Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1982, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1982, Side 5
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982. 5 „Þorði ekki að vera viðstödd þegar úrslit vorukynnt” —segir Unnur Stefánsdóttir, einn þátttakenda í Teofani-fegurðarsamkeppninni Unnur Stefánsdóttir bókbindari tók þátt i Teofani-fegurðarsamkeppninni, þáung stúlka, 17—18 ára gömul. „Hvernig á því stóð að ég tók þátt í þessu? Ja, ég veit það eiginlega ekki og þó... Ég og Hjördís, systir mín, höfð- um farið til Loftsljósmvndara, sem þá var til húsa í Nýja bíói, til að láta mynda okkur, sem hann gerði. Þetta var að því að mig minnir síðsumars 1929. Sðan gerðist það nokkru siðar að við fengum bréf þar sem við vorum spurðar hvort mætti setja myndir af okkur í Teofani-sígarettupakkana. Þannig var það nú. — Myndirnar hafa þá ekki verið teknar gagngert til að nota í keppninni? „Nei, nei, ekki var það.” — Tók það ykkur langan tíma að ákveða hvort þið vilduð vera með? „Já, ég var svo feimin á þessum ár- um. Það tók mig langan tíma að ákveða þetta.” — Veiztu til þess að leitað hafi verið til einhverra stúlkna um þáttföku, sem ekki vildu? „Nei, ég held að allar sem leitað var til hafi slegið til.” — Voru þetta laglegustu stúlkurnar í bænum, sem tóku þátt í keppninni? ,,Ég veit það ekki. reyndar voru þetta ekki bara stúlkur úr bænum, þær voru alls staðar að af landinu og á öll- um aldri. Sumar giftar og margra ■barna mæður.” — Fenguð þið eitthvað fyrir ykkar snúð? „Nei, það voru aðeins veitt fyrstu, Unnur Stefánsdóttír. ÞessJ mynd birtíst mf henni i Teofani — pökkun- um. önnur og þriðju verðlaun. Hinar fengu ekkert.” — Hverjir sáu um framkvæmdina á keppninni? ,,Það var fyrirtækið Þórður Sveins- son og Company og svo ljósmyndarar bæjarins, allflestir.” — Var mikið talað um þessa keppni í bænum? ,,Ja, fólki þótti alla vega gaman að Ég held að þetta hafi verið gert fyrst og fremst til að auka söluna. Þetta þótti spennandi og svo voru góð verð- laun í boði,” sagði Erlendur Þorbergs- son, sem í kringum 1930 vann við afgreiðslustörf í London — Tóbaks- verzlun á horni Austurstrætis og Póst- hússtrætis — þá ungur maður, er við báðum hann að rifja up söguna í kring- um Teofani- og Commander- keppniin- ar. „Það voru landslagsmyndir frá íslandi í Commander-pökkunum, nmmtiu að tölu, en í Teofani-pökkun- um voru jafnmargar myndir af ungum íslenzkum stúlkum. Stúlkurnar gáfu sig sjálfar fram að mig minnir, og það voru flestir ljósmyndarar bæjarins, sem tóku þátt í þessu. Ég veit ekki hver átti upptökin en ég geri ráð fyrir að það hafi verið fyrirtæki erlendis, sem þar átti stærstan hlut að máli. Tóbaksverzl- un íslands flutti inn Commander sígar- etturnar og Þórður Sveinsson & Co Teofani. Svo voru verðlaun í boði, fyrir þá er gátu safnað öllum fimmtíu myndunum í hvorri keppni fyrir sig saman, anzi hreint góð verðlaun meira að segja. Ég man að ég safnaði öllum lands- þessu. Þetta var alveg nýtt, eitthvað spennandi. Svo voru margir sem reyktu Teofani-sígaretturnar og söfnuðu myndunum.” — Reyktir þú sjálf á þessum árum? „Nei, ertu alveg frá þér? Það gerði ég ekki. Ég byrjaði ekki á því fyrr en löngu seinna. Ég var ung stúlka í heimahúsum þegar þetta var.” — Voruð þið stúlkurnar þekktar i bænum vegna þátttöku ykkar? „Ekki man ég eftir þvi.” — Var mikið sagt frá þessu í blöðun- um? ,,Nei, það var eitthvað lítið, minnir mig.” — Fórstu i þetta vegna verðlaun- anna, sem voru í boði? „Nei, langt frá því.” — Hvernig og hvenær voru svo úrslit kynnt? „Úrslitin voru tilkynnt á alþingishá- tíðinni