsins.
Af þéim eru 8 opinberir starfsmenn,
þar með taldir 2 prófessorar, 1 læknir,
1 bæjarstjóri og 1 aðstoðarbankastjóri.
Þeir 9 málefnanefndarformenn sem þá
eru ótaldir eru allir annaðhvort sjálf-
stæðir atvinnurekendur eða starfsmenn
sjálfstæðra atvinnurekenda.
Framvegis vona ég að þeir sem
skrifa hér í blaðið eða annars staðar uni
nefndir og ráð Sjálfstæðisflokksins afli
sér réttra upplýsinga um jafneinfalda
og auðupplýsta hluti og Ásgeir H.
Eiríksson fór rangt með hér í blaðinu
þann 7. þ.m.
Kcykjavik, 8. janúar 1982,
Kjarlan Gunnarsson,
framkvæmdastjóri.
VIÐTAUÐ:
Vita Andersen:
Ég átti nöturlega bemsku
„Finnst þér ekki líka, að lífið geti
verið hræðilegt,” sagði danska skáld-
konan Vita Andersen þegar blaða-
maður DV spuröi hana hvers vegna
sögurnar i „Haltu kjafti og vertu
sæt” væru jafn ömurlegar og raun
ber vitni.
Þar lýsir hún af mikilli samúð
börnum sem alast upp hjá drykk-
felldum og einstæðum drusluniæðr-
um eða á stofnunum og læra að
herða sig upp. Og ógeðugum karl-
mönnum, sem nauðga konum beint
ogóbeint.
„Þetta fólk er svo illa farið, að það
getur ekki gefið ást,” segir hún.
Hún vill ekki viðurkenna, að þetta
séu beinlínis endurminningar, en
samt segir hún: ,,Ég átti nöturlega
bernsku og var mjög viðkvæmt
barn.”
Pabbi giftist
fimm sinnum
Vita Andersen er fædd 1944 í
gamla bænum i Kaupmannahöfn, við
Borgergade (rétt neðan við Jóns Sig-
urðssonarhúsið), í byggingum, sem
nú hafa verið jafnaðar við jörðu.
Móðir hennar var þunglynd, og gerði
sjálfsmorðstilraunir. „Hún þoldi
ekki líftð,” segir Vita.
Föður sinn þekkir hún varla.
„Hann var kvennamaður mikill og
giftist fimm sinnum. Ekki von, að
hann gæti sinnt mér. ”
Frá fimm ára aldri var Vita ýmist á
fósturheimilum eða munaðarleys-
ingjahælum.
„Ég þekkti engan fullorðinn sem
þótti vænt um mig, ég var bara
númer á opinberum skýrslum,” segir
hún. „Og þegar ég kom út í lífið
hafði ég enga menntun, enga fast-
mótaða lífsskoðun eða hegðunar-
reglur.”
Kannske eru ljóð hennar og sögur
einmitt svona vinsælar, af því hún
gengur í berhögg við bókmenntalegar
'forskriftir.
„Annars þorði ég ekki að vona að
ég gæti skrifað fyrr en ég eignaðist
kærasta, sem var rithöfundur og
hann sagðist þekkja marga slíka, sem
væru miklu vitlausari en ég.”
48 dónaleg tilboð
„í mörg mörg ár hafði ég hræði-
lega minnimáttarkennd og fannst ég
til einskis nýt. Það var alltaf verið
segja mér upp vinnunni, enda var ég
lélegur starfskraftur. Bæði hafði ég
iitla menntun og lítinn áhuga. Ég sat
og páraði ljóð aftan á fylgiskjöl og
reikninga.”
Eitt sinn auglýsti hún: „Ung stúlka
óskar eftir áhugaverðu og lifandi
starfi”.
Fimmtíu karlmenn svöruðu, tveir
buðu störf, fjörutíu og átta vildu sofa
hjá henni.
Annað skipti réð hún sig til tveggja
ára á Grænlandi. En þar varð hún
yfirkomin af þunglyndi og hraðaði
sér heim aftur, með stuttri viðkomu á
íslandi og óráðna framtið.
En nú er hún sumsé komin hingað
aftur sem einn af metsölu-höfundum
Norðurlanda.
