Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1982, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ&VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1982.
15
makræði hinna almennu launþega,
sem bjargar verkalýðsforystunni við
aöstæður sem nu hafa skapázt.
Verkalýðsforustan getur óhrædd
gengið niðurlút eins og henni ber með
réttu, umbjóðendur hennar, launþeg-
arnir, láta sem þeir sjái það ekki.
Hættulegir
mánuðir
„En sex mánuðir eru þó sex
mánuðir staðviðris óg stöðugleika á
vinnumarkaðinum,” munu nú
margir segja. Það er þó fjarri lagi að
svo muni verða, því miður.
Ekki þarf þó að óttast að launþeg-
ar almennt efni til upphlaupa, svo
eftirminnileg ráðning hefur vandar-
högg ríkisstjórnarinnar með aðstoð
dyggra verkalýðsforkólfa orðið laun-
þegum.
Nú mun það verða ríkisstjórnin
sjálf, eða réttara sagt einstakir
ráðherrar hennar, sem brátt fara að
safnast saman á pólitískum tilrauna-
stofum og glugga i þær formúlur sem
tiltækar eru til að réttlæta brotthlaup
úr stjórnarstólum.
Ráðherrar Alþýðubandalagsins
munu t.d. ekki þurfa að hugsa sig
tvisvar um að hverfa úr stólunum,
áður en verulega kemur til kasta í
samningaviðræðum "við launþega-
samtökin sem eiga að hefjast i marz
nk.
En það er fleira en launamál sem
Alþýðubandalagsráðherrar þurfa að
gera úttekt á fyrir hið nýbyrjaða ár.
Þeir verða einnig að hafa „tilbúna”
afstöðu til flugstöðvarinnar á Kefla-
vikurflugvelli, olíugeymslunnar fyrir
varnarliðið — og síðast en ekki sízt
afstöðu til þess hvort semja eigi við
erlenda aðila um orkufrekan iðnað í
landinu, samfara auknum vatns-
virkjunum.
Þessi mál, ásamt öðrum, svo sem
hinni landlægu deilu um varnar- og
öryggismál myndu, við nokkurn
veginn venjulegar aðstæður, gera
Alþýðubandalagsmönnum auðvelt
að velja milli áframhaldandi setu í
ríkisstjórn og hins, að geta leikið áals
oddi í þeirra orða fyllstu merkingu,
— i stjórnarandstöðu.
En forystuhlutverk í stjórnarand-
stöðu, sem þeir myndu án efa hafa ef
núverandi stjórnarsamstarf rofnar,
er þó að þeirra mati ekki nándar
nærri svo aðlaðandi sem á-
framhaldandi seta í ríkisstjórn er,
hafandi í hendi sér auðsveipa verka-
lýðsforkólfa, makráða og marklausa.
Sú ríkisstjórn sem nú situr mun
þurfa að taka þá örlagaríku en sjálf-
sögðu ákvörðun að leita til erlendra
stórfyrirtækja um framkvæmdir hér-
lendis og veita atvinnu þeim laun-
þegum, sem nú þegar er fyrirsjáan-
legt að hana muni missa.
Við þær aðstæður sem nú eru og
með þau tök sem Alj>ýðubandalagið
hefur á obbanum af verkalýðsleið-
togum, munu ráðherrar þess einfald-
lega taka þá afstöðu að eiga aðild að
ríkisstjórn sem fær það hlutverk,
fyrst íslenzkra ríkisstjórna, að ganga
milli bols og höfuðs á yfírvofandi at-
vinnuleysi og kreppu — þótt það
verði með því að hleypa erlendu fjár-
magni inn í landið í ríkari mæli en
nokkurn hefði órað fyrir.
Þeir mánuðir, sem í hönd fara
geta verið hættulegir sjálfstæði
þjóðarinnar, ef illa tekst til, en þeir
geta líka fært þjóðina nær því
takmarki að hafa fast land undir
fótum í efnahags- og atvinnulegu
tilliti.
Þessir þættir þjóðlífsins hafa
verið helzta viðfangsefni hverrar
ríkisstjórnarinnar eftir aðra, allt frá
lýðveldisstofnun. Verkföll,
vinnudeilur, auk yfirþyrmandi
vanhæfni stjórnmálamanna, en ekki
síður ragmennska þeirra við að taka
ákvarðanir, hefur komið í veg fyrir
árangur.
