Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1982, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1982.
AWMIeg „Mf felffft Cfflfffo i • — segirGuð-
tnn &pna 1 Sfflflf Iffl mundur Eiríks-
ráðstefna tfflB ftffiff cffniff 4 ^k#ff*ff* An son, formaður
um vernd w npi smu i yrr cn íslenzku
laxastofna: $14 )asta dag ’inn" nefndarinnar á ráðstefnunni
„Við í íslenzku nefndinni erum
almennt mjög ánægðir með (rað sem
hér hefur verið rætt um tiiþessa,"sagði
Guðmundur Eiríksson |ijúðieltarfræð-
ingur er DV náði tali af honum á
alþjóðlegri ráðstefnu um verndun laxa-
stofna, sem haldin er þessa dagana í
Reykjavík. Guðmundur er formaður
íslenzku nefndarinnar sem silur
ráðstefnuna, en sex lönd ciga fulltrúa á
henni, auk þess sent sérlegur fulltrúi
EBE (Efnahagsbandalags Evrópu) situr
Itana.
„Það er i sjálfu sér ekki frá nriklu að
segja á þessu stigi málsins,” sagði
Guðmundur er við ræddum við hann
unt hádegisbilið í gær. ,,Það er viðtekin
venja á alþjóðaráðstefnum sem þessari
að ntenn spila ekki trompi sínu út fyrr
en síðasta daginn og ég á ekki von á
neinni brcvtingu i þá átt.”
Ráðstefnu þessa bar rnjög brátl að.
Það var ekki Ijðst fyrr en utn 20.
desember að hægt yrði að halda hana
og þá yrði henni að vera lokið fyrir 23.
þessa mánaðar. Upphaflega var stefnt
að því að halda hana í Osió dagana
4.—6. þessa mánaðar, en þegar Ijóst
var að það tækist ekki var haft sam-
band við íslendinga. „Það var eigin-
lega ekki fyrr en á föstudag að endan-
lega varð Ijóst að af ráðstefnunni gæti
orðið,” sagði Guðmundur, „þannigað
tími til að kynna hana var enginn.”
„Vissulega hefði verið heppilegra að
Færeyingar og EBE hefðu náð sam-
komulagi sin á milli um laxinn áður en
til þessara ráðstefnu kom, en svo var
ekki. Kvótamál Færeyinga eru nú til
umræðu hjá EBE og ekki er hægt að
neita því að þeirra afstaða Itefur ein-
hver áhrif á ráðstefnuna héma. Ég geri
mér hins vegar vonir um góðan og
jákvæðan árangur af þessari ráð-
stefnu,” sagði Guðmundur. -SSv.
„Geri mér vonir um góðan og jákvæðan árangui ” segir Guðmundur Eiríksson.
DV-mynd Einar Ólason.
Séð yfir ráðstefnusalinn. Fyrir borðendanum eru Ólafur Jóhannesson utanrikisráðherra og Guðmundur Eirfksson, for-
maður islenzku nefndarinnar. DV-mynd Einar Ólason.
Skíðaferðum til útlanda fjölgar stöðugt:
Um 1.300 manns í Alpana
Skíðaferðum jslendinga til útlanda
seinni hluta velrar fjðlgar ár frá ári
og nú í vetur er búizt við að um 1.300
manns l'ari með fjalirnar sinar i
sktðalönd Alpanna á vegum Flug-
lciða hf. og Islcnzkra ferðaskrifstofa.
Fastar ferðir eru á laugardögum í
gegn um Keflavík, Luxentburg og
MUnchen.
Samkvæmt upplýsingum frá Flug-
leiðuni eru þessar ferðir seldar með
margvislegum ha'tti og gctur l'ólk
valið um ýmsá ko.ti i gislingu, mat
og þjónustu á mörgum skiðusvæð-
um. En ódýrustu ferðirnar kosta
rúmar 5 þúsund krónur fyrir mann-
inn á viku og um 6.400 krótnir í tvær
vikur.
Vegna mjög vaxandi áluiga á
þesssum skiðálerðum ætla Flugleiðir
hl'. að taka upp beinl leiguflug næsta
vetur og þá til MUnchen.
-HERB.
