Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1982, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1982, Page 30
30 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. Viðskipti Viðskipti Viðskipti Skáru Iðnlánasjóð- inn niður við trog —framlög ríkisins til hans iækka um 88% á meðan höfuð- sjóðir landbúnaðar og sjávarútvegs hækka um 40% Við afgreiðslu fjárlaga á Alþingi fyrir áramót var Iðnlánasjóður skorinn niður við trog. Ákveðið var að framlag til sjóðsins yrði aðeins 0,5 milljónir króna á þessu ári. í fyrra var það 4,2 milljónir króna. Nemur þetta 88% lækkun hlutfalls- lega í krónum talið og er þá ekki tekið tillit til verðbólgunnar. Mun iðn- rekendum þykja þessi afgreiðsla Alþingis heldur kuldaleg ef miðað er við afgreiðslu framlaga ríkissjóðs til sjóða landbúnaðan og sjávarútvegs. Samkvæmt fjárlögum á framlag til Stofnlánadeildar landbúnaðarins að hækka úr 10,8 millj. í 15,1 milijón. Er þar um 40% aukningu að ræða. Framlag ríkissjóðs til Fiskveiðasjóðs á einnig að hækka um 40% eða úr 18,5 millj. í 25,9 millj. króna. Þær 0,5 milljónir króna sem ríkis- sjóður mun leggja Iðnlánasjóði til á þessu ári er lágmarksupphæð sam- kvæmt lögum. Auk þess er lagt 1,5% gjald á aðstöðugjaldsstofn iðnfyrir- tækja sem gengur til sjóðsins. Verður það nú nær eini tekjustofn Iðnlána- sjóðs, en talið er að iðnaðargjald muni í ár nema frá 15 til 20 milljónum króna samtals. Fulltrúar iðnrekenda munu hafa lýst þeirri skoðun að þar sem fjárfestinga- sjóðir væru i stórum dráttum orðnir verðtryggðir, væri eðlilegt að fjár- stuðningi ríkissjóðs við þá yrði hætt. Það yrði hins vegar að gerast gagnvart öllum, en ekki eingöngu gagnvart iðn- aði eins og raunin varð á. Fjör í veitinga- húsarekstrinum; FjórdiTomma- borgarinná Lækjartorgi Enn er mikið fjör í veitinga-/ húsa„bransanum”og ekki annað að sjá en bjartsýni riki þar á bæ. Eig- endur Tommaborgara ætla að bæta enn einum hamborgarastaðnum við sig og brátt verða þeir því orðnir fjórir með þessu nafni. Sá nýjasti verður í nýbyggingunni við Lækjar- torg í sömu húsakynnum og veitingastaðurinn Borgarinn var lil skamms tíma. Tommaborgara IV. á að opna eftir breytingar og endur- bætur ! febrúar nk. Hinir fjórir vpitingastaðirnir eru á Grensásvegi, Laugavegi 26 og í Keflavik. ...ogjass- búlla í Djúpinu Og aðeins í nokkurra tuga metra fjarlægð frá hinum nýja Tommaborgara er annar veitinga- staður að breyta og endurbæta. Það cru eigendur Hornsins i Hafnarstræti, þeir Guðni og Jakob semeruáferðinni. Ætlunin er að auka rýmið í kjallaranum þar sem hefur verið galleríið Djúpið . I staðinn kemur ekta gamaldags jassbúlla. Hún verður aðskilin frá veitingasalnum uppi enda gengið inn í hana frá portinuTryggvagötumegin. Hornið mun sjá um veitingar i kjallaranum, en félagsskapurinn Jassvakning mun að öðru leyti sjá um rekstur hans. Eignamarkað- urinn leigður Fasteignasalan Eignamarkaðurinn sf. hefur skipt um stjórnendur í það minnsta um sinn. Eigandi fyrirtækis- ins, Kristján Knútsson, hefur íeigt hana Daníel Árnasyni, en sá síðarnefndi hef- ur starfað lengi hjá Eignamarkaðinum. Kristján mun áfram vera með nokkur verkefni á vegum fyrirtækisins þó dag- legur rekstur hvili nú á Daníel. F.l.l. - 08,01,198? UTLAN INNLANSSTOFNANA TIL IÐNAÐAR VlSITOLUR JAN.