Þegar fyrsta bók hennar „í klóm
öryggisins” kom út 1977, seldist hún
upp á hálftima. Enda hafði útgefand-
inn ekki prentað nema sex hundruð
eintök, sem hann bjóst við að selja á
nokkrum árum. En nú eru um hundr-
að þúsund eintök seld á Norðurlönd-
um. Mjög sjaldgæft um ljóð.
„Ég varð alveg steinhissa,” segir
Vita. „Ég bjóst eins við að þurfa að
borga prentunina sjálf!”
Lesendurnir
ekki eins einmana
Útgefendur bíða nú með óþreyju
eftir hverju nýju verki frá henni.
Dagblaðið Politiken sendi hana til
Suður-Ameríku að yrkja. Árangur-
inn varð ljóðabókin „Det er bare
ærgerligt”, sem út kom fyrir síðustu
jól. Nú er hún að skrifa leikrit fyrir
Árósaleikhúsið um móður og tvö
börn. Annað er eiturlyfjaneytandi,
hitt einnig andlega sjúkt. Síðan er
hún að spá í kvikmyndahandrit fyrir
Svía og einhvers staðar á hún drög að
skáldsögu.
Það er varla hún hafi áttað sig á
vinsældum sínum enn. „Ég nýt for-
réttinda nú,” segir hún hvað eftir
annað. „En kannski eru bækurnar
tómt bull. Ég er fegin að ýmsir hafa
skrifað mér að þeir séu ekki eins ein-
mana, hafi ekki eins mikla minni-
máttarkennd eftir að hafa lesið þær
og uppgötvað, að þeir eru ekki einir
um tilfinningar sínar.”
-IHH.
Samband fiskvinnslustöðva um uppsögn verkafólks f fiskvinnu:
„Fær jafnvel meiri greiðsl-
ur eftir uppsagnir”
„Uppsagnir kauptryggingarsamn-
inga meðan hráefnisskortur varir hefur
. . . ekki í för með sér skaða fyrir fasta-
fólk í fiskvinnu og fá þeir sem hafa
börn á framfæri jafnvel meiri greiðslu
en verið hefði ef ekki hefði verið gripið
til uppsagna,” segir meðal annars í til-
kynningu frá Sambandi fiskvinnslu-
stöðva, en þar eru skýrðar ástæður
úppsagnanna.
Segiraðíraun færist launagreiðslur úr
verkefnalausum fyrirtækjum til aðila,
sem samið hafi verið um að mæti áföll-
um sem þessum, atvinnuleysistrygg-
ingasjóðs. Þeir sem unnið hafi fulla
vinnu fái 253.50 kr á dag úr sjóðnum
og svari það til 8. launaflokks eftir 4 ár,
sem gildi um almenna fiskvinnu, en þar
að auki fái fólk 1Ó—15 krónur fyrir
hvert barn á framfæri.
Gerð er grein fyrir því að uppsagnir
fiskvinnufólksins séu með sama hætti
og væri hjá verkafólki í öðrum at-
vinnugreinum. Væri fólkið á launum
hjá fyrirtækjunum fengi það aðeins
greidd dagvinnulaun en bónusgreiðslur
féllu að sjálfsögðu niður. Þær hafi þýtt
30—50% álag á tímakaup og að með-
töldu eftir- og næturvinnukaupi hafi
greidd laun verið allt að 55% hærri en
taxtakaup. Því séu raunveruleg laun
verkafólks í fiskvinnu verulega betri en
kauptaxtar einir segi til um, þegar verk-
efni séu fyrir hendi.
HERB
VERÐLÆKKUN
VERÐLÆKKUN
2S25
: grátt og rústrautt leflurlakk
fiir: 28-38
B kr. 264,- - 281.-
Teg: 1866
Utur: rústrautt og kakigront gerfiefnl
Stœrðir: 31—38
Verð kr. 193.-
Teg: 2632
Litur: grátt rúskinn
Staarfiir: 28-38
Verð kr: 221.- - 235.
KVENSKÓR, STÖK PÖR Á SÉRSTÖKU TILBOÐSVERÐI
PÓSTSENDUM Opið laugardaga kl. 10—12
STJÖRNUSKÓBÚDIN
Laugavegi 96 — Við hliðina á Stjörnubíói — Sími 23795