Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1982, Page 31
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1982.
31
Sandkorn
Sandkorn
Sandkorn
SSÍB
Vitfirringarnir þrír
úr Austurbænum
Stefán Jónsson, alþingis-
maður, á það til að berja
RtnMn ■■Au.Umafh.i
, JtMíMOfi, sipcngismaaur.
saman ágætis kveðskap ef sá
gállinn er á honum. Eftirfar-
’andi rákumst við á cftir hann í
búnaðarblaöinu Frey:
Heim til Gunnars að Viöimel
27 í dimmu / veðri en kyrru
seint á aðfangadag / komu
■ vitfirringarnir þrír úr austur-
bænum með / bull, crgclsi og
firru. / Og þeir tóku að sér að
klppa öllu í lag / -- það var
nú það. / Og síðan hef ég
spurl mig að því annað slagið
/ hvort þetta sé nú allt í lagi
fyrir Aiþýðubandaiagið.
Fleiri líta Sel-
foss-embættið
hýru auga
Áður hefur verið greint frá
þvi hér í Sandkorni að margir
iíti sýslumannsembættið á
Selfossi hýru auga. Nú hafa
tvö ný nöfn bætzt við á list-
ann og vekja bæði athygli.
Sagt er að Sigurður
Gizurarson, sýslumaður á
Húsavík hafi mikinn áhuga á
embættinu, enda þykir þaö
með „feitari” sýslumanns-
embættum landsins. Hinn,
sem nefndur hefur verið er
'Ólafur W. Stefánsson, skrif-
stofustjóri dómsmálaráðu-
neytisins. Það er með Selfoss-
embættið eins og flest önnur;
margir kailaðir, en aðeins
einn útvaiinn.
Z-leysið getur
verið bagalegt
Vísl er að zetan var mörg-
um þyrnir í augum á meðan
hún var og hét í íslenzku rit-
máli. Eftir sviptingar á Al-
þingi þar sem mönnum var á
endanum ekki til zetunnar
boðið var þetta umdeilda rit-
tákn fellt úr málinu.
málinu getur verið ákaflega
jbagalegt. Jafnvel eðlilegustu'
jorð geta hljómaö hjákátlega
án zetunnar. Þriðji bekkur
Þroskaþjálfaskóla íslands
efndi til námsfararhappdrætt-
is fyrir jólin. Á meöal vinn-
inga voru margir eigulegir
hlutir. í miðri vinninga-
skránni mátti hins vegar lesa
„Rafmagnspissupanna”.
Hér var eðlilega átt við
apparal til þess að auðvelda
fólki pízzugcrð. Af nafninu,
sem upp var gefið á happ-
drættismiðanum hefði hins
vegar mátt ætla að hér væri
|Um einhvers konar þvag-
prufuapparat að ræða.
jSkondnar augtýs-
ingar að austan
, Smáattglýsingar síðdegis-
blaðanna vöktu oft mikla at-
hygU á sínum tíma. Auglýs-
ingar í DV hafa sumar hverjar
verið kostuiegar, en líkast til
kemst engin þeirra i hálfkvisti
við þá, sem við rákumst á i
Austra, framsóknarmagasini
’þeirra aðaustan.
„Við erum 3ja og 4ra ára
gamlir strákar og vantar
jgóðan mann lil að syngja fyrir
ökkur og scgja okkur sögur
frá 10—12 þrjá daga í viku.
Hafið samband við mömmu
cða pabba eftir kl. 18 í síma
1585.” Undir þetta skrifa þeir
bræður, Simon og Óðinn.
Það er óhælt að segja að
hugtnynduflugið hjá lands-
byggðarfólkinu sé öllu gæfu-
jlegra en hjá okkur malarbú-
Junum.
Snöggir að um-
reikna í Hafnar-
Ifirðinum
Þeir i Hafnarfírði eru
;nreint ekki svo galnir ef vel er
[að gáð. Tveir þeirra tóku tal
isaman við Sparisjóðinn í
Strandgötunni. Var þeim tíð-
rætt—um óvenjulega fólks-
fjölgun á Akureyri.
— Mikið helvíti hefur þeim
fjölgað þarna á Akureyri.
— Já, er það?
| — Mikil ósköp. . íbúa-
talan þar er knmin i 15.000.
Við þessar upplýsingar setti
hinn hljóðan. Hann þagði
lengi vel en sagði svo:
— 15.000 íbúar! Hver
skrambinn. Það er eín óg hálf
milljón gamlar, erþað ekki?