-OKT. 1981 200 - 150 100 ENDURKAUP (178) HEILDARÚTLÁN Tlt IÐNABAR (170) JAN, FEB, MARS APR, MAl JÚNl JÚlI ÁG. SEPT. OKT, Fá banka- lán fyrír tapinu íslenzk iðnfyrirtæki hafa almennt verið rekin með tapi a.m.k. síðast- liðin tvö ár. Jókst tapið mjög á fyrri hluta siðasta árs, en vonir standa til þess að nokkuð haft dregið úr þvi á síðustu mánuðum ársins. Ekki er óeðlilegt að spurt sé hvernig svo megi vera að fyrirtæki geti ár eftir ár staðið undir taprekstri. Ein skýringanna á þessu er sú að bankarnir hafa aukið útlán sín til iðnaðar í það minnsta á liðnu ári. Sést þetta á línuritinu hér að ofan. Að nokkru leyti má segja að rekstrartap iðnaðarins sé fjármagnað með lántökum. Á línuritinu sést að heildar- útlán til iðnaðar hafa aukizt um 70% frá jan. til okt. 1981 á meðan verðbólgan hefur að líkindum stigið ca 35%. Línuritið er gert hjá Félagi ísl. iðnrekenda. Auramir eru að verða safngrípir —fleiri og fleiri hugleiða að f eta f f ótspor ríkisins og hafa útreikninga aðeins í krónum Ljóst virðist að aurunum sem tekn- ir voru í notkun jafnhliða nýkrón- unni fyrir réttu ári er ekki ætlað langl líf. Fimmeyringurinn er i raun alveg að hverfa. Annars var það ríkisvaldið, sem skauzt fyrst undan merkjum með notkun auranna. Þegar, áður en ný- krónan gekk í gildi í fyrra, var búið að skjóta undanþágulögum í gegnum hið háa Alþingi. Þar var kveðið á um að ríki og bæjarfélög þyrftu ekki að breyta tækjum sinum og útreikning- um til samræmis við nýkrónur og aura. Þar með sparaði ríkið sér kostnað- arsamar breytingar við reiknivélar, tövlubúnað o.fl. sem hinsvegar var gert að lagaskyldu fyrir aðra. Reiknistofa bankanna mun nú ekki reiknavíxilnólurog annað nema upp á tíu aura. Ríkið hefur aldrei tek- ið við reikningum né sent þá frá sér nema í heilum krónum. Aðrir aðilar munu nú hugsa sér til hreyfingsí þessum efnum. Má þar nefna ýmsa þá sem nota tölvur við bókhald og reikningagerð. Þeir sem virðast halda einna fastast í aurana eru þeir sem vega vörur á sjálfvirk- um vogum til smásölu. Þeirra verð er enn jafnvel upp á einn eyri. Mistök og skekkjur vegna þess að ekki gilda orðið sömu reglur um notkun aura í öllu kerfinu hafa orðið. MIDVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1982L Kristinn Bjöms- son til NóafSínus ogHreinshf. Kristinn Björnsson lögmaður tók við forstjórastarfi hjá Nóa, Si'rius og Hreini hf. hinn 1. jan. sl. Hann lauk lögfræðiprófi við Háskóla íslands vorið 1975. Starfaði síðan til loka þess árs hjá borgarverkfræðingi. Síðan hefur hann stundað lögfræðistörf og rekið skrifstofu i félagi við Gest Jónsson og Hallgrím Geirsson. Nói & Síríus er stærsta sælgætis- verksmiðja hér á landi og hefur siðustu 27 ár verið undir stjórn Hallgríms Björnssonar sem lætur nú af störfum fyrir aldurs sakir. SigurðurR. Helgasontil Björgunarhf. Sigurður R. Helgason rekstr- arhagfræðingur tók fyrir nokkru við starfi framkvæmdastjóra hjá Björgun hf. Hann lauk viðskipta- fræðiprófi frá Háskóla íslands árið 1966 og síðan MBA prófi í rekstrarhagfræði frá háskólanum í Chicago árið 1969 eftir nám þar og i Vínarborg. Sigurður starfaði eitt ár í Iðnaðarráðuneytinu, en varð síðan framkvæmdastjóri Hagvangs hf., þar til árið 1980. Þá var hann við nám og störf i Bandarikjunum til síðastliðins hausts er hann tók við starfi sínu hjá Björgun. Kona Sigurðar er Cathy Helgason læknir. BjarniThors tilFreyju hf.á Súgandafirði Bjarni Thors viðskipta- fræðingur tók i byrjun desember við framkvæmdastjórastarfi hjá Fiskiðjunni Freyju hf. á Suðureyri í Súgandafirði. Aðilar í samvinnuhreyfingunni keyptu þar nýverið meirihluta hlutafjár. Bjarni lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla íslands 1974 og starfaði síðan hjá Vinnuveitenda- sambandi íslands í tvö ár, þá hjá Vinnumálasambandi sam- vinnufélaganna 1976 til 1978. Hann var framkvæmdastjóri út- gerðarfyrirtækisins Samherja hf. í Grindavík hálft þriðja ár þar til hann tók við hinu nýja starfi á Suðureyri. Bjarni er kvæntur Hildi Bjarnadóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.