Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1982, Side 36
Togarinn Ingólfur Arnarson í erfiðleikum vegna vélarbilunar:
MIKILL SJÓR VAR
A MILUMLFARI
Dettifoss
fylgir
skipinu til
Reykjavíkur
Slysavarnafélaginu barst um kl.
23.45 í gærkvöldi tilkynning frá tog-
aranum Ingólfi Amarsyni en aðalvél
skipsins hafði þá verið stopp frá því
kl. 21.15. Sjór var mikill á milliþilfari
og jókst hann eftir því sem á leið. Var
skipið farið að halla töluvert mikið.
Ingólfur var staddur u.þ.b. 80 mílur
suðaustur af Ingólfshöfða er bilunin
varð.
Nærstödd skip voru Dettifoss sem
var staddur 50 mílur norðvestur af
Ingólfi og varðskip sem statt var á
Austfjörðum. Bæði skipin héldu
strax til hjálpar. Um kl. 00.35 til-
kynnti Ingóifur að alvarleg bilun
væri í aðalvélinni en dælur voru að
komast í gang. Höfðu þær við að
dæla sjó og hafði hallinn því aðeins
minnkað.
Aftur tilkynnti Ingólfur sig um kl.
01.37 en þá hafði tekizt að dæla öll-
um sjó af milliþilfari en beðið um að-
stoð varðskips. Um þrjúleytið í nótt
komst vél skipsins í gang en þá voru
13 sjómílur milli Ingólfs og Dettifoss.
Var ákveðið að Dettifoss kæmi að
skipinu og yrði í samfloti til Reykja-
víkur. 1 morgun var ekki vitað nema
allt væri í lagi og skipin á leið til
hafnar. Fór því betur en á horfðist í
fystu. -ELA
I sjómannaverkfallinu gefst sjómönnum tœkifœri til leikja með börn-
um sínum. Sjómenn á Vopnafjarðartogaranum Brettingi brugðu sér
á skíði með börnunum í brekkunum fyrir ofan kauptúnið og höfðu
bœði ungir og gamlir gaman af. Togarinn Brettingur liggur bundinn
við bryggju í baksýn.
DV-myndGVA.
Rólegt i gjaldeyrisdeildunum
Allt að 20% álag á það sem af greitt er
,,Það er lítið afgreitt. Aðeins það
sem bráðnauðsynlegt telst eins og lyf og
ýmis varahlutir auk ferðagjaldeyris,”
sagði Jóhann Ágúslsson hjá Lands-
bankanum i gær, um ástandið i gjald-
eyrisdeildum eftir tiu daga stöðvun
gengisskráningar.
Hann kvað ásókn ekki vera mikla i
gjaldeyri þessa dagana, þar sem 15—
20% álag I'gðist á allt það sem af-
greiti væri. Mismunur, ef einhver
verður, endurgreiðist síðan þegar
ákvörðun er komin um hversu ntikið
krónan skuli falla. Á þetta jafnt við um
almennan gjaldeyri og ferðagjaldeyri.
„Ástandið versnar og ásóknin eykst
eftir þvi sem lengra liður, en ennþá er
þetta í lagi,” sagði Jóhann.
-JB.
Skákferð þingmanna:
Vilmundur og Friðjón unnu
Aftur fór íslenzka þingmannasveitin
með sigur af hólmi í skákkeppni við
hollenzka starfsbræður i gær. íslenzka
sveitin vann 3—2 eins og i fyrradag.
Að þessu sinni voru það Vilmundur
Gylfason og Friðjón Sigurðsson, skrif-
stofustjóri Alþingis, sem fóru með sig-
ur af hólmi. Guðmundur G. Þórarins-
son og Halldór Blöndal gerðu jafntefli
en Garðar Sigurðsson tapaði.
í fyrradag voru það Friðjón og
Garðar sem unnu, Halldór og Guð-
mundur gerðu þá jafntefli en Vilmund-
ur tapaði. Friðjón skrifstofustjóri var
því sá eini úr íslenzku sveitinni sem
vann báðar skákir sínar. Aðrir voru
með50% vinningshlutfall.