Stoppaðir í
tollinum
I Og annar frá Hafnarfirðí,
,sem vinkona Sandkorns
læddi að okkur.
— Viliði af hverju Hafn-
firöingar fara alltaf í
Igötóttum sokkunt til útlandu?
— Neibb, ekki hugmynd!
— Þeir vita nefnilega að
þeir eru alltaf stoppaðír i toll-
inum‘ .Sigurður Sverrisson
Ný hljómsveit skýtur upp kollinum—Mogo Homo:
Bilaðar rafhlöður, ruglaður köttur,
Vffilfells-lúnonaði og nýrómmitík
— DV ræðir við Mogo Homo í góðu yfirlæti á Leifsgötunni
„Upphaflega ætlaði japönsk stelpa að
vera með okkur í hljómsveitinni. Henni
gekk hins vegar illa að fá vinnu hérna
svo hún sneri á heimaslóðir á nýjan leik.
Við reyndum fjölda hljóðfæraleikara i
haust eftir að hún var farin. Ýmist fund-
um við menn sem voru á okkar lfnu en
kunnu lítið að spila eða þá að við gátum
fengið ágæta spilara, sem ekki höfðu
áhuga á þvi sem við ætluðum okkur að
fara að gera. Við ákváðum því að vera
aðeins tveir í hljómsveitinni og hafa
segulband okkur til aðstoðar.”
Það eru drengirnir í Mogo Homo, þeir
Óskar Þórisson og Óðinn Guðbrands-
son, fyrrum söngvari og gítarleikari úr
Taugadeildinni sálugu, sem hér eru að
opna hug sinn varðandi nýja hljómsveit,
sem þeir hafa sett á laggirnar. Flokk er
ekki með réttu hægt að nefna þá félaga,
en sé segulbandið tekið með í reikning-
inn má alltént nefna þetta tríó. Það verð-
ur þó ekki gert hér.
Nýrómantík
Það lá beinast við að spyrja þá félaga
hvað hafi valdið því að Taugadeildin
splundraðist upphaflega. Kváðu þeir
venjulegar skýringar hafa verið á því.
Menn hafi ekki verið á eitt sáttir um tón-
listarstefnu, laga- og textaval og því hafi
leiðir eðlilega skilið.
Þeir Óskar og Óðinn hafa greinilega
hrifizt af nýrómatikinni ensku. Undirrit-
aður spurði eðlilega hverju þeirra tónlist
líktist einna helzt. „Sennilega eru fyrir-
myndirnar skýrastar í Orchestral
Manouvres In The Dark og svo
Depeche Mode,” svaraði Óskar. Upp-
stillingin hjá þeim félögum minnir þó
nokkuð á Deutsch Amerikansche
Freundschaft, en tónlistin óneitanlega
nokkuð ólík því sem þar er.
Á meðan undirritaður teygaði dökkt
limonaði úr Vjfilsfells-fleyg snaraði góð-
vinur sér út í bíl til að handsama þar
segulbandstæki til að spila prufukassettu
með efni dúettsins. Ekki reyndist það
langt sýnishorn því rafhlöðurnar buguð-
ust þegar í miðri annarri tónsmíði svo
erfitt var að dæma það sem á ferðinni
var. Þó er ekki hægt að komast hjá því
að flokka það sem drengir eru að gera
undir „athyglisvert”. A.m.k. hefur und-
irritaður ekki heyrt neitt svipað hérlend-
is. „Auðvitað erum við ekki neitt 100%
original,” sagði Óskar. „Hver er það svo
sem,” bætti hann síðan við.
Aöoins loikið oinu sinni
opinborlcga
Mogo Homo hefur aðeins komið einu
sinni fram, með Grýlunum á Óðali.
„Við fengum alveg glimrandi móttökur
og vorum sannast sagna mjög undrandi
því við héldum að fólk myndi e.t.v. ekki
kunna að meta þetta. Almenningur virð-
ist þó greinilega vera móttækilegur fyrir
svona tónlist.” Óðinn leikur á tónleikum
á bassa og Óskar sér eftir sem áður um
sönghliðina. Trommuheili, gítar og
synthesizer er á segulbandi, en auk þess
á Óskar það til að taka á síðastnefnda
apparatinu á tónleikum. Þeir félagar
verða einmitt á ferðinni í Hollywood i
kvöldogþá ætti að gefast prýðis tækifæri
til að sjá og heyra það sem er á ferðinni.
