Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1982, Side 19
19
DAGBLADIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982.
Hvers vegna Tónabær?
Á æfingu í vikunni var Saga spurð
hvers vegna þau kæmu með leiksýning-
una inn í Reykjavík — þetta er þó Leik-
félag Garðabæjar sem er að verki? —
Það er ekkert hús sem hentar leiklistar-
starfsemi þar syðra. Nú er verið að
byggja félagsmiðslöð þar og þá fáum
við aðstöðu „heima”. En þangað til
verðum við að vera annars staðar.
— Aðstaðan hér í Tónabæ er auð-
vitað alls ekki eins og bezt yrði á kosið
— en þeir hafa verið afskaplega viljugir
hér við að bæta það sem hægt er —
verið er að ganga frá búningsher-
bergjum og sturtu baksviðs, það kemur
sviðstjald og svo þarf að byrgja fyrir
gluggana. En við þurfum enn sem
komið er að notast við sjálfan salinn til
að sminka okkur og klæða og allt þarf
að taka með sér heim á milli æfinga —
ganga frá sviðsmyndinni o.s.frv.
Góði andinn
Daginn sem ég leit inn á sýningu var
óveðursdagur í Reykjavík, leikurunum
seinkaði vegna ófærðar, einn þurfti að
fara alla leið i Kópavog eftir andlitinu á
sér, ef svo má segja. Þetta var fyrsta
rennsli i búningum og mörg handtök
nauðsynleg áður en allt væri um kring
komið. En svo rúllaði allt nokkurn
veginn hnökralaust og skemmtilega.
Það er þessi góði andi sem einatt er hjá
fólki sem er að ryðja nýjar brautir,
byrja eitthvað nýtt. Leikararnir allir í
vinnu annars staðar og allar æfingar á
kvöld- og næturvöktum. Og margir
viljugir hjálparkokkar reiðubúnir til að
gera við sauntsprettu hér eða setja
rúllur í hárkollu þar.
Allar myndirnar voru teknar á æfingu af Gunnari Andróssyni.
Steindór Gostsson: Fknmtardómarinn
„Svo sem enginn
Shakespeare
Þegar Leikfélag Reykjavíkur setti
upp karlinn úr kassanum fyrir mörgum
árum komu fram margir leikarar sem
gert höfðu garðinn frægan eða áttu
eftir að gera það, svo sem Arndfs
Björnsdóttir, Brynjólfur Jóhannesson,
Haraldur Á Sigurðsson, Marta
Indriðadóttir, Valur Gíslason o.fl.
Garðaleikhúsið teflir fram liði með
mismunandi reynslu og nokkrum ný-
liðum en ekki var annað að sjá en allir
léku sína rullu af þeim mætti sem til
þarf. Alls koma 12 fram í sýningunni.
Magnús Ólafsson, Sigurveig Jónsdóttir,
Þórir Steingrímsson, Guðrún Þórðar-
dóttir, Aðalsteinn Bergdal, Guðrún
Alfreðsdóttir, Valdimar Lárusson,
Steindór Gestsson, Thelma Tómasson,
Hreiðar Ingi Júlíussoon, Helga
Kristjánsdóttir og Friðrik Steingíms-
son. Saga er leikstjóri, Hallmundur
sviðsmeistari og Ingvar Björnsson sér
um lýsingu. Þau kviðu engu en var þó
nokkuð í mun að segja blm. DV að
þetta væri svo sem enginn Shakespeare í
dulitlum afsökunartón. Einn hafði
m.a.s. á orði að þetta væri næstum því
nýlist í því aðsvona sýning „brýtur upp
þennan hámenningarsvip sem reyk-
vísku leikhúsin setja svo gjarnan upp.”
Og hvað með það? — Allir hafa þörf
fyrir léttlynt gaman og Karlinn i
kassanum sýndist heldur betur geta
boðið upp á þannig kvöldstund.
Ms.
Þórir Stobtgrimsson: BM
Guðrún Atfroðsdóttir: Vinnukona
Aðalsteinn Borgdok Friðmundur Magnús Otafsson: Pótur Möriend
Friðar
LeBcstfórinn, Soga Jónsdóttir