Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1982, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ&VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1982.
23
Sími 27022 Þverholti 11
Smáauglýsingar
Ungt par með citt barn
óskar eftir 2ja—3ja herb. íbúð, öruggar
mánaðargreiðslur, góðri umgengni
heitið. Vinsamlegast hringið i síma
23743.
Óskum eftir 2—3 herbergja íbúð
til leigu í Reykjavik strax fyrir starfs-
mann okkar. Bílatorg, símar 13630 og
19514.
Óska eftir herb.
og eldhúsi. Uppl. í síma 25610 á kvöldin
kl. 8— 10.
Ungtparóskar
eftir lítilli íbúð eða góðu herb. til leigu
strax í 4 mán. Uppl. hjá auglþj. DV í
síma 27022 e. kl. 12.
H—729
Hjón um fertugt með
tvítugan son vantar húsnæði strax í
Reykjavík eða nágrenni. Má þarfnast
einhverrar lagfæringar. Uppl. hjá
auglþj. DV í síma 27022 e. kl. 12.
H—697
Kópavogur.
Við erum tvö um tvítugt. Leitum að
2ja—3ja herb. íbúð í Kópavogi eða ná-
grenni. Bæði í fastri vinnu. Öruggar
greiðslur. Einhver fyrirframgreiðsla.
Uppl. hjá auglþj. DV í síma 27022 e. kl.
12.
H—688
Ung stúlka óskar
eftir að taka á leigu 2ja herb. íbúð. Góð
fyrirframgreiðsla. Uppl. í sima 32153
eftir kl. 16.
Áreiðanleg
og reglusöm ung stúlka óskar eftir litilli
íbúð i Reykjavík. Uppl. i síma 76007
eftirkl. 17.30.
Óska eftir að taka á leigu
gott herbergi. Uppl. hjá auglþj. DV i
síma 27022 e. kl. 12.
H—873
Atvinnuhúsnæði
Húsnæði óskast undir
hreinlega hobbývinnu, stærð: 20—30
fm. Uppl. ísíma21155.
Til leigu er lítil
matvöruverzlun í gamla vesturbænum.
Þægileg, sjálfstæð atvinna, litil fjárfest-
ing, enginn áhætta., Uppl. hjá auglþj.
DVísima 27022 e. kl. 12.
H—678
100—150 fm húsnæði
óskast fyrir snyrtilegt bílaverkstæði.
Uppl. í síma 76084 og 44654.
Atvinna í boði
Starfskraftur óskast
til innheimtustarfa með prósentutilboð.
Tilboð sendist augld. DV merkt „Inn-
heimta451”.
Starfsstúlkur óskast
strax á hamborgarastað, vaktavinna.
Yngri en 20 ára koma ekki til greina.
Uppl. ísima 33146 eftir kl. 17.
Starfsstúlka óskast
við kjötafgreiðslu í kjörbúð í Hliðunum.
Heilsdagsstarf. Helzt vön. Uppl. hjá
auglþj. DV ísíma 27022 e. kl. 12.
H—703
Starfsskraftur óskast
til afgreiðslustarfa allan daginn. Tilboð
sendist til augld. DV fyrir 30. jan. Merkt
„727”.
Óska eftir manni
vönum vélumþarf helzt að hafa bílpróf;
þrifaleg verksmiðjuvinna. Uppl. í síma
29340 tilkl. 18.
V élstjóra, stýrimann,
matsvein og háseta vantar á mb.
Haffara SH 275 sem er að hefja veiðar
með línu. Uppl. um borð í bátnum sem
liggur í Reykjavikurhöfn.
Háseta vantar
á 70 lesta netabát í Grindavík. Uppl. í
síma 92-8206.
Vanan stýrimann
vantar á 100 tonna bát sem rær frá
Hornafirði. Uppl. i síma 97-8320.
Okkurvantar smiði
og aðstoðarmenn strax. Uppl. á skrif-
stofunni. J. P. Innréttingar, Skeifan 7.
Stúlka óskast
til afgreiðslustarfa. Uppl. í Fjarkanum,
Austurstræti 4, í dag kl. 2—4 og eftir kl.
6isima 50166.
Gott atvinnufyrirtæki
í eigin húsnæði i miðborginni er af sér-
stökum ástæðum til sölu. Heppilegt fyrir
2 menn. Það sem um er að ræða er 180
fm húsnæði og fyrirtæki í fullum rekstri.
