Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1982, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1982, Blaðsíða 30
30 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1982. Heildarvelta fimmtíu stærstu fyrir- tækja landsins samkvæmt lista Frjálsrar verzlunar er rétt rúmlega 1.327 milljarðar gamalla króna árið 1980 Athygli vekur að réttur þriðjungur þeirrar veltu er hjá fyrirtækjum Sam- bands íslenzkra samvinnufélaga, kaup- félaganna eða fyrirtækjum undir stjórn þeirra eða í eigu sömu aðila. Hlutur SÍS og kaupfélagavaldsins í veltu hinna fimmtiu stærstu er 431 milljarður gamalla króna. Auk þess munu Sam- bandið og kaupfélögin eiga itök í nokkrum öðrum fyrirtækjum, sem komast á listann yfir fimmtiu stærstu fyrirtæki á íslandi. Má þar nefna til dæmis Sölusamband ísl. fiskframleið- enda sem er alfarið ráðandi á saltfisk- markaðinum og Slippstöðina hf. á Akureyri en þar er KEA hluthafi. Sambands- og kaupfélagafyrirtæk- in eru þrettán í hópi hinna fimmtíu stærstu en þar trónar Samband ís- lenzkra samvinnufélaga efst með 163 milljarða gamalla króna veltu eins og áður hefur komið fram. Starfsmannafjöldi er nær því í sama hlutfalli og veltan hjá Sambands- og kaupfélagafyrirtækjum og síðan öðrum á listanum yfir fimmtíu stærstu fyrirtæki. 32,5% veltunnar eru hjá hinum fyrrnefndu en 33,8% starfs- mannanna. Heildarfjöldi starfsmanna hjá þessum fimmtíu fyrirtækjum er rétt tæplega þrettán þúsund og þar af rúm- lega 4.300 hjá SÍS, kaupfélögum og fyrirtækjum tengdum þeim. Erlendur Einarsson forstjóri Sambands ísl. samvinnufélaga. Valgeir Ásgeirsson framkvstj. Sœnsk- íslenzka Valgeir Ásgeirsson tók síðla lið- ins árs við starfi framkvæmda- stjóra Sænsk ísl. verzlunarfélags- ins hf. Þar áður hafði hann verið innkaupastjóri hjá Hagkaupum um fimm ára skeið. Fyrri eigandi Sænsk isl. var Óli Kr. Sigurðs- son en núverandi eigendur félags- ins eru Ólafur Már Ásgeirsson, Valgeir Ásgeirsson, Ásgeir Valur Einarsson, Camilla Hallgrímsson og Hafdís Stefánsdóttir. Fyrir- tækið verzlar einkum með fatnað. Stefán Reynir Kristjáns- son Fjármálastj. ísl. járn- blendifólagsins Stefán Reynir Kristjánsson við- skiptafræðingur tók sl. haust við starfi fjármálastjóra íslenzka járn- blendifélagsins hf. Hann lauk prófi frá viðskiptadeild Háskóla íslands árið 1971. Starfaði siðan hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur til 1974, þá hjá borgarhagfræð- ingi til 1978 og þá hjá Flugleiðum hf. til 1980. Stefán Reynir var við sjálfstæð ráðgjafarstörf til sl. hausts er hann tók við hinu nýja starfi. Sig. Friðriksson aðal- framkvstj. fjármálasviðs Iðnaðardeildar SÍS. Sigurður Friðriksson viðskipta- fræðingur hóf sl. haust störf sem aðstoðarframkvæmdastjóri Iðn- aðardeildar SfS á Akureyri. Hann lauk prófi frá viðskipta- deild Háskóla íslands í janúar 1971. Sigurður starfaði hjá Hag- deild Landsbanka íslands þar til hann tók við hinu nýja starfi, að- stoðarframkvæmdastjóri — fjár- málasvið. Egill Thorarensen fröm kvsfj. Sfldarrótta hf. Egill Thorarensen niðursuðu- tæknifræðingur hefur nýverið tekið við starfi framkvæmda- stjóra fyrirtækisins Síldarrétta hf. Hann lauk námi í grein sinni í Vestur-Þýzkalandi árið 1967. Starfaði síðan hjá Norðurstjörn- unni hf. í Hafnarfirði í sex ár eða þar til hann tók við starfi fram- kvæmdastjóra Siglósíldar á Siglu- firði. Því starfi gegndi Egill fram á árið 