Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1982, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1982.
15
Menning Menning Menning
Aðláta
hnefana ráða
Eflvarfl Ingólfsson: Hnefaróttur.
Reykjavik, Æskan, 1981.
Haustið 1980 gaf Bókaútgáfa Æsk-
unnar út bókina Gegnum bernskumúr-
inn eftir ungan Snæfelling, Eðvarð
Ingólfsson. Sú bók vakti talsvert mikla
og að mínu áliti verðskuldaða athygli.
Talsverð blaðaskrif urðu um hana og
sýndist mönnum sitt hvað um gæði
bókarinnar, en bókin er ein athyglis-
verðasla frumsmíð ungs rithöfundar
sem skrifar fyrir börn og unglinga sem
fram hefur komið nú um skeið. Þess
vegna vakti útkoma annarrar bókar
Bókmenntir
Sigurður Helgason
Eðvarðs forvitni er hún kom á markað
fyrir siðustu jól.
Sú bók heitir Hnefaréttur og er mjög
ólík fyrri bókinni. Hún fjallar um sam-
skipti stráka og fullorðins manns í smá-
þorpi einhvers staðar úti á landi. Mað-
urinn sem heitir Sigmundur á í sifelld-
um erjum við strákana í þorpinu og
þeir gera sitt af hverju til að gera hon-
um gramt í geði. Söguþráðurinn er
svipaður og í öðrum hliðstæðum bók-
um. Reynt er að gera hlutina spennandi
og strákarnir komast stundum í hann
krappan.
„Æ, œ, magnyl, ó. “
Ég verð að segja að því miður hef-
ur Eðvarð Ingólfssyni ekki tekistnægi-
lega vel upp við samningu þessarar
bókar. Ég hyggst hér á eftir færa fyrir
því nokkur rök. í fyrsta lagi er hug-
myndaflug hans oft á tíðum full líflegt,
a.m.k. fyrir minn smekk. Sumt af þvi
sem gerist er svo langt í frá að vera í
samræmi við raunveruleikann að
furðulegt verður að teljast. Persónurn-
ar eru staðlaðar sögupersónur í sögum
af þessu tagi. Foringinn er augljóslega
greindur strákur sem hefur ráð undir
rifi hverju og veit alltaf hvernig hann á
að bregðast við þeim aðstæðum sem
upp koma. Þá er hálfgerður furðufugl,
sem höfundur kýs að kalla Heimsspek-
inginn. Og loks ber að nefna Nonna,
sem virðist vera venjulegastur þeirra fé-
laga og í dálitlu samræmi við það
hvernig strák^r eru oftast nær. Þessir
þrir mynda „klíkuna” sem er félags-
skapur sem fæst við þau mál sem upp
koma á hverjum tíma. Þetta minnir
mig mikið á sögumynstur í sögum Enid
Blyton og eru áhrifin svo augljós að
ekki er hægt að komast hjá að verða
var við þau. Þar eru hópar sem geta
varla gengið hundrað metra án þess að
eiga við einhver stórmál að stríða. Sá er
þó munurinn að strákarnir i „Hnefa-
rétti” eru ekki að fást við afbrota-
menn, heldur eiga þeir í stríði við einn
þorpsbúa eins og fyrr segir.
Málið á sögunni er mjög ólikt þvi
sem strákar og krakkar tala almennt.
Það nálgast að vera uppskrúfað og
virkar kjánalegt á lesendur.
Kostur sögunnar er raunverulega það
sem að baki hennar býr. Þ.e.a.s. að
nrenn eigi ekki að láta hnefaréttinn
ráða heldur að leysa vandamálin eins
og menn án ofbeldis og æsings. Og það
kemur fram að réttarvitund barna og
unglinga er oft mikil og ekki auðvelt að
hafa áhrif á hana.
Ég held að greinilegt sé að Eðvarð sé
að einhverju leyti að færa sitt uppeldis-
umhverfi inn í söguna.
Ég leyfi mér að halda fram þeirri
skoðun minni hér, að Eðvarð Ingólfs-
son hafi gert mistök með því að láta
þessa bók koma út. Við skoðun á bók-
unum tveimur kemur í ljós að Gegn-
um bernskumúrinn er skrifuð seinna en
Hnefaréttur og því er Hnefaréttur mun
viðvaningslegri að allri gerð en fyrri
bókin. En það leynir sér ekki á þeirri
sem siðar var skrifuð að Eðvarð Ing-
ólfsson getur vel samið sögur. Og ég
leyfi mér að vona að hann haldi áfram
og reyni að gera betur.
Sigurður Helgason.
Brandenburgarkonsertar
Fjórir Crondenburqar, nr. 1,4,5 og 6
( flutn-ngi Knmmersveitar.
Stjóm<intíi: Gilbort Levine.
Konsnrtmeistari: Guflný Guflmundsdóttir.