á Þingvöllum í júní 1930. Ég var á Þingvöllum þennan dag en þorði ekki að vera viðstödd þegar þau voru til- kynnt. Þannig var að menn töluðu um að ég mundi sigra, svo ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að vera viðstödd.” — Ef þú værir komin aftur til ársins1 1929 með þá reynslu sem þú hefur nú, tækirðu þátt í svona keppni? ,,Já, hvers vegna ekki? Þetta gerði engum mein,” sagði Unnur Stefáns- dóttir. „... þótt þær hékfu sjátfar að þær vearu þetta Htía sjarmerandi.", LMvig Hjálmtýsson. „Þetta var aíveg stórkostlegt en þessu fylgdi bæði grín og alvara hjá almenningi þótt stelpurnar litu þetta al- varlegum augum,” sagði Lúðvíg Hjálmtýsson i samtali við DV. Lúðvíg var 15—16 ára unglingur 1930 og vann þá i vegavinnu. „Ég man það að allir strákar söfn- uðu þessu en auðvitað kærði maður sig ekki um allar myndirnar heldur valdi „Þetta voru aðalpríma- donnuraar íbænum— og sumar komnar und- ir sjötugt” — segirLúðvíg Hjáimtýsson úr. Sumar sem þátt tóku voru gamtar kerlingar komnar undir sjötugt og féllu ekki alveg inn i myndina hjá almenn- ingi, þótt þær héldu sjálfar að þær væru þetta litla sjarmerandi. samt sem áður voru þetta aðalprimadonnurnar i bænum.” — Voru Teofani góðar sigarettur? „Nei, þær voru ósköp vondar og ég held að menn hafi ekki enzt til að reykja þær en sumir byrjuðu þó að reykja vegna keppninnar eða fengu að minnsta kosti foreidra sína til að reykjaTeofani.” — Hvernig var talað um fegurðar- samkeppnina i bænum? ,,Það var upp og ofan. Voru það einkum gömlu kerlingarnar, sem voru jhafðar að skotspæni almcnnings. Svo voru samdar fjölmargar gamanvísur um þetta og keppnin tekin fyrir í revi- um með Halla Á. i broddi fylkingar,” sagði Lúðvíg Hjálmtýsson. „Aldeilis ekkert slor að fá f rítt f lugfar” —segir Erlendur Þorbergsson, einn þeirra sem náði að safna saman myndunum fimmtíu LIMINGAR- lagsmyndunum í Commander-keppn- inni, öllum fimmtíu, og fyrir það fékk ég frítt flugfar yfir Reykjavík og það þótti aldeilis ekki neitt slor. Þá voru aðeins tvær flugvélar hérna. Það var Veiðibjallan og Súlan. Þær voru báðar sjóflugvélar. Ég man nú ekki með hvorri ég fékk far en alla vega var þetta hreinasta ævintýri. Ég hafði aldrei komið upp í flugvél áður enda kostaði farið með vélunum 15 krónur, sem var hreint ekki svo litið. Þetta var kortérsflug og flogið var yfir Reykjavík og suður yfir Hafnarfjörð. Ég hafði keypt flugfar handa konunni í sömu ferð svo hún gæti komið með. Og vinur minn einn, sem langaði þessi ósköp með, keypti sér lika far. Við fórum sex í vélinni. Það var bjart yfir og vítt til allra átta, svo skyggnið var eins og bezt varð á kosið. Alveg ógleymanleg ferð.” — Var mikil þátttaka í þessu? ,,Já, þetta var afar vinsælt og menn lögðu sig alla fram um að safna þessum myndum. Kannski hefur vonin uni flugfar gefið mönnum byr undir báða vængi, því menn fóru ekki í flugferðir á hverjum degi þá eins og nú,” sagði Erlendur Þorbergsson. TILBOÐ NU geta allir farið að mála ér kemur tilboð sem erfitt erað hafna •J Efþú kaupir málningu fyrir500kr. eöa meir færöu 5% afsiótt £ Ef þú kaupir málningu fyrir 1000 kr. aða mair færðu 10% afslátt £ Ef þú kaupir málningu í hailum tunnum, þ.a. 100 Htra, borgaröu VERKSMIDJUVERÐ og / kaupbæti færðu frían heimakstur hvar sem er á Stór-Reykjavíkur- svæðinu. HVER BYÐUR BETUR! Aukþess ótrúlega hagstæðir greiðsluskilmálar. OPIÐ: mánud.-fimmtud. kl. 8—18 föstud. kl. 8—22 laugard. kl. 9—12 ffTll BYGGlNGflVÚRURl ImÍBHF HRIIMGBRAUT 119. S. 10600/28600 frt Munið aðkeyrsluna frá Framnesvegi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.