Samvinnuhreyf ingin minnist 100 ára afmælis síns:
„HREYFINGIN HEFUR MARKAÐ STÓR
0G GLÖGG SP0R í 0KKAR ÞJÓÐLÍF”
- sagði Finnur Kristjánsson kaupfélagsstjóri, er hátíðardagskráin var kynnt
„Hreyfingin hefur markað stór og
glögg spor í okkar þjóðlíf. Við sjáum
þau spor allt í kringum landið”,
sagði Finnur Kristjánsson, formaður
samstarfsnefndar Kaupfélags Þing-
eyinga og SÍS, er fréttamönnum var
kynnt hátíðardagskrá 100 ára
afmælis samvinnuheyfingarinnar.
Framkvæmd afmælishaldsins
verður á vegum samstarfsnefndar-
innar. Hana skipa sex menn: Böðvar
Jónsson, bóndi, Finnur Kristjánsson,
kaupfélagsstjóri og formaður,
Hreiðar Karlsson, kaupfélagsstjóri,
Hjalti Pálsson, framkvæmdastjóri,
Kjartan P. Kjartansson, frarn-
kvæmdastjóri, og Haukur Ingi-
bergsson, sem er framkvæmdasljóri
hennar.
Á l'undi nefndarinnar með frétta-
mönnum var rakin stuttlega saga
samvinnuhreyfingarinnar og gerð
grcin fyrir afmælisdagskránni.
Samvinnuhreyfingin á rætur sípar í
slofnun Kaupfélags Þingeyinga sem
var stofnað 20. febrúar 1882 að
Þverá í Laxárdal. Að stofnunni stóðu
nokkrir fulltrúar úr héraðinu sem
komu saman til fundar að Grenjaða-
stað árið áður. „Þetta voru upp-
reisnarmenn þess tíma”, sagði
Finnur Kristjánsson meðal annars.
Stofnun Kaupfélagsins leiddi síðan
til stofnunar Samvinnuhreyfingar-
innar, sent nú eru i 42.000 manns.
Mikið starf hefur verið unnið til að
minnast afmælisins á sem verðug-
Finnur Kristjánsson (I.v.) formaður samstarfsnefndar KÞ og SÍS og Hreiðar Karlsson, kaupféiagsstjóri KÞ. Málverkið er
af fyrsta verzlunarhúsi Kaupfélags Þingeyinga. (DV-mynd Einar Ólason)
astanhátt. Hannað hefur verið merki hinna mörgu.” Verður það liotað á anna.
með einkunnarorðunum: „Máttur margvíslegan hátt innan kaupfélag- Hinn 20. febrúar munu flest kaup-
félög landsins fagna afmælisdeginum
með þvl að hafa „opið hús”.
Stjórnarfundur verður haldinn hjá
KÞ þann dag. Siðdegis mun kaup-
félagið taka á móti gestum að Hótel
Húsavík. Hápunktur afmælishalds-
ins verður dagana 18.—20. júni. Þá
verður aðalfundur SÍS haldinn á
Húsavík. Þar er m.a. gert ráð fyrir að
afgreiða nýja stefnuskrá hreyfingar-
innar. 20. júní verður hátíðar-
samkoma að Laugum.
Þá koma fram í máli Hauks
Ingibergssonar ýmislegt fleira sem
verður á döfinni í tengslum við
afmælið. Aformað er að færa fyrstu
verzlunarhús KÞ á Húsavik í sitt
upprunalega horf og búa þau
gömlum verzlunaráhöldunt. Er hug-
myndin sú að koma á fót eins konar
„lifandi" safni með þessu móti. 15.
ntaí—15. júní munu starfsmenn og
stjórnendur samvinnufyrirtækja taka
höndum saman um snyrtingu og
fegrun vinnustaða sinna, utan húss
sem innan. Þá munu kaupfélögin,
Sanibandið og ýmis samstarfsfyrir-
tæki verða með margvísleg og fjöl-
breytt tilboðá vörum og þjónustu.
Loks er í undirbúningi að gera
kvlkmynd eða videómynd um sam-
vinnuhreyfinguna, skipulag hennar,
stel'nu og störf. Auk þess kemur út á
árinu frimerki hjá Póst- og sima-
málastjórn í tilefni afmælisins.
Verður á því mynd af fyrstu
verzlunarhúsum KÞá Húsavík.-JSS.