Launþegar sem eru uppistaðan i
þjóðlífinu eiga sinn þátt í þessum
ófarnaði. Ef til vill hafa einhverjir
þeirra komizt nær þeim sannleika
eftir síðustu „kjarasamninga”, að
slagorðin „bolla, bolla” eigi lítinn
rétt á sér í þjóðfélagi, sem enn hefur
ekki hleypt heimdraganum í þeirri
tækni- og efnahagslegu uppbyggingu
sem vestrænar iðnaðarþjóðir njóta
nú.
Gagiikvæm vandarhögg ríkis-
tjórua og launþega undir forystu
verkalýðsleiðtoga duga einfaldlega
ekki lengur til þess að ná fram á við,
í baráttunni um nútíma lífsgæði
„Eru slíkir skammtímasamningar, sem
nú hafa verid geröir, kannski framtíöar-
mynstriö í samningum á íslenzkum vinnumark-
aði? — Raunhæft er að álykta svo í einu mesta
verðbólguþjóðfélagi Vestur-Evrópu,” segir
Geir R. Andersen meðal annars í grein sinni.
The Rolfíng Stones / hl/ám/eikahö/fínni i Kenses dty.
sem voru uppistandandi á boðflennuna
og náðu að handtaka ruddamcnnið.
Á meðan þetta gerðist reyndi einn
miðalaus að nota tækifærið og var
næstum horfinn i þvöguna þegar
Sheerer lögreglumaður kom auga á
hann. Sá lúmski fékk að eyða kvöldinu
án Rollinganna.
Þegar upp var staðið lá einn
lögreglumaður i valnum. Sá úlpu-
klæddi hafði hrint honum afturábak
niður í gólfið — höfuðið á undan.
Lögreglumaðurinn lá í roti í nokkrar
mínútur og var síðan færður í hjóla-
stól upp i sjúkrabíl.
En þeir sem höfðu verið svo heppnir
að fá miða voru ekki sviknir. Hvað eft-
ir annað ætluðu áhorfendur að ærast
af fögnuði við undirleik Rolling
Stones. Stelpur sem strákar dilluðu sér
eftir tónlistinni, hoppuðu í sætunum,
lágu hálfgrenjandi á gólfinu, og döns-
uðu i salnum eftir dynjandi takti rokks-
ins.
Mick Jagger, söngvari Steinanna,
var í topp-formi.38 ára gamall hljóp
hann hálf-nakinn um þvert og endi-
langt sviðið, sem ekki var þó af minni
gerðinni. Einu sinni hætti hann sér
jafnvel út af sviðinu, inn i iðandi
mannfjöldann, sem sennilega hefði étið
hann í sig hefðu öryggisverðir ekki
skýlt honum.
Hljómsveitin spilaði bæði lög af nýju
plötunni og gömul rokklög sem mörg
hafa skipað sér öruggan sess í æsku-
minningum fólks á þrítugs- og fertugs-
aldrinum. Gömlu lögin voru greinilega
vinsælli meðal áheyrenda enda luku
Steinarnir hljómleikunum með hressi-
legu eintaki af „Satisfaction.”
Mitt í laginu svifu niður á áhorf-
endur mörg þúsund blöðrur sem hang-
ið höðu á þakinu í stórum plastpok-
um. Meðan blöðrurnar dönsuðu allt i
kringum hann, stóð Mick Jagger á
ntiðju sviðinu, sveipaður skikkju sem
samanstóð af breska og bandariska
fánanum samansaumuðum, og söng
„Satisfaction” af öllum sínum lifs- og
sálarkröftum. Þeir kraftar geta þó.
varla hafa verið mjög miklir. Nær
fertugur unglingurinn var þá búinn að
sprikla fyrir framan áhorfendur í nær
tvo og hálfan klukkutima.
Þegar fólk fór með eftirsjá út í kuld-
ann var ekki hægt annað að velta því
fyrir sér hvort Steinarnir myndu nú
ekki brátt hætta að rúlla.
Þórir Guðmundsson, Kansas City.
Bflamarkaður
CHEVROLET
GMC
TRUCKS
International
Öldsm. Cutlass
Opcl Rekord 4d. L ..
Volvo 244 GL
Ch. Blazer m/6 cyl.