Tilboð sendist DV fyrir 24. þ.m. merkt
Höndlun”.
Óska eftir að ráða
rafvirkja. Uppl. í sima 43997 eftir kl. 19.
Háseta vantar
á góðan vertiðarbát sem rær með línu og
síðar net frá Snæfellsnesi. Uppl. í síma
91-34864 og 93-8473.
Beitningamenn vantar
á 76 tonna bát, sem gerður er út frá
Sandgerði. Fæði og húsnæði á staðnum.
Uppl. í síma 91-19190.
Atvinna óskast
22 ára reglusamur stúdent
óskar eftir góðri vinnu, getur byrjað
strax. Vélritunarkunnátta fyrir hendi.
Sími 23743.
íslenzkur tæknifræðinemi
i Danmörku óskar að taka að sér fyrir-
greiðslur í Evrópu. Talar ensku, þýzku
og dönsku. Margt kemur til greina. Til-
boð sendist DV merkt „222”.
Ég er þrítug
og óska eftir framtíðarstarfi. Margt
kemur til greina. Hef unnið á skrifstofu
síðastliðin átta ár. Uppl. í sima 21696
eftirkl. 19.
19 ára piltur óskar
eftir atvinnu, t.d. útkeyrslu. Hefur
bílpróf. Uppl. i síma 73873.
Vanurmatsvcinn
og bakari óskar eftir góðu plássi á landi,
sjó eða í góðu mötuneyti, hvar sem er á
landinu. Jóhannes Júlíusson, sími
30588.
Óska eftir kvöld-
og/eða helgarvinnu. Er vön afgreiðslu. I
Margt kemur til greina. Uppl. hjá ]
auglþj. DV í síma 27022 e. kl. 12.
H—694
Fiskvinnsla.
Nemandi úr Fiskvinnsluskólanum óskar
eftir starfí, helzt í salt- eða skreiðarmati.
Öll önnur störf koma til greina. Nánari
uppl. í sima 51678.
Innrömmun
GG innrömmun, Grensásvegi 50,
uppi, sími 35163. Tökum allt til
innrömmunar, strekkjum á blindramma,
fláskorin karton, matt gler og gott
úrval rammalista.
Vetrarþjónusta
í hálkunni.
Einstaklingar og fyrirtæki, keyrum heim
salti og sandi í þægilegum umbúðum,
dreifum úr ef óskað er á tröppurnar — á
gangstíginn — á heimkeyrsluna — í
bílinn.Simi 18675.
Framtalsaðstoð
Önnumst skattframtöl,
gerð launamiða, húsbyggingaskýrslur og
aðra skýrslugerð til framtals fyrir ein-
staklinga og minni rekstraraðila.
Viðtalstími kl. 17—19 alla daga. Helgi
Hákon Jónsson viðskiptafræðingur og
Hannes Snorri Helgason, Bjargarstíg 2,
sími 29454.
Framtöl.
Aðstoða við útfyllingu skattskýrslna,
húsbyggingaskýrslna og fl. Sími 13808
frákl.9—12og 16—21.
Framtalsaðstoð i miðbænum.
Önnumst gerð skattframtala og launa-
framtala fyrir einstaklinga félög og
fyrirtæki. Tölvubókhald ef óskað er. H.
Gestsson viðskiptaþjónusta Hafnar-
stræti 15, Reykjavík,símil8610.
Skattframtöl-bókhald
Önnumst skattframtal einstaklinga, bók-
hald, uppgjör og framtöl fyrir rekstrar-
aðila, félög og lögaðila, Bókhald og
ráðgjöf, Skálholtstíg 2a, Halldór
Magnússon, sími 15678.
Skattskýrslur, bókhald.
Skattskýrslur, bókhald og uppgjör fyrir
éinstaklinga, rekstrarmenn, húsfélög og
fyrirtæki, rekstrar- og greiðsluáætlanir.
Opið kl. 9—18, símar 82121 og 45103.
Bókhaldsþjónusta Kristjáns G. Þor-
valdz, Suðurlandsbraut 12.