Skáksveitin kemur heim á morgun.
-KMU.
Sjálfstæðis
menná
Akureyri:
Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins á
Akureyri fundaði á mánudagskvöld-
ið um leiðir við val frambjóðenda á
lista flokksins við bæjarstjórnar-
kosningarnar i vor. Niðurstaðan i at-
kvæðagreiðslu varð sú að 15 völdu
„opið” prófkjör, eins og viðhaft hef--
ur verið hjá Sjálfstæðisflokknum á
Ungliðar og konur
vilja lokað prófkjör
Akureyri við 3 undangengnar bæjar
stjórnarkosningar, en jafnmargir
vildi hafa „lokað” prófkjör, þar sem
eingöngu flokksbundnir hefðu kosn-
ingarétt.
Það voru einkum ungliðar og kon-
ur sem vildu snúa til lokaðs próf-
kjörs. Töldu konurnar það vænlegri
leið fyrir konur til að ná árangri í
prófkjörinu. Bæjarfulltrúarnir
Sigurður J. Sigurðsson og Gísli Jóns-
son, ásamt Gunnari Ragnars og
Sverri Leóssyni, voru helztu talsmenn
þess að prófkjörið yrði „opið” öllum
stuðningsmönnum flokksins, því
margir þeirra væru ekki og vildu ekki
vera flokksbundnir.
Þar sem atkvæði féllu jöfn á fund-
inum og hann var auk þess fámenn-
ur, miðað við að í fulltrúaráðinu eru
um 130 manns, þá var ákveðið að
efna til annars fundar um sama mál-
efni á mánudaginn kemur.
GS/Akureyri
frfáJst, áháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 13. JAN. 1982.
Steindór:
Ekkert að-
hafzt enn
„Við höfum sent báðum þeim aðil-
um sem heimild hafa til löggildingar
gjaldmæla bréf með þeim tilmælum að
bílstjórum hjá Steindóri verði ekki veitt
þjónusta þar. Þetta byggjum við á þvi
að í lögum um þjónustu þessa er talað
um leigubílstjóra, en þessir menn hafa
ekki atvinnuleyfi til aksturs,” sagði
Brynjólfur Ingólfsson i samgönguráðu-
neytinu í morgun.
Ekkert hefur verið aðhafzt ílokunar-
aðgerðum gagnvart Steindórsstöðinni.
Lögreglustjóri er enn að kynna sér
málið frá báðum hliðum en ráðuneytið
hefur farið þess á leit við hann að rekst-
urinn verði stöðvaður.
Að sögn Brynjófls hefur fjármála-
ráðuneytinu verið sent bréf um málið
með það fyrir augum, að ekki verði af-
greiddar bifreiðir með tollaundan-
þágum til Steindórs.
__________________ -JB.
Reykingar
ollu brunanum
á Akureyri
AUt bendir til þess að eldurinn sem
eyðilagði innbú og innréttingar í einni
íbúðinni í fjölbýlishúsinu við Furulund
10 á sunnudagskvöldið hafi kviknað út
frá glóð af völdum reykinga, sam-
kvæmt upplýsingum rannsóknar-
lögreglunnar á Akureyri.
Tveir bræður voru sofandi í íbúð-
inni, en annar þeirra vaknaði við eld-
inn. Stóð þá bólstraður stóll í stofunni i
Ijósum logum og mikill hiti og^éykur
hafði myndazt i íbúðinnk Vakti dreng-
urinn bróður sinn og hljóp i næstu íbúð
til að hringja á slökkvilið. Við það fékk
eldurinn góðan trekk þannig að eld-
tungur stóðu út um suðurglugga ibúð-
arinnar þegar slökkviliðið kom'á vett-
vang. Greiðlega gekk að ráða niður-
lögum eldsins, en eftir stendur ibúðin
eins og fokheld. Einnig urðu iítilsháttar
skemmdir á næstu ibúðum af völdum
hita og reyks.
-GS/Akureyri.
LOKI
Það er gott að þingmenn-
irnir skuii einhvers staðar
standa sig vel.