Venjulega þykir töluvert í ráðist að
leika fleiri en einn Brandenburgar-
konsertanna á einum og sömu tón-
leikunum, hvað þá heldur að leika þá
fjóra í einu. Hver Brandenburgar-
konsertanna fyrir sig er annars svo
magnað verk og sjálfstæðir eru þeir i
eðli sínu að engu skiptir þótt þeir séu
slitnir úr samhengi. Þeir eru hrein-
ustu perlur hver og einn. Það liggja
því oftast tvær ástæður, önnur hvor
eða báðar eftir atvikum, að baki þess
að leika þá alla, eða velflesta í einni
runu. Þær eru annað hvort fræði-
legar, til kynningar á konsertunum
eða þá af metnaði, til að sýna getu
góðrar hljómsveitar og snilld ein-
leikara. Að öðrum kosti eiga þeir
sjaldnast erindi til tónleikagesta allir í
einni bunu. Og kröfur gerir meistari
Bach til flytjenda þessarrra úrvalsaf-
kvæma sinna eins og reyndar allra
verka sem hann samdi.
Ekki verður annað sagt en að
hljómsveitarliniir, allir hafi staðið sig
með hinni mestu prýði - þeir léku
raunar af snilld. En þótt mér þætti
leikurinn góður var ég hreint ekki dús
við stílinn. í fyrsta lagi var eins og
verið væri að heyja um það keppni
Tónlist
Eyjólfur Melsted
hversu hratt mætti komast í gegnum
allt heila kraðakið. Hljóðfæra-
leikararnir eiga lof skilið fyrir að
komast hjá því að leika flausturslega
á ölllum sprettinum. í öðru lagi var
flutningurinn ofhlaðinn róman-
tiskum blæ, sem á ekkert skylt við
barokmúsík. Fleiri aðfinnslur mætti
tína til, en þær eru flestar nátengdar
hinum tveimur fyrstu og ekki vert að
lengja halann.
Verði menn fyrir þvi að heyra
músik baroktimans, og aðra gamla
músik, leikna á upprunaleg hljóð-
færi, eða hljóðfæri smíðuð eftir hin-
um gömlu hljóðfærum, verða þeir
fæstir samir eftir. Fyrstu upplifun af
því tagi má líkja við að verða heillað-
ur af álfum, þ.e. bergnuminn. Heyri
maður snjalla menn leika á þau hin
gömlu hljóðfæri getur maður aldrei
litið nútímahljóðfæri sömu augum
þegar hin gamla músík á í hlut. —
En, sé þess gætt, að íþyngja ekki blæ
tónlistarinnar með tónmagni hljóð-
færanna og séu grundvallaratriði lif-
andi pólýfóníu í heiðri höfð, er ekk-
ert því til fyrirstöðu að koma megi
auðmjúkum glæsileika verka Bachs
til skila með hljóðfærum nútímans.
En fram hjá þeim skilyrðum verður
heldur ekki gengið
EM
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 92., 94. og 96. tbl. Lögbirtingablaðsins á fasteigninni
Flókalundi, Djúpavogi, talinni eign Hcrmanns Björns Haraldssonar, fcr
fram á eigninni sjálfri, mánuaginn 25. janúar 1982 kl. 14.00.
Sýslumaðurinn í Suður-Múlasýslu
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 92., 94. og 96. tbl. Lögbirtingablaðsins 1981 á Skólavegi
34 Fáskrúðsrtrði, þinglesinni eign Jóhanns Árnasonar.l.r tram á eigninni
sjálfri þriðjudaginn 26. janúar 1982 kl. 11 árdegis.
Sýslumaðurinn í Suður-Múlasýslu
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 92., 94. og 96. tbl. Lögbirtingablaösins 1981 á fasteign
inni Botnabraut 1 A, F.skifirði, þinglesinni eign Sigrúnar Ó. Snorradótt-
ur, ferfram á eigninni sjálfri föstudaginn 29. janúar 1982 kl. 14.00.
Bæjarfógetinn á Eskifirði
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 71., 73. og 76. tbl. Lögbirtingablaös 1981 á hluta í
Hraunbæ 60, þingl. eign Jóns S. Pálssonar, fer fram eftir kröfu Gjald-
heimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri föstudag 22. janúar 1982 kl.
13.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 72., 75. og 77. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 á hluta í Mið-
stræti 3, þingl. eign Birgis Harðarsonaro.fl., fer fram eftir kröfu Lifeyris-
sjóðs verzlunarmanna og Jónasar A. Aðalsteinssonar hrl. á eigninni sjálfri
föstudag 22. janúar 1982 kl. 11.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 71., 73. og 76. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 á hluta í
llraunbæ 118,þingl. eign Brynjars Þórs Jakobssonar o.fl., fer fram eftir
kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik á eigninni sjálfri föstudag 22. janúar
1982 kl. 14.15
Borgarfógetaembættið í Rcykjavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 72., 75. og 77. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 á húseign á
Reykjavíkurflugvelli, talinni cign Flugstöðvarinnar hf., fcr fram eftir kröfu
Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri föstudag 22. janúar 1982
kl. 10.45.
Borgarfógetaembættið í Reykjavik.
FREEPORTKLUBBURINN
Aöatfundur
Freeportklúbburinn heldur aðalfund sinn
fimmtudaginn 21. janúar nk. kl. 20.30 í Safn-
aðarheimili Bústaðakirkju.
Stjórnin.