Skemmtanir
Ferðadiskótekið Rocky auglýsir:
Eitt vinsælasta diskótek landsins gerir
þér og þínum ávallt greiða með góðri og
skemmtilegri tónlist sem hvarvetna
nýtur mikilla vinsælda sem allir vilja
dansa eftir. Skal því gefa til kynna þegar
diskótekið Rocky er á staðnum að þá er
alltaf troðfullt dansgólf. Ágætu
viðskiptavinir! Síminn á daginn og á
kvöldin er 75448.
Diskótekið Donna.
Gleðilegt ár, þökkum fyrir samstarfið á
liðnu ári. Diskótekið Donna býður upp á
fjölbreytt lagaúrval, innifalinn full-
komnasti ljósabúnaður ef þess er óskað.
Munið þorrablótin, árshátíðirnar og
allar aðrar skemmtanir. Samkvæmis-
leikjastjórn, fullkomin hljómtæki.
Munið hressa plötusnúða, sem halda
uppi stuði frá byrjun til enda. Uppl. og
pantanir í síma 43295 og 40338 á
kvöldin. Á daginn í sima 74100. Ath.
Samræmt verð Félags ferðadiskóteka.
Tillaga frá Dollý.
Eitt, tvö róleg lög í byrjun, svona til að
hita sig upp. Siðan gömludansa-syrpa á
fullu. Loks e.t.v. létt disko og rokksyrpa
ásamt íslenzkum sing-along lögum með
góðan hringdans i fararbroddi og jafnvel
samkvæmisleikjum inni á milli. Smátt
og smátt upphefst stuðið og nær
hámarki í lok vel heppnaðs kvölds.
Fjögurra ára reynsla i dansleikjastjórn
Diskótekið Dollý. Sími 46666.
Diskótekið Dísa.
Elzta starfandi ferðadiskótekið er ávallt í
fararbroddi. Notum reynslu, þekkingu
og áhuga, auk viðeigandi tækjabúnaðar,
til að veita 1. fl. þjónustu fyrir hvers
konar félög og hópa er efna til dans
skemmtunar sem vel á að takast.
Fjölbreyttur Ijósabúnaður og sam
kvæmisleikjastjórn þar sem við á, er
innifalið. Diskótekið Dísa. Heimasími
66755.
Diskótekið Taktur.
Sé meiningin sú að halda jólaball, árs-
hátíð, borrablót eða bara veniulegt
skemmtikvöld með góðri dansmúsík, þá
verður það meiriháttarl
stemmning, ef þið veljið simanúmerið
43542 sem er Taktur, með samkvæmis
dansa og gömludansa í sérflokki fyrir
eldra fólkið og svo auðvitað allt annað
-fyrir yngra fólkið og einnig fyrir börnin
Taktur fyrir alla, sírni 43542.
Skattframtöl — bókhald.
Skattframtöl og skattkærur fyrir
einstaklinga. Bókhald og skattframtöl
fyrir einstaklinga með atvinnurekstur,
húsfélög o.fl. Opið virka daga á venju-
legum skrifstofutíma. Tímar á kvöldin
og helgum eftir samkomulagi. Guð-
finnur Magnússon, bókhaldsstofa,
Óðinsgötu 4, Reykjavík, simar 22870 og
36653.
Einkamál
Lestu biblíuna!
Taktu á móti frelsandi boðskap hennar
fyrir sál þina. Það er boðskapur Guðs til
þin. Lestu hana undir öllum kringum
stæðum lifsins. Það borgar sig. Biblíu
vinir.
Ungur maður í peningakröggum
óskar eftir fjárhagsaðstoð. Tilboð sendist
augld. DV fyrir næstkomandi fimmtu-
dag merkt: „Þagmælska 100%”.
Ungur einhleypur maður,
sem býr í kaupstað úti á landi, óskar eftir
að kynnast stúlku á aldrinum 22—30
ára með sambúð í huga. Börn æskileg.
Þær sem vildu sinna þessu sendi uppl.
ásmt mynd til DV merkt „Traust
framtið 565”.
Líkamsrækt
Badminton — mótspilari.
Maður á miðjum aldt i sem spilað hefur
badminton undanfarin ár sér til heilsu-
bótar óskar eftir mótspilara tvisvar í
viku. Uppl. í síma 14850 og 33311.
Baðstofan Brciðholti,
Þangbakka 8, Mjóddin, simi 76540.
Höfum opnaö að nýju eftir áramótin og
að venju bjóðum við upp á sánabað,
vatnsnudd, heitan potl með valnsnuddi,
allskyns æfingartæki og auk þess liina
viðurkenndu Coro-sóllampa sem gera
þig brúna(an) á aðeins 10 dögum.
