Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1982, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1982, Page 2
DAGBLAÐIÐ& VfSIR. LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982. TEOFANI-SAMEPPNIN1930; VISIR AÐ FYRSTU FEGURD- ARSAMKEPM Á ÍSLANU Fegurðarsamkeppni. Nú til dags þykir fegurðarsamkeppni af öllu tagi ekkert tiltökumál og svo að segja dag- legt brauð. En öldin var önnur 1930 þegar fyrsta fegurðarsamkeppni á ís- landi fór fram. Var það vindlingafyrir- tækið Teofani sem stóð fyrir keppn- inni. Á sama tíma fór fram önnur keppni svipaðs eðlis og var það vindl- ingafyrirtækið Commander sem stóð fyrir henni. reyndar voru sams konar keppnir í gangi hjá fleiri fyrirtækjum. Þetta var þegar einkasala á tóbaki var ekki komin til sögunnar. Þá gilti samkeppni á þessum markaði sem og öðrum og þá mátti auglýsa sígarettur eins og hver vildi. Það var Tóbaksverzlun íslands, eins og hún hét þá, sem flutti inn Command- er-sígaretturnar en Teofani-sígaretturn- ar flutti Þórður Sveinsson og Company inn. Fyrirtækin bæði gengust fyrir söluherferð. Hið fyrrnefnda setti inn í pakkana landslagsmyndir frá Islandi, hið síðarnefnda myndir af íslenzku kvenfólki. í báðum tilvikum var um að ræða fimmtíu mismunandi myndir og hjá báðum voru góð verðlaun í boði fyrir þá sem gátu safnað öllum mynd- unum, frítt flugfar yfir Reykjavík í fimmtán mínútur. Teofani-sígaretturnar voru þó öllu vinsælli og ég hef það fyrir satt að í Skagafirðinum þótti enginn maður með mönnum nema hann reykti Teo- fani, það var stillinn. Ástæðan? Teo- fani voru með gylltu munstykki úr pappír og gferði það gæfumuninn. Teofani voru egypzkar sígarettur, flatar að lögun og jafnvel til í mörgum litum og þá kallaðar „selskapssígarett- ur”. Hægt var að kaupa pakka með tuttugu sígarettum á krónu eða pakka af Teofani Fine, sem kostaði eina krónu og tuttugu og fimm aura. Þá var einnig hægt að kaupa þær í stykkjatali. En lítum nánar á tilhögun Teofani- keppninnar. -KÞ Sjá bls.4og5 Texti: Krisbn Þorsteinsdóttir i í Hifdur Grímsdóttír. Hún fékk fyrxtu vertHaun aö upphæð S00 krónum. Stgurbjörg Lárusdóttír hrappti annað smtíö og fókk 200 krónur. ÞESSAR FENGU VERDIAUNBÍ \ I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.