1980. Síldarréttir voru áður í eigu Sveins og Ævars Guðmundssona og var þá til húsa við Súðarvog í Reykjavík. Fyrir- tækið hefur nú flutt allan rekstur sinn að Smiðjuvegi 36 í Kópavogi þar sem Reykiðjan var áður til húsa. Viltu reka veitingastað íHúsiverzl- unarinnar? Hús verzlunarinnar trónar nú yfir nýja miðbænum í Reykjavik og ekki er annað að sjá en þarna sé komin hin föngulegasta bygg- ing. Að sögn Hjartar Hjartar- sonar framkvæmdastjóra, sem er formaður hússtjórnar eru eig- endur byrjaðir að innrétta sina hluta hússins og búast má við að fljótlega verði farið að flytja inn. Næstu daga verður auglýst eftir tilboðum í að reka veitingastað á jarðhæð Húss verzlunarinnar. Þar verður einnig í framtíðinni útibú Verzlunarbanka íslands. Hugmyndin er að veitingastaður- inn þjóni starfsfólki og gestum hússins auk næsta nágrennis. Eigendur Húss verzlunarinnar eru Verzlunarmannafélag Reykjavíkur, Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Verzlunarbanki fslands hf., Kaupmannasam- tökin, Félag ísl. stórkaupmanna, Verzlunarráð íslands og Bíl- greinasambandið. Tómas Jónsson fulttníi VéladeildarSÍS Tómas Jónsson hefur tekið við starfi fulltrúa framkvæmdastjóra Véladeildar SÍS. Hóf hann störf um áramótin síðustu. Tómas lauk prófi frá viðskiptadeild Háskóla íslands 1974 og var síðan við framhaldsnám við Verzlunar- háskólann í Kaupmannahöfn. í april 1977 hóf hann störf hjá Skipulagsdeild SÍS og var þar til loka siðasta árs, er hann tók við hinu nýja starfi. Sölumiðstöðin með kvikmyndir, bækling og bók í undirbúningi Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna hefur látið gera kvikmynd, sem er tilbúin til sýninga, um frystihús á Llandi. Klipping og lokavinna við aðra kvikmynd um Coldwater Seafood, fyrirtæki Sölumiðstöðvarinnar í Banda- rikjunum, stendur nú yfir. Einnig er verið að leggja síð- ustu hönd á kynningarbækling um Sölumiðstöðina. Er hann á islenzku. Auk þess hefur DV fregnað að verið sé að vinna að bók um Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna. Mun það verk vera í umsjón Guðmundar H. Garðars- sonar blaðafulltrúa samtakanna. Mestur spamaður i Sviss —hafa haldið titlinum í níu ár eða frá upphafi Góð lífskjör og góð afkoma fólks í Sviss hefur lengi verið rómuð. Einnig hafa þeir lengi verið miklir eignamenn. Ekki verður annað séð en orðtakið — sparnaður er upphaf auðs — sannist á Svisslendingum. Samkvæmt könnun sem fram fer á vegum alþjóðlegra bankasamtaka (Intemational Savings Bank Institute) spara engir eins og þeir. Svisslendingar hafa haldið titlinum Viðskipti (Jmsjón: Ólafur Geirsson — mestu sparendur heims — undan- farin níu ár en þá hófu starfsmenn bankasamtakanna að kanna sparnað meðal einstakra þjóða. Að meðaltali átti hver Svisslendingur jafnvirði 14.461 dollara á bankareikn- ingi árið 1980. í öðm sæti voru Belgíu- menn með jafnvirði 9.043 dollara, Japan 8748 dollara, Vestur-Þýzkaland 7.931, Austurríki 5.913, Svíþjóð 5.604, Bandaríkin 5.583, Frakkland 5.285 og Noregur 5.273. í könnuninni var aðeins tekið með það sem sparað var og lagt fyrir með innleggjum í banka. í mörgum ríkjum er hins vegar algengt að almenningur og aðrir fjárfesti sparifé sitt í formi líf- trygginga eða í ýmiss konar verðbréfum. S/S og kaupfélaga- valdið með þríðjung —af veltu f immtíu stærstu fyrirtækja landsins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.