Ford Cortina sjálfsk.
Mazda 929 st. vökvast.
Ch. Pick-up Cheyenne,
’74 110.000 Oldsm. Cutlass Opel Rekord 4d L ’75 ’77 85.000 75.000
’78 80.000 Toyota Corolla ’78 70.000
’76 135.000 Oldsm. Cutlass disel... ’80 185.000
’79 230.000 Ch. Blazer Chyanne ... ’73 75.000
’79 ’77 90.000 140.000 Ch. Nova Concours, 2ja dyra '11 105.000
’78 95.000 M. Benz 280 S ’73 140.000
’81 65.000 Oldsm. Delta 88 dis il. . ’80 200.000
’81 90.000 AMC Eagle 4X4 .... ’80 210.000
’78 65.000 GMC vörub. 9t ’74 160.000
'19 140.000 195.000 Ch. Malibu Classic ’79 150.000
’82 Ford Fairmont sjálfsk.. .’78 90.000
'19 175 Oflfl Volvo 343 DL Ch. Impala '11 .'11 70.000 110.000
’80 ’79 70.000 80.000 Mazda 929 hardtop... . ’76 65.000
VW Golf 2d . ’76 58.000
'11 R5 flflfl G.M.C. Rally Wagon m/sætum, f. 12 m ’78 170.000
’81 '16 90.000 60.000 130.000 40.000 130.000 160.000 M. Benz 680 D 3,5 t. . '11 150.000
Ch. Blazer Chyaenne.. ’78 200.000
’76 ’74 ’81 ’80 Ford Bronco Sport ... ’74 85.000
Vauxhall Del Van .... .’78 40.000
Daihatsu Charade XTE ’80 70.000
Lada Sport ’78 78.000
Plymouth Volare ’76 85.000
’81 ’78 235.000 95.000 Datsun dísil 220 c .’73 45.000
M. Comet Custom .... . ’74 42.000
Samband
Véladeild
ÁRMÚLA 3 - SÍMI 38900
Síaukin saia sannar
öryggi þ/ónustunnar
Opið a/ia virka daga frá kl. 10—7.
Honda Accord '81 m/öllu, ekinn 6 bús. km.
Datsun 1500 pick-up '78, ek. 36 þús. km.
Galant 1600 GL '78, bfllinn er sem nýr.
Datsun Cherry '81, ekinn 7 þús. km.
Range Rover '80.
Bronco '74, toppbfll.
Subaru station '78, 10—15 þús. kr. útborgun.
Toyota Carina '80. ekinn 23 þús. km. Fallegur bfll.
Wagoneer '75. Útborgun aðeins 15—20 þús.
Toyota Cressida station '78, toppbíll.
Audi 100 LS '76, mjög góður bfll.
Saab 99 '75, gott vcrð.
Óskum eftir öllum tegundum af vörubflum á söluskrá.
Óskum eftir öiium
tegundum af nýlegum bílum
Góð aðstaða, öruggur staður
r0= bíiasciia
SUÐMUNDAP
W\Z/
Bergþórugötu 3 —
Símar 19032 - 20070
riAMC /anEsr
Fiat Ritmo 60 CL koparsanseraður 1980 75.000
Fiat 132 GLS 2000, glæsivagn 1980 110.000
Polonezekinn 14 þús. 1980 70.000
Fiat 131 Super sjálfsk., grænsans. 1978 70.000
Honda Prelude 1979 100.000
Audi 100 LS, rauður 1979 115.000
Fiat 132 GLS silfurgrár 1979 90.000
LadaSport 1979 80.000
Fiat 128GL 1978 45.000
Fiat 127 1980 60.000
Fiat 127 CL blásans. 1978 48.000
Lada station 1200 gulur 1979 43.000
Fiat 131 CL blásans. 1979 75.000
Ford F150 Ranger m/öllu 1977 135.000
Saab 99 GL 1980 130.000
Dodge Aspen station SE 1977 98.000
Wagoneer m/öllu 1978 180.000
Toyota HiLuxe, langur 1981 130.000
Vegna mikillar sölu vantar okkur skrá. nýlega bíla á sölu-
EGILL VILHJÁLMSSON HF. BÍLASALAN SMIÐJUVEGI4, KÓPAVOGI SÍMAR 77720 - 77200