Þægileg setustofa og gott hvildarher-
bergi, einnig kaffi og gos.Kvennatimar
mánudaga til fimmtudága li.t ki. 10—
22, föstudaga og laugardaga kl. 10—15,
karlalímar föstud. og laugard. I'rá kl.
15—20.
Barnagæzla
Óskum eftir barngóðri stúlku
til að gæta 1 1/2 árs telpu nokkur kvöld i
viku. Uppl. í síma 27453 eftir kl. 18.
Barngóð kona óskast
til þess að gæta 1 árs drengs allan
daginn. Helzt i grennd við Suðurlands-
braut. Uppl. í síma 76311 eftir kl. 18.
Tilkynningar
Frjálst fólk auglýsir,
félgsmálanámskeiðin hefjst mánudaginn
1. febr. Innritun stendur yfir í símum
82441 á daginn og 74401 á kvöldin.
(Ingólfur).
Skóviðgerðir
Mannbroddar.
Þú tryggir ekki eftir á. Mannbroddar og
snjósólar geta forðað þér frá beinbroti og
þjáningum sem því fylgir.
Fást hjá eftirtöldum skósmiðum:
Halldór Guðbjörnsson, Hrísateig 19,
sími 32140.
Gisli Ferdinandsson, Lækjargötu 6a,
sími 20937.
Hafþór E. Byrd, Garðastræti 13a, sími
27403.
Halldór Árnason, Akureyri.
Skóstofan Dunhaga 18, sími 21680.
Skóvinnustofa Sigurbergs, Keflavík,
sími 2045.
Sigurbjörn Þorgeirsson, Austurveri,
Háaleitisbraut, sími 33980.
Helgi Þorvaldsson, Völvufelli 19, simi
74566.
Ferdinand Róbert, Reykjavíkurvegi 64,
sími 52716.
Sigurður Sigurðsson, Austurgötu 47,
sími 53498.
Vetrarþjónusta.
Setjum hælplötur í skó frá kl. 8—16
meðan beðið er. Varizt hálkuna. Skó-
innustofa Einars, Sólheimum 1, simi
84201.
Garðyrkja
Núerrétti tíminn
til að klippa tré og runna. Pantið
tímanlega. Yngvi Sindrason, sími 31504
og 21781 eftir kl. 7.
Spákonur
Les 1 lófa
og spil og spái í bolla alla daga. Ræð
einnig minnisstæða drauma.
Tímapantanir í sima 12574 alla daga.
Þjónusta
Trésmiðja S. P.
getur bætt við sig verkefnum, t.d.
önnumst við alla nýsmíði og viðhald á
húseignum fyrir einstaklinga og fyrir-
tæki. Störfum einnig sem almennur
byggingarverktaki. Sími 52323.
□ □
a
ÖKUKENNARAFELAG ISLANDS
STIGAHLÍÐ 45 - SÍMI 83505 - REYKJAVÍK
Óskar eftir að ráða starfsfólk í eftirtalin störf:
Skrifstofustjóra í hlutastarf.
Kennara við Fræðslustöð Ö. í.
(kvöldnámskeið)
Skriflegum umsóknum skal skilað á skrifstofu félagsins,
Stigahlíð 45, fyrir 27. jan. 1982.
1X2 1X2 1X2
19. loikvika — lcikir 16. janúar 1982
Vinningsröð: 111 — 111—211—21X
1. vinningur: 12 róttir — kr. 100.230.-
71.862 (1/12,6/11)+ (úr 18. viku)
2. vinningur: 11 réttir — kr. 1.073.00
9767+ 22790+ 29624 37346 66624 22792(2/111+ 18. vika:
10173+ 22868 29752 38324 66759 27861(2/11) 9345
10605+ 23599 31315 58614 67844+ 33847(2/111+ 9742
20753 21802+ 23877 24397 33626 36266 58869 65074+ 71039 6524312/11)
Kærufrestur er til 8. febrúar kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera
skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrif-
stofunni í Reykjavik. Yinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur
verða teknar til greina.
Handhafar nafnlausra seðla( + ) verða að framvísa stofni eða
senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til
Getrauna fyrir lok kærufrests.
GETRAUNIR - íþróttamiðstöðinni - REYKJAVÍK