Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1982, Side 33
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1982.
Fólk
Fólk
33
Fólk
Fólk
Akstursmeist
arar ársins
íslandsmeistaraverðlaun voru
afhent að Hótel Loftleiðum nýlega í
öllum þeim greinum bíla- og vélhjóla-
íþrótta, sem keppt var í á undanförnu
ári. Landssamband íslenzkra aksturs-
íþróttafélaga sá um afhendinguna,
sem fór fram með tilheyrandi við-
höfn.
Á myndinni hér til hliðar getur að
líta verðlaunahafa þessa árs, en þeir
eru t.f.v. Þorvarður Björgúlfsson,
annar sigurvegaranna er’ keppti t
ntoto-kross p.kstri; Benedikt Eyjólfs-
son, einn sigurvegaranna i kvart-
míluakstri; Ari Jóhannsson er sigraði
í flokki vélhjóla; Bergþór Guðjóns-
son sem sigraði i torfæruakstri;
Ómar Ragnarsson sigurvegari í ralli;
Reynir Jónsson, annar sigurveg-
aranna í moto-kross akstri vélhjóla;
Jón R. Ragnarsson, sigurvegari i
rallakstri, en þeir bræður, hann og
Ómar, unnu það afrek að sigra i
öllum þeim fjórunt röllum, sem gáfu
stig til íslandsmeistaratitilsins og
voru því eðlilega með fullt hús stiga.
Valur Vifilsson var einn sigurvegar-
anna í kvartmílunni og lengst til
hægri á myndinni má sjá Guðmund
Gunnarsson frá Akureyri sem sigraði
á heimavelli í keppninni í sandspyrnu
er haldin var á þessu ári. Á myndina
vantar Guðmund Kjartansson, en
hann var einn sigurvegaranna í kvart-
míluakstri.
-SER.
Úr afmælishófi Sigurðar Þór-
arinssonar jarðf ræðings
Sigurður Þórarinsson, kemur úsamt eiginkonu sinni, Ingu Þórarinsson, til Sigurður tekur við gjöf úr hendi Elsu Vilmundardóttur, sem jarðfrœðingar hjá Orkustofnun stóðu i bak við.
veizlunnar. D V-myndir Einar Ölason.
„að þetta væri mikið eldfjall — guði
sé lof að einhver getur bjargað því.”
Margar og merkar ræður vorur
fluttar í hófinu. í máli gestgjafans,
Halldórs Eliassonar stærðfræðings,
kom m.a. fram að í Sigurði væri að
finna „dæmi um það hvað hægt er
að gera þegar vilji og þrek eru að
baki verkanna. Auk jtess er hann
gæddur frábærum gáfum og þegar
þetta þrennt leggst saman á eitt
verður útkoman undantekningarlaust
góð.”
Sigurður Steinþórsson færði af-
mælisbarninu að gjöf fyrsta eintak
bókarinnar „Galdrað í gjósku”, sem
geymir 47 greinar 49 höfunda um
jarðfræðileg efni, en bókin er
tileinkuð Sigurði Þórarinssyni.
I stuttu spjalli sem Sigurður Stein-
þórsson flutti er hann.afhenti nafna
sinum bókina sagði hann „að þvi
miður hefði ekki verið unnt að gefa
bókina út á afmælisdegi Sigurðar,
eins og áætlað var í fyrstu. Það er
ekki svo ýkja auðvelt að toga 47
greinar út úr 49 höfundum,” sagði
Sigurður. ,,Þvi hefði verið afráðið að
færa Sigurði bókina án allra
prentaðra orða, en í réttri stærð og í
réttu bandi.”
Afmælisbarnið þakkaði fyrir sig
með eftirfarandi orðum: „Það fer
greinilega vel á orðlausri ræðu hér í
kvöld. En ég ætla að vona að þessi
bók verði á endanum eins góð og hún
er núna. Eins og þessi bók birtist mér
í kvöld minnir hún mig á
Kröfluvirkjun í allri sinni gerð. Ég
ætla síðan að helga næstu mínútur
með því að þegja sjálfur,” sagði
Sigurður Þórarinsson að lokum.
-SER.
Afmœlisbamið á tali við nokkra gamlaftlaga. Meðal annarra a mynainm má
greina þá Guðmund Jónasson bllstjóra og Egil Kristjánsson fulltrúa.
Sigurður sker fyrstu sneiðina úr „eldffallinu”, en það voru sænskir nemendur
Sigurðar sem gáfit tertuna. Afþvl tilefni sagði Sigurður að „alltaf vœru það hinir
fátœku sem vœru að gefa hinum riku. ” Sem kunnugt er, er mjög Utið um virk eld-
Böinsviþjóð.
Siðan var „eldffallið”snœtt oggreinilegt er aðþað bragðast ágœtlega. Þorieifur
Einarsson jarðfrœðingur fylgist með. Hann hafði á orði við afmœlisbarnið, að
hann œtti að gœða sérá hrauninu sem rynni niður hllðar ffallsins. Sigurður svaraði
þvi til aðþað vœri verndað útfrá náttúrulegum sjónarmiðum.
„Það er bara heilmikið af fjalla-
mönnum héma,” var jafnan
viðkvæðið þegar menn heilsuðust í
hófi því er Raunvisindastofnun Há-
skólans hélt Sigurði Þórarinssyni
jarðfræðingi síðastliðið föstudags-
kvöld er hann átti sjötugsafmæli.
Afmælishófið var haldið i Skólabæ
við Suðurgötu, sem er eign Háskóla
íslands.
Margt manna var saman komið í
veizlunni og var Sigurður heiðraður
með miklu lófaklappi, þegar hann sté
í salinn skömmu eftir að hófið
byrjaði.
Dýrindisveigar voru á boðstólum
og ágætis meðlæti sem menn
sporðrenndu með tilþrifum. Einnig lá
frammi nokkuð nýstárleg afmælis-
terta sem bar svip af eldfjalli í allri
sinni gerð. Sigurður tók að sjálf-
sögðu fyrstu skóflustunguna aö
tertunni og sagði við það tækifæri