— Hvað kom til að þið skiptuð svona
gersamlega um stefnu frá því i Tauga-
deildinni?
„Við höfðum alltaf haft áhuga fyrir
þessari tegund tónlistar og vorum farnir
að íhuga stofnun hljómsveitar áður en
Taugadeildin söng sitt siðasta. Hins veg-
ar áttum við ekki von á því að við yrðum
bara tveir i henni.
— Nafnið?
„Ja, nafnið. Við reyndum að hafa það
eitthvað japanskt hljómandi, en það er
hægt að túlka það á marga vegu.”
Aðcins 6 lög fullunnin
— Hversu langt prógramm eruð þið
með?
„Það er nú ekki mjög langt enn sem
komið er. Við höfum aðeins náð að full-
vinna 6 lög á þeim tveim mánuðum sem
við höfum verið i þessum pælingum. Við
höfum aðgang að fjögurra rása segul-
bandi, sem félagi okkar á með öðrum.
Okkar stundir við tækið eru því fremur
takmarkaðar. Líkast til verðum við að
fara ráða bót á þeim vanda ef við eigum
að ná að afkasta einhverju.”
— Hver semur lögin?
„Við gerum það báðir nokkurn veg-
inn til jafns. Ef annar okkar fær góða
hugdettu er hún sett fram og síðan smá-
vinnum við lagið upp, það gengur
hægt.”
— En hvað um textana
„Já, við semjum þá ekki. Þeir eru
teknir frá erlendum skáldum. Við hrein-
lega treystum okkur ekki til að gera góða
texta á íslenzku og höfum þvi þennan
háttinn á. T.d. er einn eftir Thomas
Hardy.”
Tölvupopp á upplcið
— Finnst ykkur þessi stíll, tveir menn
ogsegulband, ekki vera ópersónulegt?
„Nei, ekki svo mjög. Nei, alls ekki.
Þetta er i lagi á meðan segulbandið er
ekki eitt á sviðinu. Þetta er algengt er-
lendis og því skyldi ekki mega reyna það
hér. Ég er þess fullviss að fjöldinn allur
af tölvuhljómsveitum á eftir að spretta
hér upp.” Það er Óskar, sem hefur að
mestu haft orð fyrir þeim félögum allan
tímann. Óðinn má enda hafa sig allan
við að halda aftur af kettlingi, sem skýzt
fram og aftur um gólfið, rétt eins og
hann væri með „speed” i blóðinu.
Kannski er hann það. Hver veit?
Áfram cf vd gengur
— Hvað kemur til að þið troðið upp i
Hollywood?
„Við erum sennilega bara svona dug-
legir að koma okkur á framfæri,” segir
Óskar og brosir. Bætir síðan við: „Nei,
við bara athuguðum möguleikann á þvi
og var vel tekið. Takist vel til fáum við
að leika þar næstu kvöld á eftir.”
— Hvað verðið þið rrieð langt
prógramm i Hotlywood?
„Það verður nú sennilega ekki nema
15 mínútur. Hitt er enn ekki alveg fín-
pússað. Þaðer eins gott að vita fyrir víst
hvað er á bandinu þvi það rúllar áfram
þótt okkur verði á einhver mistök. Það
er því mikilvægara en ella að hafa efnið
fullkomlega á hreinu. Mistökin verða
ekki falin.”
— Hvað gerið þið þá, ef þið verðið
klappaðir upp?
„Þá verðum við bara að spóla band-
inu til baka,” segir Óskar og brosir breitt.
Þar með sláum við botn í spjallið. Kött-
urinn hnusar enn eina ferðina af sokk-
unum mínum um leið og ég stend upp,
klára Vífilsfells-límonaðið og geng til
dyranna.
•SSv.
INNHVERF IHUGUN
TRANSCENDENTAL MEDITATION
Tækni, sem tryggir árangur. Almennur kynn-
ingarfyrirlestur miðvikudaginn 13. janúar kl.
20.30 aö Hverfisgötu 18 (gengt Þjóðleikhús-
inu). Allir velkomnir.
íslenzka íhugunarfélagid
Húsnæði óskast
2ja — 3ja herbergja íbúð óskast sem allra fyrst,
helzt í miðborg Reykjavíkur, þó ekki skilyrði.
Reglusemi, góðri umgengni og skilvísi heitið.
Einhver fyrirframgreiðsla. Vinsamlega hringið í
síma 26457 eða 50339 eftir kl. 18.